Austurland - 21.01.1922, Qupperneq 1

Austurland - 21.01.1922, Qupperneq 1
3. tbl. Seyðisfirði, 21. janúar 1922 3. árg. t Atvinnumðlarððherra Pétur Jóns- son frð 6autlðndum, varð brðð- kvaddur aðfaranótt þess 20. þ. m. Það sem ekki verður með lögum boðið. Eitt af því, sem haft hefur verið til að gylla þjóðfélagsskipulag sameign- armannanna, er það, að menn muni mun betur fá að njóta sín, þegar svo er komið, að þjóðfélagið hefur tekið í hendur sér framleiðslu alla og verzl- un. Þá verður mannkyninu ráðin bót allra meina eins í þessu og öðru, segja skrumararnir. Það er alkunna, að ýmsir og all- stórir ágallar eru á þjóðfélagsskipun vorra tíma, einkum þykir mönnum að vonum tilfinnanlegt, hve margir góð- ir kraftar verða lítils eða einkis nýt- ir fyrir vanhirðu og kæruleysi meö- borgaranna. Ríkin hafa eigi haft fé né aðrar ástæður til að taka þá upp á arma sína, sem lítt hafa sýnt hverju þeir fái afkastað, þó að eitthvað virð- ist í þeim búa, En mundi þetta lag- ast nokkuð, þó að einstaklings at- vinna og verzlunarrekstur legðist nið- ur og ríkið tæki við taumunum? Mundi það sjá sér fært að gera þá flokkun á mönnum, sem til þess þyrfti, að það gæti með réttu tekið einn upp á arma sína, en sparkað hinum? Eigi er það líklegt, slíkt yrði að eins kák, mest bundið við persónulegan kunn- íngsskap, óheilindi yfirhylming og hlutdrægni í enn þá stærri stíl, en enn þá hefur til þekst. En segjum nú svo, að þessi flokk- un sé nú möguleg. En er þá ekk- ert fleira, sem til greina þarf að taka? Sagt er um einhvern mann, að skaði sé það mikill, að hann hafi farið í hundana, eða ekki fengið að njóta sín. — Tíðast er þá á það bent, að maðurinn hafi verið, eða sé fátækur — það sé „andskotans fátæktin" sem drepi dáð úr öllu. Víst er um það, að fátæktin er ill og erfið, þeim sem við hana á að búa. En sterk bein þarf líka til að þola góöa daga. Og fleira er það en margur hyggur, sem verða má mönnum að meini. Sambýlið við aðra menn er þaö, sem oftast veld- ur mjög miklu um, hvað úr verður hæfileikum manna. jSmá skakkaföll á því sviði, geta oft.orðið það sker, sem einstaklingsþroskinn — fram- sóknarviljinn og manngildisþráin stranda á. Misskilningur og hnútu- kast manna, háð þeirra og hlífðarlaus illkvitni, rógur þeirra og baknag hef- ur sett í hnappheldu helztu beztu og frumlegustu hæfileika margs tilfinn- inganæms og lítt þroskaðs unglings. Þá eru þau inálin em nánust eru hjartanu, sambýlið við móður og föð- ur — heimilislífið í æsku mannsins. Og loks hversu þau mál fara, er hann sjálfur hyggur á að eignast heimili. Alt getur þetta farið á versta veg og orðið hið versta eitur. Nú hefur nokkuð það verið talið, sem stærri aknúar eru en fátæktin. Það er alkuna, að margir mestu menn heimsins hafa verið af fátæk- um foreldrum og sumir þeirra hafa verið bláfátækir alla sína æfi. Þeim, sem eig'i sigrast á henni, annaðhvort þannig, að þeir auðgist, eða þá á hinn veginn, að þeir láti hana eigi bíta á sig andlega, mun hvort sem er hætt verða. Þeir munu víðar veikir fyrir — og kemur þá aftur ti! greina sambýlið manna á meðal, sem meira veldur um en auður eða erfðafé. Þá er enn að því komið, að ein- staklingsþroskinn veldur úrslitum. Það er að segja þroski hvers einasta einstaklings. Hann er sú undirstaða, sem allar þjóðfélagslegar breytingar verða að eiga til grundvallar, svo að eigi verði þær kák og snúist eins og eggjárn í hendi þjóðarinnar og skeri hana djúpu sári, í stað hins, að höggva henni braut i baráttu lífsins. Vara- samt er því að fara rasandi að ráði um þessi efni, en fáir hafa þekkingu, skilning og víðsýni til að vera rétt- dæmir. Og fjölræði á þessu sviði getur eigi til blessunar orðið. Þarna, sem annarsstaðar, verða þjóðfélögin að krefjast þess gagnstæða við það, sem nú er. Þarna verða hinir vitr- ustu að ráða. Kvennaskólasjóður Austfirðinga. Um ár 1890 til 1894 var af ýms- um málsmetandi mönnum í ræðu og riti hafið máls á því, að heppilegt spor í framfaraáttina væri stofnun kvennaskól eða húsmæðraskóla fyrir Austfirðingafjórðung. Málefni þetta virtist mörgum horfa til verulegra framfara fyrir landsfjórð- unginn, þó hafði það, eins og gengur og oft vill verða, sína mótstööumenn, sem kváðu nægilegt fyrir húsmæðra- efnin hvaðan af landi sem væru að sækja til tveggja kvennaskóla, sem þá voru starfandi í Eyjafirði og Reykja- vík. Stúlkur héðan af Austurlandi mentuðust betur við það að kynnast norðlenzkum og sunnlenzkum siðum og menningu. Fylgismenn málsins báru alls ekki móti þessu, en bentu á það, að eins mundi mega segja um norð- lenzkar og sunnlenzkar stúlkur, þær hefðu gott af því í ýmsu tilliti að sækja austfirskan kvennaskóla. Nokkru fleiri fyltu þó þann flokk- inn að reyna að hrinda málinu áleið- is, og vanst það á fyrst í byrjun að koma því á dagskrá funda í flestum sveitum Múlasýslna/ síðan fyrir aðal- fundi sýslunefndanna og því næst fyr- ir sameinaðan fund. Mikill meiri hluti var svo með þeirri tillögu fundarins að leita fjár- framlaga til styrktar hinum fyrirhug- aða skóla. Fjárveitingavaídið mundi frekar gefa málefninu gaum og styrkja það svo það mætti framkvæma, ef menn heima fyrir legðu eitthvert fé af mörkum. Af nokkurnvegin almennri þátttöku gáfust í báðum Múlasýslum, hér um bil jafnt úr hverri, samtals nærfelt 1900 kr. Af fé þessu myndaðist svo 1895 „Kvennaskólasjóður Austfirð- inga“. Fylgismenn málefnisins sóttu svo um fjárveitingu til Alþingis 1895 til væntanlegrar kvennaskólastofnun á Austurlandi. Upphæðin var ekki há, sést í þingskjölum frá þeim tíma. Fjársöfnun í sýslunum stóð þá yfir- ekki víst hve mikið inn kæmi, sem minna varð en áætlað var. Hin um- beðna fjárveiting hefði þurft að nema 12,000 kr. Þá hægt um hönd að strika út síðasta núllið. Þingið veitti að eins 1200 kr.! Að fjárveiting þessi var svona frá- munalega lág, mun meðfram hafa stafaö af því, að þingið — eins og vant er — hafði í mörg horn að Iíta meö fjárbænir og fjárveitingar. — Enda leit sjaldan náðugum augum á búnaðarskólann á Eiöum, eða því er honum við kom í fjármálum, því ráð- gert var að stofna kvennaskólann í sambandi við hann, eða sem deild af honum. Skókstjórinn, sem þá var á Eiðum, var formaðpr í nefnd þeirri, er hafði með höndum fjárútvegun til hins fyrirhugaða skóla. Hann og meðnefndarmenn hans gátu ekki skilið hvað þinginu gæti gengið til þess að setja svo þröng skilyrði, sem það setti fyrir útgreiðslu þessar 1200 kr. fjárveitingar. Auð- vitað til þess að hún aldrei yrði greidd ?------Sæmilegt húsnæði fyr- ir skólann átti að vera komið vel á veg, kenslutæki fengin, séð fyrir næg- um kenslukröftum og skólinn jafnve! byrjaður að starfa o. fl. Skrásett er þetta að líkindum einhversstaðar. — Getur verið að eg kanske ýki þetta eitthvaðr1 Séð var fram á að tíminn er þetta skyldi framkvæma — það sem eftir var af fjárhagstímabilinu — mundi verða of takmarkaður, of stutt- ur og fjárveitingin mundi ekki fást. Þessar undirtektir þingsins og fjár- þröngin á allar hliðar höfðu lamandi áhrif á málefnið og framkvæmdir þess. Um það leyti heyröust ýmsar spaugilegar raddir um hinn fyrirhug- aöa búnaðarskóla á Eiðum, fyrir pilta og stúlkur. — Ekki nema það þó? Kunningjnrnir spurðu skólastjórann í spaugi og sumir í háði: „Hvernig gengur að stofna trúlofunarskólann á Eiðurn?" „Þegar hann er kominn á fót, þá hefur þú nægar rakstrarkon- ur á eftir piltunum", o. s. frv. Því miður kom ekki til þess. Blessaðar stúlkurnar hefðu verið velkomnar að Eiðum og kensludeild fyrir þær með velviljuðu og þolgóðu viðhaldi. — Þó hin líkamlega sjón sé far- in að förlast mér dálítið, fæ eg ekki betur séð, en það hefði farið mjög vel á þessu. Góðar og vel mentar konur eru k j a r n i hverrar þjóðar. Góð húsmóðir, í hverri helzt stöðu sem er, er Ijós heimilisins. í birtu þess eru fyrstu sporin stigin til þjóðþrifanna. Ekki vonlaust að ein- hver slík kona hefði getað komiö frá Eiðum á þeim tíma, ef til hefði kom- ið. Lesendur bið eg að virða á hægra veg að eg hef tekið þenna útúrdúr, sem þó er skyldur málefninu. Endirinn varð sá, að hið áðurnefnda gjafafé sýslanna — um 1900 kr. — var sett á vöxtu í Sparisjóð Seyðis- fjarðar, er síðar var tekinn inn í sparisjóðsdeild Útbús íslandsbanka á Seyðisfirði. Eftir því sem herra bankastjóri Eyjólfur Jónsson hefur skýrt mér frá, er inneign Kvennaskólasjóðsins nú við áramótin kr. 4147,74. Hafði þing- ið ákveðið að þessar 1200 kr. skyldi leggja í sjóð, þar til skólinn yrði kom- inn á fót og sent mér upphæð þessa, þá hefði eg sett hana ásamt gjafa- fénu á vöxtu. Væri þá sjóðurinn nú orðinn allálitleg upphæð. Eitt sinn var reynt til á samein- uðum sýslufundi Múlasýslna að afla sjóðnum árlegra tekna, er næmi 20 kr. frá hverju sveitarfélagi þá 21 tals- ins, er gert hefði 420 kr. áriega Skyldi hver sýslunefndarmaður gang- ast fyrir því í sveit sinni. Tillagan fekk ekki fylgi á fundinum. Þetta hefðu sveitafélögin getað gert og sum hina efnaðri nokkru meira og staðið jafnrétt eftir, unnið með því þarft verk Hefði sjóðurinn fengið nefnd inn- lög í byrjun og þessar föstu tekjur árlega, væri hann nú með vaxta vöxt- um hár orðinn. Dæmið getur hver reiknað sem vill. En um þetta má segja eins og maðurinn: „Hefði það sem hefði og og aldrei hefði." Eins og þegar er tekið fram, er hinn austfirski kvennaskólasjóður kr. 4147,74 með kr. 182,54 ársvöxtum. Nú er alþýðuskólinn á Eiðum að ýta við og vekja af svefni hið aust- firska kvennaskólamál. Er að taka af oss Austfirðingum ómakið að koma á fót mentastofnun fyrir konur. Á skólanum eru nú 11 stúlkur frá ýms- um bygðarlögum landsins. Félags- mötuneyti er á skólauum. Eftir sögn nemenda er fæði gott og matargerð myndarleg. Eiga því námsmeyjar kost á að kynna sér matreiðslu. Einnig eiga þær kost á að taka þátt í vefn- aðarnámsskeiðum að vorinu, sem frú Sigrún P. Blöndal heldur. Allir skilja hve þýðingarmikið og þarflegt þess konar nám er, til að taka upp og auka heimilisiðnaö í landinu. Ekki nemur það miklum kostnaði fyrir hið opinbera, aö hafin verði kensludeild fyrir konur í sambandi við alþýðuskólann. Sennilega verður tekið tillit til þess — hvort sem er — að stúlkur sækja skólann jafnt

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.