Austurland - 09.07.1921, Page 4
4
AUSTURLAND
Sement
verður sell við verzlun Stefáns Th. Jónssonar á Seyðisfirði, síðari
liluta |iessa mánaðar, með mjög niðursettu verði. Bezt að panta sem fyrst.
Bretar hafa afnumið allar hömlur
i kolasölu og kolaútflutningi.
Jón Kaldal sigraði 5000 metra
hlaup Norður-Jóta, hljóp það á
15 mínútum og 42 sekúntum.
Stórstúkuþingið sendi stjórnar-
ráðinu svohljóðandi ávarp: „Stór-
stúkuþing á íslandi, sem setið er
nú af 60 fulltrúum víðsvegar af
landinu, er samþykt því svari
ríkisstjórnarinnar við kröfu Spán-
verja um afnám bannlaganna, að
ekki geti komið til mála verzlun-
arsamningur á öðrum grundvelli
en þeim, að bannlögin standi
óhögguð, og krefst stórstúkuþing-
ið þess af ríkisvöldunum, fyrir
hönd allra bannvina í landinu, að
í engu verði kvikað frá þessum
grundvelli". — Fiskiþingið kaus
rorseta félagsins, Þórð Bjarnason,
og Jón Ólafsson til að tala við
stjórnarráðið um Spánartollinn.
Jóhannes bæjarfógeti kvaddi kon-
ungshjónin á bryggjunni í gær-
morgun með stuttri ræðu. Kon-
ungur svaraði. Konungur gaf
Landsspítalasjóð 10 þúsund og
fátæklingum í bænum 5 þúsund,
náðaði þrjá á betrunarhúsinu og
stytti um helming hegningartínra
Elíasar Hólm, Qeirs Pálssonar og
Hallgríms Finnssonar. Klukkan 10
í gærkvöldi fór konungsfjölskyld-
an, ásamt fylgdarliði, yfir á „Is-
land“ í Hafnarfirði. Konungur
stofnaði í gærdag íslenzkt heiö-
ursmerki sem heitir Fálkaorðan;
eru þrjú stig hennar stofnuð: Stór-
krossriddarar, stórriddarar og ridd-
arar. Konungurinn er stórmeistari
orðunnar. Stórkrossriddarakrossi
voru sæmd: drotning, báðir prins-
arnir, Jón Magnússon, forsætis-
ráðherra, Neergaard, forsætisráð-
herra, Krieger, konungsritari og
Christensen, ráðherra. Stórriddara-
krossi: Juel, kamerherra, komm-
andör Cristensen, kammerherra
Gjernals, oberstlautenant Appel-
dorn, kommandör Cold, koinm-
andör Hartung, doktor Kragh,
sambandsnefndarmaður, Sveinn
Björnsson, sendiherra, Böggild
sendihera,,Krabbe sendiherraritari,
etazráð Monberg, deildarstjóri
Andersen, Jón Sveinbjörnsson kon-
ungsritari, Jóhannes Jóhannesson,
bæjarfógeti, Bjarni Jónsson frá
Vogi og Einar Arnórsson. Ridd-
arakrossi: Hirðmær Schested,
kapteinn Sander, kapteinn Gottfred
Hansen, lautenant Wedel, hirð-
bryti Beck, kapteinn La Cour,
læknir Riisager, de Jonquier Han-
sen, Þorsteinn Methúsalem alþing-
ismaður, registrator Grandjean og
Hans Tegner.
Rvík 7/;
Stjórnin skipaði *.j7. fimm manna
nefnd til þess að ákveða hverir
sæmdir verða íslenzka heiðurs-
merkinu. Skipa nefndina fyrstu
sex árin Jóhannes Jóhannesson,
Klemens Jónsson, Björn Kristjáns-
son, Ásgeir Sigurðsson og kon-
ungsritari, sem er sjálfkjörinn.
Mótekjufélag Seyðisfj.
hefur tvo stóra mólaupa tii sölu,
nauðsinlegir fyrir keirslumennina.
Semjið viðundirritaðann nú þegar.
H. f Mótekjufélagsins
Páll A. Pálsson
Hlutafélagið
Framtíðin
Seyðisfirði.
NýkomiO: Norsk olíufiit:
Buxur, stakkar, ermar, svuntur,
síðstakkar.tvöfaldir sjóhattar, svart-
ar kápur handa fullorðnum og
drengjum. Gummistigvél há og
lág. Ekki þekst áður eins ódýr.
Ennfremur fást alfatnaðir handa
fullorðnum og drengjum, einnig
allskonar regnkápur og frakkar
handa eldri og yngri, hvergi eins
mikið úrval : : : : : : ::
Flonel og léreft
hvergi eins ódýrt.
Danskur skófatnaður.
Höfuðföt, margskonar
Allar nauðsynjavtírur seldar
tneð iægsta markaðsverði
Willemoes fór í gær til Montreal,
til að sækja hveiti. Aðalfundur
íslandsbanka samþykti að taka
lögunum um seðlaútgáfu og hluta-
fjárauka. Útgerðarmenn sendu í
gær nefnd á fund stjórnarráðsins.
Sagt er að Danir standi fast með
íslendingum í Spánartollsmálinu
og vilji ekki semja við Spán, fyr
en ísland. „Vísir“ í dag segir að
tollhækkunin muni að talsverðu
leyti koma niður á Sánverjunr
sjálfum, fiskframboð minki á Spáni
og afleiðingarnar verði verðhækk-
un. Skólastjóraembættið á Akur-
ey.ri veitt Sigurði Guðmundssyni
magister.
Tokiófregnir segja að hersveitir
Bolsivikka hafi ráðist á hersveitir
Japana í Austur-Síberíu og sé þar
með sagt í sundur friði milli land-
anna. Moskvaskeyti segir Brusiloff
skipaðann yfirhershöfðingi Rússa-
hers. Berlínarfregn segir að Eng-
lendingar hafi komið til Bauthen í
Efri-Schlesíu í gær. Og hafi þeir
verið mótteknir af borgarlýðnum
með miklum fögnuði. Franskir
hermenn þar reiddust þessu og
tvístruðu múgnum. Margir Frakkar
voru skotnir. Frakkar tóku 20gisla af
RAFMAGNSTÖÐVAR
A A
F H 1 Ymislegt F L Ý
T hentugt til tækifærisgjafa S
IJ fæst hjá 1 N G
N Indriða Helgasyni Sðf.
RAFMAG NSTÖÐVAR
AUSTURLAND
kemur út vikulega.
Verð 5 kr. árgangurinn.
Gjalddagi 1. júií
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Guðm. G. Hagalín
— Sími 54 —
Afgreiðslu- og innheimtu-maður
Herm. Þorsteinsson
— Sími 13 B —
Prentsmiðja Austurlands.
Nautakjöt
kaupir hæsta veröi
St. Th. Jónsson, Seyðisf.
Austfirðingamótið.
Þeir, sem vilja taka að sér veitingar við íþrótfavöllinn 7. ágúst
leiti upplýsinga hjá Theodór Blöndal bankaritara.
Forstöðunefndin.
Jafnaðarreikningur
Sparisjóðs Norðfjarðar, Norðfirði 30. júní 1921.
Aktiva: Kr. au. Passiva: Kr. au.
Óinnleystir víxlar. . . 39541,28 Sparisjóðsinnlög . . . 41191,90
iíineign í bönkum . . 3677,80 Forvextir 1947.54
Kostnaðarkonto . . . 232,40 Provision 130,25
Ýmsir skuldunautar. . 5,00 Ýmsir skuldheimtum. . 119,13
í sjóði 725,30 Óafr. innheimt fé. . . 564,27
Varasjóður 228,69
Krónur: 44181,78 Krónur. 44181,78
S. E. & O.
Norðfirði, 30. júní 1921.
í stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar
Pdll Q. Þorrriur. Sigd. V. Brekkan. Jngvar Pálmason.
Cement - Gaddavír.
Þeir sem vilja fá cement hjá rriér úr „Síríus" um mánaðamótin
júlí — ágúst, gefi sig fram sem allra fyrst. — Verðið rnun lægra en
síðast. — Gaddavír, afar ódýr, rúllan vigtar 12xj% kg., mælir um 70
faðma, kostar að eins um 15 kr.
R. Johansen
Reyðarfirði.
borgarmönnum. — Lundúnafregn
1 segir áframhaldandi sókn Kemilista
til Miklagarðs og séu þangað
komin 29 herskip Bandamanna til
varnar borginni, ásamt 15,000
hermönnum, er Bandamenn hafa
þar, Rúmenar hafa lofað jafn-
niiklu liði. Borgarstjórinn í Dublin
er farinn til Lundúna á fund Lloyd
George.
Inniiegt þakklæti
vottum við ölium þeim, sem veittu
okkur hjálp og sýndu okkur hlut-
tekningu við veikindi og fráfall
okkar ástkæru móður, tengda-
móður og fósturmóður Katrínar
Hallgrímsdóttur, og heiðruðu út-
för hennar með nærveru sinni.
Aöstandendur hinnar Idtnu.