Austurland - 29.10.1921, Blaðsíða 3
AUSTURLAND
3
Brúkuð frímerki (fslenzk)
kaupir
Sig. Arngrimsson.
Lambskinn
selskinn
æðardún
gærur
kaupir
Sig. Arngrfmsson.
þaö skásta í greininni, þótt ekki
séu þær tillögur nýbakaðar allar
og hæpið hljóti að teljast, þótt
þær næðu fram að ganga, að á-
tangurinn yrði eins glæsiíegur og
hann virðist gjöra sér í hugarlund.
Hvernig ætti að fá þá, sem þegar
hafa bygt bryggju og vöru-
geymsluhús, til þess að flytja inn
á Hafnarbryggju og byggja þar,
verður víst flestum rábgáta og
einnig sennilega greinarhöfundi,
„þar stendur líklega hnífurinn í
kúnni fyrir honum“. Ekki mundu
vöru- ogbryggju-gjöldin laða kaup-
sýslumenn að eigninni. Ekki mundi
von um fljóta afgreiðslu heldur
gjöra það. Þar sem bryggjan er
tiltölulega stutt, en ekki hægt að
lengja hana nema iítið eitt inn á
við. Ætti þarna að verða miðstöð
fyrir alla „Trafik“ bæjarins, væri
óhjákvæmilegt annað en lengja
bryggjuna mikið, ef afgreiðslan
ætti að geta gengið sæmilega.
Yrði því að byrja á að kaupa
hina svo kölluðu Engros-bryggju,
sem ég hef ekki hugmynd um
hvort fáanleg væri, eða þótt hún
væri fáanleg, hve mikið myndi
þurfa að bjóða til þess að fá
hana.
í grein „Borgara" eru að vísu
ýms fleiri atriði, en þau sem ég
hefi minst á, sem ástæða væri tll
að taka til athugunar og ég myndi
einnig hafa gjört, ef ég teldi ekki
grein mína þegar vera orðna full-
langa. Ég vona, að þótt ég láti
hér staðar numið, þá skoði hátt
virtur „Borgari“ það ekki sem tóm-
læti af mér, né heldur taki það
sem vott þess að ég telji öll atr-
iði í grein hans óhrekjandi að
undanteknum þeim, sem-ég hefi
haft til meðferðar.
Qestur Jóhannsson.
Hamsun.
Framh.
í þessum vandræðum sínum
grípur Hamsun tveim höndum, en
þó hykandi, kenningu Nietzsche’s
um ofurmennið og rétt hinna ungu:
Þeir gömlu eiga eigi að vera fóta-
kefli á vegi æskunnar. Þeirskulu
liggja ulan við veginn, ella skal
þeim á eld kasta.
Þetta kemur fram í leikritinu
„Rigets Port“, „Livets Spil“ og
„Aftenröde". Og eru þessi þrjú
leikrit ein heild. Þau segja oss
frá manninum, sem leggur á yngri
árum alt í sölurnar fyrir hugsjón-
ir sínar. Hann er hniginn á efra
------LrST.=.l===.-----.^-========£=^====7
Verzlun Páls A. Páissonar, Bjarka
Nýkomnar hinar margþráðu regnkápur með belti (stuttar og síð-
ar). — Með „Goðafoss komu Gummístígvél, handa fullorðnum,
unglingum og börnum, með lágu verði.
Þeir viðskiftavinir nær og fjær, sem ekki hafa greitt skuldir sín-
ar, vil eg biðja að gera það nú þegar.
kaupir hæsta verði
St. Th. Jónsson, Seyðisf.
Prentsmiðja Austurlands
prentar og selur allskonar eyöublöð og reikninga,
með eða án firinanafns. Hefur tii sölu ágætan póst-
pappír (margar teg.) og umslög, áprentað eftir vild.
Leysir fljótt og vel af hendi aUskonar prentun.
Verzlun St. Th. Jónssonar
fékk ýmsar vörur nú með síðustu skipum. Komiðog
spyrjið umverð áðuren þér festiðkaupannarsstaðar-
aidur, er bók hans kerhur út, sú
sem verið hefur æfistarf hans og
flytur nýjan boðskap. Þegar hún
er útkomin, aðhyllist fjöldi manris
stefnu hans og heimtar hann í sinn
flokk sem foringja brauðlausrar
baráttu. Hinsvegar heimtar hann
ellin, þeir sem hafa auð, metorð
og völd á boðstólum. Hann er
orðinn gamall, hefur eytt þrótti
sínum og vígahug — svíkur sínar
eigin hugsjónir og gengur á agn
auðs og metorða.
För Hamsuns inn á þessa
Nietzsche’s braut, lít eg svo á, að
stafi af ósamræminu, sem harm
finnur milli sjálfs sín og menn-
ingarinnar. Hann er eigi enn þá
búinn að skilja, að með henni á
hann enga samleið, að hjá hon-
um dugir ekki annað en algert
afturhvarf. En hann leitar út á
þessa krókaleið, þar eð Netzsche
fullnægir ólgandi þrótti hans og
gefur framsóknar- og sköpunarþrá
hans lausan taurninn.
En hann finnur þarna enga full-
nægingu. Hann leitar inn á sama
sviðið og í „Pan“. Hann notar
til þess ýtrasta náítúrusarriræmi
sitt, hinn óendanlega frumhæfiieika
sinn til að verða í fullu samræmi
við hina svokölluðu dauðu nátt-
úru, sem ekki hefur orðið fyrir
neinum nlenningar-áhrifum. Og
við þetta sættir hann sig um hríð
og það á mönnunum, sem hann
finnur í mestu samræmi við hið
upprunalega — ástalífið. En það
verður honum samt sem áður ó-
endanleg gáta. í óheyranlegasta
hvísli þess hiustar haiui eiúr sam
ræminu, í hinum hásustu og herfi-
legustu hrópum þess, leitar hann
þess líka. Frummanninum í hon-
um er a!t hreint, þessvegna dirf-
ist hann að ganga á þessum veg-
um lengra en fiestir aðrir. Því að
syndin er ekki frummanninum
skiljanlegt hugtak. Hann fylgir að
fullu einkunnarorðum Kyniker-
anna: Naturalia non sont turpia
(hið eðlilega (upprunaiega) er
engum til skammar). Og aö lifa
eítir þeim einkunnarorðum lít eg
svo á að sé að eins þeim hættu-
legt, :;em komnir eru í ósamræmi
við frumeðli sitt og uppruna.
Áður en eg held lengra, vil eg
taka enn þá ýmislegt fram um
þær bækur Hamsuns, sem eg hef
nú minst á. Ofurmenniskenning-
ar Nietzsche’s verður ailvíða vart hjá
honum, þótt hún komi hvergi eins
beinlínis í Ijós, eins og í hinum
nef.ndu leikritum. Æska og elli
korna víða fram hjá honum sem
andstæður, æskan byltingagjörn,
ellin afturhaldssöm og til vanþrifa
framsókninni. Það er hið eilífa
lögmal, sem menn líta á í ýmsu
Ijósi, og skapa af óteljandi lífs-
lygar. Efinn, óvissan og ósam-
ræmið kemur fram sem einkenni
lífsins í skáldskap Hanisuns trá
þessum tfmum, því að þannig er
honuni sjálfum varið. Frá sjón-
anniði listar og fegurðar í stíl,
máli og efnismeðferð eru margar
af bókum Hamsuns frá þessu
tímabili hin mesta sniid, heillandi
og laðandi. Þær vekja mennina
Vátryggingar
Brunatrvggingar
Sjóvátryggingar
Stríðsvátryggingar
Sigurður Jónsson
Sími 2 og 52.
til meira og trúrra samlíís við
náttúruna og meiri skilnings og
aðdáunar á henni. Þar finnur
hann sjáifur frið og samræmi,
finnur það, sem síðan kemur hon-
um í fulían skilning um þaö,
hvernig hann á að snúast gegn
menningunni með öllum hennar
fölsku dygðum, flærð og hræsni.
Þá er að rninnast á „Den sidste
Glæde“, sem boðar nýja tíma í
skáldskap Hamsuns. Þar ræöur
hann á hin spillandi áhrif, erferða-
mannastraumuriun hefur á norskt
þjóðlíi, alla þá fjölbreytni, er hann
heíur í för með sér, alt hans
falska skraut og prjál, iðjuíeysið,
peningaeyðsluna, alvöruleysið og
mannlega, andlega og líkanúega
rýrö, er ferðamennírnir erlendu
bera utan á sér. Síðan koma
„Börn av Tiden" og „Segelfoss-.
by“, þar sem ráðið er á hið óholla
gróðabrail, er teymir menn á eyr-
unum frá hollu og heilbrigðu
starfssviði út í endalausa hringiðu
gullstríðsins, þar sem engin hug-
sjón og engin varaoleg gleði þrífst
fyrir argi og ýtingum.' Hræsnin og
yfirdrepsskapurinn, þvaðrið og
baktiagið ber biöm í skjóli ósjálí-
stæðis þess, er leiöir af því að
íramleiöenJurnir fækka og fleiri og
fleiri bindast gróðabrallsmönnun-
um. Með íramleiðshigleðinni hverfa
hinar upprunaiegu dygðir, hug-
sjónir þrífast ekki — mennirnir
eiga ekkert mark til að stefna að.
Og adstæðuna, hið garnla, sýnir
Hamsun oss í íegurra og glæsi-
legra ljósi en svo, að unt sé að
vaða í villu og svíma um það,
hvert hann stefni. Því að hið
gamla heíur enn þá vott hins
sanna og upprunalega.
Og loks er „Markens Grode“.
Ég lít svo á, að Hamsun hafi þar
fundið' það sem hann leitaði að.
í næstu bókum á undafi hafði
hann sagt í sundur méð sér og
menningunni, sem sé komist að
þeirri niðurstöðu, að við hana
var ekkert eigandi. Hið nýja líf
varð að byrja óspilt í óspiltu um-
hverfi.
„Markens Grode“ er óendan-
legur lofsöngur tii dýrðar vinn-
unni og hinu fábrotna iífi. Starfs-
gleðin og ununin af að sjá ávöxt
sinna eigin verka spretta upp úr
auöum jarðvegi eru hin eina ham-
ingja lífsins. Lífið þrungið starfs-
gleði gefur vaxtarþránni hreina og
hvíta vængi. Lífið fábrotið og
eðlilegt gefur hugsjónunum nægi-
legt svigrúm. Lífið í samræmi viö
náttúruna, háö vetri og surnri,
gefur vorþrá og sólarsýn í svörtu
myrkri. Og þetta þrenna og þrí-
eina skapar hamingju á jörðu hér.
Niðurl,