Austurland - 08.10.1921, Page 3
AUSTURLAND
3
Skósmföavinnustofa
Sigurgísla Jónssonar, Seyöisf.
Selur viðgerðir á skófatnaði
ódýrar en nokkur annar í bæn-
um. — Samkepni um verð eða
vöndun algjörlega ótilokuð. —
Fljót afgreiðsla.
Handunninn skófatn-
aður er beztur.
og sýnir að menn geta hjálpað En.
meira ætti að gera að því, en gert
hefur verið að hjálpa þeim sem nær
standa, fátækum íslenzkum börnum.
Skip.
E.s. Síríus kom hingað í fyrradag.
Meðal farþega voru: Sig Arngríms-
son, heildsali, Kristján Kristjánsson,
yngri, Brynjólfur Eiríksson, símaverk-
stjóri o. fl. E.s. Dana kom hér sama
dag tii að taka fisk. E.s. Gullfoss
kom hingað laust eftir miðnætti í
nótt. Meðal farþega hingað var frú
Christiani, landsímastöðvarstjóra hér.
Ennfremur voru með skipinu: Frú
Stefanía Guðmundsdóttir, leikkona og
sonur hennar Óskar, koma þau frá
Ameríku, séra Friðrik Friðriksson,
Hallgrímur Hallgrímsson, magister,
Guðm. Kr. Guðmundsson, skipamiðl-
ari og frú, Sig. Guðmundsson, danz-
kennari, ekkjufrú Zoéga, Geirs heit-
ins kaupmanns, og dóttir hennar,
Gunnlaugur Claessen, Iæknir og frú,
ungfrú Margrét Siggeirsdóttir, verk-
fræðings í Hafnarfirði o. m. fl. Með
skipinu fóru héðan: Jóhannes Kjar-
val, málari, séra Þórarinn á Valþjófs-
stað, frú hans, tvær dætur og sonur,
Árni Sigurðsson, cand. theol., Krist-
inn Árnason, útgerðarmaður o. fl.
Kallast
mega það fréttir, sem í frásögur
séu færandi, að hér á túnunum í
bænum eru slíkur gripahættur að ár-
lega farast þar stórgripir. Um eitt
túnið hér liggur skurður, mjór og
djúpur, sem hestur drap sig í í fyrra-
haust og svo annar um daginn. Get-
ur varla kallast sæmilegt af bæjar-
stjórninni að mönnum sé leyft að
hafa slíkar hættur á túnum sínum.
Mætti eigi minna vera en að mann-
fýlur þær, er þannig gera sér leik
Ástafundurinn
Eftir
Ivan Turgenjev.
(Ivan Turgenjev er eitt hið fræg-
asta skáld Rússa. Er hann fullþroska
ávöxtur blómatíma mikils í bókment-
um Rússa. Sálarlýsingar hans eru af-
brigða góðar, og frábærlega hefur
hann næmt auga fyrir fegurð og
undrum náttúrunnar. Klæðir hann
oftlega í orð, það sem fjöldi manna
finnur óljóst vaka inni í fylgsnum
sálar sinnar, en fáir geta gert sér
grein fyrir. Turgenjev er fæddur
1818 og var af gömlum aðalsættum.
Fekk hann góða mentun, var við
sögu- og málfræðinám í Berlíni Varð
hann síðan keisaralegur embættis-
maður, en leiddist það brátt. í ó-
náð komst hann hjá embættismanna-
stétt landsins og var fangi á óðals-
eign sinni. Lengi bjó hann síðan er-
lendis og skrifaði hverja söguna ann-
ari merkari. Vann hann mjög að því
að bændaánauðinni í Rússlandi yrði
létt af, þar eð hann taldi hana eitt-
Verzlun Páls A. Pálssonar, Bjarka
Hefur nýlega fengið verkamannaföt o. fl. Verð sem hér segir:
Karlmannaföt, grá kr, 28,00 og blá 27,00. Buxur frá kr. 13,00
— 20,00. Erfiðisblúsur kr. 10,00. Vetrarpeysur frá kr. 9,00 —
15,00. Einnig blá föt (jakki og buxur samfast) kr. 28,00 afar
hentug fyrir smiði og vélamenn. Stangaðir hattar ódýrir. Ut-
gerðarmenn! birgið ykkur upp af ódýrum önglum, sem að eins
kosta kr. 12,00—1250 pr. þús. Ennfr. fæst rauð lasting o. m. fl.
H. Th. A. Thomsen
Stofnaö 1837.
Kaupmannahöfn C. Overgade 90.
Símnefni Hat, talsímar 2348, 2349, 5212.
Eg annast sölu á öllum islenzkum afurðum,
saltfiski, verkuðum og blautum, þorski, upsa,
löngu, síld, laxi og heilagfiski, lýsi, sund-
maga , hrogni , kjöti, ull, gærum, görnum, rjúp-
um, dúni , tóuskinnumo. s. frv. á mörkuðum
þeim, semhver þessara vörutegunda selst bezt.
Útvega allskonar erlendar vörur með verk-
smiðjuverði, fatnað allskonar, nærföt, al-
fatnaði, utanyfirföt, oliufatnaði, þýzkar
vörur sérlega ódýrar, smærri vefnaðarvörur ,
járnvörur höfuðföt, skófatnað, leirvörur,
gler, lit, tóbak, sykur, sápu, pappir, veið-
arfæri , etc. etc.
Tek sem greiðslu islenzkar bankaávisanir
fyrir hæsta gjaldverð hér. Hef góð sambönd
til þess að selja islenzka krónu hér.
Sendið islenzkar afurðir i umboðssölu eða
tékk á islenzkan banka til innkaupa. Of dýrt
að nota lánstraust hér sem stendur.
Virðingarfylst
D. Thomsen
fyrv. ræðismaður.
að lífi saklausra skepna og eignum
annara, væru skyldaðir til að gera
torfærurnar hættulausar og hafa tún
sín svo girt, að eigi sé viö þvf hætt
að skepnur sleppi þangað inn. Því
þó að sumar skepnur séu mörgum
manni vitrari, þá geta þær fallið í
þær fallgryfjur, sein beinlínis virðast
gerðar til þeirra hluta. Nýlega hefur
bæjarstjórnin hækkað all-mikið haga-
hvert allra stærsta mein landsins.
Veiðimaður var hann mikiil og kynt-
ist því fólki af öllum stéttum. Lýs-
ir hann veiðilífi sínu í „Dagbók veiði-
manns“, sem eftirfarandi smásaga er
úr. Seinna lýsti hann mest lífi að-
alsfólksins á óðalssetrum þess. Tur-
genjev dó árið 1883).
Haustdag einn, nálægt miðjum
seftember, sat eg undir tré í birki-
skógi nokkrum. Frá því árla morg-
uns hafði verið sífeldur úði. Að eins
við og við rufu hlýir sólgeislarnir
skýin. Veðríð var hvikult. Himininn
var þakinn léttum, hvítum skýjum.
Öðru hvoru komu á þau rof og him-
inhvolfið heiðbjart og dimmblátt kom
í Ijós. Blikaði það bjart og ástúð-
legt, eins og broshýrt auga. Eg sat
grafkyr, svipaðist um og hlustaði.
Blærinn þaut hljóðlega í blöðunum
yfir höfði mér. Þyturinn hefði einn
verið nægilegur til þess að átta sig á,
hvaða tími árs þetta var. Þessi þyt-
ur lét ekki eins í eyrum og unaðs-
þrungna skrjáfið í útsprungna vor-
laufinu, ekki heldur eins og sífelda
milda hvískrið sumarlaufsins og löngu
samræöurnar þess, nei, það var því
nær ógreinilegt, svefnþrungið rjál.
Við og við struku skammvinnar þot-
ur hljóðlega um trjátoppana. Regn-
hjúpað skógarþyknið skifti í sífellu
litum, eftir því hvort sólin skein eða
fól sig að fullu bak við skýin. Ann-
að veifið ljómaði alt, eins og hver
tág og grein vaknaði brosandi af
svefni. Á grönnum stofnum birki-
trjánna sat regnið að eins á víð og
dreif. Á þá kom alt í einu hvítur
og smágerður silkigljái. Visin blöð-
in, er fallið höfðu til jarðar, blikuðu
og gneistuðu eins og skírasta gull.
Á burknana, háa loðna og hrokkna,
var haustliturinn kominn, litur hinna
ofvaxta vínberja. Þeir vöfðu hver um
annan snotru stönglunum sínum og
komust á mestu ringulreið. En alt í
einu var eins og bleikblár bjarmi
hefði fallið á alt umhverfið. Sterku
litirnir hurfu, birkitrén urðu gljálaus
og hvít eins og nýfallinn snjór, sem
köld og þróttlaus vetrarsólin hefur
eigi enn þá varpað yfir flöktandi
geislum sínum. ---------Og hljótt, und-
ur hljótt, því næst sem í laumi, tek-
ur örsmár úði að hvísla og suða í
liminu.
Lauf birkitrjánna var því nær grænt
Kamgarnspeysur
og ullarnærfðt
nýkomin f verzlun
. E. J. Waage
SALTFISKUR,
mjög ödýr, til sölu hjá
Sveini Árnasyni.
Tvær jarðir í Sandvík, stórar og góð-
ar til sjós og lands, eru til sölu, laus-
ar í fardögum 1922. — Semja ber við
Kristján Guðmundsson, Sandvfk
Þakkarávarp.
Öllum þeim, er með gjöfum
studdu að því að eg gæti sent
drenginn minn, Einará, „Hjemmet
for Vanföre" í Kaupmannahöfn,
votta eg mínar beztu þakkir.
Hátúnum 1. okt. 1921.
Guðmundur Beck.
Vantar af fjalli
3ja vetra fola, brúnskjóttan, tölt-
gengur, stór, ótaminn en bandvan-
ur. Finnandi er beðinn að gera
aðvart Vigfúsi Einarssyni á Keld-
hólum á Völlum. —
göngu hesta, hitt er víst lítt hugsað
um, að gæta þess að eigi séu hætt-
ur af mannavöldum inni í miðjum
bænum.
„Blindsker",
sögur, Ijóð og æfintýri eftir Guðm.
G. Hagalin er nú fullprentuð og verð-
ur send út næstu daga. Er bókin 12
arkir á stærð, en áskrifendum var
lofað 10—12 örkum. Kápamynd er á
bókinni og er hún eftir Jóhannes
Kjarval, málara. Hefur Þorsteinn Gísla-
son, fulltrúi, skorið hana í linoleum.
enn þá, þótt eigi væri það eins fagur-
grænt og að sumrinu. Að eins hér
og þar gat að líta birkitré, sem var
dökkrautt á lit, eða með hreinum
gullslit. Og það var sjón að sjá, hve
þau blikuðu og glóðu, þegar sól-
geisli laumaðisf niður til þeirra og
stiklaði um þéttu limmöskvana, sem
voru stráðir nýföllnum, silfurskærum
úða. Enginn fugl kvakaði. Allir
þögðu þeir og höfðu falið sig. Að
eins við og við gall eins og stál-
bjalla spottandi kvak eins og eins
ránfugls.
Eg hafði gengið um stóran aspar-
skóg með hundi mínum, áður en eg
settist þarna í birkilundinn. Eg játa
það fúslega, að mér geðjast aldrei
sérstaklega vel að öspinni — öspinni
með litlausa stofninn og grágræna
málmlitaða laufið, sem hún teygir
svo hátt sem hún getur og breiðir út
í loftið eins og titrandi blævæng.
Mér geðjast heldur ekki að blöðunum,
sem titra og skjálfa í sífellu, hanga
ólundlega á löngum legg, saman-
vafin og óhrein. Að eins einstaka
sumarkvöld er öspin fögur, þar sem
hún gnæfir einmana yfir lágvaxið
kjarr og teygir sig mót glóandi