Austurland - 14.01.1922, Síða 2
2
AUsTUKLAND
Olsem
Seyðisfirði
hafa fyrirliggjandi:
Kartöflur
Oma-smjörlíki
Kaffi
Kaffibæti
Mjólk
Hrísgrjón
Bankabygg
Maismjöl
Riismjöl
Kakaó
Apricosur þurk.
Ferskjur þurk.
Kryddvörur
Rúsínur
Kex
Eldspýtur
Innanhúspappa
Fiður
Mótortvist
Maskínolíu
Hrátjöru
Sullaveikin
Ætla má að ýmsum þyki fróðlegt
að vita, hve útbreidd nú sú veiki er
með þjóð vorri, sem um undanfarna
áratugi hefur verið talinn órækur vott-
ur óhreinlætis og subbuskapar henn-
ar. Samkvæmt mánnfjöldaskýrslu
Hagstofu íslands 1911 — 1915, sem er
prýðilega úr garði ger, og hún á mik-
ið hrós skilið fyrir, hefur sullaveikin
á þessum árum orðið 89 manns að
fjörtjóni. Eftir heimilísfangi hafa flest-
ir dáið úr henni í Húnavatnssýslu (12)
Árnessýslu (11), Reykjavík (9), Gull-
bringu- og Kjósarsýslu og Rangár-
vallasýslu (8 í hvorri). í Norður-
Múlasýslu ásamt Seyðisf., hefur hún að
samanlögðu orðið 7 manns að bana.
Skýrslurnar benda ótvírætt í þá átt,
að veikin sé í rénun, því 1911 deyja
20 úr henni en 1915 að eins 13, enda
mun svo hafa veriö síðari áratugi, að
jafnan hefur hún farið minkandi. Fjóð
vor á og má til að gera hreint fyrir
sínum dyrum og útrýma veikinni til
fulls, og það sem fyrst, því fátt er
auðveldara.
Það hefur oftlega verið skýrt fyrir
mönnum, af hverju veikin stafar eða
orsakast. Bandormar, sem lifa í
hundum valda sullmeinum, en hund-
arnir fá þá úr sullum sláturfénaðar.
Ormurinn á egg, en þau ganga nið-
ur af Tiundinum, eru viðloðandi við
hann.
Maðurinn getur fengið þau á fing-
ur sér og síðan í sig af hundinum,
með því t. d. að strjúka hann eða
klappa honum, láta hann sleikja eða
snuðra í matarílátum, sofa 1 rúmum
o. s. frv.
Til útrýmingar veikinni er því að
eins eitt ráð trygt, og er það í þvi
falið, að brenna eða grafa sulli úr
sláturfé, og ganga svo frá sollnum
hræum, að hundar geti ekki náð til
þeirra. Ormurinn getur þá ekki orð-
ið til né egg hans, en með þessu er
veikin úr sögunni.
Annað ráðið, sem seint verður svo
áhrifamikið, er það, að hreinsa hund-
ana, og er lögboðið að það skuli
gera að áliðinni sláturtíð á haustin.
Sýslunefndir eiga að sjá um að
hreppsnefndir láti gera það, en sum-
staðar er það trassað, jafnvel ár eftir
ár.
Þetta síðara ráð, sem er miklu
kostnaðarmeira, er haft til að lækna
hunda, sem ormaveikir eru, til varnar
því að þeir sýki menn og skepnur,
en fyrra ráðið er til að fyrirbyggja
hvorttveggja. Það sjálfsagða hrein-
læti, sem í því felst, ætti ölium
hlutaðeigendum að vera hugleikið, og
enginn að trassa eða skella skolleyr-
unum við því. Sýking manna og fé-
naðar, ef útaf er brugðið, ætti að gefa
mönnum hvöt til að fara hreint að
öllu, þegar fénaði er lóað.
Það er sannaat að segja, að sulla-
veikin geri hvergi vart við sig nema
meðal þeirra þjóða, sem eru bæöi
sóðafengnar og trassafengnar, því það
eru undirrætur þessa mikla meins,
sem gert hefur þjóð vorri óskaplegt
tjón, sem enginn getur tölum talið.
Aukið hreinlæti og meiri þrifnaður
síðari ára á eflaust mestan þátt í því, hve
veikin er í rénun, þó að hundahreins-
anir skuli eigi lastaðar, þar sem þeim
er mikill sómi sýndur. Þó vantar víða
mikið á til sveita að farið sé rétt að
öllu. Jafnvel á myndarheimilum sést
það enn, að hundar vaða um elda-
skála og búr, og snuðra þar í mat-
arílátum. En þó er mikill munurinn
frá því sem var, þegar hundarnir voru
látnir sleikja matarílátin — eta af
þeim leifarnar. Já, það þurfti áreið-
anlega mikinn viðbjóð og sóðaskap
til að veikin fengi þann byr undir
báða vængi, sem hún fékk hér um
eitt skeið, og mikil er þrifnaðarfram-
förin, sem orðið hefur síðan á upp-
vaxtartíð þeirra manna, sem nú kemba
hærur í húsi sínu.
í erlendum lækningabókum er nafn
íslands æfinlega sett í samband við
þessa veiki, því mjög er hún fátið
annarsstaðar hér í álfu, og eru það
léleg meðmæli þeim, sem þetta sjá,
um þrifnað og menning þjóðarinnar.
Að minsta kosti ætti sjálfsvirðingin að
vera svo rík í brjóstum okkar, að
veikin verði ekki, svo nokkru nemi,
gerð að fylgifiski íslenzka ríkisins,
nóg að hún hefur lafað viö nýlend-
una.
Að eins tvær sýslur á öllu landinu
eru taldar í skýrslum Hagstofunnar,
þar sem enginn hefur dáið úr þess-
ari veiki árin 1911 — 15, og má því
ætla að veikin sé þar mjög fátíð, ef
til vill að deyja út.
Þegar litið er til landsfjórðunga, er
veikin líklega einna fátíðust á Aust-
urlandi eða í Múlasýslum.
Eg vildi óska að þessi landsfjórð-
ungur yrði fyrstur í flokki til að út-
rýma veikinni með öllu. Hann virð-
ist vera þar á góðum vegi, en betur
má, ef duga skal. Með því væri stig-
ið það menningarspor, sem aðrir
fjórðungar myndu fúsir feta í.
19. des. 1921
Ól. Ó. Lárusson.
Af Héraði.
Nú á .þessum byltinga- og um-
brotatímum hefur sitt af hverju sögu-
legt gerst á Héraði og yrði eflaust í
margar þykkar bækur, ef nákvæmlega
væri saman safnað.
I.
Eins og gerist og gengur: börn
fæðast og fólkið lifir og leikur sér
o. s. frv. Menn og ungar — og jafn-
velnvel gamlar stúlkur ganga í heilagt
hjónaband og „sofa svo aldrei sam-
an, sem er þó hjóna gaman“. T. d,
gaf einn faðirinn 3 dætur sínar sama
daginn, nú fyrir skemstu og þótti
höfðingleg gjöf eða gjafir og hafa
margir verið örlátir á því sviði og
hitað mörgum hraustum drengnum
við það tækifæri.
Andans atgerfi, eflist og margfald-
ast og morar alt af vísindahugleið-
ingum — enda er óspart vitnað í vís-
indin og þykjast ýmsir meiri menn
af, sem vonlegt ér, og eru jafnvel
svo á loft komnir, að óvíst er hvort
þeir hinir sömu fái haldist við jörð-
ina framvegis og þess er helzt getið
til, að þeir marki sér snið ofar öllum
almenningi, og sendi þaðan regluleg
flugrit, full af vísindum og andans
hillingum sem enginn skilur.
II.
Kapptog hefur staðið um hinn ný-
stofnaða alþýðuskóla á Eiðum. Vildu
ýmsir hafa skólann þar sem hann var
kominn, í for og leðju, en aðrir vildu
draga hann á þurt land og alla leiö
í Ilallormsstað.
Ef skólinn yrði á sama stað og
áður, var álitið að þekkja mætti þá
sem þaðan útskrifuðust frá öðrum
sauðum, á leirblettum þar úr um-
hverfi skólans. Skólinn virtist þung-
ur í drætti enda sokkinn í leðjuna,
og auk þess hélt Magnús í á mpti,
með höfðinu samt aðallega, og er sagt
að honum hafi liðið álíka og naut-
um, sem draga plóg og hafa taug-
arnar bundnar um hornin. Nú er
séð að þeir tapi sem koma vildu skól-
anum á þurt land, í skjól og ilm
skrúðgrænna runna. Á sumri kom-
anda eflist og margfaidast gengi skól-
ans, minsta kosti hvað hús og fl.
þess háttar snertir og 6000 tn. af
sandi kvað Sveinn vilja flytja þar á
staðinn, auövitað fyrir sama og ekki
neitt.
Innan veggja skólans er sitt af
hverju að sjá og heyra. Alt á floti í
andans graut, nema Egils saga Skalla-
grímssonar og Sturlunga saga, sem
mikiö er „stíiderað" í og þykja yfir-
leitt heppileg viðfangsefni óþroskuð-
um æskulýð.
III.
Presturinn, guös önnur hönd í
Vallanesi. og átrúnaðargoð sinna
sóknarbarna, fór um hérað þvert og
endilangt og smalaöi mönnum í
„Kárafélagið" með alt sem þeir áttu,
sumir hverir, og meira til, og í stað-
27
um, nema taglið og afturfæturnir, sem stóðu á
dyrahellunni. Sá, sem opnaði ganghurðina, varð því
að reka Grána út, til þess að komast fram í
anddyrið.
í vorharðindum var oft lítið um hey, því að
bændur á útigangsjörðunum setja venjulega djarft
á. En hvað sem leið öðrum skepnum í Straum-
haga, þá var Gráni alt af spikfeitur og vel á sig
kominn.
Það þóttust menn vita, þótt eigi væri haft hátt
um það, að hesthúsálfurinn hefði miklar mætur á
Grána. Ekki var víst hætt við að önnur væri or-
sökin til þess að fyrsta verk Grána var að gægjast
inn í hesthúsið, í hvert sinn er hann kom heim á
túnið. Og í faxinu á honum var flétta, er bar fylsta
vott um kunningskap hans við álfinn.
Við þeirri fléttu mátti ekki hreyfa, því að
þá var enginn efi á því, að hesturinn yrði eins
magur og hann var áður vel í holdum.
Gráni hafði líka haft lag á að koma sér vel
við fólkið í Iðu. Þegar hann var folald og var beitt
í brekkurnar Straumhagamegin, hafði Sigríður tekið
upp á því að kasta til hans flatbrauði yfir ána.
Síðan mátti hann aldrei koma auga á hana,
án þess að hann tæki sprettinn ofan að ánni. Síð-
ustu grastugguna lét hann fram úr sér og beið á
bakkanum með reistan makka. Þá er hún gekk
fram með ánni öðru megin, hélt hann í sömu átt
hinum megin.
28
Svo var það dag einn, að hann lagði gætilega
á stað yfir gljúfurbrúna. Komst hann heilu og
höldnu yfir og hélt til bæjar, þar sem þau voru að
leikjum, Sigríður og systkini hennar. Fékk hann þá
í ríkulegum mæli flatbrauð og salt.
Þessi hátíðamatur var of freistandi til þess að
Gráni gæti staðist að fara eigi yfir ána á ný, þótt
torfæra væri.
Sumarkvöld eitt, þegar hann var staddur á túninu
í Iðu, hafði yngsta barnið skriðið að brunni, er
var opinn og engin girðing umhverfis. Það var jafn-
vel komið svo langt, að annar handleggur þess
hékk út af brunnbarminum. Gekk þá Gráni að
brunninum, tók með tönnunum í kjól barnsins og
bar það spöl frá hættunni.
Eftir atburð þennan varð hann eins og sjálf-
sagður og sívelkominn gestur.
Þó að jóni í Iðu væri ekki mikið um gefið
komur hans, þá lét hann aldrei reka hann burt,
heldur lofaði honum að vera sjálfráðum ferða sinna.
Enda fór hann alt af burt, er hann hatði fengið
einhverja úrlausn. Hann gekk líka alt af götuna,
en varaðist að stíga út á túnið eða stela úr því
tuggm
Þegar Geirmundur reið upp sveitarveginn til
kirkju eða í veizlu, eða þá ofan dalinn í kaupstað,
var hann vanur að ríða hægt og rólega, svo sem
bezt sómdi. Hann vissi það ósköp vel, að fólk gaf
honum gætur og sagði að hann væri hreykinn af