Austurland - 28.01.1922, Side 3
AUSTURLAND
3
ið í Borgarfirði hafi hjálpað til þeas
að skapa honum aldurtila.
Slíkt ástand, sem hér er á Út-Hér-
aði, er annars óþolandi, ekki sízt
meðan svo er ástatt að Borgarfjarð-
arlæknirinn er óreiðandi og ógang-
andi silakeppur, sem ekkert kemst
úr hreiðrinu nema um hásumarið. Þá
væri mun betur komið, ef þarna væri
röskur iæknir og ötull til allra ferða-
laga. Svo þurfa allir vorir sveitalækn-
ar að vera. Hinir, sem ég áðan lýsti,
enda þótt þekkrngu og vit hafi á
starfi sínu, eru oss lítils virði. Þá
þurfum vér að reka af höndum oss
sem fyrst.
Lúsaleitarráðstafanir stjórnarráðs-
ins er verið að framkvæma hér nú,
en kláði hefur enginn fundist, það
ég hafi til spurt.
Þessar ráðstafanir þykja mörgum
ráðleysislegar, eins og reyndar öll
vor kláðalöggjöf, en hér er ekki tími
til að fara frekar út í þá sálma.
v.—a.
♦
Hitt og þetta.
Björn Hallsson
alþingismaður á Rangá, varð fyrir
því slysi, er hann var nýlagður á stað
hingað til Seyðisfjarðar, að hestur sló
hann á hestsbaki. Meiddist hann
talsvert á fæti, og varð að hverfa
heim aftur.
Verður því ekki af þingsetu hans í
bráö. Vonandi batnar honum svo
fljótt, að hann geti komist suður með
næstu ferð,
Öllum sem þekkja Björn og vita
hversu gætinn og samvizkusamur
hann er, mun falla þetta illa, því á
komandi þingi mun mest þörf slíkra
manna.
Kvöldskemtun
heldur Kvenfélag Seyðisfjarðar í
átt, tekur fundurinn fyrir næsta mál
á dagskrá.
Eftir miklau umræður um málið var
dagskráin borin upp og feld með 8
atkv. gegn 2.
Þá var borin upp tillaga þeirra I.
P. og L. S. og hún samþykt með 6
atkvæðum gegn 4.
Þar með áleit fundurinn að tillaga
þeirra B. S. og S. B. væri feld.
III. Fiskiveiðasýning.
Nefndin í því máli lagði fram svo-
hljóðandi tillögu:
Fjórðungsþingið lítur svo á, að
stór fiskiveiðasýning í Reykjavík sé
ekki að svo stöddu æskileg vegna
kostnaðar og samgönguerfiðleika.
Fjórðungsþingið telur því, að
deildunum beri að undirbúa þetta
mál og skora á erindreka aö beita
sér fyrir því, að allar deildir fjórö-
ungsins hafi þetta mál með hönd-
um.
Sérstaklega telur það að fiski-
sýning muni hafa talsverða þýðingu
hvað vöruvöndun snertir.
Tillaga þessi var umræðulaust sam-
þykt í einu hljóði.
IV. Fiskimat.
Nefndin í því máli lagöi fram svo-
hljóðandi tillögu:
Þar sem augljóst er að fiskiverk-
un er enn ábótavant í ýmsum at-
HVAR ER BEZT AÐ VERZLA? Til ábúðar
Þar sem verðið er lægst eftir gæðum og þar sem mestu er úr að velja.
Verzlun St. Th. Jónssonar, Seyðisfirði
hefur nú fyrirl. alsk. vörur, sem komið hafa með síðustu skipum fyrir um
250 húsund kr.
Á þær er ekki lagður neinn gengismunur
og eru því mjög ódýrar eftir ástæðum
Húsmæður og heimilisfeður, sem verzla fyrir peninga ættu öll að kaupa þar
og muna eftir að heimta seðil frá kassanum yfir úttektina í hvertsinn, því
það er sama sem að fá sex krónur af hverjum hundrað krónum fyrir ekki neitt.
Prentsmiðja Austurlands
prentar og selur allskonar eyðublöð og reikninga,
með eða án firmanafns. Hefur til sölu ágætan póst-
pappír (margar teg.) og umslög, áprentað eftir vild.
Leysir fljótt og vel af hendi allskonar prentun.
kvöld, til ágóða fyrir kirkjuna. —
Fjölmennið,
Einmunatíd
er nú um alt Austurland. Má heita
örísa upp á fjallbrúnir, bæði í hér-
aði og fjörðum, og öll vötn auð.
Mestur hiti ca. 10 stig.
Fyrir hagyrdinga.
Með bví „Austurland" veit að marg-
ir hagyrðingar eru hér á Austurlandi
vill það gefa þeim kost á að reyna
íþrótt sína, og bæta við eftirfarandi
vísuhelming:
Ýtar þreyti braga-byrl
botni skeyti þennan stofn.
Verða beztu botnarnir birtir seinna.
Á víð og dreif.
Fréttir af Héraöi.
Á bóndadaginn var haldið þorra-
blót í Fellunum (aö Ekkjufelli) eins
og venja hefur veriö á seinni árum;
var þar fjölment mjög og víðsvegar
að: Ofan úr Fljótsdal, utan úr Tungu
og Eiðaþinghá (um 20 frá Eiðaskóla)
og austan af Völlum.
Ræður fluttu: Gísli Helgason bóndi
Skógargerði, séra Þórarinn Þórarins-
son Valþjófsstað. cand. theol. Árni
Sigurðsson, Páll Hermannsson, bóndi
Vífilsstöðum, Ólafur læknir Lárusson
Brekku og Runólfur bóndi Bjarnason,
Hafrafelli.
Gísli Helgason setti blótið og mint-
ist nokkrum orðum á blótveizlur til
forna. Séra Þórarinn beindi orðum
sínum til ungmennafélagsmanna, minti
þá á, að grundvöllurinn sem þeir
bygðu á, væri Kristur, að eitt aöal-
í næstu fardögum fást 10 hundr.
úr jörðinni Gilsárteigur í Eiða-
hreppi. Semjið fyrir 31. marz n.k. við
Þorstein Jónsson, Gilsárteigi.
Til sölu
er nú þegar grind í hús 8V2XIO
álnir. Einnig nokkuð af gólfborð-
um, klæðningu, pahel, hurðum og
gluggum. — Menn snúi sér til
T. C. Imslands.
atriði á stefnuskrá þeirra væri hraust
sál í hraustum líkama, og að and-
legt ljós væri engu síður nauðsynlegt
mönnum en hið líkamlega. Var góð-
ur rómur gerður að ræðu hans.
Cand. theol. Árni Sigurðsson lagði
út af gömlu þjóðsögunni um Velvak-
andi og bræður hans. Kvað hann
Jón Sigurðsson forseta hafa verið
Velbergklifrandi þessarar þjóðar. Og
ættu sem flestir aö feta í fótspor
hans, enda væri innra með hverjum
manni rödd er kallaði: „Hærra,
hærral" Páll Hermannsson talaði um
orðheldni og drengskap. Nefndi hann
nokkur dæmi úr fornsögum vorum.
Sagðist honum skörulega. Ólafur
læknir læknir Lárusson mintist Fella-
manna með lofi, og sveitar þeirra.
Runólfur Bjarnason hvatti til að
draga landið okkar sunnar í ýmsum
skilningi.
Samkoman fór vel fram, þótt nokk-
uö væri þröngt, og stóð yfir fram á
bjartan dag. Skemtu rnenh sér meo
söng og dansi og virtust allir vel á-
nægðir.
V. S.
riðum,'vill fjórðungsþingið skora á
yfirfiskimatsmenn að ferðast um
og leiðbeina mönnum í því efni.
Þar eð ný matslög eru gengin í
gildi lítur fjórðungsþingið svo á, að
nauðsynlegt sé íð leiðbeina mats-
mönnum svo að þeim verð, fylli-
lega Ijóst hvernig þeir eiga að meta
og meira samræmi komist á í mat-
ið en verið hefur.
Fjórðungsþingið skorar því á
stjórn Fiskifélags íslands að hlut-
ast til um að yfirfiskimatsmaður í
Reykjavík feröist um og leiöbeini
matsmönnum út um land. Fjórð-
þingið er mótfallið því, að nokkuð
veröi Iinað á gildandi niatslögum.
Eftir litlar umræður var tillagan
samþykt í einu hljóði.
V. Vitamál.
Nefndin í því máli kom fram með
svohljóðandi till.
Fjórðungsþingið skorar á Fiski-
félag fslands að beita sér fyrir því
af alefli, að vitarnir á Kambanesi,
Strætishorni, Pí.paey og Stokks-
nesi — sem standa á þessa árs
fjárlögum — verði reistir á þessu
ári, þar sem fjórðungsþingið lítur
svo á: að skilyrðum, sem sett voru
um byggingu smávitanna sé full-
nægt samkvæmt áætlun vitamála-
stjóra.
Ennfremur væntir fjórðungsþing-
ið þess aö jafnframt verði byggður
vitinn á Hvanney.
Tillagan borin upp og samþykt í
einu hljóði.
VI. Steinolíumál.
Nefndin í því máli kom fram með
svohljóðandi tillögu.
Fjórðungsþingiö telur sjálfsagt að
Landsverzlun haldi áfram að verzla
með steinolíu, og skorar á Fiski-
þingið að beita sér fyrir því, að
steinolían verði lögð upp á heppi-
legum stað hér á Austurlandi þegar
á þessu ári, og söluverð olíunnar
verði hið sama á öllum helztu ver-
stöðum út um land, og í Reykjavík
Tillagan borin upp og samþykkt í
einu hljóöi.
VII. Strandvarnir.
Nefndin í því máli kom fram með
svohljóðandi tillögu:
Þar sem Fjórðungsþinginu er kunn-
ugt um að togarar valda miklum
veiðispjöllum hér eystra innan land-
helgis, sérstaklega á mánuðunum
september, október og nóvember,
skorar það á stjórn Fiskifélags ís-
lands að beita áhrifum sínum í þá
átt, að strandgæzia veröi aukin að
mun.
í þessu sainbandi leyfir fjórðungs-
þingið sér að benda á. að heppi-
legt muni vera að til hjálpar við
strandgæzluna yrðu notaðir vélbát-
ar.
Ennfremur bendir fjórðungsþing-
ið á þá hættu sem vélbátaútvegnnm
hér eystra er búin af yfirgangi tog-
ara á fiskimiðum út af Hornafirði,
í febrúar, marz, apríl og maí og
skorar á stjórn Fiskifélagsins
að beita sér fyrir fyrir því, að
strandgæzluskipið kom á það svæði,
svo oft sem kostur er, nefnda
mánuði.
Till. borin upp og samþ. í e. hlj.
Fundi slitið.
Ingvar Pálmason,
forseti.
Herm. Þorsteinsson,
ritari.
3. þingfundur.
Fundur settur kl. hálf tíu f. m.
laugardaginn 14. jan.
Tekið var fyrir:
I. Samvinnumál.
Nefndin í því máli, kom fram meo
svohljóðandi tillögur:
1. Fjórðungsþingið treystir því að
stjórn Fiskifélagsins leggi fyrir
næsta Fiskiþing, tillögur þær,
um skipulag til samvinnufélags-
skapar, er henni var falið að gera
á síðasta Fiskiþingi.
Till. borin upp og samþ. í e. hlj.