Árvakur - 27.03.1914, Page 1

Árvakur - 27.03.1914, Page 1
ÁRVAKUR I. árg. Reylijavílí, F'östu.da.g- 27. Mars 1014. I ÍO. tbl. Kosningarskrifstofa Heimastjórnarmanna er í Hafnarstræti 16 (uppi til hægri handar) og opin daglega kl. 6—9 síðdegis. Kransar, fallegir og- ódýrir, ávalt fyrirliggjandi á Langaveg 22, Gabriella Benediktsdóttir. íeiðbsiningar við alþingiskosningarnar. Af því að kosningarlögunum heflr verið breytt siðan kosið var siðast, 1911, er sérstök ástæða til þess að leiða athygli kjósenda að breytingun- um og til þess jafnframt að rifja upp með þeim eldri, óbreyttu reglurnar. Kosningarathöfnin hefst á hádegi. En með þvi að slita má kosning- unni, ef hlé verður á því að kjósendur gefi sig fram, þá ætti hver kjós- andi að sæta fyrsta fveri til þess að ljúka sér af. Dragi hann það, gæti svo farið, að hann kæmi of seint, en af því gœti aftur leitt, að kosning- arnar færu alt annan veg en hann vildi. Fyrsta spor kjósanda, þegar á kjörstað er komið, er það að ganga að borði kjörstjórnar og taka við kjörseðli af henni. Kjörseðillinn lítur út svona: Jón Ma giiússon. JTóix Þorláksson. Lárus H. Bjarnason. Sigurður Jónsson. Sveiim 15jöi*n>-i«oii. Siðan gengur kjósandi rakleiðis inn í kjörklefann. En þ a r verður hann að g æ t a sin v a n d 1 e g a, því að þar tekur við breytingin, sem lögin frá 20. Okt. 1913 gerðu á eldri kosningarlögun- um. Áður gerði kjósandi blýantskross innan í augað fyrir framan það nafn eða (í tvimenningskjördæmum) þau 2 nöfn, sem hann vildi kjósa. En það má hann e k k i gera nú. Nú á hann að taka stimpil, sem stendur á borðinu í klefanum, og þrýsta stimplinum ofan yfir hvítu augun á svarta borðanum fyrir framan þ a u 2 nöfn, er hann vill h e 1 s t af nöfnunum 5, sem á seðilinn eru prentuð. Við neðsta 6. augað má hann e k k i koma og e k k e r t snerta við reitnum aftur undan þvi. Auganu og tpilnum er o f a u k i ð. Hann verður að stimpla yfir 2 augu. Stimpli hann að eins yfir 1 auga eða fleiri en 2, þá er seðillinn ógildur. Og hann verður að gæta þess, að stimpllmerkið hylji augim al- g e r 1 e g a, verður að þrýsta stimplinum aftur á augun, ef ekkí tekur nægilega á i fyrsta skifti. Sé þessa ekki gætt, er seðillinn ónýtui1. Það verður hann jatnframt að varast, að stimpilmerkið nái út fyrir svarta borðann. Borðinn er settur á seðilinn sem nokkurskonar skjólborð, til varnar því að stimpilmerkið sjáist, þó að örlitið fari út fyrir hvíta augað. Þegar kjósandi er búinn að stimpla 2 af hvítu augunum, verður hann að þerra stimpilmerkið svo vendilega með þerripappír, sem liggur á klefaborðinu, að ugglaust sé um það, að ekki komi klessa eða litur af því, þegar seðillinn er lagður saman. Kjósandinn verður að bera þerripappír svo oft á stimpluðu augun, að ekki votti fyrir tit á þerri- blaðinu. H é r þarf m e s t u aðgœslu við, þvi að blekið er mjög sterkt í stimplinum, enda seðillinn ógildur, ef merkið litar frá sér. Hafi nú kjósanda tekist hvorttveggja vel, að stimpla seðilinn rétt og að þerra stimpilmerkið vandlega, þá brýtur hann seðilinn í sömu brot og á seðlinum voru, þegar hann tók við honum af kjörstjórninni. Hann má ekki brjóta seðilinn öðruvísi, því að þá er seðillinn ógildur. Að því búnn fer kjósandi út úr kjörklefanum með seðilinn s a m a n- brotinn, gengur að borði kjörstjórnarinnar og stingur seðlinum sjálfur ofan í atkvæðakassann, þannig að enginn sjái hvernig seðillinn er merktur. Sjáist það, er seðiilinn ógildur. Kjósandi verður þannig aðallega að gæta þess: a ð stimpla fullkomtega yfir 2 hvítu augun, a ð þerra stimpilmerkið svo vendilega, að ekki liti frá sér, a ð brjóta seðilinn í sömu brot, a ð enginn sjái merkið á seðlinum. Treysti kjósandinn sér ekki til að kjósa upp á eigin spýtur, t. d. vegna sjóndepru, handskjálfta eða annara lögmætra vankvæða, getur hann kjörið þann úr kjörstjórninni, sem hann vill, til að kjósa fyrir sig eða með sjer. Mistakist kosningin að einhverju leyti fyrir kjósanda, afhendir hann kjörstjórninni kjörseðilinn og víkur þá um stund frá, en hann á heimtingu á að fá nýjan kjörseðil í lok kosningarathafnarinnar og má og á þá að kjósa aftur. Mundu þetta sérstaklega, kjósandi: 1. Svertu fullkomlega 2 hvítu augun með stimplinum. 2. Þerraðu s v ö r t u augun síðan vendilega. 3. Brjóttu seðilinn í sömu brot. 4. Láttu engan sjá hvernig seðillinn er merktur. Munirðu þetta nýtur þú áhrifa þinna sem ríkisborgari. Og kjósir þú þar að auki 2 hœfustu mennina, þá hefirðu gert tvent í einu, sjálfum þér og föðurlandi þinu gagn og sóma. Rauðu þrœðirnir í stefnu stjórnarinnar innanlands. Það væri ekki úr vegi, þó kjós- endur gerðu sér — nú fyrir kosn- ingarnar — rœkilega grein fyrir þvi, hverjir eru megindrœttir í stefnu nú- verandi stjórnar í innanlandsmálum. Um stefnu hennar út á við á ekki að ræða hér; hún er þjóðkunn, og gengur öll út á það að tengja okkur sem allra fastast við Dani (sbr. »Grútinn«, konungsúrskurðina í fána- og ríkisráðsmálinu o. fl.) Fólki er þessi þáttur, í stefnu stjórnarinnar, í ferskara minni, eigi hvað sízt fyrir það, að blöðin hafa miklu meira um hann talað, en hinn, sem veit að innanlandsmálum. En rauðu þræðina í stefnu stjórn- arinnar í innantandsmálum má finna í frumvörpum þeim sem hún lagði fyrir siðasta þing, og lagði allan sinn þunga á að fá framgengt, og þeir voru : að hœkka skattaálögur á þjóðinni, og að hœkka laun embœttismannanna; eigi hvað sizt þeirra hæstlaunuðu. Eins og kunnugt er, mistókst stjórninni í þetta sinn að koma fram þessari nytsemdar stefnu, fyrir vasklega framgöngu ýmsra þing- manna — í skattamálunum eigi hvað sizt 1. þm. Rvíkur L. H. B. og séra Kristins Danielssonar, og i launamálunum B. Sveinssonar o. fl. — en hún er ekki af baki döttin fyrir þvi. Hún hefir hátiðlega lýst því yfir, að þessi frumvörp skuli koma fyrir þingið „bráðlega“ aftur. Pessu mega kjósendur ekki gleyma þegar þeir ganga að kjörborðinu 11. april nœstk. til að stimpta yfir hvílu deplana á kjörseðlinum fyrir framan þá 2, af 5 fiambjóðendum, er þeir hafa úr að velja. Ef þeir vilja ekki — sem ég geri ekki ráð fyrir — að hengingaról nýrra skatta og hálauna sé reyrð að hálsi þeirra á næsta þingi, þá v e r ð a þeir að kjósa þá eina sem vissa og reynsta er fyrir, að komi þessari nafntoguðu stjórnarstefnu í sömu gröfina og hún var lögð í á siðasta þingi. Og þeir þurfa helzt að gera meira. í*eir þurfa að senda svo magnaða óvini þessarar stefnu á þing, að við hana verði bundinn svo þungur klettur, og henni sökt í svo djúpan hyl, að hún komi aldrei á yfir- borðið framar. Samkv. skatta-frumvörpum stjórn- arinnar, hefðu hinar nýju álögur kómið lang-tilfinnanlegast við f á - tæklinganá. f öðrum lönduin, t. d. á Eng- landi og í Bandarikjunum, er það eitt af aðaí-viðfangsefnum stjörn- anna, að 1 é 11 a byrðar fáteeka fólksins, á kostnað þess ríka, en

x

Árvakur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árvakur
https://timarit.is/publication/164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.