Austurland


Austurland - 23.07.1921, Qupperneq 3

Austurland - 23.07.1921, Qupperneq 3
\USTURLAND 3 Verzlun Páls A. Pálssonar, Bjarka Hefur nú fengið margt smávegis sem fólk þarf að kaupa til gagns og gam- ans: Gifsmyndir (stórar), Glermyndir (smærri), einnig olíumyndir; eftir þessu er mikil eftirspurn, og ættu þeir sem vilja skreyta stofur sínar, að koma sem fyrst. Ennfremur fæst margt sem vantað hefur: Hnappar (allsk.) Hárgreiður (góðar en dýrar), Kefla- og Hör-tvinni, Skúfasilki, Leggingar, Krókapör, Smellur, Hringjur, Bandprjónar, Skreðarakrítir, Teiknistifti, Hár- nálar og Kambar, Spítubakkar, Blómsturpottar o. m. fl. sein hér er ekki hægt upp að telja. Mest og ódýrust álnavara og skótau er í „Bjarka'k Skósmíöavinnustoía Sigurgísla Jónssonar, Seyðisí. er af öllum, sem til þekkja, tví- mælalaust talin bezta skósmíðavinnu- stofa á Austurlandi. Leysir fljótt og vel af hendi allar aðgerðir á skófatnaöi. — Býr til nýjan skófatn- að eftir máli. Hefur ávalt fyrirliggj- audi nægar birgðir af öllu verkefni tilheyrandi iðninni. Handtinninn skófatnaður er bezíur. afar vandvirk. Trúrækin var hún tnjög og bar inik'ta iotningu tvrir guödóminum, gat hún ekki átölu- laust heyrt neinn tala gálauslega uni guöleg efni eða heyrt þeini blandað saman við hégömaoröa- glamur. Þau hjón, Herm. og Katr- ín voru fremur fátæk, en slíkt hafði engin áhrif á gestrisni hús- freyjunnar, þar var opið hús fyr- ir öllum, og jafnvel hjálparhend- urnar náðu langt út fyrir heimilið. Allir, sem kyntust henni, minnast hennar með ást og virðingu og blessa niinningu hennar. P. S. Hitt og þetta. Eins og urn var getið hér í blaðinu, fór Her- mann Þorsteinsson, ráðunautur Piskifélags íslands hér austanlands, í erindum Fiskifélagsins til Dan- merkur og Noregs. Kom hann fyrst til Kaupmannahafnar og kynti sér þar fyrirkomulag fiskifélagsins danska. Þaðan fór hann til Fred- ricia og kynti sér þar samvinnu- félagsskap danskra fiskimanna og útgerðarmanna. Kaupir félag þetta Ailskonar saumur, skrúfur og margskonar smærri járnvörur eru ódýrastar hjá Imslands erfingjum. alt til útgerðar og selur hverjum einstaklingi, en félagið er alls ekki í deildum. Síðan fór Hermann til Kristjaníu og kynti sér þar fyrir- komulag „Björgunarfélags Norö- inanna". Mun hann skýra frá því síðar hér i blaðinu, enda er það mál mjög vert athygli manna. Frá Kristianíu fór Hermann til Bergen og kynti sér fyrirkomulag „Fiskir félags Norðmanna", skoðaði þar íiskisafnið, sem er eitthvert hið inerkiiegasta í Evrópu. Ennfrem- ur söfn þau er sýndu allskonar veiðarfæri, gerðir fiskiskipa og annað þess háttar. í Bergen skoð- aði hann hampspunavélar, en sá sér ekki fært tfmans vegna að kynna sér það mál nokkuð til hlýtar. Allstaðar var honum mjög vel tek- ið og sýnd hin mesta greiðvikni. Síld er hér nú mikil í firöinum. Er það hafsíld og hafa menn á smá- bátum fengið frá 10 og upp í 50 tunnur, frá því í fyrrakvöid að síldarinnar varð vart. í nótt fekst síldin ekki vegna regns og kulda. Fjöldi vélarbáta er kominn hing- að til veiða. Síldin hefur líka komið á Vopnafjörð og Mjóafjörð. Voru mestu feikn af henni, og er vonandi að mikið veiðist af henni hér. Slys. Það vildi til á Reyðarfirði, er „Sterling“ var þar síðast, að einn af kyndurunum druknaði. Voru þrír skipsmenn að baða sig milli skips og lands og höfðu hund með sér. Höfðu þeir kent hund inum aö stökkva á bak sér og syntu þeir með hann. Hafði hundurinn stokkið á bak tveim mönnunum og stökk síðan á þann þriðja. Sjá þá félagar- hans að hann stingur sér og þykir þeim hann lengi í kafi. Er þeir gæta betur að, sjá þeir hann liggja hreyfingarlausan á botninum. Var honum síðan náð upp og iæknir, sem var við höndina, gerði allar mögulegar lífgunartilraur.ir, en alt til einkis. Höfum vér ekki getað fengið að vita nafn mannsins, en hann var kyndari á skipinu, bú- settur í Reykjavík, en Þingeyingur að ætt. Ríkarður Júnsson myndhöggvari verður hér á Austfirðin^amótinu og segir ferða- sögu sína frá Ítalíu. Er nú Rík- arður staddur á Djúpavogi. Mörg færeysk fiskiskip hafa komið hér inn undanförnu. Einnig tvö norsk síldveiðaskip. Munu Norð- menn ætla að salta í skip sín í sumar og fara út með aflann, þá er þeir hafa fyít skipin. Manillakaðall af ýmsum stærðum, ódýrari en þekst hefur, er nýkominn til Imslands erfingja. Mótorbátur til sölu. Mótorbátur, allur úr eik og hinn ramlegasti, bygður í vetur, fæst til kaups í september í haust, eða nú þegar, ef gott boð fæst. Bát- urinn hefur 18 hesta Danvél og gengur 7 mílur á vöku. Er kútter- bygður, tvísigldur, fer vel undir seglum og er hinn vandaðasti að öllu smíði og útliti. Nánari upp- lýsingar gefur Hermann Þorsteinsson, Evangershúsum, Seyðisfirði. UMBÚÐAPAPPÍR fæst keyptur í Prentsmiðju Austurlands. TVIRITUNARBÆKUR fást eftir pöntun prent- aðar og h e f t a r í PRENTSMIÐJUAUSTURLANDS hvor fyrir annan, þegar í liarð- bakkan sló og lánuðum hvor öðrum skó.-------- Og átta ár voru síðan. Við spjölluðum um liðna daga. Um strákapörin gömlu, um sam- drykkjarnar og fyrstu leiksýning- arnar okkar. E.n hve blóðið var ört í þann tíð. Gömlu nöfnin komu frani úr gleymzkuþokunni. — Manstu eftir lionum — og manstu eftir hon- um? —- Ó, já — hvað er nú orðið af honunt? — Hann er málafærzlumanns- fulltrúi vesttir á Jótlandi — orð- inn mesti ýstrumagi — — Hann var okkar fríðastur. )á, það er nú ekki mikið orðið eftir af því. — Og Ramsay — sá Ijóshærði — manstu — hvar er hann? Manstu eftir honum? Hárlokk- arnir ofan undan húunni, sem hann bar altaf halla —- endinn á stafnum í frakkavasanum — horn- auga til hverrar stúlku, sem hann mætti á götunni. Já, já, hann rúmaðist varla á götunni, þar sem hann þeyttist áfram og vann heil- an heim í hverju spori . . . — Hvort eg man . . . — Hann talaði altaf fyrir minni kvenna á laugardagskvöldum — og var altaf ástfanginn vikulega í nýrri og nýrri veslingurinn. Eg held að hann sé i Ind- landi. — — í Indlandi? — Já, hann var kominn út á glapstigu. Hann var kallaður „Hjálpaðu inér' um krónu", og menn tóku á sig króka til þess að mæta honum ekki, þegar þeir sáu til hans á götunum ------svo tók hann á sig rögg einn góðan veðurdag og fór af landi burt. Jæja — til Indlands. Hann hefði nú ef til vill getað gert eitt- hvað verra. — Therskildsen — með stóra nefið -— manstu — hann dó í fyrra. j----- Þannig skaut upp einum mann- inum eftir annan — þessi var dú- inn, hinn orðinn embættismaður þessi var kvæntur hinn horfinn. Svona sátum við og spjölluð- um, unz við þögnuðum báðir og hvor hafði sínar hugsanir — ef til vill báðir þær sömu. Og því nær ósjálfrátt tók eg til máls: — Á eg að segja þér dáíítið, Kristján, nú er æskan farin. — Þrjátíu ára. — Já, þrjátíu ára. — Og þú — þú ert þó orðinn „frægur". — Já — það hefur verið sagt í ölæði — í laugardagsgleðskap — eftir miðnætti. En eg kysi frekar að vera átján ára. Og til hvers? — Til hvers? Einkis þess, sem eg hefi enn þá öðlast — vinur minn. Æskuvinur minn sat um stund þegjandi. Svo sagði hann. — Ja, veiztu hvað - eg er ánægður. — En kver þremillinn — við skeggræðum um hina og þessa — en af sjálfum þér segirðu mér ekkert — Hvað starfar þú annars? — Eg er prestur. — Prestur? — Já — manstu þaö ekki, að eg las guðfræði — Æ, hvernig læt eg — það var einmitt það. sem sjaldnast bar á góma hjá okkur. Jú — eg er prestur. — Hvað hefur þú verið mörg ár í embætti? — Tvö ár vinur minn. — Og hvar? — Á Hlésey. — Á---------Hlésey? - Já. — Það er afskekt — eða hvað? — Já, það er það. Eg leit á hann. Hvernig stóð á þessu. Hann var af ríkum for- eldrum. Danzleikurinn, sem þau héldu árlega í janúar, var alt af sá stærsti, sem eg kom á — hús- ið á Gamlatorgi skrautlegt með tveimur ljósum yfir hliðinu. — Dyravörðurinn gamli, sem lauk hliðinu svo hægt og gætilega upp — dyrþrepin þakin mjúkum dúk- um — etazráðsfrúin gild og góð- látleg, með indæl skær augu — hún, sem altaf bjargaði okkur þeg- ar í nauðirnar rak. Og Elízabet — Já — Elízabet, systirin — hvað gat verið orðið af henni? En hvað hún var tíguleg — beinvaxin og göfugleg — brosið hóglátlega — sem gerði mig feim-

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.