Austurland


Austurland - 16.10.1920, Page 3

Austurland - 16.10.1920, Page 3
AUSTURLAND 3 Ung og dugleg stúlka getur fengið létta for- miðdagsvist hjá frú Agnete Schlesch, Biíröst. Nýkomin bók eftir Ben. Þ. Grön- dal, sögur. Óþurkar síðustu viku, gott veður í dag. Hitt og þetta. Endurreisn Norður-Frakklands. Louis Dubois, forseta endur- reisnarnefndarinnar, telst svo til, að Þjóðverjar hati skemt og eyði- lagt fyrir 22 milliarða franka á Norður-Frakklandi (í fasteignum). Tjónið má bæta á 6 árum ef: 200,000 manns vinna stöðugt að endurreisninni verkfallalaust, — byggja árlega 70,000 hús og fram- leiða alls 420,000 smálestir af ýmsum vélum og áhöldum. Hér eru þó óbætt öll ávaxtatré, sem Þjóðverjar eyðilögðu, sér að gagnslausu, en einungis til að skaprauna íbúum landsins. Einkennilegt verkfall gerðu bakarasveinar í París ný- lega. Tilkyntu það rækilega um alla borgina með stórum auglýs- ingum svohljóðandi: Gef oss í dag vort daglegt brauð. Að morgni var verkfallinu lok- ið og hafði ekki orðið neinum til meins, en vakið nokkra eftir- tekt á brauögerðarmönnum. Ekkjufrú Karolína (Björnstjerne) fíjörnson, verður 85 ára 1. des. n. k., og ætlar að dvelja í París í vetur, heldur en heima hjá sér. 4300 metra löng er filman úr sögu Borgarættar- innar (Gunnar Gunnarson), sem nýlega er farið að sýna á kvik- myndahúsum. Tekur tvö Kvöld að sýna allan leikinn. Amerisk smásaga. Sagt er að komið hafi það fyr- ir, ekki alls fyrir löngu, að mað- ur einn í borginni Newark í Banda- ríkjunum, Chisholm að nafni, hafi krafist þess af öðrum manni, Park- er, að annað tveggja léti hann konu sína í friði eða greiddi sér 20 þúsund dollara. Kvað Chisholm segja að hann sé alveg af manni genginn að eiga við Parker og konu sína. En Parker kvað ekki vera um sel, því að hann ætlaði sér alls ekki að festa sér konuna. Menn þessir eru í heldri röð bæjarbúa og hefur mál þeirra komið fyrir rétt. Stjórnarbyltningin í Baden. Blaðið „Fram“ segir sögu eina, seni lýsir því vel, hve óvenju friðsamlegar stjórnarbyltingarnar sumar hafa verið í Þýzkalandi. Þegar bylting hófst í Baden, hafði nálægt 20 |->jóðhöfðingjum verið steypt af stóli. Fanst mönn- um í Baden að eigi sómdi annað en það ríki fylgdist með og yrði lýðríki. Konungurinn var maður lýðhollur og eftirlæti þegna sinna. Þingmenn fengu til lúðraflokk og gengu í skrúðgöngu til hallar konungs. Voru þar leikin ættjarð- arlög. Tók konungur með mestu ljúfmensku á móti nefnd þeirri, er kjörin var til að bera fram fyrir honum þá kröfu þingsins, að hann legði niður völd. Bauð konungur nefndarmönn- um Rínarvín gott og gamalt, þar eð þeir voru ekki í „stúku“, og er liðkast tók þeim um málbein- ið, báru þeir upp erindi sín fyrir konungi. Hann kvað bezta sam- komulag milli sín, þegna sinna og þingsins. Nefndarmenn gátu eigi neitað að þar segði hann satt, en kváðu það ekki fært þjóð- inni að hafa lengur konungsstjórn, þar eð önnur ríki þýzk hefðu steypt af stóli j^jóðhöfðingjum sínum. Væri því sjálfsögð bróð- urskylda þeirra að fara eins að. Konungur kvaðst eiga erfitt með, stéttarbræðra sinna og tign- ar vegna, að leggja niður völd svona umsvifalaust. Bað hann því um tveggja til þriggja daga um- hugsunarfrest og kvaðst skyldi at- huga málið. Fóru síðan nefndarmenn og komu aftur á ákveðnum degi. Voru á ný leikin þjóðlög og sezt að víninu. Varð sú niðurstaðan, að að konungur lofaði að leggja niður völd, ef það væri vilji al- mennings. Nefndarmenn þökkuðu konungi fögrum orðum og hétu honum árlegum lífeyri, óskertum eignum og fullu frelsi. Var því- næst lostið upp fagnaðarópi fyrir nýja lýðveldinu og konunginum fyrverandi, lúðrar voru þeyttir og bumbur barðar. Og lokið var stjórnarbyltingunni í Baden! Fréttir. Slys vildi nýlega til á Hvammsfirði. Böðvar, sonur Magnúsar, bónda á Staðarfelli, fóstursonur Magnús- ar, vinnumaður hans og vinnu- kona fóru út í eyju þar á firðin- um og drukknuðu á leiðinni. Eigi vita menn með hvaða hætti slysið hefur orðið, en Hvammsfjörður er afar skerjóttur og í honum feikna harður straumur. BÓKBAND. Ég undirritaður, sem seztur er að hér á Seyðisfirði, tek að mér alls- konar bókband og innheftingu. — Er að hitta í „Skaftfelli". — Verkið fljótt og vel af hendi leyst. QEIRLAUGUR KETILBJARNARSON. Augustinus: Kriigers: Obels: Smal- Mellem- ■ Kentucky- Lady Twist- munn- tóbak. Langaards: og norskt hjá Sveini Árnasyni. H. Kvaran, rithöfundur, og frú, ungfrúrnar Hulda Hermannsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir. Enn- fremur fóru Þorvarður G. Þormar stud. theol., Sigurjón Jóhannsson, kaupmaður, Jón Þorsteinsson, verzlunarmaður og Steingrímur Björnsson frá Dvergasteini. Jarðsíminn. Það, sem vantaöi af jarðsíman- um, sem verið er að leggja hér í bænum, kom með „Gullfoss“ síð- ast. Miðar verkinu óðum áfram. Fjöldi manna hefur verið hér í bænum und- anförnu og margt fé verið rekið hingað. Þó munu bændur lóga með minna móti, þar eð heyskap- ur hefur verið allsstaðar í meðal- lagi og sumsstaðar meiri en dæmi eru til um margra ára skeið. Mun „Austurland“ reyna að afla sér upplýsinga um tölu fjárins, þegar slátrun er lokið. Nýr vaskur til sölu. R. v. á. E.s. Gullfoss kom hingað síðastliðinn laug- ardag ög fór aftur að kvöldi. Meðal farþega héðan voru Einar Garrick cigarettur álíta margir heimsins beztu ciga- rettur. — Fást að eins hér hjá Sveini Árnasyni. köldum augum og freðið bros lék um varir henni. En andlitið varð brátt blíðlegt og hlýtt og brosið aðlaðandi. Stundum var það, þegar þau voru háttuð á kvöldin, að hún var svo undarlega áköf í atlotum sínum. Hún lagði allsnakta hand- leggina um háls honum, þrýsti höfði hans milli brjósta sér og faðmaði hann svo ákaft að sér að honum lá við köfnun. Og þá fanst Jakob undarlegur viðbjóður gagntaka sig. Losaði hann sig þá venjulega úr faðmlögunum og sneri sér til veggjar. En daginn eftir var Guðrún óvenju þögul og jmngbúin. Og þá var það einkum, að honum fanst hún horfa á sig þessum köldu, stingandi augum. Tveim árum eftir að Jakob kvæntist, dó formaður sá, er hann hafði lengi róið hjá. Réði hann sig j)á í skiprúm hjá þeim manni, er Þorvaldur hét og var Þórðar- son. Þorvaldur þessi hafði fyrir nokkrum árum komið í þorpið, keypt þar bát og gerst formaður. Brátt sázt það, að hann var flest- um mönnum aflasælli oggat hann því valið úr sjómönnum á bát sinn. Jakob var, sem áður er á drepið, manna nýtastur háseti og sótti Þorvaldur því fast að fá hann til sín. Féll vel á með þeim og réðist Jakob til Þorvaldar. Þorvaldur var maður mikill á all- an vöxt, fríður sýnum og eygður allra manna bezt. Snarlegur var hann, léttur í lund og skemtinn í viðræðum. En alkunna var það í þorpinu, að gleðimaður var hann mikill og kvenhollur. Jakob undi vel hag sínum í nýja skiprúminu, enda var Þor- valdur vel til háseta sinna. Skömmu eftir að Jakob kom í skiprúmið til Þorvaldar, fæddi Guðrún barn. Var það drengur, bjartur yfirlitum og líkur móður sinni. Jakob hló hjarta í barmi í hvert sinn er hann leit drenginn. Vinnan varð honum léttari og líf- ið fegurra. Löngum og löngum gat hann legið vakandi um nætur og hugsað um drenginn og framtíð hans, og er hnúarnir hvítnuðu á árinni, þegar alda og stormur lögðust þyngst á móti, þá brosti hann ánægjulega, því að honum fanst hann leggja fram afl sitt gegn öldunum fyrir litla drenginn, sem lá í hlýrri vöggunni heima í kofanum hans. Og hann átti það svo sem skilið, blessaður dreng- urinn, eins og hann brosti blítt við pabba, er hann kom þreyttur heim eftir erfiðið og vosbúðina. Og lengi var hann að hugsa um það, hvað þessi frumgetni sonur hans ætti að heita. Því að nú fanst honum ekki lengur barn Guðrúnar vera sitt barn, og hann hætti nú að gefa því eins mikinn gaum og áður. Að lokum komst Jakob að þeirri níðurstöðu, að barnið skyldi heita eftir móður hans. Hún hafði heitið Kristín. Drengurinn átti þvt að heita Kristinn. Reyndar þóttu honum ýmiss nöfn fallegri, en það var svo erfitt að gera upp á milli þeirra. Og þá var ósköp þægilegt að ieysa sig frá vandan- um með því að láta barnið heita eftir móður hans. Hún átti það líka meira en skilið. Skírnarveizla var haldin og bauð Jakob til hennar bátsfélögum sín- um og konum þeirra. Þorvaldur og einn hásetanna skyldu vera skírnarvottar og kona prestsins halda barninu undir skírn. Daginn, sem skíra átti barnið, gekk Jakob fram og aftur og snerti ekki á verki. Hann tugði munntóbakið og hrækti tuggunum hverri af annari fram úr sér ótuggnum. Hann var utan við sig og sem í öðrum heimi. Heimafyrir var alt sópað og prýtt. Jakob hafði látið gera við kofann, keypt ný húsgögn og myndir á veggina. í rökkurbyrjun komu gestirnir og prestshjónin skömmu síðar. Jakob var búinn dökkum klæðis- fötum, hafði hvítt um hálsinn og var hreinn og greiddur. Guðrún var og búin sínum beztu klæðum og sómdi sér all-vel. í kinnar

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.