Austurland - 23.07.1921, Síða 2
2
AUSTURLA'ND
SEYÐISFIRÐi
hafa fyrirliggjandi
Mjólk
Hafragrjón
Sykur, höggvinn
Sáldsykur
Súkkulaöi
Kakao
Kaffibætir
Rúsínur
Sveskjur
Bankabygg
Hálfbaunir
Flatningshnífa
Þvottabretti
Kústahausa
Umbúðapappír
Bréfpoka
Qaddavír
Vírnet
Skeifnajárn
Fiður
Olíufatnað
er mæta síðar. Óeirðir halda
áfram í Belfast. Berlínarfregn
segir að fjármálasamningunum
milji Þjóðverja og Frakka sé lokið.
Bráðum ákveðið verð jreirra af-
urða, er Frakkar taka upp í
skaðabæturnar.
Rvík í0/í.
Togararnir eru sem óðast að
hætta veiðum, er þeim lagt við
hafnargarðinn og þykir ekki svara
kostnaði að fiska í ís. Síldarveiði
verður ekki stunduð.
Lundúnafregn segir að góðar
hort'ur séu á samningum milli L.
Qeorge og Valera og L. Qeorge
hafi gengið að öllum kröfum
Sinn-Feina, nema því að írland
verði sjálfstætt ríki. Japanar hafa
þegið boð Hardings á afvopnun-
arfundinn,. en hafa óskað fyrst
nánari vitneskju um ráðagerðar
umræður um Kyrrahafsmálin.
Bandaríkin verða við þeirri ósk.
Efri-Slesíumálinu er frestað til
hausts. Sænska ríkisþingið hefur
verið rofið. Qrikkir sækja ákaft
fram í Litlu-Asíu. Frakkar hafa
sent hersveitir úr Rínarlöndunum
til Efri-Slesíu.
Rvík 21 /7.
Stjórnarráðið hefur birt eftirfar-
andi: Sendiherrann danski í Madrid
tilkynnir símleiðis að ekki sé enn
formlega lokið samningum um
framlenging verzlunar samnings
milli Danmerkur, Islands og
Spánar, þess sem rennur út í dag.
Lítur þó vel út að næstu dagana
fáist samkomulag um að danskar
og íslenzkar afurðir njóti lægsta
tolls í tvo mánuði til 20. seftember
þetta ár og haldist svo þar eptir,
unz annarhvor segir upp sam-
komulaginu með mánaðar fyr-
irvara. Þann tíma, sem gera má
ráð fyrir að taki að Ijúka samn-
ingum, verður hærri tollur ekki
settur á danskar og íslenzkar
afurðir
Rvík 22/7
Bele, leiðangursskip Knud Ras-
mussens strandaði í þoku við
Dark-Headeyju, nálægt Upernevik.
Skipið hafði loftskeytatæki og náði
símasambandi við eimskipið ís-
land í Qodbavn. ísland fór strax
norður, en þegar það kom, höfðu
skipverjar bjargast á land. Þeir voru
fluttir um borð í ísjandið. Bele
var mjög brotið, samt tókst að
bjarga miklu af farangri úr því.
Valera hefur komið fram með
kröfur sínar. L. Qeorge ætiar að
•eggja Þær fyrir þingið. Sendi-
herra Bandaríkjanna og utanríkis-
ráðherra Þýzkalands ræða um
friðarsamninga milli Bandaríkjanna
og Þýzkalands. Þjóðverjar von-
ast eftir stuðningi Bandaríkja'ina í
Efri-Schlesíumálinu. Berlínarskeyti
segir uppskeruhorfur á höfrum og
rúgi í Þýzkalandi, betri en nokkru
sinni, síðustu tíu árin. Kornvöru-
verzlun Berlínar hefur fengið þrjár
milljónir steriingspunda lán í brezk-
um bönkum til að kaupa brauð-
korn fyrir í öðrum löndum. Ber-
línartagblatt segir líkindi til þess
að Þýzkaland fái stórlán í Ame-
riku og Englandi bráðlega. París-
aríregn segir að ráðandi stjópi-
málamenn Frakklands hailist að
því að leita heldur vinfengis
Bandaríkjanna en hugsa til banda-
lags við Breta framvegis.
Konungsskipið ísland fór í
fyrradag frá Grænlandi.
Qoðafoss fór fyrstu reynzluför
19. júlí, tókst förin ágætlegu.
Eftirmæli.
Hinn 26. júní s. 1. andaðist á
Vestdalseyri ekkjan Katrín Hall-
grímsdóttir, 75 ára. Katrín sál var.
fædd 10. febrúar 1846 á Hofi í
Mjóafiröi. Faðir hennar, Hallgrím-
ur, var sonur Sveinbjarnar bónda
í Stakkahlíð, Jónassonar, bónda í
Reykjahlíö, Einarssonar bónda
j>ar, Jónssonar bónda þar, Ein-
arssonar bónda í Neslöndum.
Kona Jóns Einarss. og móðir
Sveinbj. í Stakkahlíð var Björg
Jónsdóttir, prests á Völlum í
Svarfaðardal, Halldórssonar lög-
réttumanns og annálaritara á
Seilu, Þorbergssonar sýslumanns
s. st., Hrólfssonar sterka á Álf-
geirsvöllum, Bjarnasonar lögréttu-
manns s. st., Skúlasonar sýslu-
manns í Húnavatnssýslu, Quð-
mundssonar prests á Melstað,
Skúlasonar sýslum. í Húnavatns-
sýslu, Loftssonar ríka, riddara á
Möðruvöllum, Guttormssonar, er
kominn var í beinan karllegg af
Ólafi feilan landnámsmanni, Þor-
steinssyni rauða, Ólafssyni hvíta,
herkonungs í Dýflirini.
Móðir Katrínar sál. var Jóhanna
Bezta á Austurlandi
(*KSaCeX2AS><aa£©<SX5)<i
Skósmíðavinnustofa
Aðeins unnið úr bezta efni.
Þangað koma allir aftur sem
einu sinni hafa reynt efni
frágang og afgreiðslu
Úlfars Karlssonar.
Skóverzlunin
selur einungis vandaðan og
ódýran skóíatnað. — Fallegt
lag. — Fer vel með fætur
manua.
Úlfar Karlsson.
Jónsdóttir frá Jórvík í Breiðdal.
Systur Jóhönnu voru María, fyrri
kona Hjálmars Hermannssonar
dbrm. á Brekku í Mjóafirði. Önn-
ur systir Jóhönnu var Guðrún,
kona Jóns Þorleifssonar á Úlfs-
stöðum í Loðmundarfirði. Þriðja
systirin hét Vilborg. Hafa þær
systur, ef til vill, verið fleiri og
voru alment nefndar „Jórvíkur-
systur“. Ekki er mér kunnugt
hvaða ár Katrín giftist. Maður
hennar hét Hermann Jónsson frá
Breiðuvík, Bjarnarssonar frá Aust-
dal, Seyðisfirði. Hermann dó 1901.
Þau Katrín og Hermann bjuggu
lengst í Qeitavík og Snotrunesi
við Borgarfjörð. Þau eignuðust
6 börn, 3 þeirra dóu í æsku,
Hallgrímur, er dó á 4. ári, hið mesta
efnisbarn og mun móðirin hafa
harmað hann mjög; hin 2 dóu
kornung. Enn urðu þau hjón fyr-
ir þeirri miklu sorg að missa son
sinn 18 ára í sjóinn, Jón að
nafni, hinn mesta efnis mann.
Druknaði og í sama sinn tengda-
sonur þeirra, Sæbjörn, ásamt
fleiri mönnum, er voru á leið írá
Seyðisfirði til Borgarfjarðar á
opnum báti. Dætur þeirra tvær
komust á fullorðins ár: Hallfríð-
ur, gift Sigurjóni Oddssyni tré-
smið á Seyðisfiröi og Quðrún,
ekkja í Hafnarfirði. Auk nefndra
barna átti Katrín sál. eina dóttur
með manni, er hún var heitin
um tvítugsaldur, en misti hann
vofeiflega. Mun sár það ekki hafa
verið að fullu gróið, er hún lagð-
ist til hvíldar, þrátt fyrir árafjöld-
ann. —
Vandaiaust barn á 1. ári tóku
þau hjón í fóstur: Kristjönu
Davíösdóttur nú skólastýru á Vest-
dalseyri. Dvaldi Katrín í skjóli
hennar síðustu ár æíi sinnar og
naut þar hinnar beztu umönnun-
ar og hjúkrunar til síðustu stund-
ar. Enda hafði hún verið þesssri
fósturdóttur sinni svo góð, sem
ástríkasta móðir getur verið sínu
eigin barni.
Katrín sál. var hin niesta sóma
kona í hvívetna, trygg og íöst í
lund, grandvör í orðum og at-
höfnum og mátti ekki vamm sitt
vita. Þeir, sem náðu vináttu lienn-
ar, á ttuhana að sömu vinkonunni
þaðan í frá, hún var ekki eitt í
dag og annað á morgum. Hún
var mesta greindarkona, las mik-
ið, en var þó vönd í vali með
bækur. Tómstundir hafði hún fáar
til að svala sinni andlegu nautna-
fýsn, því ávalt uröu daglegu störf-
in að sitja í fyrirrúmi, enda var
hún starískona íneð afbrigðum og
Æskuvinur minn.
Eftir
Hermann Bang.
— Nei, er það þú. En að eg
skyldi hitta þig hér. . . .
— Nei, en hvað er þetta — það
er Kristján.
Já, — í allri sinni dýrð, en
að eg skyldi hitta þig hér.
En hvaö hugsarðu maður,
tyltu þér niður — það lá við eg
þekti þig ekki.
— Því trúi eg. Þegar menn eru á
öðrum eins flækirigi og þú, þá er
liætt við að gömlu vinirnir gleym-
ist.
-— Nei, gamli vinur — það er
nú alveg öfugt, þá gleyma menn
þeim einrnitt ekki.
— O, fjarstæða — nú kannast
eg þó við þig, eins og þú átt að
þér að vera — ja, ekki nema það
þó — að eg skyldi hitta þig einu
sinni ....
— En hvað er þetta maður —
tyltu þér qú í hægindastólinn, svo
að eg geti virt þig fyrir mér. Jú,
þú ert eins og þú varst — að
undanteknu skegginu — það er
nú oröiö þéttara — manstu uú
forðum, þegar þú barst áburð í
hýunginn á þér.
— Ó, já---------
Og svo ertu oröinn spik-
feitur?
— Og þú ert altaf jafn mjór
og gengur altaf á of litlum skóm.
j— Það er orðiö að vanu. Eg
held eg gæti ekki vaniö mig af
því hér eftir.
Við settumst niður. — Já, hann
var alveg eins og hann átti að sér.
Augun þau sömu, blá, barnsleg,
hláturinn sami, skær og hreinn.
Eg sat nokkra hríð grafkyr og
horfði á liann, svo sagði hann:
Við sitjum hér og störum hvor
á annan — og livor um sig hugs-
ar sem svo: En hvað hann hef-
ur breyzt — í þessi átta ár!
— Atta ár — eru það átta ár —
— Já, það eru átta ár.
Var í raun og veru svo langt
síðan við höfðum sézt. Nú íanst
mér eins og það hefði verið í gær,
að við sátum saman í stúdenta-
gleðskapnum, sálum hliö viö liiiö
á fyrirlestrunum, veðsettum frakka
t