Austurland


Austurland - 23.07.1921, Síða 1

Austurland - 23.07.1921, Síða 1
26. tbl. Seyöisfiröi, 23. júlí 1921 2. árg. Kaupendur „Austurlands“ eru vinsamlega beðnir að senda andvirði blaðsins (5 kr.) til afgreiðslunnar hið allra fyrsta. Síðasti gjalddagi var 1. julf síðastl. Ríkislánið. Fáir munu þeir vera nú orðið, sem eigi sjá liina brrriu þörf þess að ísland fái sem fyrst lán og með sem hagkvæmustum kjörum. Eigi hefur jafnvel heyrst að fjár- málaráðherrann telji nú lengur sína alræmdu stefnu í lántöku- málinu góða og gilda. En menn taka nú að horfa löngum augum eftir þessu láni. Er ekki stjórninni nægilega ljós þörfin, eða hvern veg er þessu farið? Bæði hún og aðrir hljóta þú að vita |)að, að landið og einstak- lingar hafa skaðast á því svo mjög, að eigi verður í tölum talið, að lán var eigi tekið í tæka tíð. Ein- kum er það þó lánstraust lands- ins, sem er komið í hið versta öngþveiti lánstraust einstak- linga til verzlunar og viðskifta. „ísland er að fara á hausinn“ kveður við hjá erlendum kaup- sýslumönrium og almenningi, sem eigi getur í fljótu bragði áttað sig á yfirfærzlufyrirkomulagi voru, þar eð þeim finst eðlilegast að ríkis- bankinn hafi yfirfærzluna á hendi. Og fjárhag landsins vita þeir ná- tengdan hans hag. Stjórnin hefði því átt að sjá það, hversu herfilegt tjón er unn- ið landinu með hverri vikunni sem líður. Svo ramt kveður nú aö yfirfærsluvandræðunum, að millión á millión ofan liggur hér í bönkunum, án þess að hægt sé að borga féð út, og ýmislegt það, sem bráðnauðsynlegt er ýmsum fyrirtækjum, liggur óútleyst í póst- kröfum. Eitt dæmi upp á vand- ræðin skal hér tilfært. íslenzkur maður staddur í Kaup- mannahöfn þarf aö komast upp til íslands til sumaratvinnu sinnar. En hann hefur alls enga pen- inga. Lánar honum þá maður fyrir fargjaldinu, gegn því að hann sendi peningana strax og hann komi upp til íslands. Lofar hann því. En er til íslands kentur, faer hann ekki leyfi stjórnarinnar til að senda peningana. Dæmi þetta kom nýlega fyrir og geta menn á því séð hversu nú er að krept. Því að ætla ntá, að stjórnarráðið neiti ekki slíkum beiðnum að gamni sfnu. Sum islenzku blöðin hafa mjög fundið að því við stjórnina, að hún skyldi leita lánsins í Dan- mörku. Ekki getur „Austur!and“ tekið í þamt streng, þar eð því finst það ekkert undarlegt, þótt sigi sé síður leitað láns í Dan- mörku en öðrum löndum, að öllu jöfnu. Á Norðurlöndum megum vér og vænta meiri þekkingar á hag vorum og þörfum en annars- staðar og væri æskilegt að ein- mitt Norðurlöndin gætu styrkt hvert annað á þann hátt og þyrftu sem minst að leita stórveldanna. Og ritstjóri „Austurlands" hefur þá trú, að ef Bretland ætti mikið fé hjá íslenzka ríkinu, þá gætu af- skifti Breta og vald þeirra orðið hér meiri en oss þætti vel henta. Ummæli sumra dönsku blaðanna um lántöku vora eru heimskulegri en svo, að þau verði tekin alvar- lega og á stjórnin íslenzka ekki sök á þeim. Blöðunum er sjálf- um að þeim lítil! sómi, enda munu þau, er fram líða stundir, gæta sín og fara eigi með slíkt fleipur. En hvað sem þessu líður, þá gengur lántakan óhæfilega selnt. Og ef þessu fer fram, án þess að úr rætist, getur svo farið, að uggur sá, sem gripið hefur þá, er við oss skifta, sé eigi ástæðulaus. Útlitið er alls ekki sem bezt. Útvegur sá, er mestar hefur gefið tekjurnar er nú í kalda koli, þar eð togurunum hefur verið lagt upp, og síldveiðin verður engin. Allmiklu meira fé er eytt, heldur en við var búist og svo er um fleira. Og svo var langt gengið á þinginu, að eigi ekki að verða tekjuhalli á fjárlögunum, mun þurfa að renna í landsjóðinn þ/4 af verdi allra útfluttra vöruteg- unda. Er þá ástæða til að eyða meira í hálfgildings tildur, heldur en þingið hefur áætlað? En margt mun ganga á tréfót- um hjá stjórninni sem fyr. Og má á það benda, að „Genúalegátinn“ svonefndi hefur þrisvar sent heim skýrslur, sem legið hafa alt til þessa í stjórnarráðinu og enginn hefur fengið að sjá þær. Og svo er legátanum álasað fyrir ónyt- jungsskap og að hann láti ekkert frá sér heyra. Þetta er tóinlæti af hendi stjórnarinnar, tómlæti sem eigi á að líðast. Svo er sem alt sé hálft sem hún gengur að. Og mun nú jíjóðin nieð eft- irvæntingu bíða þess að sjá hversu hún leysir úr stærstu vandamál- unum, er nú liggja fyrir: lántök- unni og Spánarsamningnum. Að vorium líta menn frekar myrkum augum á úrlausn þeirra mála, þar eð stjórnin hefur þegar sýnt sig fjarlæga heppilegum og viðunandi úrlausnum. Nemendasjóður EiOaskólans Sjálfsagt hefur öllum Austfirð- ingum, sem bera skyn á alþýðu- inentun, orðið hlýtt í huga, þeg- ar alþýðuskóli var reistur á Eið- um. Skólinn er enn þá í bernsku, en ekki mun hann hafa brugðist þeim vonum, sem menn gerðu sér um hann. Allir sem þekkja til á Eiðum, munu gera sér bjartar vonir um framtíð skólans, meðan þeir sitja að völdum, sem þar eru nú. En menn verða að taka það með í reikninginn, að það er ekki ktnnaranna einna, að halda heiðri skólans uppi. Eins og allir vita, á landið skólann, en þjóðrækni Austfirðinga mun svo mikil, að það mun ekki hindra þá frá að auka gengi hans, því það er eng- inn efi, að alt af rnun hann eiga mest ítök hér á Austurlandi — okkar eru því skyldurnar mestar. Það verður að gæta þess, að skólarnir eru ekki dauð minnis- merki, heldur eru þeir lifandi stofnanir, seni verða að fá nær- ingu, svo að þeir geti vaxið og þroskast með þjóðinni og veitt henni þá andlegu næringu, sem leysir hana úr álögunum. Þeir þarfnast því hjálpar hlýju og sam- úðar frá öllum einstaklingum, sem eru í nálægðinni. „Hrörnar þöll sús stendr þorpi á, hlyrat henni börkr né barr“. Þannig fer með skólana, ef þá vantar það, sem ég nefndi áðan. Þetta má Eiðaskólann ekki vanta. Hann er andlegt afkvæmi okkar, sem við verðum aö annast á all- an hátt. Skólann vantar margt, hann þarf að eignast bókasafn miklu fjölskrúðugra en hann á nú og náttúrugripasafn þarf hann að eignast. Vonandi er, að Austfirð- iitgar þeir, sem safna náttúrugrip- um, láti skólann sitja fyrir þeim á einhvern hátt. Eins og yfirskrift- in bendir til, var það nemenda- sjóður skóians, sem ég ætlaði að leggja aðaláherzluna á. Sjóður þessi var stofnaður í vetur og er orðinn nokkuð eftir aldri. Þjóð- skáldið góðkunna, Guðmundur á Sandi, lagði til hans 70 kr., Ás- mundur skólastjóri og frú hans 100 kr. og margir fleiri, svo ég býst við að hann sé orðinn 5 til 6 hundruð kr. Sjóðnum á að verja til þess, að veita fátækum nemendum hagkvæm lán, meðan þeir eru á skólanum og með tímanum getur hugsast, að úr honum verði veitt fé til framhalds- mentunar. Eins og ég tók fram áðan, er sjóðurinn ekkert lítill eftir aldri, en hann þarf aö vaxa ótt, svo hann geti sem alllra fyrst komið að notum. Ég vona að Austfirðingar sjái sóma sinn í að auka þenna sjóð sem mest, það getur hver á þann hátt, sem hug- urinn blæs honum í brjóst. Okk- ur verður að skiljast það, að bezta eign hvers þjóðfélags og hverrar þjóðar eru velmentaðir einstaklingar og það á hver rétt á að verða, þó að hann sitji ekki við borðið, þar sem mestur snún- ingshraðinn er á gullinu. Mentun og mannkostir verða aldrei metn- ir til gulls, hvað mikið sem það verður dýrkað. Það eru nógu margir á þessu landi búnir að veslast upp vegna þess að þá vantaði andlega menningu og margir hafa kropið að forarpoll- inum, þegar þeir náðu ekki upp- sprettunni, sem þeir þráðu. Við megum ekki á tuttugustu öldinni, þegar mest er gumað af jafnrétti og réttlæti, spyrja eins og Kain: „Á ég að gæta bróður míns?“. Halldór Pétursson, frá Geirastöðum. Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík 18/7. Gunnar Egilsson heimkvaddur og skipaður forstjóri „Brunabóta- félags íslands". Umsækjendur um bankastjórastöðuna, aðrir en áður taldir: Georg Ólafsson, Rikard Torfason og Jens Waage. Friðarumleitanir Breta og íra byrjuðu u./r. Fulltrúar Breta: Balfour, Chamberlain og Green- wood. Sinn-Feina: Valera, Borton, Stock og Griffiths. Fulltrúar Ulst-

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.