Austurland - 21.01.1922, Page 2

Austurland - 21.01.1922, Page 2
2 AUsTUkLAND Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi Kartöflur Oma-smjörlíki Kaffi Kaffibæti Mjólk' Hrísgrjón Bankabygg Maismjöl Riismjöl Kakaó Apricosur þurk. Ferskjur þurk. Kryddvörur Rúsínur Kex Eldspýtur Innanhúspappa Fiður Mótortvist Maskínolíu Hrátjöru Tilkynning Þar eö eg fer með „íslands Falk“ til Reykjavíkur, til- kynnist mönnum, að herra rafmagnsfræðingur Indriði Helga- son annast ritstjórn blaðsins í fjarveru minni. Seyðisfirði 19. jan. 1922. Guðm. G. Hagalín. piltum, eg meina með niðurskipun herbergja o. fl., í hinu nýja skóla- húsi, sem þegar er farið að undirbúa byggingu á næsta sumar, svo lítinn kostnað þarf að gera í tilliti til hinn- ar nefndu kensludeildar. Hér virðist því liggja beint við að vér Austfirðingar afhendum kvenna- skólasjóðinn alþýðuskólanum á Eið- um til eignar og umráða, til styrktar konum þeim, er skólann sækja og teljast maklegar til þess, hvaðan af landi sem eru. Æskilegt væri að Múlasýslufélögin gerðu enn betur en þau hafa gert og sem er heiðurs og þakka vert, það er að auka vaxtafót kvennaskóiasjóðs- ins með 100 kr. tillagi hvort árlega í næstkomandi 10 ár, t. d. Meiri von þá, ,að vextir sjóðsins, svo nokkru munaði, gæti styrkt væntanlega kenslu- deild fyrir húsmæöraefni við Alþýðu- skólann á Eiðum. Einhver tillög munu sýslusjóðirnir hafa greitt í kv.- sk.-sjóðinn fyrstu árin? Að mig minnir. Að eins fáein orð að endingu. Alþýðaskólinn er í grend við mig. Kem oft þangað — heim að Eiðum — og er kunnugur orðinn skólalífinu þar og starfsmönnum skólans, og lýk eg hér lofsorði á hvorutveggja. Tel því ávinning fyrir ungmenni landsins að sækja slíkan skóla. En takiö nú eftir. Skólamálið viröist lúta að einu góðu.og mikilvægu trúskaparheiti — nokkurskonar trúlofun þó ekki sé í þessara orða venjulegu merkingu, sem er trúskapar- eða drengskapar- heit gagnvart landi og þjóð ■— inni- fólgið í því að r e y n a eftir megni að verða nýtur og trúr sonur og dóttir fósturlandsins. Þetta markmið skól- ans haldist jafnan fram um ókominn tíma. Breiðavaði 2. jan. 1922. Jónas Eiríksson. Nefndarálit lagt fram í bæjarstj. Seyðisfj.kaupst. Við undirritaðir, sem kosnir vorum af bæjarstjórninni til þess að athuga það hvort heppilegt væri að ríkinu væri veitt með lögum, heimild til þess að taka einkasölu á kornvöru, látum í Ijósi svohljóðandi álit: Þær kornvörur, sem hér ræðir um, eru rúgur og rúgmjöl, hveiti og hveiti- mjöl, eða þær kornvörur sem mest er neytt í landinu og sem þjóðin getur alls eigi án verið og sem miklu máli skiftir, að ekki séu dýrari í útsölu en ýtrast er hægt að hafa þær. Reynsla undanfarinna ára er sú, að þessar kornvörur eru alment í verzluninni seldar með tiltölulega minni hagnaði en aðrar vörutegundir yfirleitt, og flestar verzlanir munu skoða það sem skyldu sfna, að láta verzlunarkostn- aðinn koma að minstu leyti niður á þessum vörutegundum, sem og það, að hafa alt af fyrirliggjandi sæmileg- ar birgðir af þessuri nauðsynjavöru. Væri ríkinu veitt heimild til einka- sölu á þessum vörutegundum, þáværi það sjálfsögð krafa þjóðarinnar, að eitthvað verulegt væri unnið við þá breytingu. Ríkið á ekki að taka að sér einkasölu á neinum vörutegund- um nema það sé verulega til að bæta verzlunarástand þeirrar vöru, t. d. ef orðin er óviðráðanleg einokun eins manns eða félags, ef varan ekki er fáanleg vegna lagaákvæða annara ríkja, nema í hendur ríkisstjórnarinnar sjálfr- ar, eða eitthvað þessháttar. En sé einkasöluheimild veitt, án nokkurra slíkra ástæða, þá gengur löggjöfin inn á réttindi verzlunaratvinnuvegarins og Iamar hann. Það er sjálfsögð skylda þings og stjórnar að styðja og glæða hvern atvinnuveg þjóðarinn- ar sem heldur uppi búskap ríkisins, en varast aö draga atvinnuvegina und- ir sig. Það er ekki hlutverk ríkis- stjórnar að reka atvinnu í neinni mynd, kaupmensku, né landbúnað, út- veg né iðnað, og mun erfitt að benda á dæmi til þess að slík afskifti stjórn- arinnar hafi orðið til gagns fyrir þjóð- ina, en á hið gagnstæða má benda með mörgum dæmum og er hin nú- verandi Landsverzlun bezta dæmi þess. Með sérstöku tilliti til yfirstandandi tíma, má benda á þá vanhyggju stjórnarinnar, að hún skuli hugsa sér þessi heimildarlög nú, þegar fjárhag- ur landsins er jafn afarþröngur og hann er, og enginn fjármálamaður sér fram úr vandræðunum. Það tvent: að slík ríkisverzlun bindur meira fé en tök eru á að fá, nema með afar- kjörum og binda það fé frá nauðsyn- legum umbótum í landinu til styrktar atvinnuvegunum og öðru, eru út af fyrir sig nægilegar ástæður tii þess að fara ekki fram á slíka fjarstæðu, sem þessi heimildarlög. Frjáls þjóð. Frjáls verzlun. Sjálf- staéði landsins er bezt borgið með því að hver atvinnuvegur njóti sín meö frjálsri samkepni, og að því á þing og stjórn að stuðla að frjálsri samkepni í verzluninni sé ekki mis- boöið en taka þá í taumana, þegar verzlunarhringir myndast, sem or- saka einokun vissra vörutegunda. Stjórnin byggir lagafrumvarp sitt á þremur aðalástæðum: 1. Að tryggja laddsmönnum góðar og ósviknar vörur með góðu verði. 2. Að varna brauðskorti í landinu þótt stórar misfellur komi fyrir í árferði og aðflutningum. 3. Loks að varna stórtjóni á búpen- ingi þegar óvenjuleg vorharðindi ganga og þar af leiðandi fóður- skortur. Með þessum ástæðum er tilgangur frumvarpsins fóðraöur. Nú viljum við athuga. ástæöurnar frá sjónarmiði raunveruleikans. Fyrsta ástæðan er alveg út í bláinn. Þaö er eftir reynslunni meiri líkur til þess að varan verði ekki góð þegar um enga samkeppni er að ræða, sér- staklega þegar öðrum megin er á- byrgðarlaus umboðsmaður hins opin- bera, en hinum megin verzlunarvanur umboðssali sem sér Ifcik á borði að koma út legnum vörum eöa miöur góðum. Þekking og reynsla eru nauðsynlegir kostir í verzlunarsökum og bezt að þaö sé samfara ábyrgð eigin hagsmuna, Að vörurnar geti beinlínis verið svfknar getur komið fyrir af sömu á- stæðum. Sú reynsla sem fengist hef- ur af núverandi Landsverzlun, sýnir að það er alldjarft að slá því föstu að með slíkri einkasölu fáist ósvikn- ar vörur algerlega. Að vörurnar verði aö sjálfsögðu með góðu verði er einnig fjarstæða. Ekki þarf annað en gera stór innkaup, sem altaf hljóta að veröa í þessu til- felli, rétt áður en varan lækkar í verði á markaðinum, til þess að tapa stór- fé. Enntremur er augljóst að hinn mikli „Lager“-kostnaður einkasölunn- ar er umfram kostnað heildsalanna, og þegar þar kemur ofan á auka- fragt og aukin verzlunarálagning vegna þess að þurfa að geyma vörur fram á vor, þá verður nú annað uppi á teningnum en að varan verði ódýr. Önnur ástæðan er þó skárri. Sá varnagli getur þó líka brugðist. Þurð getur orðið á vörunni vegna einka- sölunnar. Hafísinn og vont árferði mun ekki draga sig til baka þó verzl- unarástandið væri þannig aö stjórnin ekki gæti útvegað birgðir á ákveðn- um tíma, heldur mundu afleiðingarn- ar af slíku dembast yfir þjóðina fyr- ir getuleysi og rangan útreikning stjórnarinnar. Þá er þriðja ástæðan, sem mest á- herzla var lögð á af stjórninni og formælendum frumvarpsins í þinginu en sem auðsæilega er lang athuga- veröust. Hér skal á kostnaö alþjóð- ar mynda tryggingarsjóð fyrir land- búnaðinn. Til þess að landbúnaður- inn geti veriö áhyggjulaus skal demba á alla brauðneytendur hækkuöu verði á aðalnauðsynjavörum landsmanna og ganga á réttindi frjálsrar verzl- unar. Þnð virtist eðlilegra að stjórn- in hallaðist að því að örfa og styrkja landbændur til kornforðabúrstofnunar og viðhalds, og við álítum að ekki væri um skör fram misboðið frelsi landbúnaöarins þó bændum væri gert að skyldu að eiga, í hverri sveit, á- kveðinn kornforða til skepnufóðurs undir hvert vor og það auðvitað á þeirra eigin kostnað og ábyrgö. Meö því móti væri máske hægt aö draga úr þeim galla sem altaf hefur verið talinn við forðabúrin, nefnil. að marg ir setji á þau og lendi á þeim miklu oftar en knýjandi ástæður eru til þess. Við viljum því einhuga leggja það til að bæjarstjórnin, af framangreind- um ástæðum og fleirum, sem við ekki höfum tekið fram, mæli fastlega á móti því að þingið samþykki greind heimildarlög. Seyðisfirði 16. janúar 1922. Jón Jónsson, Firöi Eyjólfur Jónsson Einar Methúsalemsson. Tvær athugasemdir. Kvennaskóli á Eiðum. Jónas Eiríksson, fyrrum skólastjóri á Eiðurn, skrifar sem menn sjá, allmikla grein um kvennaskóla hér eystra. Ber grein hans Ijós merki gætni þeirrar og velvildar, sem allir vita að ein- kenna manninn og aflað hafa honum virðingar og vina, bæöi fyr og sfðar. Alkunna er það hér eystra, að hann var í fremstu röð þeirra manna, er beittu sér fyrir kvennaskólamálinu hér fyrrum. Tillaga hans nú er þess verð, að hún sé rækilega athuguð. Hitt er og víst. að eigi mun hún verða að allra skapi. Þykjumst vér vita það, að ýmsir vilji eigi sætta sig við það að fallið verði frá hugmyndinni urn fullkominn og sérstæðan kvennaskóla. En þess ber að gæta, að upphæð sú, sem til er ogætluð er til þessa, er hverfandi lítil til stofnunar sérskóla. Þá er og það, að Eiðaskólinn, sem nú er, veitir góða alþýöumentun, jafnt konum sem körlum, og inun liver húsmóðir full sæmd af þeirri fræðslu, sem hún fær þar, ef hún notar náms- tímann vel og hagnýtir sér síðan sem undirstöðu sjálfsnáms og sjálfsþrosk- unar þá þekkingu, er hún fær í skól- anum. En þá er verklega mentunin, sem konan þarf að fá. Að henni lúta tillögur Jónasar. Hann vill sem sé láta nægja bóklegu fræöslu, sem Eiðaskólinn getur veitt, svo sem hann nú er, eða mun verða, en bæta úr skortinum á verklegu kenslunni, svo að eigi þurfi konur austfirskar að leita jafn langt og ella til þekkingar og þroska í verklegum efnum. Sjáum vér eigi annaö, en vel mætti á þessu fara. Heimilisiðnaðarnáms- skeiðin eru vísir í áttina. Nú þegar er tekinn sjást all-mikill ávöztur af þeim. Prýðilega fallegir heimaunnir munir sjást á ýmsum stöðum, þar sem engin skilyrði voru áður fyrir slíku. Óskum vér Jónasi því, að jafn vel megi blessast framkvæmdir í þessu máli og hann vill vel með tillögum sínum.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.