Austurland - 21.01.1922, Page 3
AUSTURLAND
3
Einkasala ð korni.
Nefndarálit það, sem nú birtist í
blaðinu, var lagt fram á síðasta bæj-
arstjórnarfundi hér. Var það ein-
róma álit fundarmanna, þótt ekkert
væri samþykt um málið á fundinum,
heldur frestað, að einkasala væri í
alla staði óæskileg. Qestur Jóhanns-
son hélt mjög skýra og skorinorða
ræðu um málið og mæltist mjög vel
Annars voru umræður litlar að þessu
sinni. Sérstaklega tókum vér eftir
ræðu Karls Finnbogasonar, því að
hann mun vera hlyntastur stefnu
þeirri og anda, sem liggur á
bak við frumvarpið. En hann tók
það mjög svo skýrt fram, að reynsl-
an hefði sýnt að einkasala
gerði vörur dýrari, Kvað hann
einkasöluhugmyndina í eðli sínu góða
en framkvæmdirnar ávalt mjög gall-
allaðar. En nær því má segja þetta
sama um hvern ósómann, sem vera
skal — þótt það reynist allskostar
óhæfilegt í framkvæmdinni. Sumir
halda því jafnvel fram, að ekkert ilt
sé til, heldur að eins misíafnlega gott
þá kvað hann ekki takandi mark á
framkvæmdinni, meðan tollur og
stimpilgjöld lægju á henui eins og
mara. En liggur það ekki á öllum
sem selja? Svo mun vera, og þarf
það því ekki að gera einkasöluvör-
urnar dýrari. Þá tók hann skýrt fram,
að hann teldi aukaatriði fóðurbyrgða-
tilgang frumvarpsins. Aðalatriðið
teldi hann gróðavon ríkisins. Færi
vel á því, að ríkið hefði fé sitt af
verzlunargróða á einkasölu, í stað ó-
beinu skattanna og tollanna. Alkunn-
ugt er að Karl er mjög á móti ó-
beinum sköttum og tollum, en þess
ber að gæta, að gróði ríkisins af
verzlun er nákvæmlega sama eðlis og
óbeinu gjöldin, marghötuðu skatt-
arnir og tollarnir!
Yfirleitt var auðheyrt á undirtektum
fundarins, að samþykt hans mundi
stefna í sömu átt og nefndarálitið.
Hitt má vel vera, að breytt verði á-
litinu að orðavali, eða í stað þess
komi rökstudd tillaga. En það varð-
ar minstu máli.
Símskeyti
frá
fréttaritara Ansturlands.
Rvík 18. jan.
Nýlega varð uppþot í franska þing-
inu, og voru orsakir þess tilslökun
við Þjóðverja á Cannesfundinum. Bri-
and er farinn frá og Poincare eftir-
maður hans. Cannesráðstefnan varð á-
rangurslaus. Ástandiö í Frakklandi
er talið ískyggilegt og viöbúið að
Bretar slíti bandalaginu við Frakka.
Inflúenza gengur á Norðurlöndum, í
Hamborg og Lundúnum. Helmingur
borgarbúa á Stockhólmi hefur tekið
veikina. L. Qeorge hefur átt fund
með Poincare og urðu vinsamlegar
viðræður þeirra. Bandamenn krefjast
þess, að Þjóðverjar framselji hernað-
arsakamennina undir dómstóla Banda-
manna, en blöð Þjóðverja segja enga
stjórn geta samþykkt þá kröfu.
Rvík. 20. jan.
Bráðabirgðatollsamningur Spánar,
Danmerkur og íslands hefur verið
framlengdur. þangað til annarhvor
segir upp með ’þriggja mánaða fyrir-
vara. Pétur Jónsson ráðherra varð
bráðkvaddur í nótt
MYNTGENGl 19/i:
Sterlingspund . 21,00
Dollar 4,98
Mörk 2,67
Sænskar krónur ... . 124,25
Norskar — . 78,40
Franki frakkneskur . . 40,75
— svissneskur . . 97,00
Lírur . 22,00
Pesetar . 74,65
Gyllini . 183,00
t
Húsfrú
Margrét Bjarnardóttir
Litfagra sól
ljóssins móðir.
Húsfreyja heims
og himinsala.
Þú ert geisli
guðlegrar ástar.
Aflgjafi alls
er í alheimi lifir.
Sól og kona
systur eru.
Veröld allri
verndargyðjur.
Alt það bezta
í eðli manna
vekja þær
og verma’ og styrkja.
Mæta húsfreyja
mikla kona.
Barna þinna
blíðust móðir.
Þú varst sól
í sölum þinna
og leiðtogi
á lífsins velli.
Rausn þín og mildi
mun ei fyrnast,
meðan stjörnur
of strindi vaka.
Jafnt þú veittir
og vinhug sýndir
Qestum og gangandi
er aö garði báru.
Bjartur andi
þér í brjósti lifði.
Skýrleikur mikill
og skilningur hvass
Hugsjónir glæstar
hug þínum lýstu.
Langt inn í lífsins
líttkunna heim.
Alt það fegursta
er andann göfgar,
aöhyltist þú
og unnir heitast.
Listum og skáldskap
er lyfta huga
glöðum út yfir
gröf og dauða.
Nú ertu liðin
ljóss á vegu,
dvalarheims
frá dimmu’ og sorgum.
En vina sól
og vandamanna,
myrkri hulin
á miðjum degi.
Ei skal þó gráta
og engu kvíða.
Eilífi Quð
sem öllu ræður
hann mun þér búa
bjarta hvílu
á morgungeislum
minninganna.
Huggun er oss
er harmi lostnir;
stöndum eftir
á ströndu lífsins.
Að andinn lifir
of aldir fram
þó menn og konur
moldu hyljist
\
Þokk fyrir hugdyrfð
og hjartagöfgi.
Þrek í stríði
við þungar sorgir.
Fagurt oss gafstu
fyrirdæmi
í hólmgöngu
við harm og dauöa.
Ljómar í heiði
á lífsins himni
minning þín
og með oss lifir.
En sæl unir þú
á sólarlandi.
Finnumst þar öll
á feginsdegi.
X
Fundargerð.
Arið 1922, 14. janúar, var þing-
málafundur settur ng haldinn í barna-
skólahúsi Neshrepps í Norðfirði, sam-
kvæmt áður útgefnu fundarboði.
Mættir voru á fundinum nálægt 50
kjósendur, flestir úr Neshreppi og
ennfremur 1. þingmaður kjördæmis-
ins, Sveinn Ólafsson í Firði.
Páll Q. Þormar setti fundinn og
stakk^ upp á Vilhjálmi Benediktssyni
fyrir tundarstjóra og var það sam-
þykt. Tók Vilhjálmur síðan við fund-
arstjórn og kvaddi til fundarskrifara
Jón Sigfússon.
Þessi mál komu til meöferðar á
fundinum:
1. FJÁRHAGSMÁL.
Alþingism. Sveinn Ólafsson hóf um-
ræður um það mál. Lét hann þess
getið, að hann hefði í samráði við
nokkra kjósendur hreppsins stofnað
til þessa fundar og gat þess að hann
hefði hugsað sér að fyrst yrðu tekin
til meðferðar á fundinum þessi þrjú
mál: 1. Fjárhagsmál, 2. Bankamál
og 3. Vatnamál. Síðan fór þingmaö-
urinn nokkrum orðum um fjárhaginn
og las að lokum upp tillögu er hann
hafði samið og kvaðst mundi biðja
fundarstjóra að bera hana undir at-
kvæði fundarins, er umræður hefðu
farið fram. Allmiklar umræður urðu
um málið, kom þar á meöal fram
svohljóðandi tillaga frá Ingvari Pálma-
syni:
Fundurinn telur þá stefnu, sem
fram hefur komið á síðari árum í
fjárhagsmálum landsins óheillavæn-
lega og leyfir sér að mótmæla
henni, hann lítur svo á, að fram-
leiðendum og þeim, sem að fram-
leiðslu vinna, sé ofboðið með toll-
um og sköttum svo mjög, að þeir
fái eigi undir risið. Hann mótmæl-
ir því ennfremur að reynsla seinni
ára hafi leitt það í ljös, að fram-
leiðsla til lands og sjávar hafi þolað
að varpað væri á hana öllum þunga
dýrtíðarinnar og afleiðingum henn-
ar, en öðrum stéttum borgið frá
því að finna til hennar. Telur fund-
urinn augljóst, ef ekki verður horf-
iö frá þessari stefnu, muni kjaTkur
og starfsþol framleiðenda lamast
og þverra. Sérstaklega lítur fund-
urinn svo á að sú stefna í tollmál-
um, að tolla þær vörur, sem nauð-
rynlegar eru til þess að gera til-
raun til að framleiða, vsé mjög at-
hugaverð. Fundurinn skorar því á
Alþingi, að draga svo mikið úr
gjöjdum ríkissjóðs, sem verða má,
svo sem með því: 1. að fækka em-
bættum að miklum mun, 2. að af-
nema dýrtíðaruppbót embættis-
manna og starfsmanna ríkisins svo
fljótt sem verða má, 3. að takmarka
eða jafnvel banna aðflutning lítt
nauðsynlegrar vöru og óþarfa og
skerpa eftirlitið með sölu slíks varn-
ings. Ennfremur skorar fundurinn
á Alþingi að aínema með öllu, ef
unt er, toll á þeim vörutegundum,
sem nauðsynlegar eru til framleiðsl-
unnar.
Alþingismaðurinn lýsti því yfir áð-
ur en til atvæða var gengið um til-
lögurnar er fyrir lágu, að hann tæki
sína tillögu aftur þar sem hann gæti
að mestu felt sig við tillögu Ingvars
Pálmasonar.
Tillaga Ingvars var nú borin undir
atkvæði og var hún samþykt í einu
hljóði.
2. BANKAMAL.
Um þessi mál urðu allmiklar um-
ræður. Að þeim loknum var borin
undir atkvæði svohljóðandi tillaga frá
Sveini Ólafssyni alþingismanni:
Með því að skipun og meðferð
síðasta þings á bankamálunum sér-
staklega um fslandsbanka, virðast
ekki ennþá hafa rýmkað verulega
um viðskiftakjör almennings eða
náð takmarki um bættar viðskipta-
horfur almennings eða náð takmarki
um bættar viðskiptahorfur út á við
eða álit og öryggi íslandsbanka,
telur fundurinn mjög athugavert að
tengja nánar saman hagsmuni rík-
issjóös og bankans eða draga rík-
issjóð inn í fjárhættu af fésýslu
hans. Fyrir því lýsir fundurinn sig
mótfallinn hlutakaupum ríkissjóðs í
bankanum og ber það traust til
þings og stjórnar, að í því máii
verði allra hagsmuna ríkisinsgætt og
lán það, sem bankinn hefur fengið
fyrir milligöngu ríkisins, örugglega
trygt.
Tillagan var samþykt með öllum
þorra atkvæða gegn tveimur.
3. VATNAMÁL.
Alþingismaðurinn talaði all-ýtariega
um það mál og lagði síðan fram svo-
hljóðandi tillögu :
Fundurinn telur ótyrirsynju hafa
verið véfengd eignarráð land-
eigenda á vatni í landi hans, réttur
sem eldri og nýrri iöggjöf landsins
sýnir ljóslega að lögfest eru og
viðurkend. Skorar fundurinn því
á Alþingi að afgreiða mál þetta
eftir stefnu minni hluta milliþinga-
nefndarinnar í vatnamálunum frá 1919
með þeim einum takmörkunum á
þessum rétti, sem þjóðfélagsþörfin