Austurland


Austurland - 20.08.1921, Síða 1

Austurland - 20.08.1921, Síða 1
30. tbl. 2. árg. Seyöisfiröi, 20. ágúst 1921 Um sjávarútveg. Kunnara er það, en frá þurfi að segja, hversu mikið hvílir á sjávarútveginum á landi hér. Hann hefur bæði fyr og síðar borið stórar fjárbyrðar — og ekki sízt hin síðari árin. En með hann hefur á ýmsu oltið. í fyrstu var hér að eins róðrarbátaútgerð, síð- an komu seglskip, þá vélbátar og loks togarar. Mörg stig eru í framför útvegsins innan hinna ýmsu greina hans. í fyrstu voru vélbátarnir smáir, en síðan sáu menn það, að eigi mátti við svo búið standa. Fiskurinn hélt sig á ýmsum stöðum umhverfis landið — og var ekki hægt að nota sér fiskigegndina nema staðbundið mjög á hinum smærri bátum. Qekk þetta vel í fyrstu — og leit svo út, sem mjög glæsileg fram- tíð lægi fyrir sjávarútveginum, einmitt á hinum stóru og velbúnu bátum. En svo hefur farið, að alt er til útvegsins þarf, hefur hækkað svo mjög í verði, að út- gerðin hefur eigi borgað sig — og einna sízt á hinum stóru bát- um, er leitað hafa fiskjar víðsveg- ar umhverfis landið. Þeir eru dýr- ari í rekstri, og ef útgerðin borg- ar sig ekki yfirleitt, þá verður hallinn stórkostlegastur á stóru bátunum, sem mestu eyða. Helzt hefur aftur á móti borgað sig út- gerðin, þar sem bátunum hefur að eins verið róið, þegar mestur hef- ur verið aflinn og sem styzt að sækja. En þá ber þess að gæta, að með því móti verður atvinnan mjög léleg fyrir skipverja, þó að útgerðin sjálf haf sloppið skaðlaus. Á þeim árum, þegar alt gengur eðlilega, verð afurðanna samsvar- ar svo verði þess, er til þarf út- gerðarinnar, að útgerðin borgi sig. þá er ekki minsti vafi á því, að stóru vélbátarnir eru heppilegri hinum minni. Eru þeir það jafnt, hvort tekið er tillit til útgerðar- mannanna, eða skipverja. Ef á annað börð er gróði á útgerðinni, verður hann þess meiri, sem bát- urinn getur lengur stundað veiði með góðum arði. Og hlutur skip- verja eykst að sama skapi. Enda má segja, að þá fyrst komi skip- in að fullum notum, er þau þurfa engan tíma ársins að vera arðlaus. Komist því nú í það horf, að hall- inn á vélbátaútgerðinni valdi því, að hún að miklu leyti hætti, þá er enginn vafi á því, að tjónið verður margvíslegra, en hægt er að gera sér grein fyrir. Fyrst er þá að telja atvinnuleysi sjómanna, er verða, þá er útvegur- inn hættir, á flæðiskeri staddir. Sjómennirnir vona að úr rætist og gera þess vegna minna en ella til þess að afla sér stöðugrar at- vinnu. Enda munu margir þeirra ýmist ekki kunna störf þau, er þeim gætu ef til vill boðist, eða þá alls ekki hafa fé til að skjóta undir sig fótum til að reka sjálf- stæða atvinnu, er þeim væri við hæfi. Annað er það, að útgerðar- mennirnir mundu alls ekki geta til lengdar, fyrst og fremst mist arð þann af útgerðinni, er þeir þurfa sér til viðurværis, og svo alls ekki standast að gera skil á vöxtum og afborgunum af fé því, er stæði í bátum þeirra. Það má telja, að mikil lík- indi séu til þess, að slíkt ríðí að fullu, um all-langt skeið, útgerð hinna stærri báta. Tapið á út- gerð þeirra, verður eins og á er drepið, miklu meira en hinna og þar eð þeir eru miklu verðmeiri, þá munu eigendurnir enn þá síður standast það, að láta þá vera arð- lausa, en hina minni. Af öllu þessu leiða því fyrst og fremst almenn vandræði þjóðar- innar og ríkisins í heild sinni, meðan á stendur útgerðarkrepp- unni — og í annan stað mjög svo ískyggilegt útlit á gengi sjávar- útvegsins í framtíðinni, þar eð hann með missi stóru bátanna stígur mörg spor aftur á bak á braut sinni. Auðsýnilegt er því það, að til einhverra ráða verður þarna að grípa. Og þau ráð þurfa helzt að verða bæði fljótvirk og mikilvirk og ennfremur þess eðlis, að þeirra geti notið þannig í framtíðinni, að eigi verði við því hætt, að útgerð- in lendi í annari eins klípu og nú. Fiskiþingið síöasta hefur skipað nefnd í mál þetta, og hefur sú nefnd skilað áliti sínu. Sýnir hún meðal annars fram á það, að ein- hver af þyngstu liðunum séu skattar þeir, sem lagðir eru á útveginn, samkvæmt núgildandi landslögum. Má það vera öllum ljóst, að ekki tjáir að íþyngja atvinnuvegunum um of. Sú stefna verður að ríkja meðal þjóðarinnar, að enginn at- vinnuvegurinn gangi á hag annars, og eigi sé meira eytt, en atvinnu- vegirnir geti borið. Því að enginn mun verða of sæll af þeim fram- kvæmdum, sem komið er á fyrír þá blóðpeninga, er ofurþungi tolla og skatta á atvinnuvegum landsins, gefur í ríkissjóðinn. Má í þessu tilliti benda á hinn afar óheppi- lega salttoll, sem víst er að unn- ið hefur meira tjón, heldur en unt er að gera sér í fljótu bragði grein fyrir. Yfirleitt ætti að nema úr lögum alla þá tolla er íþyngja framleiðsluviðleitni landsmanna. Nefndin leggur til, að allir bát- ar í hverri veiðistöð gangi í fé- lag, er einn maður stjórni. Þá leggur hún og.til að höfð séu sam- tök um sölu afurðanna og kaup á vörum til útgerðarinnar, meðal annars beita. Þá leggur hún til að Fiskifélagiö kynni sér ráðninga- kjör víðsvegar um land og reyni að koma samræmi á ^þau. Er þetta nauðsynlegt á öllum sviðum atvinnuveganna og gerir það tvent að tryggja framleiðendum fólk fyr- ir sanngjarnt verð og að stuðla að því, að fiskimenn taki sér fasta bústaði, þar eð þeir mega frekar ætla á fasta atvinnu í sama stað ár eftir ár, þá er kaupið er hið sama um land alt og ekki er hætt við að aðrir bjóðist fyrir verri eða vafasamari kosti. Þá leggur nefndin það til, að félagið kynni sér frekari hagnýting sjávarafurð- anna og erlenda markaði, er mættu reynast arðvænlegir. Loks kemur hún að steinolíumálinu. Er það eitthvert hið erfiðasta viðfangs, þar eð við mjög ramman reip er þar að draga. En rætt er um að athuga, hvort ekki muni vera rétt að selja framleiðendum olíuna undir sannvirði. Mun það verða ágreiningsatriði, en hitt er víst, að minna tjón mundi landið bíða við það, heldur en hitt, að útvegur- inn kæmist í kyrstöðu eða aftur- för i stað framsóknar. Hér eystra er þetta mál eitthvert hið alvarlegasta, þar eð sjávarút- vegurinn á hér svo að segja alt undir vélbátaútgerðinni. Víða er hún nú f hinu mesta niðurdrepi, og það sem virðist gefa mestar vonir um framtíð hennar, t. d. hér á Seyðisfirði, er stærri bátar. Munu menn tilfinnanlega hafa orð- ið þess varir hin síðari ár, þegar aflalaust hefur verið hér, en næg- ur afli á næstu fjörðum. En af framangreindu sést það, að nú, þegar útgerð vélbátanna svarar ekki kostnaði og hallinn á hinum stærstu verður mestur, virðist svo sem sundin séu lokuö hér eins og annarsstaðar og alls ekki fært að stíga það spor fyrst um sinn, sem þó virðist vera framtíðarúr- ræði útvegsins hér. En menn ættu nú að sýna sem mestan áhuga og vera sem fúsastir til samvinnu við þá, er vilja beita sér fyrir um- bótunum á þessu sviði.' Er það mikils vert, að sem flestir hugsi málið og geri sér ljósa nauðsyn- ina á skjótri úrlausn, eða því er tii bóta mætti verða. Er „Austur- land“ fúst til að flytja umræður um málið og gera að öðru leyti það er í þess valdi stendur, til þess, að úr því verði ráðið með sæmilegum árangri. Vél til lýsisvinslu úr lifur. Fréttaritari nokkur skrifar þann- ig til „Norges Sjofarts- og Han- delstidende. New-York 24. maí 1921. Bruno M. Larsen, einn af eig- endum verzlunarfélagsins Niels Juul & Co., í Kristianíu, mun koma því til leiðar, að sett verði upp hjá félaginu ný upp- fynding, sem mun gerbreyta norsk- um lýsisiðnaði. Herra Larsen, sem dvalið hefur því nær eitt ár í Ameríku og útvegað verzlunar- félagi sínu þar ýmiss ný sambönd, varð þess vís fyrir nokkru, að American Byproduct Machinery Company hefur búið til nýja vél til lýsisvinslu úr lifur. Vél þessi kvað skila svo mikilli framleiðslu, að ó- trúlegt virðist. Eftir nokkrar rann- sóknir og afar-miklar tilraunir gat herra Larsen fullyrt, að vélin full- nægði öllum hinum gefnu loforð- um uppfyndingamannsins. Vélin er kölluð „Rogers Benett Electro- lytic Process“ og er gerð af verk- fræðingnum George Dennison Ro- gers, sem hefur, frá því hann út- skrifaðist frá Massachusetts Insti- tut of Technology, unnið að efnafræðilegum uppfyndingum í þarfir fiskiiðnaðarins. Rogers, verkfræðingur, tók eftir því, að fisklifur, sem búin er að draga í sig salt og vatn, uppleysist mjög fljótt, ef hún verður fyrir beinum áhrifum rafmagnsgeisla. Á þessum grundvelli hóf Roger, verkfræðing- ur starf sitt, og árangurinn varð sá, að hann fann upp aðferð til að láta fljótandi fisklifur verða fyrir áhrifum rafmagns. Rogers-Bennett vélin er mjög fábrotin. Hún er tilbúin í mörg- um stærðum, ogtværhinar minsta eru mjög hentugar fyrir minn verksmiðjur eða lítil fiskiveiðafé- lög, sem vilja sjálf notfæra sér sem bezt fiskiafurðir sínar. Rekst- ur vélarinnar er ( mjög ódýr, og hún er svo fábrotin, að við fyrstu augsýn væri hægt að halda, að hún gæti eigi framleitt neitt. En slíkt er stór misskilningur. Fram- leiðslugeta vélarinnar er stórkost- leg, og lýsið sem hún vinnur svo hreint, að alls ekki þarf að hreinsa það á eftir. Auk þess stendur bræðslan að eins yfir nokkrar mínútur.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.