Árvakur - 27.03.1914, Page 2
68
ARVAKUR
„Ápvakup“ kemur venjulega
út einu sinni á viku.
Misserisgjald fastra, innlendra
kaupenda 1 kr. 25 aur, erlendis
2 kr. Er þannig ódýrasta blað
landsins. í lausasölu kostar blaðið
5 aura.
Sanngjarnt auglýsingaverð.
Útgefandi: Hlutafélag í Rvfk.
Ábyrgðar- og afgreiðslumaður:
Porsteinn Slgurðsson, Laugaveg
22 B. Sími 431.
Afgreiðslumaður einn annast alla
fjárheimtu. Hann og Gutenberg
taka við auglýsingum.
stefna íslenzku stjórnarinnar er alveg
gagnstœð, hún er sú að tétta byrði
efnaða fólksins, á kostnað þess
fátœka. Eitt gott dæmi þess er, að
samkvæmt lögum um tekjuskatt frá
1877 átti fólk sem hefir tekjur af
eign — jarðeignum, skuldabréfum,
hlutahréfum o. s. frv. — að greiða
í tekjuskatt af eign 1 kr. af hverj-
um 25 kr., sem tekjur þessar námu,
ef það var yfir 50 kr. samanlagt.
En eflir skatta-frumvarpi stjórnar-
innar átli alveg að sleppa efnaða
fólkinu við þennan skatt.
Þó það hefði mörg hundruð kr.
* — eða þúsund — i tekjur á þennan
hátt, þá átti það ekki að borga
neitt meira hlutfallslega en fátæk-
lingurinn. Og stjórnin seildist svo
langt niður til fátæklinganna, að hún
ætlaði að leggja skatt, er nam hálfri
þriðju krónu á 500 kr. árstekjur.
Nú eru 1000 kr. tekjur skattfrjátsar.
Eftirfarandi tafla sýnir rauða
þráðinn i tekjuskattsfrumv. stjórn-
annnar: Tekju- Skattur Hefði orðið
upph. nú. eftir frv.
500 kr. enginn 2,50
1000 — enginn*) 5,00
1500 — 5 kr. 10,00
2000 — 10 — 15,00
6000 — 100 — 105,00
8000 — 175 — 180,00
Á fátæklingum er skatturinn
haekkaður um mörg hundruð prósent
en á hálaunamönnum að eins um
2,*/t prósent.
Alt er á sömu bókina lært!
Stjórnin kemst heldur ekki hjá
þvi að viðurkenna hvernig hér er
farið með fátæka fólkið — það sem
œtti að vera með öllu skattfrjálst —
enda þó hún reyndi að breiða yfir
það eftir mætti.
í athugas. við frv, kemst hún svo
að orði: y>Hœkkunar þessarar gœtir
, . . . tiltölulega mest á lægstu
tekjunum, þótt hún sé e k k i
mikil i sjálfu sér«. (Alþtið.
1913, skj.p. bls. 215).
Hvað skyldi stjórnin kalla mikla
hcekkun, þegar mörg bundruð %
hækkun er ekki mikil?
Kanske að við fáum að sjá hana
í næsta tekjuskattsfrv. á þinginu í
sumar ? Þetta sem fram kom á
síðasta þingi var að eins »byr j un«
á skattahækkun, eftir þvi sem for-
mælendum fórust orð.
Ef svo slysalega tækist til, að
stjórnin yrði i meiri hluta á þinginu
i sumar, þá mætti jafnvel búast við
að skatturinn á lágu tekjunum yrði
hækkaður um 6—800*/#, en ekkert
á þeim sem hafa 6—8 þúsund kr.
tekjur.
*) Rangt i skýrslu stjórnarinnar, að
nú greiðisi 1 kr. ai 1000 kr,
Þegar maður íhugar hina frekju-
legu ágengni við fátœka alþýðu sem
fram kemur i þessum skattafrum-
vörpum, þá blöskrar manni alveg
sú ósvifni, þegar stjórnin segir í
áðurnefndum athugasemdum, að
y>hœkkun skattgjaldsins frá því sem
nú er, virðist ekki koma illa niður,
og stighœkkunin virðist ekki vera ó-
sanngjörn«.
Hvor skyldi t. d. betur standa sig
við að greiða skatt sinn, landritar-
inn, sem hefir 6000 kr. í laun, eða
500 kr. á mán. (auk ýmsra aukageta,
frímerkja, milliþingalauna, ritlauna
fyrir embættismannatal o. fl. o. íl.)
— eða verkamaðurinn sem alla daga
ársins verður að vinna baki brotnu
fyrir 8—9 hundruð kr. tekjum i
hæsta lagi, enda þó landritarinn eigi
að borga 105 kr., en hinn ekki
nema 2 kr. og 50 aura?
Eg skyldi glaður skifta.
Skaltgjald hans hefði hœkkað frá
því sem nú er um að eins 5 kr. —
segi og skrifa fimm krónur — en
verkamannsins um helminginn af
þeirri upphæð, eða kr. 2,50, úr engu.
Kjósendur kunna liklega að dæma
þessa sanngirni ])eim dómi sem hún
á skilið 11. Apríl n. k.
Um fasteignaskattinn, sem stjórnin
lagði fyrir þingið, er alveg það sama
að segja og um tekjnskattinn. Hann
hefði komið lang tilfinnanlegast við
litilmagnann. Skattinn átti að greiða
af eignunum alveg án tillits til hvort
þær væru mestallar i s k u 1 d ,
eða ekki, og jafnt af lóðum,
sem nú eru skattfrjálsar, eins og af
húsum.
Nú eru þinglýstar veðskuldir
dregnar frá áður en skattur er lagð-
ur á, eins og kunnugt er.
Eg er hræddur við að mörgum
Reykjvíkingnum hefði fundist þetta
koma óþægilega við budduna sína,
hefði það náð fram að ganga.
Alls átti þessi skatta/iœk/run að
nema 60 þús. kr., en hefði sjálfsagt
orðið í reyndinni mikið meiri, liklega
80—90 þús. kr., þvi þessi áætlun er
bygð á margra ára gömlum skýrsl-
um. — En landssjóður hefði liklega
ekki fengið mikið yfir 60 þúsundir,
því skattane/hdabáknin, sem voru
samferða þessum nýju skattaálögum,
hefðu gleypt margar þúsundir á ári,
jafnvel svo skifti tugum þúsunda.
Þetta hefði þvi sennilega orðið til
að bgrja með nálægt krónu skattur
til jafnaðar á hvert mannsbarn á
Iandinu, umfram þá skatta og tolla
sem nú þarf að greiða, en svo er
það kostulegasta enn ótalið við þessi
frumvörp, og það er það, að þessa
skatla átti að vera hægt að h æ k k a
með »ákvæði í fjárlögunum fyrir
eitt fjárhagstímabil i senn«.
Eyðslusöm stjórn, sem mokaði
landsfénu i allskonar óþarfa og
bitlinga til »Kotstrandarkvikinda« og
annara álíka kumpána, átti að geta
farið ofan i vasa landsmanna annað-
hvert ár eftir meira fé — að eins
hefði hún nógu fylgispakan meiri-
hluta þingsins sér fylgjandi,
Eftir 6 ára kjörtímabil og hækkun
t. d. á 3 fjárhagsþingum hefði kann
ske verið mögulegt, að láta skatt-
greiðendur — a. m. k. þá fátæku —
vera farna að kveinka sér undan
þessum álögum.
Hvað haldið þið um það alþgðu-
kjósendur?
Hefði nú átt að verja þessum
nýju sköltum til einhverra ákveðna
nytsemdar fyrirtækja, þá hefðu þeir
þó verið sök sér, eftir að búið var
að skelia af þeim versta ójöfnuðinn
í garð litilmagnans, en þegar
það fylgdi með að þá ætti að brúka
til að hcekka laun landritara, bisk-
ups og annara hálaunaðra embætt-
ismanna, þá mun fleslum hafa
fundist, að höfuðið væri bitið af
skömminni.
Það voru þeir sem stjórnin bar
fyrir brjóstinu. Þjóðin átti að leggja
á sig nýjar byrðar þeirra vegna.
Lifsnauðsynjar þeirra áttu að
hafa hækkað svo gífurlega í verði.
Rétt eins og þeir yrðu að kaupa
alt miklu dýrara en annað fólk.
Sannleikurinn er þó vitanlega sá, að
komist nokkrir að »kjararkaupum«
hér þá eru það einmitt þeir sem
hafa peningana í höndum — t. d.
embættismennirnir, sem fá Iaun sín
borguð fyrsta dag hvers mánaðar.
En þarna sjáið þið rauðu þræð-
ina í stefnu stjórnarinnar innan-
lands, þeir eru: ngjar bgrðir á al-
menning, svo hcegt sé að bœta kjör
þeirra manna sem eiga þau best i
þjóðfélaginu.
Kjósendur! Munið þetta 11. Apríl
þegar þið gangið að kjörborðinu.
Ef þið kjósið fylgismenn stjórnar-
innar, þá eruð þið að ganga inn i
skatta- og launa-gildruna. Annar
hefir fylgt skattafarganinu í þinginu,
og haldið þið að Jón Þorláksson
yrði ekki fáanlegur til þess? Og
líklega mundi hann ekki verða
Þrándur i Gölu launahækkana, eftir
áfergjunni í það að fá sin eigin laun
hækkuð.
Það er heldur ekki óliklegt að
Sv. Björnsson yrði skattafrv. fylgj-
andi. Lóðagjaldahœkkunin sem hann
var með í bæjarstjórninni — og sem
hún hefir svæft í nefnd á annað ár
— gengur í líka átt og fasteigna-
skattsfrv., og hefir sömu eiginleika,
að koma harðast niður á fátækling-
unum. Og eitthvað hafði hann verið
loðinn um skattamálin á fundi i
Sjálfstæðisfélaginu eigi alls fyrir
löngu.
En framkomu L. H. B. í skatta-
málum þekkið þið.
Honum eigið þið það mest að
þakka, að þið þurfið ekki að greiða
nú alt að tifalt hærri skatta.
Hefði hann ekki átt sæti á síðasta
þingi þá væri búið að færa skatta-
frv. yfir höfuð ykkur — þá væru
þau orðin að lögum.
Það munaði mjóu. Þau féllu með
jöfnum atkvæðum í neðri deild. Og
það er spurning um, hvort svo
hefði farið, ef ekki hefði verið haldið
eins vel utan um suma þingmenn
og gert var, því ekki lét stjórnin sitt
eftir liggja. Dæmið af Tryggva í
Kothvammi er þar gott sýnishorn.
Þó að L. H. B. hefði ekkert gert
nýtilegt á siðasta þingi, annað en
þetta, að eyðileggja skattafrv., og
með því spara Reykvíkingum stórfé
árlega, þá ætti það að vera eitt nóg
til þess, að honum yrði launuð
sú frammistaða með þvi, að gera
hann að 1. þingmanni kjördæmisins
aftur. Alþgðumaður.
Kœrð eru 14 botnvörpuskip fyrir ó-
löglegar veiðar við Vestmanneyjar. Er
Valurinn að leita þeirra.
Fyr og nú.
„Lögr.“ og L. H. B.
Það er nógu gaman að bera nýj-
ustu dóma »Lögr.« um L. H. B.
saman við fyrri dóma hennar.
Nú á hann að vera ónytjungur á
alt annað en bitlingaveiðar, og allra
manna óaðgengilegastur á þing.
En fyrir 2 árum var annað hljóð
í strokknum.
28. Júni 1911 segir hún meðal
annars, að L. H. B. hafi »verið einn
af helztu atkvæðamönnum sem
setið hafa á alþingi nú á síðustu
árum, starfsmaður hinn mesti og
með lífi og sál inni í öllum lög-
gjafarmálum Iandsins«.
27. Okt. s. á. ber hún af L. H. B.
bitlingabrigsi »lsafoldar« með þess-
um orðum :
y>Gamalt klœkjabragð
er það, að brigsla öðrum um það,
sem þeir sjálfir, er brígsla, finna sig
seka um, og svo má um það segja
er óaldarmenn fara að brígsla um
bitlingatökur á alþingi. Þeir segja
að L. H. B. hafi fengið samtals i
bitlinga 18 þúsund kr. En þetta
eru staðlaus ósannindi. L. H. B.
hefir ekki fengið aðra styrki úr
Iandssjóði en styrk til þess að búa
sig undir kenslu í isl. lögum, 2500 kr.,
að þvi er »Lögr.« minnir. Launin
fyrir það að hann hefir um tima
verið i bankaráði ísl.-banka, voru
ekki tekin úr landssjóði, heldur
borgaði bankinn þau«.
Og 2. Nóv. s. á. flutti hún L. H. B.
og Jóni Jónssyni dósent lof bæði i
bundnu og óbundnu máli, sagði
meðal annars eftir kosningu þeirra:
»Nú eru þingmenn Reykvikinga vel
valdir«.
Aumingja »Lögr.«. Hún er ekki
öfundsverð af húsbændunum. Fyr
má nú vera barka en láta gamalt
og dygt hjú slá sig sjálít opinber-
lega á munninn. X.
„Þjóöreisnar"- fundurion
21. þ. m. var ágætlega sóttur af
öllum flokkum. Alger húsfyllir.
Hr. Jón Ólafsson rithöfundur tók
fyrstur til máls, talaði um þing-
mannaefni Rvikur og mælti mjög
með L. H. B. Með þvi að vera má
að ræða hr. J. Ó. verði prentuð
skal ekki farið nánar út i hana hér.
Næstur hr. J. Ó. talaði hr. Lárus
H. Bjarnason aðallega um járn-
brautarmálið og konungsboðskapinn
frá 20. Okt. f. á. út af rikisráðsá-
kvæðinu.
Hér skulu birtir aðaldrættir úr
ræðu hans i hvoru málinu um sig:
Járnbrantarmálið.
Hann tjáði sig hafa verið hlyntan
hugmgndinni um lagning járnbrautar
béðan og austur að Þjórsá og vera
það enn.
En áður en ráðist yrði í fram-
kvæmdir, væri óhjákvœmilega nauð-
sgnlegt að afla sér ábgggilegrar á-
ætlunar um það, hvort lagning og
rekstur brautarinnar væri landinu
kleif.
Hann taldi áætlun hr. J. Þ. ekki
ábyggilega, hvorki um lagningar-
kostnaðinn né um reksturs-kostnað-
inn, og þó miklu siður um reksturs-