Austurland


Austurland - 09.07.1921, Síða 2

Austurland - 09.07.1921, Síða 2
AUSTURLAND 2 SEYÐISFIRÐI hafa fyrirliggjandi: Rjóltóbak Munntóbak Vindla Öngultauma Öngla Cylinderolíu Mótortvist Ullarballa Qötukústa Fiskibursta Tjörukústa Hrátjöru Kakao Súkkulaði Hafragrjón Riismjöl Bankabygg Baunir Kat'fi, brent Export Kex skyida hennar, að gera að svo komnu enga þá samninga, er vinna okkur verzlunarlegt og atvinnulegt tjón, fyr en þá þjóðin hefur sam- þykt að taka á sig byrðina. Og fari svo, að stjórnin semji oss til skaða, að þjóðinni óspurðri, mun hún á sínum tíma stranglega verða krafin reikningsskapar. Því að döm á hún yfir sér, eigi síð- ur en hver einstaklingur. „Sá, sem kastar saur á aðra, atar sjálian sig mest“. í 20. og 21. tölublaði „Austur- lands“ er greinarstúfur með fyrir- sögninni „Samkeppni“. Qreinar- ómynd þessi á víst að vera ádeila á skoðun Quðmundar Friðjóns- sonar á Sandi, í ritgerð hans í 5. tölubl. „Austurlands", „Innanlands- viðskiftin og dyrtíðin“. Ég ætta mér ekki að blanda mér í það mál, býst við að hinum gáfaða bónda á Sandi verði engin skota- skuld úr því, að kvitta fyrir hin tvíteknu ósnotru ummæli í garð íslenzka bændanna, en greinarhöf- undurinn hefur verið svo óhepp- inn að blanda inn í ritgerð þessa sögu af dvöl sinni hér á Búðum, haustið 1919, seni snertir mig, og kemur aðalmátefninu ekki hið minsta við. Formálinn fyrir sögu þessari hljóðar þannig: — „Þá vil ég reyna* að taka dæmi sem sýnir hve ósanngjarnlega hátt* kaup daglaunamannanna er í saman- burði við framfærslukostnað, og get ég ekki komist hjá því að minnast ofurlítið á höfðingsskap íslenzkrar gestrisni um leið“. Ekki er nú formálinn mjög leiðinlegur, að eins aö aumingja maðurinn of-„reyni“ sig ekki á sjálfu dæminu, sem er á þá leið, að haustið 1919 hafði hann og fleiri „símamenn" komið á skipi til Fáskrúðsfjarðar, í hvössu og köldu norðanverði, og fer hann mörgum skemtilegum og kennara- legum orðum um hinn fyrsta *, Auökent af mér. dvalardag þeirra á Fáskrúðsfirði, gerir mikið úr göngulagi verk- stjórans til að útvega þeim hús- næði og fæði til að seðja liung- ur sitt. Niðurlagið á þessari „barlóms“þulu er þannig: „Mest kviðum við fyrir nóttinni, því að við höfðum ekkert að okkur. Verkstjórinn var á þönum allan daginn að reyna að útvega okkur gistingu og tókst það loks hjá oddvitanum, Sveini Benediktssyni. Þar vorum við í 3 daga og leiö ágætlega í alla staði, en 10,00 krónur varð hver að borga á dag. — Þá var gisting seld hæst á greiðasöluhúsum — Egilsstöðum — 6,00 kr. Hverju slíkur hugsun- arháttur lýsir, sem hér kemur fram, nenni ég ekki að skýra“. — Fæöiskostnaðurinn er víst rúsínan sém mér er ætluð í þess- um „höfðingsskap íslenzkrar gest- risni“. Mætti ég nú fá leyfi til að bregða upp ofurlitlu Ijósi yfir þetta merkilega dæmi kennarans. Þaö mun satt vera, að „síma- mönnum“ þessum hafi gengið fremur illa að fá sig inni og ofan í sig, en fáfræði er það hjá grein- arhöfundinum, þar sem hann gef- ur í skyn að hreppsnefnd Búða- hrepps, sem slíkri, bæri nokkur skylda til að ala önn fyrir verka- mönnum Landssímans, þar sem bæjarsíminn var þá þegar seldur og afhentur landinu fyrir nokkr- um dögum. Ef, um skyldu nokk- urs sérstaks manns liefði verið að ræða, mundi það nánast hafa verið stóövarstjórinn sem frekasta aðstoð hefði átt að veita vinnu- mönnum Landssímans, enda var mér kunnugt um, að hann gekk í lið með verkstjóranum um út- vegun húsaskjóls og fæðis. Mér urðu vandræði þessi ekki kunn fyr en seint um daginn, og þegar ég hafði heyrt ástæöur aliar, aumkvaðist ég yfir mennina, ekki sem hreppsneíndaroddviti, heldur sem hver annar tómhentur dag- launamaður. Fór ég þá til verk- stjórans og sagði honum að mig langaði til að bæta úr bágindum þeirra, en vegna hinnar afskap- legu dýrtíðar og óþæginda sem ég bakaði heimili mínu, gæti ég ekki hýst og fætt manninn fyrir minna en 10 kr. á dag. Þessu tóku mennirnir með þökkum og nefndu ekki að ég skyldi síðar fá að launum lúaleg ummæli í op- inberu blaði. Eins og ekki mun einsdæmi hjá þurrabúðarmönnum, hafði égekki stærra húsrúm til umráða en ég að eins þurfti handa mér og fjölskyldu minni. Ekki hafði ég heldur á því herrans ári aflögum til hnífs og skeiðar. Til þess því að geta veitt mönnum þessum sæmilegt húsnæði, rúm, fæði og aðra aðhlynningu, þurfti ég íyrst og fremst að fara í sölubúðirnar og kaupa ýmsar matartegundir á dýru verði, sem ég ekki veitti mér eða mínum hversdagslega, svo sem kjöt á kr. 2,60 kílóið, auk margs annars. Þar við bættist að við hjónin urðum að láta menn- ina búa í herbergjum okkar og barnanna og sofa við sængurföt- in, því við áttum ekkert aukreitis, en fluttum svo með börnin niður í eldhús og urðum að sofa þar í þrjár nætur á hörðu gólfinu við lélegan aðbúnað. Enn þurftum við að taka tímavinnustúlku til hjálp- ar við hin auknu heimilisstörf. Ég efast um að hinn orðhvati greinarhöfundur á Hálsi hefði lagt meira á sig tjl að greiða úr vandræðum alókunnugra manna, eða orðið ódýrari á þetta ónæði og fyrirhöfn, enda ekki drengilegt að bera orð á slíkt, þegar það var oröið að góðu samkomulagi, og ég skal fræða sjálfan kennar- ann um það, að víðar er hátt metin gisting en hjá rrér í þetta skifti, sem er nú í hið fyrsta og síðasta sinni er ég hefi selt gist- ingu, því í vor keypti ég, sem ferðamaður, lakari 8 kr. gistingu á dag í 6 daga og er verðlag á flestum matartegundum nú um þriðjungi lægra en haustið 1919. Greinarhöfundurinn á Hálsi fer mjög lúalegum og ómaklegum orðum um Búðaþorpsbúa. Mér er kunnugt um að þeir hafa marg- an manninn hýst og fætt. T. d. ætti hann ekki að hafa í dylgjum um verzlunarstjóra Jón Davíðsson, sem vanalega hefur fult hús af gestum. í þetta sinn kvaðst hanu hafa haft 3 gesti, og hvað allan fjöldann snertir, þá var hagur þurrabúðarmanna það haust ekki svo blómlegur, að orð væri á berandi, þó þeir ekki gætu, fyrir- irvaralaust, tekið 4—5 menn í fæði og húsnæði. Að síðustu eitt heilræði til herra kennara Jóns Stefánssonar á Hálsi: Næst þegar þér farið á stúfana í opinberu blaði, þá skuluð j)ér velja yður annað og göfugra um- ræðuefni en það, að „reyna“ til að setja svartan blett á mann sem hefur gjört sitt besla og ýtr- asta til að vernda yður frá því tilfelli, sem ein köld haustnótt getui orsakað húsnæðislausum og svöngum, jafnvel hraustum, karl- manni. Ási í Fáskrúðsfirði, 30. júní 1921 Sveinn Benediktsson. Aths. Þá heyra menn hér greinilega og rétt frá skýrt málavöxtum, og er „Austurlandi“ ánægja að fá grein þessa til birtingar. Og er vafasamt að saga Jóns á Hálsi hafi aukið honum heiður. Ritstj. Orður og titlar. Allir þekkjum vér vísuna hans Steingríms Thorsteinseu um orð- ur og titla. Vísuria, sem sjálfsagt hefur öllu öðru íremur aukið ýmugust manna á orðum og ýmsu slíku. Áður á tímum var mjög að því gert að titla menn og gefa þeim heiðursmerki. Og slíkt þótti hinn mesti vegur. Og enn þann dag í dag gefa konungar og aör- ir þjóðhöfðingjar þegnum sínum slíkar gjafir, við hátíðleg tækifæri, eða þá er einhver afrek hafa ver- ið int af hendi. Indíánar hafa haft þá venju, því að þeir eru hinir mestu vígamenn, að búa sér til hálsfestar úr jöxlum fallinna óvina og hengja hausleðrin af þeim við belti sér. Þykir mestur heiðurinn bera þeim, er mest hefur siíkra heiðursmerkja. En ekki er frá sagt, að þeir gefi hver öðrum slíka hluti, heldur njóti þess hver, sem hann hefur til unniö. Hitt er siðurinn í menningarlöndunum. Nú er svo komið, aö ýmsir menn líta hornauga til aðals og heiðursmerkja. Þykir sem lítið muni á slíku mark takandi. Eink- um fer nú rénandi virðing fyrir þeim mönnum, sem ekkert hafa annað sér til ágætis, en að vera af hinum svonefndu aðalsætturn. Má segja að heldur sé að færast í það horf, að meta menn að manngildi, en eigi að ætterni og loönurn lófum. Enda slíkt fremur fáránlegt. Lítiö eitt er öðru máli að gegna um heiðursmerkin. f raun og veru eru þau óþörf, því að enginn verður maður aö sælli, þótt hann hljóti þau. En eigi er það reynd- ar með öllu illa til fallið, að sýna mönnum, sem aukið hafa gengi þjóðfélaganna, einhverja opinbera viðurkenningu. En þá er að mis- nota ekki réttinn til að veila slík- ar viðurkenningar. Ef þær fá hlot- ið vesalmenni, sakir persónulegrar vináttu við þá, er vöidin hafa, eða sakir þess að þeir láta nokkrar kringlóttar falla í vasa vissra manna, þá eru heiðursmerkin orðin svívirðingarfargan og þjóð- arskömm. Og ekki virðast æfinlega hafa verið við þetta lausar titla og heiðursmerkja veitingarnar. Nú hefur stofnað verið til ís- lenzkra heiðursmerkja. Látum svo vera, að það sé gott og blessað, hið íslenzka ríki geti eigi látið sér sæma að svara eigi öðrum jjjóðum í sama tón. En hvernig verður nú með þetta farið hér hjá okkur? Verða nú heiðurs- merki þessi veitt að verðleikum, eða á sama hátt og áður er á drepið? Undir því er alt komið.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.