Austurland - 14.01.1922, Blaðsíða 1

Austurland - 14.01.1922, Blaðsíða 1
2. tbl. 3. árg. AUSTURLAND Seyöisfiröi, 14. janúar 1922 Hver á að ráða? ii. Stefnu þá, sem nú er að ryðja sér sem óðast til rúms í þjóðfélagsmál- um, getum vér méð réttu kallað eig- inhagsmunastefnu hvers einstaklings. Sú, sem hún tekur við af, er og var stefna, er hlúði að hæfileikamönnun- um á verklegum og andlegum svið- um og lét þá njóta sín. Hin nýja stefna kennir hverjum einstakling, að hann eigi svona og svona mikilla rétt- inda að gæta, hann eigi þessa eða hina kröfu á hendur þjóðfélagsins, eingöngu fyrir það, að hann er, ef til vill af hreinni og beinni tilviljun, bor- inn í þenna heim. Hitt er minna brýnt fyrir honum, að hann þurfi að leggja sitt ýtrasta fram, megi engan dag vera iðjulaus, verði að hafa eitt- hvert takmark að stefna að og hafi mörgum og miklum skyldum að gegna fyrir þjóðfélag sitt. Afleiðing þessa verður sú, að sá er eigi hefur náð sæti á fremstu bekkj- um, sem framkvæmda- og leiðandi- maöur á verklegu eða andlegu sviði, fær þær hugmyndir um sjálfan sig, að í raun og veru byggist alt á hon- um, án hans sé þjóðfélagið ekkert, hann geti af því krafist gulls og grænna skóga og þurfi í mesta lagi aö leggja í staðinn átta tíma illa og ólundlega rækt starf, án þess að hafa nokkuð hið minsta takmark að að stefna. — „Hvíldu þig, hvíld ergóð“! sagði fjandinn við bóndann. Menn vita hvernig þeim leik' lauk. Bónd- inn varö heldur illa staddur, þegar á reyndi. Einmitt þessu er nú hvíslað í eyru þjóðanna: „Hvfldu þig, hvíld er góð“. Vikið skal þá á ný að fullyrðing- unum, sem oftast og mest er veifaö framan í almenning og hanr. iná ekki frekar sjá en nautið rauðu duluna, án þess að hann rjúki með hornin í einhvern þann vegg, sem veitir þjóð- félaginu uppistöðumáttinn. Menn muna ef til vill eftir sögunni af Róm- verjum. Róm var nauðulega stödd — alþýðan krafðist.aukinna réttinda og fór úr borginni. Þá var tekið það ráð að se^gja henni söguna af limun- um, sem ekkert vildu starfa fyrir lí- kamann. Menn voru svo skynsamir í þann tíð, að viturleg og snildarleg dæmisaga nægði til þess að koma fyrir þá vitinu. Og Róm var þá borgið. Að vísu er það með öllu satt og rétt, að almenningurinn er ó- missandi hverju þjóðfélagi og mætti heita mergur í beinum þess. En enginn skyldi ætla það, að þjóðfélög- um vorra tíma væri svo bezt borgið, að þau ættu eingöngu meðalmenn. Eins og í Róm þarf alt af að koma fyrir alþýðuna vitinu. Framkvæmda- og hugvitsmenn á verklega sviðlnu stjórnuðu henni fram til varnar ætt- borg sinni, spekingurinn, andlegi af- reksmaðurinn kom því til leiðar, að hún sveik eigi meööllu ættborg sína, misskildi' ekki stöðu sína í þjóðfélag- inu og stefndi ekki öllu í hinn váleg- asta voða. Tökum til athugunar al- menning. Tölum við tuttugu menn, spyrjum þá hvaða kjör þeir hafi verið aldir upp, spyrjum hvað þeir hafi haft að markmiði, er þeir lögðu út í lífið, spyrjum þá um skyldur þær, sem þeir hafi að rækja, takmark þeirra framvegis, og það, sem þeir ætli að leggja í sölurnar. Tökum þessa menn af ýmsum stéttum, mis- munandi að velmegun — og heyrum svörin. Það þorum vér að fullyröa, að þeir mennirnir, sem einhverju sýni- legu hafa afkastað, geti gefið þau svörin, sem þér líka bezt. Hinir munu verða svarafáir. Hætt er -við því, að þegar alt kemur til alls og þeir og kjör þeirra eru borin saman við hina, að þú skipir þeim ekki á hinn efsta bekk þjóðfélagsins eða viljir fá þeim forystu þess. Hér á landi er fáment og þess sízt vanþörf, að vel séu rækt störfin og eigi hlífst við. Landið er hrjóstrugt og kemur eigi með björgina upp í hendur manna, sjórinn er dutlunga- fullur, og torsótt björgin í hendur hans. Og fiskurinn gengur eigi svo undir land, að dregið geti hann úr rúmi sínu hver sá, er liggur á þeim stað til nóns eða miðaftans, Þau sannindi Iiggja í augum uppi, en verða aldrei of oft sögð nú á dögum, þá er hvíldin virðist aðal mark og mið þeirra manna, er hæst lætur í uni jöfnuð og mannréttindi. Hér hefur verið vel unnið og dyggi- lega. Þjóðin hefur átt við marga og mikla örðugleika að stríða, en örð- ugleika örðugleikanna, leti og sér- hlífni, hefur hún eigi þekt til hlýtar enn þá. Þeir eru nú þegar teknir að gera vart við sig, svo að um munar, þar sem eru hinir uppblásnu andstæð- ingar sjálfsbjargarinnar í kaupstöðun- um óg Iausamennirnir til sveitanna, sem sæmra þykir, mörgum hverjum að vera bónbjargaspilagestir vítt um sveitir, en vinna ærlegt handtak ein- hverjum til þægðar. Og hver er að verða afleiðingin? Hún er í stuttu máli þessi: Virðingarleysi á vinnu, starfsemi, sparsemi, dugnaöi öllum og fjársöfnun til þjóðþrifa. Og hvað er þá eftir: Uppskafin skrípaskepna, sem á hvergi heima í þjóðfélaginu og gerir sér fyrst og fremst þær hug- myndir, að hún sjálf sé alt í öllu, hún sé stoðin og styrkurinn, sem beri þjóðfélagið uppi — enda sitji allir á svikráðum við sig og vilji draga úr hendi sér meðfædd réttindi. Minnir það eigi a!l lítið á spakmælið í Stray Birds hjá Tagore: Keltuhundur- inn vænir alheiminn um að vilja ræna sig bóli sínu. __ Auðvaldið er það, sem er áhrifa-* mesta grýlan á landi hér. Er orðið auð- vald marglært og margtuggið og kunna það allir nútímamenn, jafnvel þeir, sem ekkert verk kunna svo lag sé á og hafa álíka víðsýni og aldrei hefðu þelr komist úr móðurlífi. Nú vill „Austurland" biðja einhvern þann, sem sannfærður er um að íslenzkt auðvald hafi varnað honum vegs og gengis, að láta lesendur blaðsins fá til yfir- lestrar og athugunar æfisögu sína, þar sem rökstutt sé í raun og sann- leika, að auður og völd annara manna hafi staöið honum fyrir þrifum andlega og líkamlega. Þeir eru til, bæði hér í bæ og annarsstaðar, sem ekki munu stinga kollunum hátt upp úr flóði aldanna, en spara lítt stór- yrði um auövaldið og bölvun þess. Ef til vill vildi nú einn þessara manna hefja máls og gera það gustukaverk að leiða þá, sem enn þá standa á gömlum merg og halda því fram, að enginn eigi án eigin tilverknaðar kröfu til valda og metorða, yfir á þau sælu- lönd sannfæringarinnar, þar sem blóð hinna réttlátu písiarvotta íslenzks auð- valds vökvar jörðina! Fundargerð. Föstudaginn 5. jan. 1922 var fund- ur haldinn í Fiskifélagi Seyðfirðinga. Þar gerðist það sem hér segir: 1. Kosnir tveir fulltrúar á fjórö- ungsþing, sem halda skal á Norðfirði 12. þ. m. Kosningu hlutu: Hermann Þorsteinsson erindreki Vilhjálmur Árnason, útvegsbóndi. 2. T o 11 m á 1. Eftir all-miklar um- ræður um það mál komu fram tvær tillögur. Hin fyrri frá Sigurði Vilhjálms- syni svohljóðandi: Fundurinn Iýsir óánægju sinni yfir meðferð alþingis og landstjórnar- innar á tollamálum landsins og vill eindregið að vörutollar og stimpilgjöld verði afnumin svo fljótt sem því verður við komið. Var tillagan samþykt með meiri hluta atkvæða. Hin tillagan var frá Guðmundi G. Hagalín ritstjóra og var þannig: Fiskideildin skorar á alþingi að afnema þegar í stað á næsta þingi alla þá tolla á innfluttum framleiösluvörum, sem reynsia undanfarandi árs og ára hefur sýnt að draga úr framleiðslunni og valda meira fjártjóni en gróða, svo sem tolla á kolum, salti og steinolíu. t Þessi tillaga var samþykt í einu hljóði. Ennfremur kom fram og var samþykt tillaga um að kjósa þriggja manna nefnd, er skili áliti óg tillögum um tollmál fyrir næsta deildarfund, er halda skal fyrir lok þessa mánaðar. í nefndina voru kosnir: Guðm. G. Hagalín Jón í Firði Sigurður Vilhjálmsson í sambandi við þetta mál var rætt allmikið um Spánartollinn á íslenzk- um fiski og kom fram í því máli svohljóðandi tillaga frá Hermanni Þorsteinssyni: Fiskideildin óskar þess, að land- stjórnin komist að sem hagkvæm- ustum tollsamningum um fisk okkar við Spánverja og láti einsk- is ófreistað í því efni. Frá Jóni í Firöi kom fram tillaga um að sleppa endanum á tillögu Hermanns, oröunum: „og láta einsk- is ófreistað í því efni.„ Var tillaga Hermanns samþykt með breytingu þessari með 11 atkv. gegn 10. 2. Samvinnumál. Hermann Þorsteinsson lagði fram og mæltí meö eftirfarandi tillögu: Ég legg til að kosin sé þriggja manna nefnd til að undirbúa og gera tillögu um þetta mál fyrir deildarfund, er haldinn verð- ur fyrir þessi mánaðarlok. Urðu um tillöguna talsverðar um- ræður og var hún síðan samþykt. í nefndina voru kosnir: Hermann Þorsteinsson með 20 atkv. Sigurður Vilhjálmsson meðl8 — Vilhjálmur Árnason með 10 — 4. FiskiveiðasýningíRvík. Erindreki Hermann Þorsteinsson ósk- aði að deildin léti í ljós álit sitt um fiskiveiðasýningu í Reykjavík, og hvort deildin vildi greiöa fyrir því að hún yrði haldin. Var eftir nokkrar umræöur svohljóðandi tillaga sam- þykt frá Sigurði Vilhjálmssyni: Fiskideildin lítur svo á, að stór fiskiveiðasýning í Reykjavík sé ekki að svo stöddu æskileg vegna kostnaðar og samgöngu- erfiðleika. Aftur á móti leggur deildin til að fjórðungsþing hlut- ist til um að sýningar á sjávar- afurðum og smærri áhöldum séu haldnar svo oft sem við verður komið — og í sambandi við slíkar sýningar séu haldnir leið- andi fyrirlestrar um ýmiss áhuga- mál sjávarútvegsins. 5. F i s k i m a t. Um það mál var samþykt eftirfarandi tillaga: Fundurinn er mótfallin því, að nokkur undantekning verði leyfð á mati á þeim fiski, sem fluttur er héöan af landi og heyrir und- ir matslögin. 6. Steinolíumálið. Formaður bar upp tillögu, sem fjórðungsþing Norölendinga hafði samþykt um að steinolíuverzlunin væri gefin frjáls. Var út af því rædd og samþykt eftir- farandi tillaga: Fundurinn skorar á fjórðungs- þingið að beita sér fyrir því, að landstjórnin hafi vakandi auga á að ekki veröi okraö á stein- olíu í landinu. Fleira var eigi tekið fyrir. Fundi slitið. Vilhjálmur Árnason form. Sveinn Árnason ritari.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.