Austurland - 17.12.1921, Side 3
AUSTURLAND
3
Afaródýr
karlmannaskófatnaður fyrir
jólin, fæst í stóru úrvali hjá
Úlfari Karlssyni.
Til jólanna
fæ eg með e. s. „ísland“: Nær-
fatnaði, Manschet-skyrtur og fl.
nytsamt og nauðsynlegt.
Jörgen Þorsteinsson.
sé algerlega bannaður í Frakklandi.
Englandsbanki hefur synjað Þjóðverj-
um um miljardalán, en ráðlagt þeim
að taka minna lán til styttri tíma. Frá
Stokkhólmi er símað að franska
skáldið Anatole France hafi í Nob-
elssamsætinu ráðist á Versalasamn-
ingana, og sagt, að þeir væru fram-
hald ófriðarins. Kristianíuskeyti seg-
ir að vísindamenn meðal ófriðarþjóð-
anna hafi skorað á Noreg, Svíþjóð,
Holland og Sviss, að skipa hlutlausa
nefnd til að rannsaka aðal orsakir
ófriðarins. Nefndin á að koma sam-
an f Kristíaníu eða Haag í janúar og
skipun hennar algert einkamál og
stjóremálum óviðkomandi.
MYNTQENGI «/12:
Sterlingspund . 21,80
Dollar 5,25
Mörk . 3,00
Sænskar krónur ... . 127,75
Norskar — . 79,50
Franki frakkneskur . . 41,90
— svissneskur . . 101,75
Lírur . 24,10
Pesetar . 79,00
Qyllini . 190,00
♦
Hitt og þetta.
Leidrétting.
Misprentast hefur í síðasts tbl.
„Austurlands" 4. síðu 2. dálki 7. og
9. línu að ofan, í grein G. Jóhanns-
sonar: Undirtaldir samherjar St. Th.
J. o. s. frv., á að vera: Undirtekt-
ir samherja St. Th. J., Jón í
Fifði o. s. frv. Ennfremur í sama
dálki 18. línu að neðan: hann, á að
vera: hana:
I upptalningu
á útsvörum í Seyðisfjarðarkaupstað
hafði fallið úr: 250 kr. Brynjólfur
Eiríksson, símaverkstjóri og Siguröur
Baldvinsson, póstmeistari: Virðist
ekki með öllu einleikið, með útsvar
Sigurðar Baldvinssonar. í hitteðfyrra
féll það einnig úr.
Skip
E. s. „Goðafoss“ kom hingaö frá
útlöndum í vikunni. Mieðal farþega
sunnan af Fjörðum voru síra Vigfús
Þórðarson í Eydölum, SVeinn Árna-
son, yfirfiskimatsmaður og Hermann
Þorsteinsson, heildsali.
Gefið
hefur Betzy Gudmundsson. feikna
mikla og skrautlega brúðu, er haft
verður um happdrætti nú fyrir jólin
til ágóða kirkjubyggingunni. Seðl-
arnir fást hjá Nielsen kaupmanni og
eru þeir 200. Mega nú börnin hlakka
til að fá fallegt leikfang fyrir lítrð og
vel mun sú telpa þakka frúnni', er
hlýtur hnossið. Enda falleg gjöf og
vel til fallin núna fyrir jólin. Vinn-
ingar kosta 50 aura. — Gengið hef-
ur samskotalisti fyrir kirkjuna og
mikið verið gefið bæði nú og áður.
Hat’a Seyðfirðingar sýnt það með
gjöfum sínum, að þeir viljai kirkju
hafa. Mun óhætt að flytja gefend-
unum í jólagiöf beztu þakk.'ir kvenfé-
lagsins, sem gengist hefur fyrir bygg-
ingunni.
Látinn
er í Eyjaseli í Jökulsárhlíð, Eiríkor
Magnússon, 71 árs að aldri. Er
hann faðir bóndans þar, Magnúsar,,
sem „Austurland þekkir að áhuga og
Bókaverzlunin
selur ýmsar bækur, hentugar til
jdlagjafa, allskonar ritföng, og
myndir eftir Kjarval málara.
greind, þótt eigi þekki það hinn látna.
Nœsta
blað kemur út á Þorláksmessu, til
hagræðis fyrir auglýsendur.
Stjórn
verzlunarmannafélagsins biður að
geta þess, að fundur verði haldinn
kl. hálf níu í skólanum í kvöld.
Magnús
Guðmundsson í síðasta blaði átti
að vera Magnús Guðfinnsson.
Á víð og dreif.
Konur og íþróttlr.
Enskir læknar hafa tekið að at-
huga það, hver áhrif íþróttir og leik-
fimi hafi á konur þær, er stunda slíkt
mikið. Hafa þeir komist að þeirri
niðurstöðu, að íþróttirnar þroski ó-
eðlilega ýmsa hluta Iíkamans, og af-
leiðingin sé sú, að 80 prc. af íþrótta-
konum reynist óbyrjur!
Eigi alls
fyrir löngu trúlofaðist ungur maður
af heldra fólki stúlku einni, og unn-
ust þau mjög. Er líða tók að brúð-
kaupinu, tók aö réna ást stúlkunnar
og sagði hún unnusta sínum upp og
hézt öðrum manni. En áður en hún
skyldi giftast honum, bað fyrri unn-
ustinn hana að veita sér nú í hinzta
sinn þá ánægju að ganga út með
sér. Varð stúlkan við beiðni hans.
En er þau voru stödd á brú einni yf-
Pappírsverzlunin
hefur fengið nýjar birgðir af allskonar
pappír og ritföngum s. s. póstpappír og
umslög, stórarkapappír str. og óstr.,
reikningseyðublöð, stór og smá. Bæk-
ur: Höfuðbækur, kassabækur, Copi-
bækur, tvíritunarbækur, vasabækur
margskonar, skrifbækur, stílabækur
og bækur til að reikna í, hentugri en
spjöld, allskonar penna og blýanta, all-
ar mögulegar tegundir af bleki og yf-
irleitt flest alt, sem undir ritföng heyrir.
Til jólagjafa
er hentugt að kaupa sjðlfblekunga, (al-
veg nýjar tegundir) Kortabækur, vlsnabæk-
ur, (poesi), skriffæraveski handa kvenfólkf.
Blekbyttur, sem eru mikil skrifborðsprýöi.
Seðlaveski og peningabuddur, úr ósviknu
leðri, er nauðsynlegt að eiga til þéss
að varðveita seðlana, sem menn ann-
ars ónýta sér í skaða, en bönkunum í
hag. — Silkipappír, blómapappír, kreppapp-
ir og jólatréskörfur þurfa menn að kaupa
til jólaskrauts.
Pappírsverzlunin er sérverzlun.
Þar er því úrvalið mest
og þessvegna kaupin bezt.
Sig. Baldvinsson.
ir Thames, hratt maðurinn henni út
í ána. En sfðan stökk hann sjálfur á
eftir og bjargaði henni til lands. Var
hann síðan tekinn af lögreglunni, og
þykir ekki víst hver málslok verði,
þar eð hann bjargaði stúlkunni; og
baðið hafði þau áhrif á hana, að ást
hennar til hans vaknaði heitari en
nokkru sinni áður.
í „Berlingske Tidende“
stendur eftirfarandi greinarkorn :
Vandkvæði síðustu ára hafa gert
Bergenskum kaupmönnum það nauð-
synlegt, að svipast um eftir nýjum
markaði, eða að minsta kosti að koma
sér betur fyrir á hinum eldri. Meðal
hinna eldri nefnir „Norges Handels og
Sjofartstid" ísland og segir blaðið,
svo að þess eigin orð séu notuð, að
við ísland hafi komist á all-mikil
verjlun og samgöngur, enda sé Berg-
en hinn sjálfkjömi sambandsliður við
þessa hina fjarlægu, gömlu nýlendu,
Bergenska gufuskipafélagið hélt um
nokkur ár, til 1917, uppi ferðum milli
Noregs og fslands. Nú hefur þetta
samband verið tekið upp á nýjan leik,
og skipið „Síríus“ verið í förum til
lslands. Til þess aö koma meira
fjöri í viðskiftin milli Noregs og ís-
lands, hefur verzlunarráðið í Bergen
skipað nefnd. í nefnd þessari eiga
sæti menn frá ýmsum greinum verzl-
unarinnar, einkum þó þeirra verzlun-
arfélaga, er telja sig hafa sérstakan
hag af viðskiftum við ísland. í nefnd
inni eru 5 menn, og eiga þeir að
safna upplýsingum og efni, er síðan
sé hægt að vinna úr. Noregur flyt-
ur einkum til íslands tunnur, salt.
veiðarfæri og annað þess háttar“.
Væri eigi úr vegi að vér Islending-
ar kyntum oss árangurinn af starfi
þessarar nefndar.
Hermálaráöuneytíö
franska hefur lýst því yfir, að 2900
manns hafi látist úr berklum í
franska hernum, meöan á stríöinu
stóö.
Geöveiki
hefur aukist mjög svo ört hjá Japön-
um síðustu áratugina. Kenna læknar
15
— Já, nm móður þína, barnið gott, móður
þína, sem ég elskaði svo heitt, heitara en guð og
alt annað.
— Svo lieitt.
Hún laut meira áfram í áttina til hans.
— Hlustaöu nú á mig, barnið gott, ég er ekki
móðurbróðir þinn. Ég var ekkert skyldur móður
þinni. Ég elskaði hana, og það er þýðingarmeira
en nokkur skyldleiki.
— Elskaði hún þig líka — móðurbróðir?
Hún ætlaði ekki að segja móðurbróðir, en
hún gat ekki fundið neitt annað, sem henni fanst
eiga við.
— Nei, barnið gott, hún unni öðrum manni.
— Öðrum?
— Leikara, því að hún hafði svo miklar mæt-
ur á leiklistinni og því, er henni fylgdi — og svo
fór hún með honum.
— Óg varð þá mamma hamingiusöm? spurði
Jane og reyndi að hylja tárin, er brutust nú fram.
— Hamingjusöm!
Hann brosti einkennilega og angurvært og
klappaði á glókoll stúlkunnar.
— Barnið gott, ef mamma þín hefði verið
hamingjusöm, þá hefði ég aldrei orðið þeirrar
ánægju aðnjótandi, að hafa þig hér hjá mér. Móð-
ir þín var ógæfusamur vesalingur. Fimtán ár eru
síðan hún skildi þig eftir hjá mér, og ég lof-
16
aði henni að ég skyldí ganga þér í föðurstað og
gera úr þér góða Og heiðvirða stúlku.
— Og mamma ?
Augu hennar voru társtokkin. Varirnar skulfu.
— Móður þína sá ég aldrei framar.
—■ Og varð hún þá fræg leikkona?
Prristurinn gamli leit á hana, og í gráu ein-
lægnis’iegu augunum hans gat að líta djúpa alvöru.
— Nei, hún var seinast trúðleikari.
Nú voru komin of mörg vonbrigði í einu. Hún
hné út af á legubekkinn, grúfði andlitið ofan í svæf-
ilinn og brast í grát, sem aldrei vjrtist ætla að íinna.
Presturinn stóð upp og gekk nokkra hríð fram
og aftur um gólfið. Hann vissi að hjarta, sem ungt
er, þarf nokkra stund til að huggast.
Síðan settist hann við hlið henni og tók hana
hægt og rólega í faðn sinn.
Jane lá í rúmi sínu. Fyrir því voru fannhvít
tjöld. Tunglið skein inn í herbergið og varpaði
geislaflóði yfir húsgögnin, blómin, bækurnar og
fuglana.
Eina hljóðið, sem barst Jane að eyrum, var
tifið í gömlu veggklukkunni. Síðan sló klukkan tvö
högg, og gaukurinn gægðist út um gatið á úr-
kringlunni og góí tvisvar sinnum.
Jane stökk rösklega fratn úr rúminu og trítl-
aði út að gluggarium. Þar gat hún í skjóli glugga-
tjaldanna séð þaf) sem fram fór á þjóðveginum.