Baldur


Baldur - 12.10.1903, Qupperneq 3

Baldur - 12.10.1903, Qupperneq 3
BALDUR, 12. OKT. 19O3. 3 MjALTAVJELAR cru nú óðum að komast í brúk í Ástralfu, og því er spáð, að ekki muni verða langt þangað til það þykir jafn sjálfsagt, að gjöra mjaltirnar með vjel, eins og það þykir nú sjálfsagt að þreskja korn mcð vjel f stað þess að gjöra það með höndun- um. Eftir óyggjandi reynzlu er sagt, að Ástralfu- bœndurnir álfti að mjaltavjelarnar hafi engin skað- vænleg áhrif á kýrnar, geldi þær ekki upp nje skilji eftir í þeim hiæitur. Það segir sig sjálft, að ineðferð- in getur verið að öllu leyti miklu þrifalegri, heldur en þegar mjólkað er með höndunum. Eins og margur kannast við, mylkir fólk kýrnar stundum svo sóða- lega, að það er hreinasti viðbjóður. U^GAR HŒNUR verpa miklu betur en gamlar hœnur með sömu meðferð. Sá, sem ætlar sjer að hafa egg yfir veturinn, þarf að hafa ársgamlar hœnur eða unga frá þvf bráðsnemma næsta vor á undan. Varphœnur þurfa lfka að hafa notalegt pláss og mikla hreifingu og rárnar þeirra mega ekki vera þar,' sem súgur er í húsinu. Til þess, að knýja þær til að hreifa sig, er betra að láta þær hafa fyrirhöfn við að tína kornið sitt upp úr rusli, heldur en að fá þeim það í nokkru íláti. Sumir binda snærisspotta um stilkinn á gulróu og festa hana svo upp f lausu lofti, að eins svo nærri gólfinu, að hænan verði að hoppa svolftið upp til þess, að geta pikkað í hana. FáðIRINN : Vertu nú hyggin, dóttir mfn. Af hverju svo sem ætlar þú að lifa ef þú tckur þjer þenna erkiletingja fyrir mann ?“ Dóttirin : ,,Við höfum athugað það nákvæm- lega, skal jeg segja þjer. Manstu ekki eftir gömlu hænunni sem hún Hanna frænka gaf mjer f afmælis- gjöf f hitteðfyrra. F.: „Jú“. D.: ,,Nú-nú, Eins og þú veizt getur góð hœna ungað út 20 ungum yfir sumarið. Næsta sumar geta því hœnsnin orðið 21. Sumarið þar á eftir verða þau, með sama fjölgunarhraða, orðin 420. Þriðja sumarið fer nú hópurinn að prýkka og stœkka, þá verða þau orðin 8,400 alls. Svo kemur nú fjórða sumarið, þá verðu þau orðin, mcð sömu tvítugföldu fjölgunaraukningunni, 168,000. Nei-nei, hristu nú ekki af þjer híifuðið, enn cr eftir sfðasta og bezta sumarið, það fimmta, þá verða þau orðin 3,360,000. Setjum nú svo að hver hœna verpi 150 eggjum það árið, það gjörir til samans 42 milijónir tylfta af eggj- um, cða $4,200,000.00 mcð 10 ccnta prfs á hverri tylft Sjáðu nú bara, af 1 hænu geta menn lifað sældarlífi11. F.: ,,Hættu nú, mjer er orðið illt íhöfði, cn hver hcfir reiknað þctta fyrir þig?“ D.: ,,Mannscfnið. Hann er skóíagenginn, sjáðu“. KONAN : ,,Hvað á þctta að þýða? Það er tðmt vatn í mjólkurfötunni“. MjóLKURSALiNN: ,,En sá dæinalaus auli sem jeg get vcrið. Jeg hefi alveg gleymt að bœta mjólk- inni í“. Missouridrengirnir. (Framhald). „Hvern dollar, sem þið komið með aft- ur fram yfir 10,000 vil jcg tvöfalda, dollar fyrir dollar, en það sem til vantar í 10,000 hjá hverjum ykkar sem er, ætla jeg að dragafrá, í arfleiðsluskrá minni, þeirri upp- hæð sem ykkur ber f arf. Jim, mundu eftir þessu“. Dick dró andann ánægjulega, sneri sjer við og leit meðaumkunaraugum á bróður sinn. Hann fmyndaði sjer að hann gæti tvöfaldað sfn tíu þúsund strax, og leit á luraiegu hendina á Jim, sem hjelt á ávfsan- inni. Sömu viku fóru þeir að heiman. Dick kátur og glaður, Jim eins og í draumi. Móðir þeirra gat ekki látið vera að fmynda sjer, að það væri eins og Jim væri rekinn að heiman, enda þótt hann væri sendur á brott með tfu þúsund dollars. Biglow gaf Dick allar varúðarreglur nema eina, þá, að það er betra að tapa peningum en græða þá á óheiðarlegan hátt. En við Jim, sem allir álitu scinan til að hugsa, talaði hann f hægðum sfnum og rjeði honum til að vera ekki um of gjaf- mildur. Jim svaraði þvf, scm gjörði hann hálfhissa. ,,Jeg hefi“, sagði hann, ,,þá skoðun, að þar sem jeg nú er orðinn rfkur, sje ekki lengur hyggilegt fyrir mig að vera gjafmildur“. Biglow hugsaði mikið um þetta svar. Máske drengurinn hafi verið að hugsa um gömlu lcikföngin sfn, hund eða kálf, sem Dick hafði lag á að narrafrá honum. Þetta hefði hann þá f sinni barnslegu hugsun á- litið smámuni, en 10 þúsund dollara — Máskc hann álfti þcssa ávfsun smámuni; en hann hafði reynzlu fyrir þvf, að Jim tók sjer nærri hverja yfirsjón. Hvernig sem á svarinu stóð, leit það svo út sem hann hefði einhvcrn fastan ásctning. Samt sem áður hristi Biglow höfuðið, og reyndi að innrœta sjer þá hugsun að Jim kæmi aftur allslaus. Dick ákvað strax að fara vestur á við, en Jim stóð alveg á sama hv»ert hann fór. Á næstu járnbrautarstöðinni, Meriden, keypti Dick tvö farbrjef, og fjekk Jirn ann- að, sem gladdist af því að bróðir hans hafði borið umhyggju fyrir hvert hann skyldi fara. En vinátta Dicks orsakaði það einnig, að hann gætti sín fyrir honum. Jim var leiðinlcgur ferðafjclagi, hann sat ávallt kyr og sýndist móka, en f raun rjettri gjörði hann ekki annað en hugsa og I hugsa; önugur gat hann aldrci verið. Dick reyndi að fjörga hann, en það dugði ekki, og ljet hann þó ekki vanta að leggja niður fyrir honum hvernig peningar gætu margfaldast. Dick gat ekki látið vera að hugsa um ávfsanina sem Jim fjekk, og vildi það heldur ekki. Hann þekkti heiminn svo mikið, að hann vissi að það var enginn hægðarleikur að komast yfir álfka upphæð. Jim hafði ráð- ið það með sjer, að fara ekki í neinu að ráðum bróður síns. í þetta sinn skyldi Dick ekki narra hann. Þetta var það eina sem hann gat gjört og sem hann áleit rjett vera. Sfðar á þessum tveim árum atvikaðist það þó þannig, að nokkur hluti af Jims peningum rann inn til Dicks, en án þess að þeir sjálfir vissu um að viðskifti þeirra á mcðal ættu sjer stað. En atvikin, sem þessum viðskiftum rjeðu f byrjun, voru ekki hyggindum Dicks til hróss, heldur þvert á móti.. Þá var það Jim sem bar sigur úr býtum. Undir eins og brœðurnir komu til Den- ver, kviknaði hjá þeim sterk gróðalðngun. Dick vildi að þeir byggju saman f gest- gjafahúsinu, já, hann bauðst enda til að borga fyrir báða, en Jim vildi ekkertheyra um það, hann vildi ganga sínar leiðir og engan láta vita um sfn fyrirtæki. En þegar öllu varábotninn hvolft, hafði hann f raun rjettri cngin áform. Raunar hugsaði hann um æðimargt, en það var ekki álitlegt útlit með að honum tækist að ávaxta peninga sfna. Þess utan fannst honum hann vera svo einmana, að hann langaði til að vera kyr hjá Dick, en hann gugnaði samt ekki og stóð stöðugur við áform sitt, kvaddi bróður sinn og fór, en sagði engum hvert hann ætlaði. Dick þótti þetta mjög leitt, því nú áleit hann að Jims 10,000 myndi falla í annara hendur en sínar, það væri svo hægt að tæla hann. Hefði hann (Dick) komið sfn- um vilja fram, skyldi hann hafa sjeð um að peningarnir yrðu kyrrir f ættinni. Þegar Dick var orðinn einn, fór hann strax að hugsa um að ávaxta sfna peninga, og f þvf skyni ljet hann mála á spjald yfir skrifstofudyrum sfnum : „Richard Biglow, söluumboðsmaður landeigna“. Hann lang- aði sjerlega mikið til þess að fá annara peninga handa á milli, til þess að nokkur hluti þeirra rynni í hans eigin sjóð. Það var einn dag er hann opnaði brjef nokkurt, að út úr þvf fjell $1100 víxill, gildandi á banka f Ncw York. Sá sem scndi þcssa upphæð, kvaðst hafa fengið $1000 lán gegn veði f 5000 hlutum í Ru- stic’s Fling námunum. (Framh.)

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.