Austurland - 22.04.1922, Side 1
I
15. tbl.
Seyöisfiröi, 22. apríl 1922
3. árg.
AGRA smjörlíkið
er bezta smjörlíkið sem er á boðstólum hér á landi. Biðjið því þann,
er þér verslið viö, ætíð um það. — Aðalumboðsmenn á íslandi:
Herm. Thorsteinsson & Co., Seyðisfirði
Aprílmálin.
Aths. tii bráöabirgöar.
í grein með fyrirsögn „Margt er
skrítið", í 14. tbl. „Austurlands", haf-
ið þér, herra ritstjóri, sett fram dylgj-
ur um mig, sem ég tel mig eiga rétt
á að gera athugasemd við í blaði
yðar.
Þér segið: „ . og vísaði Sigurð-
ur Baldvinsson á frú Arnalds, konu
bæjarfógeta sem vitni í málinu!!*
Og síöar í greininni: „Vonandi er
að allir kunni að meta framburð og
framkomu æ. t. Sigurðar Baldvins-
sonar . . . “.
Fyrst þér gerið frambarð minn að
blaðamáli og dylgið um hann, þá
finst mér að þér ættuð að birta hann
orðréttan, þvf annars er hætt við að
„allir kunni" ekki að meta hann
rétt. En ef til vill er yður kærast að
láta menn halda að ég hafi sagt eitt-
hvað ósæmilegt.
Áður en ég tek mál þetta til ná-
kvæmrar athugunar og umræðu, vil
ég skora á yður að svara eftirfar-
andi spurningum:
1. Getið þér bent á nokaurn veg
til þess, hér í bannlandinu, að halda
vínveizlur í opinberum veitingahús-
um, án þess að brjóta bannlögin ?
2. Teljið þér líklegt, að svo mikið
áfengi sem til þess þarf að geta veitt
það í fjölmennri veizlu, sé fengið
með öðru móti en ólöglegum inn-
flutningi?
3. Vitið þér, að það er skylda
þeirra, sem fyrir rétt eru kallaðir,
að segja það, sem þeir vita sannast
og réttast í málinu, sem upplýsinga
er leitað um?
4. Vitið þér ekki, að ég var af
Iögreglustjóra þvingaður, með skrif-
legu fyrirkalli, til þess að mæta fyrir
lögreglurétti hinn 1. apríl „út af grun
um bannlagabrot" ?
Þá skal leiðrétt, sú missögn yðar,
eð veizlan, sem ég mintist á. væri
haldin „fyrir ári síöan". -— Hún var
haldin í júní f.á., og getið þér vonandi
reiknað hve langt er síðan;
Leiðrétting við sumar aðrar mis-
sagnir yöar í nefndri grein, mun
koma annarstaöar frá, en andi og
innræti greinarinnar látiö hlutlaust í
þetta sinn.
Ekki hafði ég ætlað að gera mál
þetta að blaðadeilum, en fyrst yður
hefur fundist það nauðsynlegt, þá
berið þér ábyrgð á þeim óþægindum,
sem það kann að valda einstökum
mönnum. En siðferðislega skyldu
yðar tel ég það fyrst og fremst að
birta og leggja til grundvallar rétt
gögn fyrir umræðunum, fyrst þér
hafið gerst frummælandi.
Þegar þér hafið geit grein fyrir
dylgjum yðar og svarað spurningum
mínum, mun ég verða tilbúinn að
skrafa nánar við yður, með einhverj-
um hætti, og stuðla að því, að fram-
koma y ð a r í málinu verði ekki van-
metin.
Seyðisfirði, 19. apríl 1922.
Sig. Baldvinsson.
Herra ritstjóri!
Út af grein yðar í 14. tbl. „Aust-
urlands”: „Margt er skrítið", viljum
vér undirrituð, sem kosin vorum af
stúkunni „Hvöt" nr. Ió7, til þess að
gæta réttar hennar móti hverjum þeim,
sem nota vill hið kynlega aprílhlaup
lögregluvaldsins til þess að ófrægja
stúkuna eða meðlimi hennar, sundra
félagsskapnum og eyðileggja starf-
semi bindindismanna hér í bæ, skora
á yður að birta á prenti öll skrif,
sem farið hafa milli stúkunnar og
bæjarfógeta í þessu máli, svo hrein-
lega komi fyrir almenningssjónir
hverjar þær ástæður eru, sem allur
þessi gauragangur byggist á.
Þar sem þér voruð svo greiðugur,
að hefja opinberar umræður um mál-
ið, áður en almenningur vissi hinn
rétta aðdraganda þess, með þeim
hætti að kasta allri sök á stúkuna
og meðlimi hennar, en hefja til ský-
anna hina hlið málsins, þá verðum
vér að líta svo á, sem þér géfið yð-
ur fram sem verjanda bannlagabrota
og talsmann þeirra, sem hvort held-
ur er undir yfirvarpi laganna eða
öðruvísi, vilja eyðileggja stúkuna og
alla starfsemi bindindis hér í bænum.
Með þetta fyrir augum lítum vér á
grein yðar, og án þess að taka hana
ítarlega í gegn, viljum vér leiðrétta
rangfærslur og mótmæla dylgjunum:
1. Það voru ekki einstakir með-
limir stúkunnar, sem hófu bréfavið-
skiftin, heldur var það stúkan í heild
með fundarályktun.
2. Það voru e k k i 32 heldur 35
meðlimir stúkunnar, sem kallaöir voru
fyrir lögreglurétt.
3. Samkvæmt fyrirkalli bæjarfógeta
þá voru þejr ekki kallaðir fyrir rétt
sem vitni, heldur „út af grun um bann-
lagabrot“, enda var engin kæra til
meðferðar þann dag, og gátu því
sannanir ekki komið til greina og
þeirra heldur ekki krafist.
4. Vér mótmælum harðlega þeim
dylgjum í grein yðar: „að svo er
sem flestum templurum sé meinilla
við bæjarfógeta fyrir að hann tók
orð þeirra til greina og gaf þeim
kost á að sanna orð sín“ þetta er
ósatt og á engum rökum bygt. Öðru
máli er það að gegna, hverjum aug-
um vér lítum á aðferð bæjarfógetans
þegar hann fór að leita að bannlaga-
brotum. Að leiða fyrir lögreglurétt
kvenfólk og unglinga, sem vitanlega
er alveg hlutlaust í slíku máli, sem
og aðra meðlimi stúkunnar. Réttara
hefði verið að leita fyrir sér annar-
staðar.
Því einu í grein yðar getum vér
verið yður sammála: „að þegar um
slík mál er að ræða, sem að gæta
bannlaganna, þá dugir lítt málarekst-
ur og ófriður vakinn af fljótfærni og
skilningsleysi á málunum", og væruð
þér, herra ritstjóri, vísir til þess að
ítreka þessa skoðun yðar fyrir bæj-
arfógetanum, ef hann skyldi taka það
tillit til yðar að breyta þar eftir, í
viðurkenningarskyni fyrir alt hrósið
og háðsmerkin.
Virðingarfyllst
Jón Jónsson. Jón Sigurðsson.
Helga Árnadóttir. Sig. Baldvinsson.
Kristjana Davídsdóitir. Vilh. Árnason.
Sig. Vilhjdlmsson. Sig, Sigurðsson.
Gunnl. Jónasson.
Athugasemd.
Ritstjóri „Austurlands“ sýndi mér
í dag tvær ritsmíðar, sem hann hafði
verið beðinn um að setja í blaðið og
spurði mig, hvort eg óskíði ekki að
gera athugasemd \ ið þær, þar eð þær
snertu embættisfærslu mína, Rit-
smíðar þessar voru undirskrifaðar af
Sigurði Baldvinssyni og nokkrum
mönnum úr stúkunni „Hvöt“.
Út af þessu skal þess getiö, að svo
er að sjá af skrifum þessum og öðr-
um, sem eg hefi fengið frá stúkunni,
að einstakir menn í henni hafi sterk-
ar hvatir til að leggja dóm á embætt-
isfærslu mína. Fæ eg ekki betur séð,
af því sem fram er komið, en að
hvatir þær beri þekkingu og stillingu
ofurliði hjá mönnum þessum og því
verði dómur þeirra um mig í sam-
bandi við bannlögin á engum rökum
bygður. Enda hefi eg ekki þurft
hingaðtil í minni embættistíð að kvarta
undan aðfinslum við embættisrekstur
minn frá yfirboðurum mínum eða
öðrum, sem þekkingu hafa á þeim
málum. En þessir einstöku menn úr
stúkunni „Hvöt“ verða eins og aðrir
menn í mannfélaginu að sætta sig við
gildandi réttarreglur og fyrirskipaðar
réttarvebjur og gagnar því ekkert
skraf, sem b v gt er á vanþekkingu.
Eg efast ekkert um það, aö stúkan
„Hvöt“ fái að heyra það áður langt
um líður, að embættisstörf mín við-
víkjandi rannsókn á bannlagabrotagrun
að undanförnu sé óaðfinnanleg.
Þótt eg svari hér ekki frekar hinu
hvata liði úr stúkunni, sem hefur und-
irskrifað aðra ritsmíðina, sem nefnd
er að framan, þá er það ekki af því
að eg ætii að þegja mál þetta í hel.
Eg er eins fús á að láta álit mitt í
Ijósi á máli þessu á prenti, *f ein-
stakir menn úr stúkunni óska þess,
eins og eg hefi verið fús á að taka
mál þeirra til löglegrar meðferðar
sem lögreglustjóri. En þar sem mál-
inu er ekki lokið sem lögreglustarfi,
tel eg ekki tímabært fyrir mig að rita
um máliö í heild í blöðin.
Aðeins vil eg taka það fram af sér-
stökum ástæðum, að eg tel Sigurð
Baldvinsson gera Seyðfirðingum litla
sæmd með máli þessu.
Seyðisfirði 19. apríl 1922.
Ari Arnalds.
Allsherjar athugasemd.
Eg ætla ekki í þetta sinn aö neinu
leyti að svara æ. t. eða nímenningun-
um. Enda eru ummæli þeirra, fyrir-
spurnir og leiðréttingar smáræði, er
er ekki koma neinsstaðar við kjarna
málsins og ekkert sanna annað en
það, sem síöar mun sýnt, að þegar
menn ætla að verja Iélega framkomu,
verður vörn þeirra smámunasemi,
sjálfri sér ósamkvæm að ýmsu leyti
og meira og minna persónuleg. Þarf
því ekki að þykja undarlegt, þó að
níu andans ljós hér í bænum, karl-
kyns og kvenkyns, hafi látið frá sér
fara ávarp það, sem nú er birt hér í
blaðinu. Er t. d. gaman að því, að
talað er um í ávarpinu, aö kvenfólk-
ið sé með öllu hlutlaust í málinu —
en tvær konur eru skrifaðar undir á-
varpið. Annars er svo sem menn sjá
vikið í ávarpinu mjög að embættis-
færslu bæjarfógeta og skýrir hann
sjálfur frá afstöðu sinni gagnvart þeim
ummælum. Loks er nafnbótin, sem
eg fæ — sem líklega á að vera eins-
konar „Dekoration" og valin svo sem
við var að búast. Mætti auðvitað
þakka fyrir hana á ýmsan veg — en
eg þykist varla geta þakkað ómak-
legar nafnbætur. En bannlagabrot eru
samt sem áður alls ekki óverjandi,
þar sem lögin eru sett að nauðugum
fjölda landsmanna og þannig úr garði
gerð, sem reyndar er vonlegt, að
fleiri eru á þeim gloppur og göt en
nokkrum öðrum lögum. Óverðugur
er eg einnig þakklætis þess, er eg fæ
sem frummælandi í málum þessum.
„Morgunblaðiö", „Alþýðublaðið“ og
„Dagur“ höfðu öll flutt fregnir af
málinu á undan „Austurlandi“. Loks
er mér gleði að geta þess, sem eg
hélt að eg hefði tekið nægilega skýrt
fram í síðasta blaði, að mér er ljúft
og skylt að birta öll gögn í málinu.
Um aprílhlaupið, sem á er minst í
ávarpinu, má það segja, að óvíst er
ennþá hverjum það kann að falla í
hlut. Eftir ósk eins hins ráðamesta
af templurum bæjarins, skal þess að
síðustu getið, að frú Arnalds er félagi
í stúkunni hér. Og skal nú ekki meira
um málin sagt að þessu sinni.
G. G. H.
Nokkur orð.
Einhver hefur í „Tímanum" hinn
8. apríl getið bóka fjögurra. Líklega
er ritdómarinn ritstjórinn sjálfur.
Segir hann fjóra hagyrðinga nýlega
*