Árvakur - 27.03.1914, Page 3

Árvakur - 27.03.1914, Page 3
A;r va k u r 69 kostnaðinn, og færði til dæmi þvi til sönnunar bæði úr skýrslu hr. J. Þ. og annarstaðar frá. Taldi rétt að veita líka fjárupp- hæð og leitað var eftir i fyrra, um 18000 kr., til frekari rannsókna. Málið væri svo merkilegt og rann- sókn svo langt komið, að ekki tjáði að hætta við það hálfkarrað. Til þeirrar rannsóknar ætti að fá út- lenda, óvilhalla sérfræðinga, enda hefði það verið tilætlun meiri hluta járnbrautarnefndarinnar á þingi í fyrra. 3 sérfræðingar mundu fást hingað fyrir 12000 kr., eftir áreiðan- legura upplýsingum sem nefndinni bárust frá útlöndum. Hann vonaði að bæði járnbrautarmenn og járn- brautarandstæðingar gætu komið sér saman um þetta. Um hitt kynnu ef til vill að verða skiftar skoðanir, hvort fjárveitingin ætti að koma á aukaþinginu eða á næsta reglulegu þingi. Hann leiddi athygli að því, að skiftar kynnu að verða skoðanir um það, ef til brautarlagningarinnar kæmi, hvort œlti að ganga undan hinu: járnbrautin eða Flóaáveitan. Þá mundi og mega deila um það, hvort rekstursaflið ætti að vera raf- magn eða kol. Próf. Lorentzen frá Ameríku hefði sterklega haldið fram rafmagni og ætlað hinum útlendu sérfræðingum meðal annars að rann- saka það, enda búist við að raf- magn yrði notað hér til allra handa þarfa, ef brautin yrði rekin með þvi. Hr. J. P. héldi aftur á móti fram kolabrúkun. Ræðumaður kvaðst vona að væntanlegir sérfræðingar hölluðust að rafmagninu. Þá væri enn eitt mikilsvert atriði órannsakað, ef til framkvæmda kæmi, en það væri það, hvort landssjóður ætti að byggja brautina og reka eða fela það öðrum. Stæði landssjóður sjálfur fyrir hvoru- tveggju, hefði landið full umráð yfir fyrirtækinu. Margir óttuðust að það yrði landinu dýrara, en tæplega þyrfti svo að verða. Hingað til hefði landið t. d. ekki greitt hærri vexti af lánum sínum en 4— 4Va°/o, og væri það töluvert lægri vextir en járnbrautar-frumvarpið 1913 hefði heimtað. En þó að landssjóður feldi öðrum framkvæmdir væri hugsanlegar 2 leiðir. Önnur leiðin væri sú, að borga framkvæmdarmönnunum fast árlegt gjald, svo sem »Stóra norr- æna« og gufuskipafélögunum hefði verið greitt. Með því móli ynnist það, að áhœtta landssjóðs væri tak- mörkuð og annað hitt, að fram- kvæmdarmennirnir mundu láta sér annara um bæði byggingu og rekstur, er hagsmunir þeirra væru að nokkru leyti i veði. Hin leiðin, er ráðgerð hefði verið á þingi 1913, að leggja alla áhœtt- una óskorað á landssjóð, og ábyrgj- ast leyfishöfum auk þess háa vexti, sé ótæk með öllu. En það hetði járnbrautarfrv. hr. J. M. og þeirra félaga gert. Landssjóður átti að ábyrgjast leyfishöfum 5°/0 vexti i/2#/o auk viðhalds og reksturs- kostnaðar. Með þvi móti væri leyfishöfum borgið, hvernig sem fœri, enda mætti þeim þá og á sama standa eða þvf sem næst um vöndun byggingar og reksturs braut- arinnar. — Leyfishafar hefðu auk þess átt að vera undanþeqnir öllum skötlum til landssjóðs og sveita, bæði beinum og óbeinum, svo sem að- flutnings- og farmgjaldi af öllu til byggingar og reksturs brautarinnar. Peir hefðu og átt að vera undan- þegnir skaðabólum fyrir landnám. Áttu að hafa tekjur af simanum meðfram brautinni o. s. frv. Einka- rétt til rekstursins áttu þeir að hafa um 75 ár, en landið þó að geta keypt brautina eftir 10 ár. En við- búið, að endurkaupsrétturinn hefði orðið landinu nokkuð dýr, þar sem landið átti að borga það sem »sannanlega« hefði verið lagt til brautarinnar, en það mundi í reynd- inni líklega hafa orðið sama sem bókfœrt verð, og þvi hefðu fram- kvæmdarmennirnir vitanlega ráðið. Ef til vill myndu leyfishafar og hafa talið sér heimilt að leggja brautina alla leið austur að Jökulsá. Peir hefðu ekki þurft að skaðast á þvf, landssjóður stóð í ábyrgð fyrir vöxt- um og allri áhættu, en tap lands- sjóðs þá orðið alveg óútreiknanlegt. Engin áætlun til um byggingar- og rekstursfcos/nað austan Þjórsár, hvað mundi t. d. beizli á jafn útslátlar- sama skepnu og Þverá kosta. og heldur engin ágizkun til um tekjur af því svæði. Frumvarpið hefði lagt öll réttindin upp í fangið á leyfishöfunum, en allar skyldurnar á bakið á lands- sjóði. Því væri frumv. ótækt, en gallarnir á þvi ættu ekki að verða til þess að ónýta fremur lítil- fjörlegt framlag til úrskurðar þvf, hvort járnbraular-hugmyndin, er hefði náð föstum tökum á fjölda- mörgum, væri framkvæmanleg eða ekkí. Já eða nei við þeirri spurn- ingu þyrftu jafnt járnbrautarand- stæðingar sem járnbrautarmenn. (Framh.). Njörður. Úrhinum herbúðunum. Altuí ots nlstaðar L. IX. 13. »Morgunblaðið« ópólitiska hefir pað eftir hr. J. Möller bankaritara, að flokksmenn L. H. B. hafi lagt fæð á hann fyrir frammistöðu hans og »ofsa« í banka- málinu á pingi 1911. Dæmi hr. J. M. upp á »ofsa« L. H. B. og vanpóknun flokksbræðra er ekki sem best valið, pvi að L. H. B. var kosinn á ping 28. Okt. 1911 með 924 atkv., miklu fleiri atkv. en nokkur annar íslendingur hefir nokkru sinni náð. Eins og allir vita var bankamálið útrætt á oe/rarpinginu 1911, eða misseri á undan kosningunni. Annaðhvort heflr pví »ofsi« L. H. B. ekki verið tiltakanlegur eða viðkvæmni kjósenda hans fyrir otsanum ekki jafn- mikil og nú er sögð. Svo œtlax- kosningardagurinn að renna upp, að hvorki »ísaf.« né »Lögr.« sk^'ri nokkur pingmál fyrir kjósendum landsins eða segi peim eitt orð af frammistöðu stjórnar eða pingmanna á siöasta pingi. Einn kunningiim sagði L. H. B. hafa farið siðastliðinn sunnudag í kosn- ingaleiðangur með hr. B. Krisjánssyni suður með sjó. Kunninginn hafði »sjálf- ur séð pað«. L. H. B. skrapp pann dag upp að Vífllstöðum. Kunnlngjnrnir norður um Eyja- fjörð kvað segja, að hr. Debell hafl heypt L. H. B. fyrir nokkur púsund krón- ur til að »slást fyrir steinolíueinokunar- lögunum« 1912. Sagan ber vott um, aö ekki sé krögt af Alpingistíðindunum i kjördæmi ráðherra. siðasta er að flnna að pvi, að L. H. B. hafl ekki mótmælt stöðu- lögunum á pingi 1911. Hún er búin að gleyma pví, að mótmælin fóru fram í neðri deild og að L. H. B. sat pá i efri deild og að pá stóð öðru visi á en nú, Muunslát. Frú Soffía Kr. Torsteins- son andaðist laugardaginn 21. p. m. eflir punga legu, 75 ára að aldri, fædd 14. Jan. 1839. Foreldrar hennar voru Hannes kaupm. Johnsen, sonur Steingríms bisk- ups, og Sigriður dóttir Símonar Hansens kaupm. í Reykjavík. Hún giftist 16. Sept. 1861, Árna Thorsteinsson landfógeta og eignuðust pau 7 börn og eru 4 peirra enn á lífl: Hannes kand. jur. bankafull- trúi, Þórunn, kona Franz Siemsens fyrv. sýslum., Árni Ijósmyndari og tónskáld, og Bjarni, en dáin eru Sigríður, fyrri kona Páls Einarssonar borgarstjóra, Bjarni og Hannes sem dóu í bernsku. Frú SofTía var vönduð kona og vel látin enda virt af öllum, sem pekktu hana. Einar Arnórsson prófessor fór á sunnu- daginn austur til að halda pingmála- fundi á Eyrarbakka, Stokkseyri, Öllusár- brú og Húsatóftum. Hjónaefni. Egill Guttormsson verslun- arm., og ungtr. Ingibjörg Sigurðardóttir, uppeldisdóttir Haldórs Daníelssonar og frúar hans. 20 leit helzt út fyrir 1 rökkrinu, að það væri úr marmara, en pálmarnir, sem luktu um það á allar hliðar, vörpuðu smá- gerðum fjaðurmynduðum skuggum sínum á veggi og þak. Með allri neðri bygðinni lágu breiðar veggsvalir, sem voru þaktar jasmín-blómum, en mikill magnólium-meiður skygði yfir anddyrið. Öll voru herbergin uppljómuð og hlýju ljósi stafaði gegnuni gluggarúðurnar. Kvöldhelgin og ilmþrungna anganin, sem barst að vitum þeirra úr aldingarðinum, fylti nú huga Hamiltons sterkri og einlægri lífsgleði. Hann sneri sér að Saidie og hún brosti við honum, á meðan úlfaldinn lötraði hægt og rólega inn í garðinn. »Hvernig lízt þér á heimkynnin þín nýju, Saidie?« sagði Hamilton brosandi. »Það er hreinasta Paradis, herra,« svaraði hún frá sér numin af aðdáun. í anddyrinu stóð hópur innlendra þjóna, er biðu hús- bænda sinna til þess að taka á móti þeim, og þegar Hamil- ton og Saidie komu, köstuðu þeir sér allir á grúfu á gólfið. Hún kvaddi þá alla vingjarnlega og gekk fram hjá þeim að stiganum, en stúlkan, sem ráðsmaðurinn hafði vistað til að þjóna henni, stóð upp og fór með henni upp á loftið, en þar var henni vísað inn í baðklefa og fatabúr. Ráðsmaðurinn réð sér varla fyrir ánægju og drýgindum og fór sjálfur með Hamilton inn í stærri stofu, sem var ætluð til svefnstofu. Þegar þeir komu inn, rak Hamilton alveg í rogastans, svo honum varð ósjálfrátt aðdáunar-upphróp á vörum. Þetta var mesta lofið, sem hann gat borið á ráðsmanninn fyrir það, hvað hann hafði komið ölíu snildarlega fyrir. Við þeim blasti breið og lág hvila á miðju gólfi, og fjórir fallegir lampar með rauðum ljóshlífum vörpuðu birtu sinni á snjóhvita ábreiðuna. Blómskálar með lifaijdi blómum 17 undan tjaldinu. En ekki var það karlmannleg fegurð Hamil- tons, sem vakti athygli hennar; heldur langaði hana að eins til að sjá, hvort hann bæri marga hringa á höndum sér, og hvort stúku-hnappar hans væru úr silfri eða gulli. »Er Sahibinn nú kominn til að sækja m:g?« spurði Saidie í sinum mjúka, blíða rómi. »Já, en ertu tilbúin til þess að fara með mér?« spurði hann. Hamilton vissi vel, að þetta var óþörf spurning, en hann langaði til að heyra feginshljóminn í svari hennar. »Já, fyrir löngu,« svaraði hún. »Ég get ekki látið i ljósi, hve mjög ég hefi þráð komu yðar.« Zenobia, hin dansmærin, var nú líka komin fram i herbergið. Hún dró fram eina stólinn, sem til var, og sagði um leið og hún hristi handlegginn á Saidie: »Ætlarðu ekki að bjóða Sahíbnum sæti?« Saidie sleit sig úr fanginu á Hamilton og leiddi hann að stólnum, sem stóð á miðju gólfi fyrir framan glóðarkerið. Þegar Hamilton hafði með töluverðri fyrirhöfn komið sér fvrir á þessum litla, lága stól, settust báðar dansmeyjarnar á gólfið við fætur hans. Siðan lók hann upp peningaveski sitt og opnaði það. Kerlingin reis á fætur, og Zenobia leit ágirndaraugum til peninganna. Saidie ein hreyfði sig ekki; hún tók ekki augun af honum, en horfði stöðugt framan i hann með ástúð og aðdáun. »2000 rúpíur var verðið, sem okkur kom saman um. Hérna eru þær,« sagði hann, og tók um leið upp seðlahrúgu. Kerlingin rétti fram krepta og mórauða hendina, og tók við seðlunum; hún taldi þá vandlega og hatt þá síðan inn i

x

Árvakur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árvakur
https://timarit.is/publication/164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.