Austurland


Austurland - 10.12.1921, Qupperneq 1

Austurland - 10.12.1921, Qupperneq 1
46. tbl. Seyðisfiröi, 10. desember 1921 2. árg. Vandkvæði. ii. Óhætt mun að fullyrða það, að ein- kenni hinnar íslenzku þjóðar hafi ver- ið þau, að hver Islendingur hafi lítt gert sér grein fyrir skyldum sínum við |ijóðfélagið í heild sinni, og þess vegna virt að vettugi lög þess og lagt lítt á sig fyrir hag heildarinnar. Dygðum þeim, er snerta líí og við- skifti einstaklinganna, hefur þjóðin unnað og haft þær í heiðri. í forn- öld voru drengskapur, hreysti og gest- risni alment virtar dygðir af hverjum manni. Löghlýðni var ekki tekin með í reikninginn. Höfðingjar landsins ó- nýttu dóma með ofbeldi og þóttu meiri menn að. Og löngum hefur það verið iofað, hversu forfeður vor- ir réðust í mikil stórræði, er þeir héldu af landi burt og flýðu óðöl sín í Noregi. En þess ber að gæta, að þar höfðu þeir í huga einstaklings- frelsið, en ekki hag þjóðarinnar norsku. Vér vitum öll af sögunni, hversu hið glæsilega tímabil í sögu vorri varð skammvint fyrir það, að framkvæmdastjórn var engin í land- inu, er framfylgdi lögum og rétti og kendi mönnum smátt og smátt að beygja sig fyrir vilja þjóðfélagsins, hlýta lögum þess og leggja eitthvað í sölurnar fyrir það. Síðan kom er- lent vald, sem þrælkaði þjóðina og mun frekar hafa komið inn hjá henni kergju og sauðþráa, heldur en áhuga og fórnfýsi. íslenzka þjóðin er því ein af þessum sárfáu þjóðum í heim- inurn, þar sem einstaklingarnir hafa því nær aldrei þurft að leggja neitt í sölurnar fyrir heildina. Stjórnfrelsis- barátta vor krafði aldrei neinna fórna af þjóðinni, heldur að eins þess, að einstaklingarnir hefðu manndóm og skynsemi til að kjósa þá menn til forystu, er stefndu að sjálfstæðismark- inu. Mjög fáir einstaklingar íslenzku þjóðarinnar hafa því þurft að gefa þjóð sinni — beinlínis —- eina einustu stund æfi sinnar. Viðurkent er það af vitrum mönnum og þeim, er þaö má! hafa rannsakað, að engin þjóð er fúsari til að gleypa við allskonar lítt reyndum frelsishug- myndum en sú, sem þrælkað hefur verið. I henni situr tortryggni og andúð gegn valdhöfum og auðmönn- um. Slík þjóð hefur verið vanin við að hafa ekkert að missa og orðið því fús til að leggja á tæpasta vaðið. Hinn illvígasti foringi hinnar frægu rómversku þrælauppreistar hétSparta- cus. Byltingamenn róttækir og ó- eirðarseggir hafa nefndir verið Sparta- cistar. Og er það hugsunarlega rétt. í íslenzku þjóðinni má finna all mik- ið af Spartacistaskapinu. Og það á sér hinar áðurnefndu eðlilegu orsakir. Það mun víst vera, að þjóð vor hefur yfirleitt haft mjög góðum hæfi- leikum á að skipa, hvort sem heild- in er tekin, eða einstakir menn. Hún hefur á ýmsum tímum náð allmikl- um persónulegum þroska og skarað að ýmsu leyti meira fram úr, en við hefði mátt búast af jafnlítilli þjóð, þó að eins andlega. En eins víst og það er, er líka hitt, að þjóðfélagslegu dygðirnar eru og hafa eigi verið henni eiginlegar. Hún hefur stað- ið og stendur enn á verklega sviðinu mjög svo aftarlega, því að litlu verðuraf- kastað í þá átt, nema þarséþjóðin sam- huga. Nú hefur mað fullveldinu kipt verið fótunum undan flokkaskiftingunni í landinu og án flokka verður engin samheldni um framkvæmdir, því að að eins örfáir einstaklingar, jafnvel hjá margfalt þjóðfélagslega þroskaðri þjóðum en oss, eru svo sjálfstæðir og dómgreindir, að þeir geti gengið þjóðfélaginu til gagns fram á veg, án þess að styðjast við flokksböndin. Menning vor hin gamla er að vissu leyti að fjara út. Nýjar þjóðfélags- hugmyndir, ný vitneskja á öllum sviðum heimta breytingar, sem hætt er við að geri þjóðina rótlaust og einskisvert skar, ef hún eigi myndar sér • úr brotum hins gamla og gull- kornum hins nýja, sérstæða íslenzka menningu, er gefi henni þau per- sónueinkenni, er skapi henni veg og virðingu. En eigi svo að verða, þá þarf að vera stefnt fram til starfs og stríðs á öllum starfssviðum, and- legum og veraldlegum, enda öll svið þjóðfélagsins kvo náin, að greining á þeim getur að eins orðið í orði kveðnu Ef menn hugsa sér þjóðfélag, sem eingöngu skuli hefja sig til andlegs vegs, þá geta þeir alveg eins hugsað sér bát sem vantar í botninn. Og eins er um það þjóðfélag, sem enga hefur andlega menningu, það er eins og skip, er vantar bæöi árarogsegl. Vísindin eru árar þess, list- ir og skáldskapur seglin. Og mætti svo virðast í fljótu bragði, að oss skorti nú alt þetta, og að vér flækjumst á botnlausu flaki, áralausir og seglvana. En eins víst og það er, að þarna er alvara á ferðum, mun einnig hitt, að þjóðin á nóg efni í það, er á vant- ar. En meinið er það, að hún á það eigi sem heild, heldur á hver einstak- lingur hennar það. Á hverjum ein- asta bóndabæ er til efni í kjöl, árar og segl í þjóðarskútuna. En menn finna ekki sk'yldu sína til framlaganna og geta ekki komið sér saman um hve mikiö skuli fram leggja. ísland heimtar alt. Því að jurtin, sem fest hefur rætur sínar í sandinum, erekki rótlausari en sá maður, sem ekki á rætur sínar í styrku og samfeldu þjóðfélagi. Þetta eru svo algild sannindi, að ekki virðist svo að þurfa ætti að brýna þau fyrir þjóð- inni. Og hún þykist þekkja þau og viðurkenna, en samt Iætur hún hvern- andfýlugust þeirra manna, er sæta hverju tækifæri, sæmilega eða ósæmi- lega, til að grafa kringum þær rætur, er helzt gefa þjóðfélaginu festu. Vér stöndum því höllum fæti sem þjóðfélag. Sumir sigla með „Iík í lestinni" upp í hamrana í tröllahend- ur, aðrir sigla seglfestulausir á botn- lausum skipum á haf út. Og er hvorttveggja jafn ilt. Oss skortir því öllu öðru fremur þjóðfélagslegan þroska, virðingu og fórnfýsi, samfara skilningi á þýðingu og kröfum þjóðfélagsins. Og þá er að leita ráða og ræða um þau. Og skal þau gert í næstá kafla. Hvernig Kínverji lítur á ísland. Þótt tvívegis hafi ég áður heimsótt ísland, þá er þetta í fyrsta skifti, sem mér veitist sú ánægja að sjá austur- strönd hins fagra eylands ykkar. Ég hef verið því nær viku um borð í skipinu „L.agarfoss“, eða síð- an það fór frá Leith 22. þ. m. (nóv- ember), og hef nú komið á land í fjórum smábæjum, að Seyðisfirði meðtöldum, sem er seinasti viðkomu- staður minn hér á Austurlandi. Fáskrúðsfjörður var fyrsta höfnin, serh við komum á, því næst Eskifjörð- ur og Reyðarfjörður. Hinir íslenzku vinir mínir hafa spurt mig um það fjölda spurninga, hverníg mér geðjist að landi og þjóð, og gríp ég nú tækifærið til að segja þeim hreinskilnislega og með sem mestri sanngirni og einlægni hvern- ig mér lízt á ísland og íslendinga Ég vil ekki að mér sé hálfsögð sagan, og þessvegna ætla ég að segja ykkur hana eins og hún er. í fám orðum: ég sé mig ekki geta gert neitt betra en að biðja ykkur að hafa í huga, að hvert orð, sem ég segi, er mér fylsta alvara. Eg byrja þá á því, að ég er mjög svo hrifinn af hinum einkennilega yndisþokka íslenzkrar náttúru. Alls- staðar, þar sem ég hef komið hér austanlands, hef ég veitt því sérstaka eftirtekt, hve hinn hreini andblær, friður og tign íslenzkrar náttúru eru algerðar andstæður gnýsins, r^ksins og reyksins í stórborgunum, svo sem London og Glasgow. Ég hef aldrei áður óskað þess af eins heilum huga, að ég væri málari, er gæti sýnt í litum, meira lifandi og sannfærandi en unt er í orðum, hinn undur fagra svip Fjallkonunnar, sem hefur þúsund svipbrigði, en þó að eins hið eina sama drotningaryfirbragð, þar sem særinn eykur á fegurð og tign. Ég hef séð marga af tindum svissnesku Alpanna og klifið þá suma. Þar verð- ur fyrir ferðamanninum einn fjallgarð- urinn öðrum tilbreytingarsnauðari, unz augu hans örmagnast af sviknum vonum um nýtt og fegurra útsýni. Um ísland er öðru máli að gegna. Allsstaðar fram með austur- ströndinni speglar(dimmblátt djúp hafs- ins snæþakta tindana í allri þeirra tign og mikilleik. Ég lít svo á, að í þessu liggi dulartöfrar Islands, eins og það hefur komið mér fyrir sjónir og orðið mér aðdáunarefni. Þá er að minnast á þjóðina íslenzku, sem ég hef hinar mestu mætur á. Þetta er nú þriðja ferð mín til ey- lands ykkar, en hver ný ferð verður að eins til að styrkja og staðfesta mig í þeirri trú, er ég hef áður fest á þjóðinni. Líkamlega virðist hún hraust og þróttmikil. Enda þarf hún að vinna stritvinnu sér til lífsuppeld- is allan ársins hring. En erfið vinna virðist hafa hin beztu áhrif á Iíkams- þrótt mannanna, einkum þeirra, sem búa svona norðarlega. Einnig hygg ég að íslendingar standi á háu stigi andlega. Það sem þar vekur mesta aðdáun mína, er fróðleiksfýsn þeirra, sakir fróðleiksins sjálfs, en eigi sakir hagnaðarvona. Slíkt ber vott um mjög svo mikinn andlegan þroska. Eigi verður annað sagt um áhuga þeirra á því, sem Kína snertir, en að hann sé takmarkalaus. Og síðast, en ekki sízt, verð ég að taka það fram, að mér virðast þeir mjög góðirog gest- risnir langferðamönnum. Ég get þess- vegna ekki lokið máli mínu án þess að flytja íslendingum mínar beztu þakkir. K• T. Sen. * Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík 3. des. Brezk blöð staðfesta að fregnin um að ráðgert sé að veita Þjóðverjum tveggja ára greiðslufrest á hernaöar- skaðabótunum; fulltrúi Breta í skaða- bótanefndinni lagði þetta fyrst fram. Rathenau, áður endurreisnarráðherra Þjóöverja, er kominn til Lundúna, til að semja við fjármálamenn þar; er för hans talin fyrirboði betra sam- komulags og samvinnu framvegis milli Breta og Þjóðverja. Churchill ráðherra sagði í samsætisræðu, sem hann flutti 29. nóv., að samvinna milli Bretlands og Þýzkalands væri nauð- synleg. Craig, foringi Ulstermanna hefur lýst því yfir við L. George, að tillögur Bretastjórnar í írlandsmálinu séu óaðgengilegar. Ulsterbúar vilja halda samningum áfram. Helsing- forsfregn segir að tvö lagafrumvörp hafi verið lögð fram í finska þinginu til að heröa á bannlögunum. Hluta- bréf íslandsbanka hafa verið skráð í Kaupmannahöfn 1. des. á kr. 55.00. Skandinavisku félögin héldu hátíð í Kaupmannahöfn fyrsta desember á- samt Dansk-íslenzka félaginu. Harald- ur Sigurðsson talaði fyrir hönd ís- lendinga. Rvík 6. des. Alvarlegar róstur hafa orðið í Vín- arborg út af dýrtíðinni, sem þjákar

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.