Baldur - 12.10.1903, Qupperneq 2
2
BALDUR, 12. OKT. I903.
BALDUR
ergefinn útáGIMLI, Manitoba.
Kemur út ginu sinni í viku.
Kostar $1 um árið.
Borgist fyrirfram.
Útgefendur:
Nokkrir Ný-Íslendingar.
Ráðsmaður: G. TiiORSTElNSSON.
Rreritari: JóHANNES VlGFöSSON.
Utanáskrift til blaðsins:
BALDUR,
Gimli, Man.
Verð á amáum auglýeingum er 25 eente
fyrir þumlnng dálkalengdar. Afsláttur er
gefinn á atœrri auglýsingum, Bem birtaat í
blaðinu yfir lengri tíma. Viðvlkjandi
sVíkum afalætti, og öðrum fjármálum blaða
ins, eru menn beðnir að snúa ajer að ráða-
mauninum.
MÁNUDAGINN, 12. OKT. I9O3.
HEIMA.
Við hvað ertu hræddur, þú lifir
í þínu eigin heimkynni. Þessi al-
heimur var gjörður. handa þjer til
að búa í, til að njóta hans. Láttu
ekki eins og þú sjert framandi,
vertu eins og þú sjert heima hjá
þjer. Hín undarlegu náttúrulög,
bæði þau þekktu og þau óþekktu,
eru og verða þjer til góðs, þegar
þú ert órðinn svo vel að þjer, að
, \
þú kannt að færa þau þjer f nyt.
Þú munt þó ekki ímynda þjer
að þú sjert kominn í þenna heim
af hendingu, eða að þú sjert út-
lendingur í honum. Ef þú skoð-
ar veru þína í honum þannig, þá
þarft þú að læra betur, því þú crt
erfinginn að höllinni, og allt sem
cr f kringum hana er ætlað þjer
til nota þegar þú vex upp, og
verður fær um að njóta þess. Eng-
inn getur hrakið þig af eign þinni,
enginn gctur rekið þig út, þú ert
heima hjá þjer.
Þráirðu annað heimkynni? Ertu
ergilegur og ónotafullur yfir sorg-
um og mæðu þessa heims, ogheld-
urðu að þjer muni líða betur á ein-
hverjum öðrum stað ? Heyrðu,
þjer getur ekki liðið betur þangað
til þú hefir gengið í gegnum þraut-
irog mæðu þessa verustaðar þíns,
og sigrast á þeim. Þú ert einmitt
á þínum rjetta stað, þú hefir ein-
mitt þá hluti f kringum þig, sem
þjer eru nauðsynlegir, og færð ein-
mitt það sem þú vinnur til, og þar
til þú sannfærist um að þetta er
satt, muntu verða að búa við sams-
konar kringumstæður og þú hefir
nú. En þegar þú sannfærist um
að kringumstæðurnar eru eðlilegar
og sanngjarnlegar, og að þú ert
ekki olbogabarn rjettlætisins, að
þjer er úthlutað þvf sem þú hefir
unnið til, og vinnur til, þá ferðu að
verða undirbúinn fyrir næsta spor
fram á við, og munt vcrða aðnjót-
andi nýs útsýnis, nýrra kringum-
stæða, nýrra verkefna, nýrrar
frœðslu, og nýrra skemmtana.
Jeg heyri suma af yður tala um
dauðann. Það lítur út fyrir að
þeir vonist cftir að verða allt aðrar
verur, undir eins eftir að þeir hafa
dregið andann í seinasta sinní á
þessari jörðu. Þjer talið um að
verða bráðum andar. Trúi jeg
þessu ?
Náttúrlega trúi jeg þvf. Jeg
veit það. En jeg veit nokkuð
meira, og það er, að þú ert allt að
einu andi (spirit) nú eins og þú
nokkurntíma verður í einnverjum
öðrum heimi. Hefir þú fmyndað
þjer að einhver undra vera myndi
eins og vaxa út af þjer, og að sú
vera sje svo það, sem þú kallar
anda þinn ? Slúður ! Þú ert and-
inn, en sá hluti þinn, sem ekki er
eiginlega þú, og sem þú varpar
fyrir borð, var aldrei þú. Sá þú,
sem segir JEG ER, er þín sanna
vera, þú sanni sjálfur, hinir partar
þfnir eru verkfæri, áhöld, umbúðir,
sem þú ert að nota.
Og hvers vegna sjerðu þetta
ekki ? Þú talar um ,,sál mfna“,
,,anda minn“, og svo framvegis,
það er þreytandi að heyra það,
vegna þess að það sem hugsar og
talar — þú — er ,,sálin“ eða “and-
inn“ sem þú ert að tala um.
Þú talar eins og hinn líkamlegi
hlutí þinn, sem sífellt er að breyt-
ast, værir þú. Þúert líkurdrengn-
um með gamla hnífinn, sem hann
ljet smfða upp hvað cftir annað,
þó búið væri að skifta um bl'iðin f
honum sjö sinnum og sköftin þrisv-
ar sinnum, þá fannst drengnum
það nú samt vera sami gamli hníf-
urinn.
Já, þvf ekki það, þú gætir farið
úr lfkama þfnum þess vcgna, (og
má vera að þú gjörir það mcira en
þú verður var við), að þú yrðir
sami t>ú. Þú getur yfirgefið líkama
þinn alveg eins og föt þín, en samt
sem áður verðnr hinn sami ein-
staklingur. Það er undramikill
munur á einstaklings eðli og per-
sónugervi, þú getur ekki losað þig
við hið fyrra, en hinu má breyta.
Hvað er svo að hræðast ? Eng-
inn megnar að skaða það virkilega
i’tí, það er ekki hægt að þurka út
tilveru þfna. Ef ein einasta ögn
(atom) andans eyðilegðist, mundi
heila byggingin hrynja, það er ó-
mögulegt að flæma þig úr alheim-
inum, afþeirri einföldu ástæðu, að
það er enginn annar staður til fyr-
ir þig. Þú kemst ckki út fyrir al-
heiminn, þvf ekkert er til fyrir ut-
an hann, þvf það er enginn staður
til fyrir þig fyrir utan það, sem
grfpur yfiralla staði. Svo talarþú
um tfma og eilífð, en gætir þess
ekki að þú ert rjett í þessu augna-
bliki í eilífðinni, í dag, á morgun
og endranær, og að þú átt heima f
alheíminum, þú ert og verður þar
alltaf, því í annan stað er ekki að
vcnda.
Hvað er þá að hræðast ? Hver
getur meitt þig? Þeir geta ekki
drcpið þetta þít. Þcir gcta ekki
látið þig hætta að vera til. Þeir
geta ekki hrundið þjer út úr alheim-
inum, svo hvað geta þeir gjört ?
Og eftir allt, hverjir eru þessir
„þeir“ ? Þú talar eins og þú ættir
að berjast við þjcr andstæð öfl og
áhrif, utan að komandi, en hvaðan
að utan ? Utan við hvað ?
Hvaða verur sem til kunna að
vera á jörð eða í lofti, þá eru þær
skapaðar verur líkar þjer, þær eru
allar partur af heildinni, allar gjörð-
ar af sama efni, allar komnar frá
hendi sama smiðs. Þið eruð öll
klippt úr sömu voðinni. Hinn
sýnilegi mismunur er að cins tál-
mynd, og sundurgrciningin er
fremur fmynduð en virkileg.
Láttu þjer því finnast að þú sjert
heirna hjá þjer. Líttu í kringum
þig og skoðaðu hvað snotur sá
partur alheimsins cr, scm þú crt
staddur f. Sumt af systkinum
þínum hafa verið að rcyna að búa
svo um sig, að þau hefðu allt hús-
ið sjálf, en hafa ekki verið ánægð
með sinn hluta af þvf, en þetta er
að breytast smátt og smátt, og
verður betra innan tiltölulega
skamms tfma. Það verður mun
betra að lifa í þessum heimi, þegar
menn fara að gefa sjer tfma til að
hugsa dálftið. Vcrtu hugrakkur,
þú verður á ferli til að njóta um-
bótanna þegar þær koma, þú kemst
ekki í burtu, jafnvel þó þú vildir.
Og hvað þýðirað bfða til morguns.
Það er nóg til handa þjer að hafa
ánægju af f dag, cf þú að eins
hættir að kvíða fyrir morgyndeg-
inum. Barnið kann betur að njóta
lífsins en þú. Barnið kann alstað-
ar vel við sig, og finnur lag á að
vera ánægt með kringumstæðurn-
ar þangað til það er orðið svo gam-
alt, að það dáleiðist af drottnandi
venjum og trú kynslóðarinnar.
(Lauslega þýtt).
.WW W.'.V.kW..V.W>'
Deerings ágætu
stálhrífur
eru ávalt til sölu hjá
G. Thorsteinson
á GlMLI.
Nýgifta konan : , ,Jeg sagði
við Axel, að bráðurn skyldi jeg
bera á borð mat, sem jeg hefði
sjálf búið til, og veiztu hverju hann
svaraði ? Að jeg ætti fyrst að reyna
hvort hundurinn vildi eta hann.
Var ekki leitt af honum að segja
þetta ?“
VINKONAN : „Jú, svei-svei !
Og jeg, sem hjelt að honum þætti
svo vænt um hunda“.
Deerings nafntoguðu
sláttuvélar
eru ávalt til sölu hjá
G. Thorsteinson
á Gimli.
,,Jeg get ekki skilið hvernig þú
hefir fengið djörfung í þig til að
hefja bónorð, sem crt svo framúr-
skarandi feiminn ?“
,,Jú, sjáðu, við stóðum svona
hvort á móti öðru, —jeg sagði ekk-
ert og hún sagði ekkert, og svo
jókst orð af orði“.