Árvakur - 06.02.1914, Side 2
40
ÁRVAKUR
„Árvakur^ kemur venjulega
út einu sinni á viku.
Misserisgjald fastra, innlendra
káupenda 1 kr, 25 aur, erlendis
2 kr. Er þannig ódýrasta blað
landsins. í lausasölu kostar blaðið
5 aura.
Sanngjarnt auglýsingavcrd.
Útgefandi: Hlutafélag í Ryík.
Ábyrgðar- og afgreiðslumaður:
Porsteinn Sigurðsson, Laugaveg
22 B. Sími 431.
Afgreiðslumaður einn annast alla
fjárheimtu. Hann og Gutenberg
taka við auglgsingum.
öll kaupin, band á bókunum og
spjaldskrána, og verður söfnúnum
þetta miklum mun ódýrara, en með
nokkru móti gæti orðið ella. Til
dæmis má taka, að Deichmanns-
bókasafnið bindur (á verkstofu
sinni) hvert bindi, hve stórt sem er,
fyrir 40 aura í gott bókasafns-band.
Auðvitað væri þetta eigi auðið, ef
eigi væri hundruð bundin í einu;
en það verður fyrir samvinnu allra
safnanna.
Auk þessa gaf hann út á kostnað
kirkju- og kenslumála sljórnarinnar
Skrá yfir bækur hentar alþýðu-
bókasöfnum.
Fyrir bókasafnið hefir hann gefið
út nokkrar leiðbeinandi bókaskrár
yfir Deichmanns-safnið, einnig liefir
hann látið semja efnis-registur yfir
norsk tímarit, síðast ið ágæta verk
»Norsk Biografi«, registur yfir menn
(um 700), sem getið er í norskum
tímaritum fram til 1909 (ritstjórn
þess hafði 1. aðstoðarbókavörðurinn,
Arne Arnesen, á hendi).
Nyhuus tók þátt í mörgurn bóka-
varða-fundum, bæði á Norðurlönd-
um, í Bretlandi og 1904 á heims-
sýningunni í St. Louis; hélt hann
þar ræðu, er mikla athygli vakti
meðal bókvörzlumanna.
Það er varla of mælt, að í bók-
vörzlu-málum hafi byltingarstraum-
ur nýrra endurbóta streymt frá Haa-
kon Nyhuus út um öll Norðurlönd.
í rithöfundafélagi Norðmanna var
hann mikilsmetinn og var þar um
hríð I stjórn félagsins, en var síðan
i styrkveitinga-nefndinni, er Qallar
um útbýting rithöfunda-styrks, þess
er ríkið veitir.
1906 fór að koma út i Kristíaníu
(á koslnað Aschehoug's) Norsk al-
fræðibók með myndum jlllustreret
norsk Konversationsleksikonj undir
ritstjórn Nyhuus. Það er góð bók
eftir stærð (sex stór bindi) og
fylgir hún óvenju-vel tímanum.
Til dæmis má nefna, að heftið,
sem »Akureyri« er í, kom út í Nóv-
ember 1906, og barst mér í hendur
í lok þess mánaðar, og er þar getið
brunans mikla á Akureyri 18. Okt.
það ár. Meira er í þessari bók um
ísland og íslendinga, en vant er í
slíkum bókum að vera. Neðanmáls
á hverri síðu er fjögra mála orða-
bók (dansk-norska, enska, franska
og þýzka), orð allra málana í einni
stafrófsröð, og orð hverrar tungu
þýtt á allar hinar.
Síðasta árið varð Nyhuus að
vinna að bókinni i rúminu. En í
síðaslliðnum Desember kom síðasta
heftið út, rétt fyrir andlát hans.
Ég hefi getið þessarar bókar sér-
staklega, af því að ég veit, að eigi
allfáir íslendingar eiga hana.
Haakon Nyhuus var tæplega
meðalmaður á hæð, þrekvaxinn
og feillaginn, en þó léttur á fæti og
mesti fjörmaður. Hann var dökkur
á hár og skegg, skifti vel litum í
andliti, augun fjörug og glaðleg, og
inaðurinn fríður sýnum. Hann kvænt-
ist í Chicago noskri konu, sem lifir
hann, og þar fæddist elzti sonur
þeirra, Haraldur, sem lauk heim-
spekisprófi í vor er leið.
Haakon Nyhuus var tryggur
maður og drenglyndur. Hann þekti
flesta íslendinga í Chicago, og var
jafnan boðinn og búinn til að lið-
sinna þeim eins og hann gat. Hann
var ákaflega vel kyntur bæði meðal
Ameríkumanna, Skandínafa og Þjóð-
verja. Aldrei vissi ég atvinnulausan
íslending leita svo til Nyhuus, að
hann gerði ekki alt sitt til að út-
vega honum vinnu, hver sem hon-
um var hent, og tókst það nær á-
valt. — Hann kom Steingrími Ste-
fánssyni að Newberry-bókasafni;
hann kom Ólafi syni mínum (þá á
13. ári) að Public Library; hann
kom mér að Field-Columbian safn-
inu, siðan að Library Bureau og
síðast að Newberry-bókasafninu. Ég
hefi 3 sinnum gefið löndum mínum,
sem til Noregs hafa farið, með-
mælisbréf til hans, og reyndist. hann
þeim öllum inn bezti drengur.
Við fráfall hans missti ég einn af
kærustu og tryggustu vinum, sem ég
hefi átt á lífsleiðinni.
Jón ólafsson.
Kúguii?
Útgerðarmenn og háselar.
Mjög hefir okkur sjómenn undr-
að það, hve blöð þessa bæjar hafa
verið þagmælsk á mál eitt, sem þó
er ekki neitt smámál, að minsta
kosti ekki meðal sjómannastéttar
þessa bæjar, og viðar um nær-
liggjandi héruð, og jafnvel ekki
fyrir bæjarfélag Rv. í heild sinni.
Mál þetta er samtök útgerðar-
manna í Rv. og á Vesturlandi
síðastliðið útgerðartímabil um að
láta háseta á þilskipum ekki fá
hið rétta markaðsverð hér á staðn-
um fyrir fisk sinn, heldur jafnvel
svo tugum króna skiftir minna
fyrir skpd. Það mun öllum kunn-
ugt, að fiskur var hér í óvenju
háu verði árið sem leið, svo háu,
að besti skútufiskur mun hafa
verið seljanlegur á nær 90 kr.
skpd., enda ber sá fiskur venjulega
af öllum öðrum fiski sem gull af
eir, t. d. af botnvörpufiski og neta-
fiski,l sem er álitin versta fiskiteg-
und sem við sendum á útlendan
markað. Þó var netafiskur keypt-
ur hér suður með sjó og alt austur
á Eyrarbakka á 75 kr. skpd., nr.
1 og nr. 2 til samans, en venjulega
fæst helmingur fyrsta flokks vara
úr neta fiski og þá hinn helming-
urinn annars flokks vara, svo að
þetta verð hefir þá jafngilt 80 kr.
skpd. fyrir 1. flokks og 70 kr.
fyrir annars flokks.
Þetta háa verð, sem snemma á
vorinu varð fast verð hér í Rvík,
gaf öllum þeim er sjó stunduðu,
sem hálfdrættingar á þilskipum,
hinar beslu vonir um góðan ár-
angur af starfi sínu, og átti það
eigi litinn þátt í aðsókn manna
að skipunum í vorvertíðarlok og
það sem eftir var útgerðartímans.
Mönnum brá því eigi lítið í
brún er þeir komu lieim úr síð-
ustu ferð, og fengu að vita að allar
þeirra fögru vonir um liátt verð
höfðu brugðist, og að það var ekki
neitt innanlands-markaðsverð sem
þeim var fyrírhugað, heldur það
verð, er útgerðarmenn höfðu þá
komið sér saman um að láta þá
fá fyrir fiskinn, og eg leyfir mér
að setja það hér samkvæmt reikn-
ingi frá einum stærsta þilskipaút-
gerðarmanninum:
Þorskur 1. flokks 72 kr. skpd.
do. 2. — 62 — —
Smáfiskm • 1. - 60 — —
do. 2. — 50 — —
Langa 2. _ 60 — —
ísa 1. — 50 — —
do. 2. — 40 — —
Ufsi 28 — —
Til þess menn geti sem gleggst
séð mun á hinu setta fiskverði út-
gerðarmanna og hinu sanna fisk-
verði síðastliðið sumar, eins og
það var hér í Rvik, þá set eg liér
verð á botnvörpufiski, og skal það
þó athugað, að venjulegur verð-
munur á skútufiski og botnvörpu-
fiski hefir verið 3—4 kr. á skpd.
og jafnvel meira, — enda er, eins
og áður er sagt, skútufiskurinn
okkar besta vara sem kemur á
útlendan fiskmarkað, og hefir liann
átt mestan þátt í því góða áliti er
hinn íslenski fiskur hefir fengið á
iitlendum markaði. — Verðið var
hér algengast þetta, og var rnest
af botnvörpufiskinum selt óflokkað:
Þorskur óflokkaður 82 kr. skpd.
Smáfiskur óflokk. 74 — —
ísa óflokkuð 63 — —
Langa 76 — —
Ufsi 42 — —
Venjulega fæst helmingur af
botnvörpufiski í 1. llokk og slöku
sinnum litið eitt meira.
Taki maður meðalverð beggja
verðanna, sést það, að verðmunur-
inn er æði míkill, svo mikill, að
manni verður að spyrja: Hvar eru
takmörkin fyrir ásælni og ómannúð
þessara manna? Engan undraði
það því er það fréttist, að hásetar
hefðu tekið sig saman um málsókn
á hendur útgerðarmönnum, en
heyrst hefir að árangurinn hafi,
enn sem komið er, orðið æði lítill,
engin sætt eða samkomulag, jafn-
vel þótt hásetar væru fáanlegir til
tilslökunar að einhverju leyti.
Vonandi er samt að hásetar fylgist
hér vel að málum, þó fátækir séu,
og fái dóm i málinu, því eigi er
þeim gott að búa undir slíkri ó-
vissu um meðferð á aíla sínum.
Þar að auki ætti að mega
vinna málið, þar sem að undan-
förnu hefir ætíð verið litið svo á,
eða að minsta kosli leit hinn
góðkunni útgerðarmaður G. Z. svo
á i sinni útgerðartið, að hann væri
skyldugur að borga hásetum það
verð fyrir þeirra part fisksins,
sem tveir kaupmenn höfðu borgað
í kauptúninu, en sannanlegt er, að
áðurnefnt fiskverð var algengt hér
f Rv. og víðar síðastliðið ár.
Flestum er það kunnugt að
þilskipahásetar eru efnalitlir all-
flestir og sumir svo nauðstaddir,
að þeir verða að knýja á náðir
útgerðarmanna um lán út á vænl-
anlegan afla á skipum þeirra næsta
útgerðartímabil. En fæstir munu
fara fram á lánveitingu fyr en
neyðin kallar að, og kona og börnin
eru bjargarlaus heima, og geta því
allir skilið hvernig slikur maður
stendur að vígi um ráðingarsamn-
ing, er svo er ástatt fyrir, enda
hefir það komið í ljós, sérstaklega
í vetur, að menn hafa orðið að
skrifa undir sitthvað ógeðfelt, til
þess að fá þessa náðarmola, og
skal eg, máli mínu til sönnunar,
birta hér eitt slíkt skjal sem mér
hefir borist í hendur.
Það liljóðar svo:
»Eg undirritaður.......lýsi hér
með yfir þvi, að eg hefi veitt mót-
töku viðskiftareikningi mínum frá
firnianu ...... í Rvík yfir við-
skifti mín sem háseta á skipi firm-
ans árið 1913, og er hann samkv.
höfuðbókum firmans. Viðurkenni
eg hann réttan í öllum greinum,
bæði að því er úttekt mina og
innlegg snertir, og hefi eg engar
frekari kröfur á hendur firmanu
út af téðum viðskiftum mínum
hverju nafni sem nefnast.«
Þessi kvittun fyrir fyrra árs-
reikningi, og yfirlýsing um réltleysi
til frekari kröfu á hendur firmanu,
ber ótviræðan vott um hræðslu
við málsókn, og jafnframt vott
um hina örguslu kúgun, sem hér
heíir verið höfð í frammi — jafn-
vel síðan á 17. öld. Það þykir nú
i ár ekki nóg að fastákveða verðið
á fiskinum fyrirfram, og setja það
svo lágt, að hásetar geta aldrei
notið hærra verðs en sem svarar
58 kr. fyrir skpd. af besta þorski,
heldur verða þeir, ef að þeir ann-
ars vilja eða þurfa nauðsynlega að
fá skiprúm — að afsala sér kröfu
til ijárupphæðar, sem nema mun
svo hundruðum króna skiftir, að
minsta kosti hjá manni, sem verð-
ur allan útgerðartímann á skipi.
IJetta sýnist vera æði ískyggilegt,
ekki að eins fyrir sjómannastéttina,
heldur og fyrir bæjarfélagið i heild
sinni.
Við höfum átt hér í Rvík mjög
áhugasama og hrausta sjómanna-
stélt, sem hefir verið stoð þessa
bæjar, — og sem hefir í flestum
árum verið svo fengsæl, að fáir
hafa þurft á hjálp bæjarfélags-
ins að halda, — en eigi yrði það
mót venju og reynslu fyrri tima
þó að slík kúgun, sem hér er
minst á, yrði til þess að skapa á-
hugaleysi, dáðleysi og afturför í sjó-
mannastéttinni.og væri þaðilla farið.
Mér hefir talist svo til, og með
því þó að reikna skútufisk ekki
verðmeiri en botnvörpufisk, sem í
alla staði er ranglátt, — að háset-
um hefði borið að fá 15 kr. meira
fyrir hvert skpd. fisks síns en
þeir fengu síðastliðið ár. og er það
síst of hátt talið.
Eins og framar er sagt, er þetta
iskyggilegt fyrir bæjarfélag Rvikur.
Héðan gengu siðastliðið ár á fisk-
veiðar 18 skip, og mun það ekki
oftalið, að þau hafi fengið að
meðaltali 400 skpd. á skip, eða
7200 skpd. alls; hásetapartur-
inn því 3600 skpd. Setjum svo,
að aU hluti háseta hafi verið
héðan úr Reykjavik — sem mun
vera helst til lítið — þeirra hluti
þá 2700 skpd. margfaldaður með
15 kr., verða 40,500 kr. sem háset-
um bar að fá meira fyrir fisk sinn en
þeir fengu, og er það álitlegur
skildingur, sem margan hefir