Austurland - 20.08.1921, Síða 3
\USTURLAND
3
’S'""............*
Skósm íöavinnustof a
Sigurgísla Jónssonar, Seyðisf.
gerir ekki gamlan skófatnað nýj-
að, eða önnur slík viðundur.
Samt sem áður er að allra dómi
hvergi í bænum völ jafn vand-
aðrar vinnu á öllu er iðninni
viðvíkur. — Engu viðvanings-
handbragði til að dreifa.
Aðeins notað lsta fl. efni.
Handunninn skófatnaður er beztur.
Línukrókar
nr. 7, eru lang ódýrastir í Bjarka.
Útgerðarmenn, komið og spyrjið
um verð, áður en þér kaupið
annarsstaðar.
Páll A. Pálsson.
kirk; eiga þau 5 börn, öll vel til manns
komin. Þau Jón og Sigríður eign-
uðust tvær dætur, er upp komust,
Quðríði og Guðnýju, hin síðarnefnda
lézt tæplega tvítug. En Guðríður er
gíft áðurnefndum Birni Þorkelssyni í
Hnefilsdal. Sigríður var fremur greind
kona, sem hún átti kyn til. Bróður-
sonurjhennar er Jón Runólfsson, skáld
í Winnipeg. Hún var starfsöm og
heimilisrækin, helgaði heimilinu alt
starfsþrek sitt, en lét lítið á sér bera
utan heimilis, en var manni sínum
samhent í því, að gera heimilið að
einu þessu sjálfstæða heimili, þar sem
aldrei er fjárskortur, og húsbændur
þurfa engum hjálparmanni að lúta.
Við fráfall Jóns Magnússonar, er
hniginn í valinn, einn af hinum síð-
ustu öndvegishöldum bændastéttar-
innar á Jökuldal, frá síðari hluta
nítjándu aldar, sem gerðu þá sveit
nafnkenda fyrir auðsæld og vinsæld.
Jón var fremur fríður maður sýn-
um, gildur meðalmaður á hæð og
þéttvaxinn, prúðmannlegur í fram-
göngu, látlaus og góðglaður og í
vinahóp gat hann verið æringi, glett-
inn og gamansamur. Hann var karl-
menni að burðum og starfsmaður
með afbrigðum. Öll framkoman bar
vott um sjálfstæði og látlausan bænda-
metnað. í sveitarstjórn var Jón um
tíma, en litla löngun hafði hann til
þeirra starfa, enda var eðli hans
þannig, að hann var „óhlutsamur um
önnur mál“.j
Jón var um langt skeið einn hinn
mesti gróðamaður, og talinn af ýms-
um féfastur. En þeir er bezt þektu
hann, álitu að hann hefði mörgum
hjálpað, svo að lítið bæri á. Hann
var enginn auglýsingamaður í þeim
efnum. Komst einn af vinum hans
(J. Pálsson) svo að orði með mynd
hans í Óðni, að hann hefði mörgum
hjálpað, svo ekki bar á, og þess
vegna er hins mæta manns minna
getið en skyldi“. Og fáa hefur sá, er
þetta ritar, þekt, er drengilegar og
stórmannlegar borguðu veitta hjálp, ef
það kom fyrir, að hann þurfti hennar
við.
Um búskap Jóns og heimilisstjórn
er það eitt að segja, að búmanns-
auga hans var sívakandi, búmanns-
höndin sístarfandi. Mjög lét hann sér
ant um að hjúin hefðu sem beztan
viðurgjörning, enda var húsmóðirin ekki
matsár. Og kaup þeirra galt hann
áreiðanlega. En lítt var honum um
slæpingja gefið og ótrúa verkamenn.
Ef það fylgdi stjórnarfarslegu sjálf-
stæði íslands, aö þar risu upp mörg
heimili í viðbót við það sem er, jafn
sjálfstæð og heimilið á Skeggjastöð-
um, þá þyrftu ekki þeir, er smæst-
um augum líta á ísland og íslenzku
þjóðina, að gera gys að því, að ís-
land væri sjálfstætt ríki, myndað af
ósjálfstæðum einstaklingum. Og
margir, sem þektu Jón á Skeggjastöð-
um, mundu hafa tekið undir með
manninum, sem sagði það um annan
bónda, sem líka bjó um tíma á Jök-
uldal: „Svona ættu íslenzkir bænd-
ur að vera.“
13. maí 1921.
Jón Jónsson
frá Sleðbrjót.
Símskeyti
frá
fréttaritara Austurlands.
Rvík 16 apríl
Samningum yfirráðs Bandamanna
um Efri-Schlesíu var slitið á laugar-
dagsnótt. Bretar og ítaljr fylgja því
fastlega að Þjóðverjar fái öll iðnaðar
héruðin. Briand krafðist þess að þeim
yrði skift. Samkomulag varð loks
um að skjóta málinu undir úrskurð
Þjóðbandalagsins. í Lundúnum eru
málalokin talin sigur fyrir L. George,
og í Berlín láta menn vel yfir þeim,
vegna þess að Bretar muni ráða
mestu um endanlegan úrskurð Þjóð-
bandalagsins.
Hér er verið að reisa brjóstmynd
af Jóni Vídalín, biskup, að sunnan-
verðu við dyr dómkirkjunnar. Kola-
verð er 110 krónur á smálestinni
heimfluttri.
Þingið í Belgrad samþykti lög um
áð leysa upp Kommunistaflokkinn, og
dauðahegning er lögð viö undirróðri
Bolsivikka. Allsherjarráðstefna Svert-
ingja samankomin í New-York, krefst
hún Afríku fyrir Afríkusvertingja. Ráð-
stefnan spáir kynflokkastyrjöld er lúka
muni með því, að Svertingjar og Asíu-
þjóðir gereyði hvítum mönnum.
Franska ríkið reisir í Bretagne 4800
hestafla tilraunastöð, til orkuvinslu úr
krafti sjávarfalla. Tyrkir í Litlu-Asíu
undirbúa vetrarhernað. Tilboð Breta
til íra er birt opinberlega. Valera hef-
ur svarað þannig: Sinnfein-þingið og
írska þjóðin geta ekki gengið að til-
boðinu. írar krefjast að sjálfstjórnar-
réttur þeirra verði viðurkendur að
fullu. írland sé reiðubúið að hætta
sjálfstæði sínu fyrir siðferðislegar
réttarkröfur sínar. lrar telja ástæðu-
laust • að óttast það, að írland verði
notað til að heyja ófrið þaðan gegn
Bretum, þótt fullur skilnaður yrði
milli landanna. Þeir krefjast nefnd-
arskipunar íra og Breta, sem ákveði
hve mikið írar taki þátt í ríkisskuld-
um Breta, og Harding verði falið að
s^ipa oddamann. Þeir mótmæta að
Bretar hafi rétt til stofnunar sérstaks
þings í Norður-írlandi. L. George
svarar: Bretastjórn viðurkennir ekki
rétt írlands til að skiljast frá Bret-
landi. Ðeilumál þett verði ekki lagt
undir gerðardóm útlendinga. Tilboð
Bretastjórnar sé gert af einlægum hug
og hún geti ekki farið lengra til sam-
komulags. Birting tilboðsins hefur
vakið mikil vonbrigði í Bretlandi, al-
menningsálitið fylgir L. George. Þing
íra kom saman 16. þ. m. Hafni það
tilboðunum, er búist við að brezka
þingið verði leyst upp. Berlínarfregn
segir ákvörðun yfirráðsins um Efri-
Verzlun Páls A. Pálssonar, Bjarka
Hefur nú fengið margt smávegis sem fólk þarf að kaupa til gagns og gam-
ans: Gifsmyndir (stórar), Glermyndir (smærri), einnig olíumyndir; eftir
þessu er mikil eftirspurn, og ættu þeir sem vilja skreyta stofur sínar, að
koma sem fyrst. Ennfremur fæst margt sem vantað hefur: Hnappar (allsk.)
Hárgreiður (góðar en dýrar), Kefla- og Hör-tvinni, Skúfasilki, Leggingar,
Krókapör, Smellur, Hringjur, Bandprjónar, Skreðarakrítir, Teiknistifti, Hár-
nálar og Kambar, Spítubakkar, Blómsturpottar o. m. fl. sem hér er ekki
hægt upp að telja. — Mest og ódýrust álnavara og skótau er í „Bjarka“.
E.S. GULLFOSS
fer frá Kaupmannahöfn 20. september, til Seyð-
isfjarðar, á leið til Reykjavíkur. Kemur við á
Norðfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði.
Afgreiðslan á Seyðisfirði.
*
Askorun.
Samkvæmt lögum nr. 72, 27. júní 1921, er hér með skorað á
alla þá, er telja sig eiga hlutbundin réttindi yfir fasteignum í Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu, — þar á meðal réttindi yfir húsum, sem standa
kunna á landi annars manns eða lóð, — svo og réttindi yfirskipum,
sjálfsvörsluveði í lausafé eða önnur réttindi, sem þinglýsaj þarf og
bókuð eru í afsals- og veðmálabækur, að tilkynna þau innart 1-8 mán-
aða frá útkomudegi þess eintaks Lögbirtingablaðsins, sem flytur áskor-
un þessa fyrsta skifti, hér á skrifstofunni og skila hingað skjölum
þeim, sem heimilar réttindin, enda hafi þau skjöl ekki verið afhent á
skrifstofu sýslunnar eftir 12. nóv. 1920.
Sönnun fyrir eignarrétti skal færa með afsalsbréfi eða öðrum
skjölum, sem í stað þess koma eða vottorði sýslumanns um það, að
eignin sé vitanleg eign aðilja. Sé hvorugra þessara gagna kostur, er
aðilja rétt að leita eignardóms að eigninni.
Takmörkuð hlutbundin réttindi yfir fasteign skal sanna með frum-
riti skjals þess, sem réttindin eru skráð á, ef grundvallarreglur tilsk.
9. febr. 1798 og laga nr. 18, 4. nóv. 1887, 7. gr., taka til þess. Ef
réttindin hafa verið skráð á skjal annars eðlis, má sanna þau með
staðfestu eftirriti, en sé skjalið glatað, er rétt að leita ógildingardóms.
Jafnframt er skorað á alla þá, sem hafa í vörzlum sínum giid-
andi skrár eða önnur gildandi gögn, þar sem ákveðin eru landamerki
milli jarða í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, að skila þeim á skrifstofu
sýslunnar innan ioka 18 mánaða frestsins, sem áður er nefndur.
Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 26. júlí 1921.
G. Björnsson.
Schlesíumálið hafa valdið afskaplegri
verðhækkun í kauphöllinni í Berlín.
Alþjóðafundur er settur í Genf, er þar
ráðgast um, á hvern kátt unt muni
að bæta úr hungursneyðinni í Rúss-
landi. Eru þar mættir fulltrúar frá
þrjátíu Rauðakrossfélögum og 9 stjórn-
um. Þjóðbandalagið var kvatt sam-
an 20 þ. m., til að ræða um Efri-
Schlesíumálið.
Hitt og þetta.
Skip
E s „Sterling" kom hér á miðviku-
daginn. Nokkrir farþegar voru hingað.
Tvö norsk síldarskip komu hingað í
vikunni og seldu hér all-mikið af síld.
Bókaskápur
stór og vandaður, mesta
stofuprýði, er til sölu strax.
Semjið við Jón í Firði
Jón Þorleifsson
listmálari, frá Hólum, kom með
„Sterling" og heldur hér listsýningu.
Trúlofuð
eru ungfrú Þorbjörg Þorleifsdóitir,,
frá Hólum og Thorlacius, bókhaldari
við „Gefjun“ á Akureyri.
Æskilegt
virðist að Fiskifélag íslands léti
þess eigi verða langt að bíða. að
kynna sér vél þá, sem lýst er hér í
blaðinu.