Árvakur - 27.03.1914, Blaðsíða 4

Árvakur - 27.03.1914, Blaðsíða 4
70 A R VA KUR Miygja vinnusfofa Baldvins Einarssonar Laugaveg 67. Skíða-íþróttin „íslenzka“. [Heimildarrit: Lærdóins-Llsta-Fé- lagsrit, VI. — Lovsaml. for Island. — Björa Bjarnason: Nordboernes legemtige Uddannelse i Oldtiden, Ólafur Daviösson: Skemtanir.] Hr. ritotjóri. — Fjarri sé það mér, að blanda mér inn í deilu þeirra herra Möllers og ö. M. Það sem kom mér til að taka pennann, var þesBÍ fullyrðing hr. ö. M. í „Lögréttu“ síðast: „Skíða-iþróttin, sem búin er að lifa 1000 ár hér á landi“. Hvað hefir hr. ö. M. fyrir sér í þvi, að skíða-íþrótt sé þúsund ára gömul hér í landi? Ég leyfi mér að véfengja þotta, som hr. ö. M. fullyrðir hér; on það er forn rök- fræðisregla, að á fullyrðanda hvilir sönn- unar-byrðin. Ég skal skýra frá, hvað ég hefi fyrir mér til véfengingar. Skíð og skíða-ferðir eru ekki óvíða nefnd i fornsögunum; ekki þó, svo ég muni, nema í einni íslendinga-sögu — cn alstaðar er það um skíðaferðir í Noregi. Hvergi er, mér vitanlega, getið um skíða- ferðir á íslandi. Nú eigum vér tiltölulega mikið af fotn- sögum, sem gerast oinmitt þar sem skíð hefðu hlotið að vera mest tíðkuð: Ljós- vetningasögu, Roykdælu, Yíga-ölúms-sögu, Svarfdælu, Valla-Ljóts-sögu, allar Austfirð- inga-sögurnar og Þættína, og sömuleiðis sögur, er gerast á Vestfjörðum; onn fremur eru sumar sögur, er segja frá viðburðum um alt land, t. d. örettla, Sturlunga. Þar sem nú iðulega er minst á skíða- feiðir i Noregi, þá er hins vogar hvergi minst á skíð á íslandi — hvergi í vorum fornu sögum né i bómentum síðari alda alt fram yfir miðja 18. öld. Þetta væri alveg lilt hugsandi, ef skíða- íþróttin hefði nokkru sinni til íslands borist og verið tíðkuð hér. Hennar hlyti þá að finnast einhverstaðar getið í fornsögum vor- um, og það væri litt hugsandi, að hún hefði lagst svo niður, ef hún hefði nokkru sinni verið tiðkuð hér, að skiða-notkunar á ís- landi fyndist hvergi getið í bókmentum vorum á fyrri né siðari öldum. — Að Magnús Ólafsson (Laufáss-prestur 1622—1636) samdi all-ítarlega lýsing á gerð skíða (sjá doktors- ritgerð Björns Bjarnasonar, 93. bls. nm.), bondir og til þess, að skið hafi þá verið ókunn hér á landi. Doktor Björn getur þess (1. c.), að Egg- erti Ólafssyní (um miðja 18. öld) hafi verið talið til lofs, að hann hafi kunnað vel ,á skíðum. Hefir hann án efa lært það i Nor- egi og væntanlega haft með sér skið út hingað. En enga útbreiðslu virðist íþróttin hafa fengið hér frá honum, enda dó hann ungur. Alt fram að 1780 eða þar um bil virðist skiða-íþróttin eigi hafa verið til hér á landi. En um það leyti flyzl hún hingað frá Noregi. Sá Norðmaður hét Buch, og var verzl* unarþjónn á Húsa7ik, er hingað flutti sktð og kendi mönnum á þau. Var einn nafn- kendasti lærisveinn hans öunnar Þorsteins- son (,,Skíða-önnnar“) faðir séra Sigurðar hoitins á Hallormsstað. 1786 veitir konungur Buch og Ounnari verðiaun fyrir skíðahlaup, og heitir verð- launum hverjum þeim í Vaðlaþingi, er skíða- ferðir nemi „til gagns og fullkomnunar11 næstu 3—4 ár. Svo gersamlega ókunn hefir skíða-íþróttin verið hjer þá.1) Svo er að sjá sem Buch hafi haft hingað út bæði skið (algeng) og andra. Nú er skíða-nafnið haft hér um hvorttveggja og kallað sldði (í stað réttu myndarinnar: skíð). En eiginlega er þó sitt hvað, því að andrar eru skíð, fóðruð að neðan með selskinni. Júl. Havsteen amtmaður hefir sagt mér, að föður sínum hafi verið gefin skíð fóðruð með selskinni, og Þorst. ritstj. öíslason, sem er 17 árum yngri en ég, hefir sagt mér, að hann hafi séð slik skíð á Austurlandi á upp- vaxtarárum sínum. Loks vil ég taka fram, að engin sönnun fyrir skíðaferðum hér á laudi verður dregin 1) Rétt er þó að gota þoss, að í viðauka (eftir Jón Þorkelsson), sem prentaður er moð dönsku þýðingunni á bók Audersons um ísland (Kh. 1748), er þess getið, að skíð sé varla til hér á landi, nema í Fnjóskadal. Er líklegt að þau hafi þá stafað frá Noregi. Ef til vill hefir einhver pantað sér þau, er frétt hefir haft af Eggerti ólafssyni. af því sem stendur í örágás; „nú skulu þeir vora menn sáttir ok sammála, hvar som þeir finnast á landi eða á vatni, skipi eða skíði“. í fyrsta lagi af því, að lög vor in fornu fengum vér frá Noregi, og eru lög vor því einatt alveg samhljóða norskura lögum; oinkum á þetta sér stað um stuðlaðar setn- ingar eins og „skipi eða skíði“ (sbr. „valr flýgr várlangan dag ok Btandi honum beinn byrr undir báða vængi“). Stuðlaðar setningar í fornlögum vorum munu ávalt vera teknar orðrétt upp úr norskum lögum. í öðru lagi er siðr en okki víst, að „skið“ merki hér þessi göngutæki manna. Menn gengu ekki á (einu) skíð/, heldur á (tveim) skiðum. Skið er upphafl. tréklofningur, fjöl. Er því eins liklegt, að á skipi eða skíði merki: á skipi eða (hús) gólfi (sbr. skipsfjöl = þiljur). Að draga (eins og Dr. B. B.) nokkra á- lyktun af því, að íslenzk skáld noti skíð og Öndur i skipakenningum, nær engri átt. Á sama hátt mætti álykta, að fura hafi vaxið á íalandi á sögu-öldinni, af því að skáldin kenna konu við furu. Niðurstaðan verður þá þossi: 1. Engar menjar þess eða vísbending um það er að finna i fornsögunum eða nein- staðar í íslenskum ritum fyrr né síðar, að skiða-íþrótt hafi nokkru sinni framin verið á þessu Iandi fyrri en um miðja 18. öld. 2. Að íþróttin kemur hingað frá Neregi. 3. Sje um nokkra „íslenska11 skíða-iþrótt að tala, er hún vart eldri en 130—140 ára gömul. Þetta virðist mega hafa fyrir satt, mcðan engin sönnun kemur fram fyrir öðru. Jón Ólalsson. Skrítla. Tveir kunningjar, sem við skulum kalla A. og B., liittust á götu núna i vikunni og skittust á þessum orðum: A. »Hvað heldur pú, að bæjarfógetinn þurfl oft að vikja úr dómarasæti, þegar hann er orðinn þingmaður Reykjavíkur, fyrst hann þurfti jafn oft og raun helir á orðið, að víkja sæti, meðan liann var þingmaður Vestmanneyinga?« B. »Væntanlega ekki oftaren dæma þarf.« A. »Hver borgar þann kostnað?« B. »Ætii landssjóður borgi það ekki lasm.« Kári. cTC&lgi Suémunésson aktýgjasmlðnr. Langaveg 43. Vönduð vinna. Fljótafgreiðsla. fáttanejnðín. Það er sagt, að fánanefndin hafi nýlega skrifað skipstjórafélaginu »Aldan«. Hafði hún tjáð félaginu, að enginn grískur fáni, hvorki á landi né sjó, væri tiltakanlega líkur íslenska fánanum og jafnframt spurst fyrir um það hjá félaginu, hvort það teldi íslenska fánann svo líkan sænska fánanum, að ástæða væri til að breyta gerð hans. »Aldan« hafði kveðið nei við spurn- ingunni, og lagt til að gamla gerð islenska fánans væri látin halda sér. Með þessu bréfi hefir nefndin komið því upp um ráðherra, sem »Árv.« gat sér þegar til, að upp- götvun ráðherra á gríska »land- flagginu« væri runnin af sömu rót og fyrri uppgötvanir hans á »Krítar- flagginu« og herflotamerkinu gríska, væri með öðrum orðum ekki annað en vífilengjur til að spilla fyrir sam- komulagi um íslenska fánann, sem ráðherra og nánasta fylgilið hans hefir hingað til kallað annaðhvort Krítarfána eða sultarfána. Hafi »Aldan« þökk fyrir undir- tektir sínar og tillögur. Og muni nú kjósendur, að sigla í kjölfar »Öldunnar« 11. April nk., og kjósi ekki aðra en þá, sem kunn- ugt er um að fylgja gömlu gerðinni. Fylgjum allir islensku litunum, litum heiðblámans og mjallarinnar, Fylgjum allir íslensku fánagerðinni, úr því að ekkert land á sammerkt við oss. Munum það meðal annars 11. Apríl. Prentsmiðjan Gutenberg. 18 hornið á kjólnum sínum. »Upphæðin er rétt,« sagði hún að lokum. »Hvenær þóknast Sahibnum að hafa ambáttina á brott með sér?« »í kvöld,« svaraði Hamilton og leit spyrjandi augum á Saidie. Því þótt hann hefði nú keypt hana og goldið kaup- verðið, hlaut hann, norðurálfumaðurinn, að fara að nokkru að vilja stúlkunnar. Kerlingin baðaði frá sér höndunum i uppgerðar- ofboði. »í kvöld! Hún sem á eftir að klæða sig og baða sig; og brúðarkjóllinn hennar er heldur ekki tilbúinn. Háttvirti herra, það er alveg ómögulegt.« Hamilton leit aftur á Saidie, og hún kraup nær honum, og lagði höfuðið á kné hans. »Jú, í kvöld, farið með mig í kvöldi« hvfslaði hún. »Það stendur við það sem ég hefi sagt,« sagðí hann stuttur i spuna. »Úlfaldinn minn bíður hérna fyrir utan.« »En hún er skólaus!« greip kerla fram i. »Hún getur ekki gengið niðui stigann.« »Þá get eg borið hana niður!« svaraði Hamilton glað- lega. Hann spratt upp og tók hana í fang sér. Hún hjúfraði sig upp að honum, og grúfði andlitið við brjóst hans, og rak um leið upp lágt fagnaðarhljóð. Kerlingunni varð nú orðfall, en Zenobía skellihló. Englendingurinn var svo hár og þrek- inn, að Saidie var sem barn í fanginu á honum. »Zenobia, viltu ekki lýsa okkur með lampanum, svo að Sahibinn sjái til að komast niður stigann?« sagði Saidie. Hún tók hring af handlegg sér og rétti stallsystur sinni. 19 »Vertu sæl, Zenobía, ég vildi óska þér þess, að þú yrðir ætið jafn-ánægð og ég er nú.« Zenobía tók við hringnum, og tók lampann niður af veggnum og lýsti þeim. »Vertu sæl, móðir mín!« sagði Saidie við kerlinguna. »Vertu sæl, dóttir mín, og vertu hlýðin þessum nýja húsbónda þínum, og reyndu ætíð að þóknast honum.« Nú var gamla heimili Saidie lokað á eftir henni; og i skímunni, sem lagði af oliulampanum, bar Hamilton hana hægt og gætilega niður hálfdimma stigana. Fyrir utan lá úlfaldinn og beið þolinmóður eftir hús- bónda sinum. Þegar Hamilton kom út, leit úlfaldinn við og horfði á hann stóru, greindarlegu augunum sínum, og frisaði ánægjulega. »Úlfaldanum þykir líka vænt um Sahíbinn‘« sagði Saidie, um leið og Hamilton setti hana niður á dúnmjúka ábreiðuna, sem hann hafði í söðuls stað. Síðan settist hann niður fyrir framan hana. »Haltu þér fast í beltið mitt!« kallaði hann um leið og hann tók í taumana. »Ertu til, svo að úlfaldinn megi standa upp?« Hann fann, að hún greip heitu litlu hendinni fast i belti hans. »Já, ég er til,« svaraði hún. Hamilton gaf nú úlfaldan- um bendingu um að standa upp, og reis hann hægt á fætur. f*au riðu nú gegn um borgina, þar sem flestir voru nú í fasta-svefni, og þvert yfir sléttuna út að nýja heimili sínu. III. Húsið á graseynni, sem þau nú voru að nálgast, var ákaflega fagurt og aðlaðandi. Það var hvitt, tvilyft hús og

x

Árvakur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árvakur
https://timarit.is/publication/164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.