Austurland


Austurland - 10.12.1921, Blaðsíða 3

Austurland - 10.12.1921, Blaðsíða 3
AUSTURLAND 3 Verzlun Páls A. Pálssonar, Bjarka Hefur til jólanna: Spil — Súkkulaði — Margarine o. fl. — Gifsmyndir — Veggmyndir — Úrfestar — Silkiblúsur — Slæð- ur — Barnasleöa — m. fl., alt hentugt til Jólagjafa. — Fatatau og aðra álnavöru, mikið úrval, af því gefíð 20% afsláttur til jóla. Notið því tækifærið og kaupið í „Bjarka“. Arnhólsstaðir í Skriðdalshreppi í Suðurmúlasýslu er til sölu og ábúðar í fardögum 1922. Umsóknarfrestur til 1. apr. næstk. Lysthafendur snúi sér til eigenda og ábúenda jarðarinnar. Stef. Carlssonar oc ións Jénssonar. una og sagði að hún væri ein af þeim, sem Ibsen hefði gert í bernsku. Bóndi hennar var einmitt að safna teikningum þessum í safn sitt og varð nú afar feginn, er Ibsen hjálp- aði honum á þenna hátt. Mönnum mun ef til vill þykja það undarlegt, að meistarinn valdi ekki Norðmann sem miðil, en þess ber að gæta, að við Danir erum miklu lengra á veg komnir í því efni“. — Svo mörg eru þau orð. „Trúi nú hver sem trúað getur, tarna er vizka. Farðu nú Pétur". Mjög eru nú danskir rithöfundar gramir yfir því. að komið hefur til mála ritskoðun opinber, sem skilyrði fyrir opinber- um styrk. Þykir þeim hart að beztu höfundarnir, sem teljast verða spá- menn lands síns, verði að lúta sið- ferðishugmyndum þröngsýnna ritskoð- enda. Eigi hefur enn frézt hvernig máli þessu lýkur. En eitthvert hið kunnasta skáld Dana, Sophus Micha- élis, er formaður rithöfundafélagsins og mun gera sitt til að sporna gegn þessu. Hitt og þetta. Á bœjarstjórnarfundi síðastliðinn mánudag var dreginn einn maður úr bæjarstjórninni. Var það Gestur Jóhannsson. Benedikt Jónasson bað um lausn og fékk haua. Fara því fram tvær kosningar. Fyrst verður kosinn maður í stað Benedikts, síðan þrír menn í stað Sveins Árna- sonar, Jóns í Firði og Gests Jó- hannssonar. Skip. E.s. Willemoes kom hér um síð- ustu helgi á leið til útlanda. Islands Falk kom hér á sunnudaginn var. Með honurn kom P. L. Mogensen, lyfsali. Eldur. Fyrri laugardag kom eldur upp í skóverzlun Úlfars Karlssonar hér í bæ. Sást eldurinn fljótt og kom brunaliðið á vettvang og tókst því aö slökkva eldinn, áður en húsið skemd- ist til muna. Aftur á móti brann all- mikið af nýjum skófatnáði og nokk- uð skemdist. Vörurnar voru vátrygð- ar. P. L. Mogensen, lyfsali hér, er nú ráðinn lyfsölustjóri ríkisins, frá nýjári. Mun það yfirleitt falla illa Austfirðingum, að Mogensen og fjölskylda hans fer héðan, og eigi þykja auðfylt skarðið, þar eð Mogen- sen er frábært lipurmenni og má eigi vamm sitt vita. Hjónabönd. Hansína Benediktsdóttir og Einar Bjarnason lyfjasveinn. — Regfna Ei- ríksdóttir frá Sjávarborg og Þórarinn Þorsteinsson, formaður. „Austurland" óskar heilla. Trúlofuð eru ungfrú Júlíana Guðmundsdóttir og Magnús Guðmundsson. Blaöið ósk- ar þeim alls hins bezta. Aukaútsvör í Seyðisfjarðarkaupstað árið 1922. Alls hefur veriö jafnað niður 42,000 á 355 gjaldendur. Þar af bera tveir gjaldendur nálega einn fjórða hluta, og 10 bera helming. Hér á eftir verða taldir þeir, er hafa 50 kr. eða meira. 6400: Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir (Framtíðin). 4200: Stefán Th. Jónsson, konsúll. 2400: Landsverzlunin. 1925: Nathan & Olsen. 1875: Tuliniusarverzlun, Vestdals- eyri. 1450: T. L. Imslands Arvinger. 950: Kaupfélagið. 925: Þórarinn Guðmundsson, kon- súll. 900: Friðrik Wathne, kaupmaður. 850: P. L. Mogensen, lyfsali. 675: Knud Cristiani, stöðvarstjórí 650: Sig. Jónsson verzlunarstjóri. 575: H,f. Aldan. 500: N. C. Nielsen, kaupmaður. 450: Jóhann Hansson, verksmiðju- eigandi. 425: T. Hjemgaard, kaupmaður, Jón bóndi Jónsson í Firði. 400: Kristján Kristjánsson, læknir. 375: Eyjólfur Jónsson, bankastjóri, Fr. Jorgensen, símritari. 325: Sveinn Árnason, yfirfiskimats- maður. 310: Gosdrykkjaverksmiöja Seyðis- fjarðar. 300: Herm. Thorsteinsson & Co. 280: Benedikt Jónasson, verzlunar^ stjóri. 275: Hans Schlesch, cand. pharm. 270: Jón Sigurðsson, kennari. 250: Ari Arnalds, bæjarfógeti, L. J. Imsland, kaupmaður, Prentsmiðju- félag Austurlands, Sig. Vilhjálmsson, kaupfélagsstjóri. 240: Þorsteinn Gíslason, fulltrúi. 235: Halldór Jónsson, kaupmaður, Indriði Helgason, raffr., Oskar 0rum, símritari. 225: Karl Finnbogason, skólastjóri. 215: Gísli Lárusson, símritari, Sig. Þ. Guðmundsson, prentari, Valdimar Hersir, prentari. 200: Eyjólfur Waage, kaupmaður, Jón Þór. Sigtryggsson, bæjarfógeti, Jörgen Þorsteinsson, kaupmaður. 190: Björn Ólafsson, símritari. 175: Einar Methúsalemsson, heild- sölustjóri,Jón Jónsson, málari, Sauma- stofa Seyðisfjarðar, Stefán Runólfs- son, trésmiður. 170: Benjamín Hansson, járnsmiður. 165: Hermann Þorsteinsson, heild- sali, Ólafur Kvaran, símritari, Ottó Wathne, kaupmaður. 150: Einar Helgason, kaupmaður, Jón Kristjánsson, fiskimatsmaöur, Páll A. Pálsson, kaupm., Sigurjón Jóhanns- son, kaupm., Sig. Arngrímsson, heild- sali, Söluturninn, T. C. Imsland, kaup- maður. 145: Einar Blandon, sýsluskrifari. 135: Guðm. Þórarinsson, verzlun- arm., Jóh. Sigurðsson, verzlunarm., Sig. Björnsson, trésmiður, Sig. Sig- urðsson, kennari, Úlfar Karlsson, skó- smiður. 125: Benedikt Sigtryggsson, sím- ritari, Jón Böðvarsson, trésm., Sigfús Pétursson, trésm. 120: Þórarinn Benediktsson, banka- gjaldkeri. 115: Axel Nielsen, verzlunarm., Ein- •ar Sigurðsson, verzlunarm., Gunn- laugur Jónasson, verzlunarm., Jóhann Wathne, verzlunarm., Jón Waage, verzlunarm., Karl Jónasson, bæjar- gjaldkeri, Páll Árnason, útgerðarm., Ragnar Imsland, kennari, Sig. Stef- ánsson, verzlunarm.. Theódór Blön- dal, bankaritari. 110: Gestur Jóhannsson, verzlun- arm., Joh. Petersen, trésmiður. 100: Eðvald Eyjólfsson, póstur, Guðm. G. Hagalín, ritstjóri, N. 0. Nielsen, verzlunarm., Pétur Jóhanns- son, bóksali, Sigurgísli Jónsson, skó- smiður, Snorri Lárusson, símritari, Þórarinn B. Þórarinsson, verzlunarm. 95: Benjamín Franklín, járnsmiður, Krístín Wíum, kaupkona. 90: Brynjólfur Sigurðsson, útgerð- arm., frú Guðrún Ólafsdóttir, Guðm. Bjarnason, verzlunarm., Guðm. Ein- arsson, útgerðarm., Jón Stefánsson, útgerðarm. 85: Valgeir Kristjánsson, klæðskeri. 80: Guðfinnur Jónsson, skipasmiður. 75: Aldís Eðvaldsdóttir, símamær, Arnþór Þorsteinsson, verzlunarm., Einar Jónsson, verzlunarm., Jón Árna- son, skipstjóri, Jón Jónsson, Steinsst. Stefán Árnason, verzlunarm., m.b. Tjaldurinn. 70: Gísli H. Gísla on, verkstj. 11 þetta — hún fann að hún varð einhverntíma að freista þar hamingjunnar. Annars hafði samband Jane og Viktors verið mjög svo saklaust. Hún hafði leyft honum að kyssa sig, þegar þau kvöddust — en þar með var líka full sögð sagan. En þessi eini stutti kveðjukoss hafði henni aldrei úr minni liðið. Presturinn hafði ekki minstu hugmynd um það, að hún þekti leikarann; þótt henni hefði verið heit- ið öllum rfkjum veraldarinnar og þeirra dýrð, þá hefði hún ekki farið að segja honum frá því. Hún vissi það fullvel, að dómar hans um leikhúsin voru alt annað en mildir. Þegar hún kom niður til að drekka te, en það var alt af klukkan 7, þá rétti presturinn henni bréf. Það hafði komið með póstinum, og á því var póst- merki kaupstaðar þess, sem næstur var prestssetr- inu. Hún var feikna forvitin, því að hún fékk ósköp sjaldan bréf. Og þegar staðið var upp frá borðum, gekk hún út á svalirnar, til að lesa það í ró og næði. Hún braut það upp og leit þegar í stað á undirskriftina. Þar stóð: Viktor Hiller. Hún fann að hún roðnaði, og það fyrsta, sem hún gerði, var að fela bréfið. En svo læddist hún út í horn á svölunum og tók í hálfrökkrinu að staulast fram úr bréfinu: 12 Kæra Jane! Leikflokkur okkar er nú í X, og því nálægt heimkynnum yðar. Leikstjórann vantar unga stúlku til þess að leika hlutverk ástmeyjarinnar í leik- ritinu. Sú, sem áður lék það hlutverk, liggur nú í bólu í smákaupstaðnum Y. Þótt hún komist á fætur, þá verður hún að öllum líkindum óhæf til hlutverksins. Flýtið þér yður nú og gangið í tlokk okkar. Þér eruð ung og fögur, hafið töfr- andi augu og hljómfagra rödd. Þér verðið frábær- lega yndisleg Amalía í „Ræningjunum“. Komið, við skulum taka yður opnum örmum. *í mesta flýti kyssi ég á hönd yðar þúsund kossa. Yðar einlægur föðurbróðir Viktor Hiller. P. S. Ég er viss um að gamli maðurinn gef- ur ekki eftir með góðmenskunni. Og til þess að alt gangi betur, bíð ég í nótt, stundvíslega kl. 2, við endann á trjágöngunum, með hest og vagn. í nótt hafið þér hamingjuna höndum tekið! Velj- ið sjálf! Hún fölnaði af geðshræringu, þegar hún hafði lesið bréfið. Þess þurfti þá ekki lengi að bíða, að draumar hennar og vonir rættust. Hennar var beð- ið. Hún átti að fá að leika á leiksviði öll þau hlut- verk, er hún hafði dögum oftar leikiö í huganum. Menn mundu hrópa fagnaðaróp henni til heiðurs.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.