Austurland


Austurland - 30.07.1921, Síða 1

Austurland - 30.07.1921, Síða 1
27. tbl. Þýðing sýninga fyr- ir atvinnuvegi vora. í fyrra var skýrt hér í biaðinu eft- ir förigum frá búsáhaJdasýningu þeirri, er fram hefur farið í surnar í ííeykja- vík. Var minst á tilgang og tilhögun sýningarinnar og sýnt fram á það, hversu nytsainar slíkar sýningar eru þjóðfélögum, er hyggjast að fylgj- ast með á menningarbrautinni. Skal nú nokkuð nánar minst á þetta mál og almennara en áður. Sýningin í sumar mun hafa verið hin merkilegasta á inargan hátt. Þar hefur komið fram á sjónarsviðið mesti t'jöldi verkfæra og véla, sem eigi hafa þekst hér áður og geta komið að mjög miklu haldi. Má þar nefna ýmislegt útlendra véla og verk- færa og einnig ýmsar íslenzkar upp- götvanir. En auk þess, sem algjör- lega ný áhöld koma fram á sjónar- sviðið, hafa hugvitssamir menn þarna fyrir sér þau áhöld, sem tíðkast víðs- vegar um landið, geta borið saman kosti og galla þeirra og við nákvæma skoðun og samanburð ef til vill fund- ið á þeim endurbætur, sem eftir á virðast máske liggja í augum uppi, en eru samt til svo stórra bóta, að eigi verður til fjár metið. Þann veg hefur oftlega verið farið þeim endur- bótum, er gert hafa atvinnuvegum þjóðanna hiö inesta gagn. Skilja menn þetta betur, er þeir athuga vinnuvísindaárangur síðustu áranna víðsvegar um heiminn. Þar hefur glögglega verið sýnt fram á, aö eitt handtak, eða ein örlítil breyting á verkfæri, hefur oröiö millióna virði. Ennfremur má á það benda, að nauðsynlegt er, að úr sem flestum héruðum séu sendir menn á slíkar sýningar. Og' þá eigi „helztu menn í sveit“ heldur fyrst og' fremst þeir menn, sem sýnt hafa, að þeir hafa öðrum fremur verksvit eða eru öðr- um fremri að verklægni og hugvits- semi. Þeir mennirnir liafa glöggast auga fyrir því sem fyrir ber, því sem er til bóta og hvað þarf því til bóta, sem ófullkomið er eða óhentugt. Og enginn veit hversu miklir skapandi kraftar kunna að leynast meðal ís- lerizku þjóðarinnar á þessu sviði. „hlann er listasmiður á tré og járn“ er sagt um margan mann. T. d. um krafta þá og gáfur, er leynast hjá alþýðu manna í þessa átt, vildi ritstjóri blaðs þessa drepa lítið eitt á mann einn, er var á heim- ili foreldra ritstjórans. Maðurinn var þá hniginn á efra aldur. Alla sína æfi hafði hann þótt manna sérvitrast- ur og vildi helzt ekkert verk vinna sem aðrir menn, nema hann hefði áður freistað að uppgötva aðra að- ferð léttari. Þótti hann ærið brosleg- ur, þegar hann var að „spekulera" — eins og það var þá kallað — í því hvort betra væri nú að velta stein- inum á þessari eöa hinni hliðinni of- Seyðisfirði, an brekkuna o. s. frv. En þessi mað- ur fann upp eitt af áhöldum þeim, sem talin eru í sýningarskránni frá í sumar, þótt eigi sé þar nafns hans getið, enda dó hann fátækur og fám kunnur að öð/u en dyggilegri og langri þjónustu og frábærri sérvizku. Vestra höfðu menn á árabátum sér til léttis við róður svonefnd róðrar- bönd. Qerði þessi gamli maður á þeim miklar endurbætur. En kostur róðrarbanda þessara var sá, að með þeim var hægt að beita bolmagni viö róðurinn, en eigi að eins handafli. Má enginn segia hvað verða kann úr slíkurn mönnum, ef þeir fá tíma og tækifæri til þess að afla sér þekking- ar og reynzlu á því sviði, er hugvit þeirra hneigist að. En í því efni gætu slíkar sýningar sem þessi orðið til mikils gagns. Qætu þær jafnvel vakið gáfur í þessa átt, sem dyljast með mönnum, án þess að þeir eða aðrir séu þess vitandi. En það er oss mjög svo áríðandi, að engir kraftar fari til ónýtis. Vér eigum mörgum öðrum fremur erfitt uppdráttar, einkum á umræddu sviði og megum því sízt við því, að láta hjá líða að nota oss þá leiki, er vér sjáum oss á borði. Eigi er það einungis á sviði land- búnaðarins, sem sýningar gætu kom- ið að miklu haldi. Ritstjóra blaðs þessa datt í hug, að vel mætti mikill árangur verða af sýningum á því, er tilheyrir sjávarútvegi. Spurði hann því ráðunaut fiskifélagsins héraustanlands, hvort fiskiþingið hefði gert nokkuð í því máli. Hafði fiskiþingið tekið mál- ið til meðferðar og samþykt að leita álits útgerðarmanna um það og búa það undir frekari framkvæmdir. Er gott til þess að vita, og er eigi ólíklegt, að all-mikið verði á slíkri sýningu að græða. Nýjar og ódýrari veiðiaðferðir eru fundnar upp og vér megum ekki við því, að vér förum lengi á mis við þær. Bátaútvegur vor mundi ef til vill hafa mikil not af slíkri sýningu, sérstaklega að því er til kemur lagi á bátum. Bátar með margskonar lagi sjást hér umhverfis landið, og væri ekki úr vegi að rann- saka, hvert lagið mundi heppilegast, eða reyna að nota sér kosti hvers fyrir sig og freista að búa til nýtt lag, sem hefði sem flesta kosti hirina, en sern fæsta galla. Sama er að segja um seglbúnað báta. Hann er mjög misjafn og eigi fljótséð, hvað í því efni er bezt. Þá mundi sýningin einnig geta leitt til þess, að rnenn vektust til meiri eftir- tektar á því, hversu rnikils virði það er að vanda sem nrest veiðarfæri sín og farkost. Búnaður skipa og báta er hér víða um land í versta lagi og verður eigi annað séð, en að yfirleitt sé skoðun skipa hið mesta og versta kák. Veit ritstjóri blaðs þessa það gjörla, að langt er frá því að skip hafi alt það er þau eiga að hafa og oftlega það, sem þau hafa, í versta lagi. Er ekki ólíklegt, að mjög mörg slys hafi hlotist fyrir hina mjög svo slælegu aðgæzlu í þessu efni. Ætti 30. júlf 1921 í raun og veru að hafa með þessu miklum mun strangara eftirlit, heldur en nú er, og þungar sektir að liggja við, þegar útgerðarmaður sendir út illa búið skip og eftirlitsmenn gæta ekki skyldu sinnar. Einkum mun al- gengt að eftirlit ineð seglum skipanna sé slælegt. Að lokum viljum vér skora fastlega á Fiskifélag íslands að fylgja fram því áformi, að láta sem fyrst að unt er, fara fram sýningu á öllu því, er viðvíkur sjávarútvegi vórum og verða má honum til bóta og til tryggingar hinum mörgu mannslífum, sem telft er í hættu. Ný bók. „Byltingin í Rússlandi" heitir ný bók, er „Austurlandi “hefur borist. Er hún rituð af Stefáni Péturssyni, stud. jur. Bókin er skýrt og vel skrifuð. Greinir fyrst frá ástandinu í Rúss- landi áratugina á undan byltingunni, síðan byltingunni sjálfri og Bolsiwikk- um, störfum þeirra og fyrirætlunum. — Bók þessi mun eiga að taka af skarið. Hviksögurnar skulu með henni kveðnar niður og misskilningurinn gerður útlægur. En full-hátt mun höf- undur spenna bogann í hinum glæsi- legu framtíðavonum. Það er augljóst mál, að tnjög hafa menn gert sér far um að sverta á- standið í Rússlandi og menn þá, er hafa þar á hendi stjórnina. Byltingin rússneska mun hafa afar mikil áhrif á þjóðfélagsskipun heimsins og menn- ingu alla, ekki síður en franska stjórn- arbyltingin forðum. En hitt er fjar- stætt öllu skynsamlegu viti, að nokkr- ir menn geti á stuttum tíma koinið á því skipulagi, sem geri úti um þrældóm, fátækt og lítilmensku. Þá verða þeir og um leið að breyta mannlegum anda — með öllum hans breizkleikum. Eða er það ekki herfilegt ábyrgð- arleysi, sem þeir menn sýna, er hvetja til heimsbyltingar. Hversu margar milliónir inundu falla fyrir vopnum, eldi og hungri meðan á þeirri bylt- ingu stæði? Hversu miklu yrði fórn- að af menningarlegum gersemum, og hversu miklu yrði eytt af þrótti hvíta kynstofnsins til blóðsóthellinga og eyðileggingar. Og hver yrði uppsker- an. Viltur og styrjaldaæstur öreiga- lýður heimtaði meira og meira per- sónulegt frelsi, minni og minni störf. Foringjarnir, er hefðu á undan gengið, margir blindaðir ljóma fagurra hug- sjóna, mundu krafnir reikningsskapar, og þeir mundu verða að grípa til járnhandarinnar á nýjan leik. Sem betur fer mun sá endir á verða, að smátt og smátt verði þjóð- unum þokað til skilnings á því, sem að margra hyggju mun happavænleg- ast, að þeir hinir miklu andans risar ráði 2. árg. fyrir hinum smærri, sem faðir fyrir barni sínu og hinir smærfi tortryggi þá ekki, heldur hlýti þeirra hand- leiðslu sem hlýðin börn. Því að stefn- an á að vera að stækka hið smáa, en eigi smækka hið stóra. a. g. h. Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík 23. júlí. Grikkir tóku Kutahia herskildi eft- ir 4 daga áhlaup. 30 þúsund Tyrkir teknir fangar. Sigursins minst með klukknahringingum í Grikklandi og sungnar þakkarguðsþjónustur. Eng- landsbanki hefur lækkað forvexti niður í 5Þl'%. Kommunisti frá Bosn- iu skaut innanríkisráðherrann í Belg- rad. Brezk blöð fullyrða að L. George hafi boðið Suður-Irlandi fullkomna nýlendustjórn, gera það jafn rétthátt Canada, Ástralíu og Suður-Afriku. í gær byrjaði undirbúningsfundur í Þjóðbankanum um samninga um rík- islán íslands. Viðstaddir: Andersen, ríkisskuldastjóri og fulltrúar aðal- bankanna í Kaupmannahöfn. Samn- ingunum verður haldið áfram næstu daga. Blöðin fá engar upplýsingar. Rvík. 26. júlí Daily Cronicle segir að L. George hafi boðið Ulsterhéruðum, Norður-ír- landi og Suður-írlandi nýlendustjórn, með sama fyrirkomulagi og í Suður- Afríku, nema að öll hervirki verði undir eftirliti Breta. Grikkjaher tók til fanga 55 þúsund Tyrki, í síðustu orustu, tók sjálfan foringjann Kemal. ásamt herráði hans. Dönsk nefnd farin til Stokkhólms til að semja við fulltrúa Rússastjórnar um verzlunar- mál. Berlínarfregn segir að Þjóðverja- stjórn hafi neitað að leyfa flutning á frönskum hersveitum til Efri-Schlesíu, nema Bretar og ítalir krefjist þess líka. Sagt er að Bretar vilji eignast Helgoland aftur. Uppreist í Marokko. Stórþingið norska samþykti 700 þús. kr. fjárveitingu til Þjóðbandalagsins. Kolaverð Kveldúlfsfélagsins er 125 kr. í smásölu. Rvík 28. júlí. Tyrkir fara enn þá halloka fyrir Grikkjum. Stjórnin flúin frá Angora og skorar á Bandamenn að stöðva ófriðinn. Grikkir ráðgera herferð til Miklagarðs í trássi við Bandamenn. ísland komið til Færeyja. Togarar Kveldúlfs fara norður á síldveiðar. Gullfoss og Borg kornu í morgun, bæði með fullfermi. Svíar hafa ákveðið að senda til ís- lands aðalkonsúh

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.