Austurland


Austurland - 16.10.1920, Síða 2

Austurland - 16.10.1920, Síða 2
2 \USTURLAND Nathan & Olsen, Sey ð isfirði. Hafa fyr i r 1 i g g j a n d i: Hafragrjón, völsuð Sveskjur Riisgrjón Þurkaða ávexti Bankabygg Stivelsi (Colmann) Kaffi Munntóbak Kaffibætir Rjóltóbak Kandís Vindla Rúsínur Cigarettur Og einn tóninn kannaðist hann heldur en ekki við. Þar var sem sé Sveinn á Brekku. Og höfundur tekur að sér að þýða síðasta erindið úr margradda sönghljóð- inu, sem hann heyrði. Og það er ekki laust við að þrátt fyrir alt og ait syngi Einar Benediktsson einhversstaðar með í þessum hljómum. Áhrif hans ná líklega til sálnanna hinummegin. Erindið hljóðar svo og geta þá allir um dæmt: „Frá hrynjandi tárum upp lagið leitar á ljósvakans bárum til himinsveitar, með margradda kvakið og háa hljóma með hugsjónatakið og kærleiksljóma“. Æfintýrin eru, sem sagt hefur verið, 16 að tölu og er hér ekki rúm til að minnast þeirra allra, hvers fyrir sig. En ef rengt verð- ur það, sem um þau er sagt í heild í þessum fáu línum, mun verða reynt að sýna fram á það frekar, að ekki sé það sagt út í loftið. En til þess að gefa mönn- um forsmekk þess, hve eðlileg viðburðarásin og háttsemi persón- anna er, þá skal hér tekin lítil Allskonar stimpla frá ■ T ELF • 35^ • 3< BYEN 32*f X • Signeter - Derplader - Haandtrykkerier ~ ' - Nu Brændejern >lumerat0rer - Perforérer. i Kaupmannahöfn útvegar HANSSCHLESCH cand. pharm. SEYÐISFIRÐI umboðsmaður á Austurlandi. málsgrein úr æfintýrinu „Sólin kemur“. „Lýgi“ er að elta konu, sem er orsök hennar og „Kær- leikur" vill bjarga henni: „Kærleikur vildi bjarga konunni og hljóp af stað. En hann fór í gagnstæða stefnu og ætlaði að mæta þeim. Hann var stutt kominn áleiðis, er hann sér þær koma upp af jarðarbungunni hin- ummegin hlaupandi á móti honum. Konan var að gefast upp og rétt á eft- ir henni þaut eldrauð blaðra — það var lýgi“. Er þetta ekki einkennilega eðli- leg, lifandi, nákvæm og smekkleg lýsingl! — Þau æfintýrin, sem ekki sökkva öll í trúmál, eru mun skýrari að hugsun og efnismeð- ferð. Má þar nefna „Brúna“, sem má heita snoturt æfintýri. Um kvæðin er það að segja, að þau bera sízt af æfintýrunum og eru þeim frekar síðri. Rím- þrautir leggur höfundur fyrir sig, en lendir í áherzluvillum og hor- tittafeni. Áherzludæmi: „Oss meistara eldri mannkynsslóðum frá“. Tvíhöfða: „Aldrei hún mig auma sér, er það ekki skrítið11. Hortittir: „Þannig hringsins skeið ég skil“. (Hverjum kemur þessi setning að gagni?) Og ennfremur: „Hrökk af hátindi, hékk á blávindi, festi ást, yndi, ungra hjá lyndi, fór ég fallandi, féll á Vallandi, heiminn hnallandi, heiti ég Gjallandi“. Ervísanum sveitablað meðGjall- anda-nafni. Þá má benda á smekkleg lýs- ingarorð og vel-lýsandi: „Hnött- urinn harði“ (jaröarhnötturinn), „ljúfur bás“, „Þar fægðir smar- agðar leiftrandi Ijóma, en Ijótir aðrir í blettóttum dróma“, „and- ríkur lundur“ og „soltin augu“, sem skáldið horfir á konunginn „bezta“. Þá munu flestir þekkja hvað hefur leitt höfundinn út á mold- viðrisglapstiguna í kvæðinu „Öldu- hreimur“. Fyrsta vfsan er svo: „Sem kveðandi bárur í brimsins óði, er birtast með tárum og strengjahljóði, sem hljóðandi falla með harmakveini og hnígandi allar í dimma geima. — Eins ómar með niði af moldarhafs miði úr myrku djúpi, á lífsins sviði, af öldum í sólgeislasveimi“. Seglasaum. Ég tek að mér allskonar segla- saum, bæði viðgerðir á eldri segl- um og tilbúning á nýjum, fyrir mótorbáta eða stærri skip. Enn- fremur sel ég og bý til vatns- heldar ábreiður (Presseninger), vatnsslöngur, tjöld, drifakkeri og fleira af því tagi. Efni í þetta hef ég fyrirliggjandi hér. Jón Arnason skipstjóri, Seyðisfirði. „Ég held að áhrifin séu auð- kennileg. Skal hér svo staðar numiö og geta menn sjálfir dæmt hversu fjærri sé skotið marki. G. G. H. Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík lf/io. Símfregn frá Riga segir að Pól- land eigi að stækka um helming eftir landamærasamningum við Bolsivikka. Engin blöð koma nú út í Berlín, nema blöð jafnaðar- manna, sakir prentaraverkfalls. — Tímarit Lloyd Qeorge er á móti nýlendufyrirkomulagi á stjórn ír- lands. Frumvarp til fjárlaga Dana lagt fram í þinginu. Áætlaðar 7 millióna tekjuhalli. Verðlagsnefnd sett. Sett hefur verið hámarksverð á rúgmjöl og. allar fiskitegundir. „Vér morðingj- ar“ Kambans fá hér góða dóma. Væntanleg á markaðinn Ijóðabók eftir Þorstein Qíslason, sögur eftir Theódóru Thóroddsen. Kobbi gamli. Frh. — Fjórum mánuðum eftir gift- ingu þeirra Guðrúnar og Kobba fæddist henni barn. Kobbi hafði veitt því athygli, að hún mundi kona eigi einsömul og það hafði ekki valdið honum neinna áhyggja. Hann var svo vel fjáður, að hann gat vei borið það efnalega, að við bættist lifandi vera á heimilið. Og hann hafði ekki gengið að því gruflandi, að hún Quðrún hafði syndgað. Hún var honum góð kona, meira að segja afbragðs- góð og nærgætin á allan hátt. En Kobba varð samt illa við, er fé- lagar hans tóku að óska honum til hamingju með erfingjann, og ekki hefði meðgöngutíminn verið afskaplega langur — þau Quðrún væru ekki lengi að því sem iítið væri, sögðu þeir. Og þetta settist aö í Kobba, nagaði sál hans, eins og ormur trjárót. Og er hann sá barnið, var eins og hvíslað væri að honum: Þú átt ekki þetta barn, þér kemur það ekki við,4það er ávöxtur spillingar og lauslætis. Og Kobbi varð þögull og þung- búinn, leit sjaldan á Quðrúnu og aldrei á barnið. En eitt kvöld, er hann kom af sjó, var Guðrún ekki heima. Barnið vaknaði, er hann kom inn, og grét hástöfum. Hann settist rólegur á rúmið sitt og hallaði sér aftur á bak með hendurnar undir hnakkanum. En barnið hélt áfram að gráta. Að lokum fór Kobbi að ókyrrast í rúminu. Hon- um leiddist að heyra þetta. — Hvar ætli konan sé? Hvað ætli gangi að krakkaanganum? sagði hann við sjálfan sig. En barnið hætti ekki að gráta. Loks stóð Jakob upp og gekk að vöggunni. Barnið þagnaði þá og starði á hann stórum tárvotum augun- um. Loks hjalaði það framan í hann og brosti, svo að andlitið varð sem einn glitrandi geisli. Brosti eins og ungbörn ein geta brosað. Og Kobbi beygði sig ósköp hægt ofan að því, stakk höndunum varlega inn undir það og Iyfti því upp. En í sama bili fann hann undarlegan yl færast um sig allan, og hann slepti barn- inu og leit spyrjandi umhverfis sig. En þá hrein barnið og rétti báða handleggina í áttina til hans. — Láttu nú ekki svona barn- ungi, sagði hann. — Ég skal taka þig. Og hann tók barnið og slepti því nú ekki aftur, en settist á rúmið með það í fanginu. Það lyfti sér á handleggjum hans og hló og skríkti, og áður en varði var hann farinn að ærslast við það og hossa því. Og er hann leit upp, stóð Quðrún í dyrunum. Hún horfði brosandi á Jakob, en honum fanst brosið ekki hlýlegt, heldur líkt og í því lægi háði- blandið sigurhrós. En eftir þetta kvöld var hlýrra og bjartara í kofanum hans Jakobs. Þegar hann kom heim, var liann aldrei svo þreyttur og syfjaður, að eigi tæki hann barnið í arma sína, ef j)að var vakandi. Þegar það svaf, lyfti hann sænginni frá andliti þess og horfði á það með blíðu brosi. Og Quðrún var hon- um nú eigi að eins konan hans, heldur móðir barnsins, sem hon- um þótti vænt um. Hún var sem áður létt í lund og ljúf í á- varpi og gætti vel allra heimilis- starfa, en stundum bar það við, er Jakob kom henni á óvart, að honum virtist kuldalegur gremju- svipur á andliti hennar. Og það kom fyrir, er hann horfði ekki á hana, að honum fanst hún horfa á sig einkennilega stingandi og kaldlegu augnaráði — honum fanst hann jafnvel finna þetta augnaráð, þótt hann sneri að henni bakinu. Það smó eins og kaldur, hárbeittur hnífur milli herða- blaðanna á honum og alla leið fram í hjarta. Eitt sinn, er hon- um fanst hún horfa þannig á hann, leit hann snögglega upp og sá þá að honuni hafði ekki skjátlast. Hún horfði á hann storkandi, ís-

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.