Austurland - 07.01.1922, Blaðsíða 4
4
Jensson, læknir á Akureyri. Gætir
hann starfa Kristjáns meðan hann er
í burtu og stundar um leið tanrilækn-
ingar.
Fiskideild
Seyðisfjarðar hélt fund í gærkvöld.
Stóð fundurinn lengi yfir, enda höfðu
margir sótt hann og mörg mál voru
á dagskrá, svo sem: Kosning fuli-
trúa á fjórðungsþing, tollmál, fiski-
veiðasýning, samvinnumál, steinolíu-
sala og fiskimat. Fulltrúar á fjórð-
ungsþingið voru kosnir Vilhjálmur
útvegsbóndi Árnason og Hermann
Þorsteinsson, erindreki. Ættu sem
flestir þeirra, sem áhuga hafa á
fiskiveiðum — og sjávarútvegi öllum
—að vera í félaginu og sækja fundi.
Illkynjuð
innflúenza gengur nú i Hamborg
og Noregi, einkum í Bergen. Hefur
stjórnarráðið varað við samgöngum
við skip frá þessum stöðum. Ætti
almenningur að vera orðinn svo illa
leikinn af innflúenzu síðustu árin, aö
ekki ætti að þurfa að brýna fyrir
því varúð.
Sigurður Hlíðar
dýralæknir á Akureyri var með
„Goðafossi" á leiö til Þýzkalands til
að kynna sér dýralækningar þar.
Hinn 5. des.
andaðist á Búlandsnesi í Berufirði
frú Kristín Thorlacius móðir Ólafs
læknis þar. Hún var fædd á Steins-
stöðum í Öxnadal 6. dag nóvember-
mánaðar 1834. Foreldrar hennar voru
Tómas bóndi Ásmundsson og Rann-
veig Hallgrímsdóttir (systir Jónasar
skálds). Giftist hún 22 ára gömul
Jóni presti Thorlacius í Saurbæ í
Eyjafirði. Var hún seinni kona hans
og því stjúpmóöir Einars heitins
sýslumans og Guðrúnar konu Krist-
jáns Hallgrímssonar, fyrrum veitinga-
manns á Seyðisfirði. Kristín heitin
misti mann sinn 1872 og lifði þá
sem ekkja í því nær 50 ár. Þau hjón
eignuðust þrjá syni og komst að eins
einn þeirra upp, Ólafur læknir, á
Búlandsnesi Hún var mikilhæf
kona/ gáfuð, svo sem hún átti kyn
til, skáldmælt vel, framúrskarandi
hjálpsöm og hjartagóð og mátti ekk-
ert aumt sjá, svo að hún reyndi ekki
að hjálpa, oft af litlum efnum. Tvö
börn tók hún til fósturs: Fanneyju
Valdimarsdóttur, sem nú er ekkja
Jóns Reykdals málara í Reykjavík og
Jón Einarsson Thorlacius, son Einars
Thorlaciusar, sýlumanns.
Sagt er
að ein ástæðan til þess að mark-
aður fyrir íslenzkan fisk er nú mjög
lakur, sé sú, að Englendingar flytji
nú feiknin öll af frystu kjöti til Spán-
ar og selji ódýrar en við getum selt
fiskinn.
Á víð og dreif.
Taflþing
var nýlega haldið í Haag, fyrir alla
Evrópu. Taflkonungur varð Austur-
ríkismaðurinn Alechin. Næstir urðu
Pólverjar tveir, Totakorver og Rubin-
stein.
A UST URLAND
. Nobelsverölaunin.
Lange sá, er fengið hefur friðar-
verðlaun Nobels með Branting for-
sætisráðherra, er Norðmaður. Nernst
hinn þýski, er fékk efnafræðisverð-
launin, er sá hinn sami og fann upp
eitruðu gastegundirnar, svo að tæp-
lega hefði hann átt von á að fá frið-
arverðlaunin. Eftir gengi marksins,
þegar verðlaunum var útbýtt, nema
þau 7 milliónum marka. Anatole France
437,590 fránka.
Á enskri
lögreglustöð hafði lögreglustjórinn
látið festa upp: Kastið ekki eldspýtu
á gólfið, minnist brunans mikla í
London. Einn lögregluþjónanna bætti
við fyrir neðan: Hrækið ekki á gólfið,
minnist syndaflóðsinsl.
Nýlega
skildi Ameríkumaður einn við konu
sína og kvæntist aftur tengdamóður
sinni. Varð hann því stjúpi fyrri konu
sinnar og afi barna sinna.
Manntal
það, sem tekið var í Danmörku 1.
júli í sumar, segir að landsbúar séu
3,283,000. Ári áður voru þeir 3,079,000.
Auðvitað er það landaukinn sem á
heiðurinn af þessari miklu fjölgun.
Heimaþjóðinni hefur að eins fjölgað
um 39,500, en í Suður-Jótlandi, sem
Danir fengu, búa 164,500 manns.
Danskt blað
segir svo frá, að rannsóknirnar, sem
geröar hafa verið á Ijósstofu Finsens
í Kaupmannahöfn hafi leitt í Ijós að
betri árangur hafi að lækna útvortis
berkli með Ijósi en skuröi. Á að
stofna í Danmörku sérstakt sjúkra-
hús fyrir slíkar iækningar. Aðrar til-
raunir, sem reyndar eru enn skamt á
veg komnar, gefa góðar vonir um að
lækna megi eínnig með ljósum barna-
veiki og taugaveiki.
Ritvélapappír
(Im. Lærredspapir)
bæði með og án
firmanafns fæst í
Prentsm. Austurlands.
AUSTURLAND
kemur út vikulega.
Verð 5 kr. árgangurinn.
Gjalddagi 1. júlí
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Guðm. G. Hagalín
— Sími 54 —
Afgreiðslu- og innheimtu-maður
Herm. Þorsteinsson
— Sími 13 —
Prentsmiðja Austurlands.
Timbur
af fjöldamörgum tegundum, unnið og óunnið, mjög ódýrt, fæst í
Tuliniusverzlun Seyðisfirði.
*
Aminning.
Enn á ný eru þeir er skulda andvirði Austurlands
fyrir fyrri árganga, vinsamlega beðnir að greiða
það til innheimtumanns hið fyrsta.
Tilkynning.
Stórkaupmaður Þórarinn Tulinius, Kaupmannahöfn, hef-
ur keypt verzlun h.f, Sameinuðu íslenzku verzlananna á
Vestdalseyri og veröur henni haldið áfram undir nafninu
Tuliniusverzlun á Seyðisfirði. Þetta tilkynnist hér með
öllum viðskiftavinum verziunarinnar.
Seyðisfirði, 31. des. 1921.
Bened. Jónasson.
25
ána og áleiðis til fjarðarins. Frá Straumhaga lá
þangað að eins troðningur.
En börnin höfðu, eins og sagt hefur verið,
leikið sér mikið hvort við annað. Þegar Sigríður,
sem var þrem árum yngri, sást milli bjarkanna á
árbakkanum, stóð Geirmundur venjulegast hinum
megin með fiskistöngina. Af gnípu einni, þar sem
áin rann í þrengslum, gat hann stiklað á stönginni
yfir á hinn bakkann, sem var all mikið lægri. Þeg-
ar hann svo hafði verið með Sigríði og reist handa
henni hús og garða, fór hann yfir ána á brúnni
uppi í gljúfrinu.
Þangað var hún vön að fylgja honum. En
bannað var henni að fara yfir ána.
Eftir málaferlin varð þetta nokkuð á annan
veg. En samt sem áður litu þau alt af hvort til
annars, eins eftir að þau voru komin yfir fermingu.
Birkihnjúkurinn var það hár, að Geirmundur
gat að sumrinu séð af lionum sel fólksins í Iðu.
Hann var þá sjálfur að eins eins og örlítill depill
uppi í fjallinu, en samt kom Sigríður auga á hann.
Geirmundur var skotmaður all mikill, og þá
er hann var í veiðiferðum, kom það oft fyrir að
hann hitti Sigríði á leið sinni. Þá ræddust þau
mikið við. Aftur á móti var eins og þau sæju
ekki hvort annað, þótt þau mættust við kirkju og
oftast væri nægilega stutt á milli þeirra.
í Straumhaga var til steingrár hestur, sem
Geirmundur var mjög hreykinn af.
26
Hann var framúrskarandi fallega vaxinn. Brjóst-
ið var breitt, fæturnir grannir og liprir, höfuðið var
lítið og snoturt, augun smá og fjörleg og eyrun
síhvik.
Utansveitarmaður hefði ef til vill getað fundið
það að hestinum, að lendin væri nokkuð brött. En
í Norðfirði og þar í grendinni er það ekki talið
til lýta, því að menn vita að þannig eru oftlega
beztu hestarnir vaxnir. Segja menn að þessi vöxt-
ur stafi af því, að kynið er alið upp í brattlendi.
Gráni var alinn upp í Straumhaga frá því að
hann var folald — og var nú átta vetra gamall.
Fólkið í Straumhaga varð aldrei leitt á því að
sinna Grána, þegar hann hljóp heim úr haganum
til að vita hvernig liði og fá sér hnefa af salti og
önnur þægindi. Kom hann þá venjulega í spretti,
unz hann stansaði við túnhliðið. Hundurinn gelti
og hamaðist, en Gráni sinti því engu, heldur
brokkaði að hesthúsdyrunum og stakk hausnum
inn í myrkrið. Þar inni kannaðist hann vel við sig.
Loks sneri hann sér við, hnykti til höfðinu, svo
að dökt faxið flaksaðist eins og flókinn haddur
frá augunum. Síöan hljóp hann fram og aftur um
túnið, stansaði í bili og nasaði af þessu eða hinu,
unz hann tók sprettinn og nam eigi staðar fyr en
við bæjardyrnar.
Svo beið hann þess rólegur, að einhver kæmi.
Yrði þess langt að bíða, þokaði liann sérsmáttog
smátt inn í anddyrið, unz ekkert sást út úr dyrun-