Baldur - 30.03.1903, Blaðsíða 4
4
BALDUR, 30. MARZ 19O3.
HnausaP. O., 23. marz 1903.
Hcrra ritstjóri ’Baldurs'!
Samkvæmt umtali ókkar viðvfkj-
andi samskotum í Gimlisveit ti!
ekkjunnar Mrs. Oddleifsson, þíi
scndi jeg þjer nú lista yfir það sem
hefir verið skotið saman f norður-
hluta Breiðuvfkur. Þar sem þetta
er það stórkostlegasta sorgarefni
scm hcfir viljað til í þcssari sveit,
þá er óhætt að treysta mönnum til,
að taka sanngjarna hluttekning f
þcssu máli, sem vjcr gctum svo vel
gj'irt með þvf móti, að láta sam-
skotasjóðinn verða myndarlegan og
nýlendunni í heildinni til sóma.
Það hefir nú þegar verið skotið
saman töluverðri upphæð í Mikley
og í Árnesbyggð. Einnig hefir
Tryggvi Ingjaldsson gengið fyrir
samskotum f Árdalsbyggð ; og vil
jeg nú óska eftir að hver deild út
af fyrir sig, sendi yðar hciðraða
Blaði Iista yfir allt það samskotafje
sem saman kemur f henni, svo sjá
mcgi hvað saman kemur f allri ný-
lcndunni. Það er óhætt að full-
yrða, að allir munu hafa ánægju af
að taka hluttekning f þessu máli á
þenna hátt.
Virðingarfyllst
Stephan Sigurdsson.
* *
-*
SAMSKOT
til Mrs. Oddleifsson.
XJr norðurhluta Breiðuvíkur.
$
Stephan Sigurðsson ........50,00
Sigurjón Sigtirðsson . ..... , 5,00
M. M. Jónasson............. 2,00
Björn Skaftason............ 6,00
Mrs. M. M. Jónasson .... 1,00
Guðmundur Martcinsson . . 2,00
Jón Björnsson ............. 3,00
Ármann Magnússon .......... 1,00
Mrs. Sigríður Martin .... 1,00
Bjarni Marteinsson ........ 1,50
Mrs. Björnsson ............. 0,75
M. Jónsson ................ 0,50
Kristjana Bergson.......... 2,00
Páll Baldwins ............. 1,00
Gunnar Helgason............ 2,00
Jón Melsted, Arnes P. O. 1,00
Hermann Ólafsson 0,25
Ártfi Björnsson ..;......... 0,50
80,50
Nýja ísland.
25 þ. mán. hjeldu Coservativar
fund á Gimli til að velja sjer þing-
mannsefni fyrir næstu fylkiskosn-
ingar. Fundurinn var fjölmennur,
vel sóttur úr öllum pörtum Nýja-
Islands. Forseti kosinn Jón Sig-
valdason, skrifari S. Thorwaldson.
Eftir að forseti hafði ávarpað
fundinn, stóð upp S. Sigurðsson,
kvaðst hafa ánægju af að sjá fifnd-
inn svo vel sóttan. Aldrci hcfðum
við haft eins góðan þingmann, hann
hefði gjört meira en nokkru sinni
áður, meira verið gjört á þessu
kjörtímabili en á átta árum þar á
undan. Til nefndi B. L. Baldwin-
son sem þingmannsefni conserve-
tiva flokksins f þcssu kjördæmi.
S. Thorwaldson studdi tilnefn-
ingúna, endurtók orð Sigurðssonar
að meira hcfði verið gjíirt á fjórum
árunum síðustu, en átta þar á und
an. Stjórninni hefði tekist að koma
jafnvægi átekjur og gjöld fylkisins,
gæti sýnt um 300.OOO doll. f sjóði,
móti 200.000 doll. sjóðþurð er hún
tók við, og allt þetta án þess að
lcggja skatta á bœndur, cn hefði
skattað járnbrautarfjelög og þó
lækkað flutningsgjald. Henni hefði
tekist að innheimta frá Dominion
stjórninni $200.000 sem Greenway
hefði ekki getað. Hún hefði haft
dugnað til þess að herja það út úr
Dominion stjórninni, scm allt af
vildi undiroka fylkin.
Tilnefning Mr. Baldwinsonar
var samÞykkt f einu hijóði af þeim
sem atkvæði greiddu, 20 alls. Þá
hjelt Mr. Baldwinson alllangaræðu,
sagðist hafa fengið mcira lof en
hann ætti skilið. Aldrei hefði verið
eins mikið um dýrðir við tilnefn-
ingar sfnar og nú. Þrennt mundi
haft móti stjórninni: að hún hefði
farið illa mcð fje f sambandi við
sölu M.N.W. járnbrautarlandanna,
járnbrautarsamningarnir væru illa
útbúnir, og að hún hefði vcrið
eyðslusöm, í 11 ár hefði á hverju
ári verið sjóðþurð hjá Greenway,
sem nam pinum fjórða úr milljón á
ári, nemaárið sem hann scldi Rauð-
arárdalsbrautina- Rentur af skuld-
um fylkisins næmu $165.000 ár-
lega. En hvernig svo scm þcssi
stjórn (Roblins) hcfði farið mcð
fjeð, þá hcfði hún haft áflcgan
tekjuafgang.. Hún hefði skattað
banka, lánfjelög, og járnbrautarfje-
lög, og lagt meira til almennings
þarfa og umbóta. Þið nýlendu-
menn hafið fengið ykkar skerf, ekki
kannske eins og þið hefðuð þurft,
cn allt sem sanngjarnt var að ætl-
ast til af einum manni. Játaði að
ráðgjafaplankinn hefði brotnað, en'
það hefði ekki verið hægt að kom-
ast af með þrjá ráðgjafa. Sparnað-
ur f niðurfærslu á kaupi þingmanna
nemur $8.000 á ári. Kosninga-
lögin nýju hefði reynzt vel annars
staðar, ættu að gjöra það í Mani-
toba, eru svo útbúin að sami mað-
ur geti ekki vcrið á listanum f mörg-
um stöðum f senn. Þá fór ræðu-
maður út f M. N. W. járnbrautar-
landasöluna, conservativar scgðu,
að samningar Greenway’s um þau
orsökuðu milljón doll. tap, og svo
væri röng bókfærsla sem næmi
$45.000 í sambandi við þau hjá
honum. Játaði að útgjöldin hefðu
vaxið. 70 þús. doll. meira varið til
mcnntamála, ’við höfum aukið laun
kcnnaranna1, sagði ræðumaður,
kvað það mundi mælast vcl fyrir.
Það sem B. B. Olson hefði ver-
ið borgað fyrir að stýra atkvæða-
greiðslunni um vfnbannslögin,
hefði ekki runnið allt f hans vasa.
Hann hefði borgað sínum aðstoð-
armönnum. Olson hefði verið dug-
legur að tala sig inn á stjórnina.
Hann hefði komið þvf til leiðar að
nú væru 13 kynbótagripir nýkcypt-
ir inn f nýlenduna, og að bœnda-
fjelög væri nú stofnuð og smjer-
gjörðarhús f vesturhluta kjördœm-
isins. Af þvf þetta fylki (hefir lfk-
lega mcint sveit) hefði enga járn-
braut, þáhefði Roblin lofað $2500
árlega til vcgagerðar. En hlut-
fallslega bæri Gimli ekki meira en
$1500. Alls væri nú komið um
$6000, þriðjungi meira árlcga en
áður. Hann (ræðum.) ætlaði sjer
að sýna þcss áþreifanlegan vott að
hann hefði verið uppi fyrir vestan
haf og þingmaður Gimlunga,
Reyndar hcfði hann Iagt meiri á-
herzlu á norðurpartinn, en svo ætl-
aði hann að snúa sjcr að suður-
hlutanum seinna. Hann fór yfir
fargjaldamálið, cn niðurstaðan varð
hin sama og áður hefir komið f Ijós
við umræður um það mál f Hkr. og
Lögb. Innan 90 daga mundi flutn-
ingsgjald á hveiti vcrða komið ofan
f 10 cts. og á öðru vörum að sarr.a
skapi. Þingmaðurinn endaði með
þvf, að sigurinn væri sjer vfs við
næstu kosningar. Það þyrfti meira
afl, en mótstöðumenn sfnir hcfðu
yfir að ráða, til að fella sig. Fund-
urinn fór vel fram, mcnn hlustuðu
með athygli, en mikið má það vera
ef allir hafa grætt mikið á tölum
þcim er upp voru-Iesnar. Fundur-
inn var einhliða flokksfundur, eins
og þess kyns fundir eru vanir að
vera. Áhcyrendur alls, nokkuð á
annað hundrað.
þessu blaði Baldurs birtist ávarp
frá Mr. S. Sigurðssr n, um sam-
skot handa Mrs. Oddleifsson. Sam-
kvæmt ávarpinu hefir norðurhluti
sveitarinnar tekið drengilega í þetta
mál, og það má ganga út frá þvf
sem sjálfsögðu, að Vfðirncsbúar
láti ekki sitt eftir liggja. í svona
sjerstökum sorgar og slysa tilfell-
um ætti það að vcrða að venju, að
samskota væri leitað, ekki einung-
is í næsta nágrenni, heldur í allri
svcitinni. Baldur mæ' r fúslega
og fastlega með þvf, að menn taki
alinennt þátt i þessum samskotum.
Smærri scm stærri upphæðum
verður veitt móttaka á starfstofu
Baldurs, og listi yfir gefendur og
upphæðir jafnóðum birt f blaðinu.
C—-<?í,THEi7íO
FOR TWENTV YEARS IN THE LEAD
Automatic talce-up; self-setting needle: se1f-
threading shuttie; antomatic bobbin wlndcr;
quick-tension release; all-steel nickeled attach-
meuts. Patknted Ball-bkaring Stand.
• UPERIOR TO ALL OTHCRS
Handsomost, easlest nmnlng, most nolsoless,
most durabfo- ......Ask your Uealer for the
Eldredoo “B," and donot buy any machlno un-
•11 you bavo seen the Elqredae "B.’’ Oom-
•'aro lts quallty and prlce, and ascertaln 1«
ruperlority.
If Interested senð for book nhout Eldrldgo
i‘B." We will mail it promptly,
Wholesale Distributors; j
Uerrlck, Andcrsou & Co., Wlnnlpeg,