Baldur


Baldur - 14.12.1903, Side 2

Baldur - 14.12.1903, Side 2
BALDUR, 14. DES. 1903. 2 BALDUR er gefinn út á GIMLI, Manitoba. Kemur út einu sinni í viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. Útgefendur: NOKKRIR Ný-ÍSLENDINGAR. Ráðsmaður: G. THORSTEINSSON. Frentari: JóHANNES VlGFtJssON. Utanáskrift til blaðsins: BALDUR, Gimli, Man. Verð á smáum auglýsingum er 25 cents fyrir þumlung dáláslengdar. AfsJáttur er gefinn á stœrri auglýsingnm, sem birtast í blaðinu yfir lengri tíma. V.ðvikjandi stíkum afslaetti, og öðcum f jármálum blaðs- inB, eru menn beðuir að snua sjer að ráðs- manninum. MÁNUDAGINN, 14. DES. I9O3. SAUÐIR OG ULFAR. (Saga úr Bandaríkjunum). Sauðahjörðin var á beit á stórri, gróðursælli sljettu. Þeir höfðu áð- ur verið hinumegin við vatnið, sem ]á austan við sljettuna. í fyrstu höfðu sauðirnir á sljett- unni verið undirgefnir þegnar sauðakonungsins austan við vatnið, en svo höfðu þeir eftir nokkurn tíma brotist undan yfirráðum hans, og sett á fót hcimastjórn á sljett- unni. Þá var það fyrst framan af aðal- kenning þcirra, að einn sauður væri jafn rjetthár eins og hvcr annar sauður, en smámsaman fóru að koma fram úlfar í sauðahópnum á sljettunni. Sauðirnir urðu hrædd- ir og úlfarnir tóku lækina og skóg- arlundana undir sig og nutu sval- ans og forsælunnar. Þeir átu kjöt sauðanna og drukku blóð þeirra. Enginn vissi hvaðan úlfarnir komu. Það var eins og þeir spryttu upp á meðal sauðanna sjálfra. Eft- ir þvf sem úlfunum fjölgaði, hvekktust sauðirnir lengra f burt frá lækjunum og bústöðum úlfanna; en af þvf jörðin var skrælnaðri á opinni sljettunni urðu þeir alltaf magrari og magrari. Við það urðu þeir enn þá magnlausari til þess að flýja úlfana og urðu þeim því auð- fengnari bráð, en þá fór lfka úlfun- um að þykja minni slægur f þeim. Þá tóku úlfarnir það til bragðs að ganga f sauðargierum, og við það urðu sauðirnir aftur spakari. Það var ekkert að flýja, þvf úlfarnir og sauðirnir voru eins að ytra útliti, og úlfarnir gjörðu allt, sem þeir gátu til þess, að láta það verða al- mannaróm, að allir væru sauðir og jafningjar eins og verið hefði. Ef einhver sauðurinn í hópnum ljet á sjer heyra óánægju með þetta ástand, þá jörmuðu hinir sauðirnir svo hátt, að ekki heyrðist til hans. Þeir voru hálfhræddir um, að einhver úlfur f sauðargæru kynni að vera nærstaddur, og þá var vissara að gjöra honum til geðs og fá hann til þess að bera sjer vel söguna, þegar hann finndi hina úlf- ana. Með því móti var von til, að úlfarnir ætu þásíður helduren hina sauðina, sem óvingjarnlegri voru f orðum sfnum. Stundum reyndu líka varkárari sauðirnir að telja um fyrir þcim óvarkárari, af því þeir voru hræddir um, að úlfarnir kynnu að láta reiði sfna bitna á öllum hópnum. „Sussu, sussu,“ sögðu þeir, ,,ekki að vera að æsa upp neinn stjettaríg eða flokkahatur! Hjer á sljettunum er ekki hvort sem er um neinar mismunandi stjcttir að ræða. Hvert einasta lamb hefir hjer á sljettunni tæki- færi til þess að ganga f sauðargæru rjett eins og það væri úlfur. Hjer er ekki undan neinu að kvarta. í þessu landi eru allir jafningjar. Við skulum kenna lömbunum okkar, að taka sjer úlfana til fyrirmyndar. Hver veit nema þau geti þá með tímanum orðið sjálf ú!far í sauðar- gærum ?“ Við þetta situr á sljettunni þann dag í dag. Allra heimskustu úlf- arnir sjást þar á flakki gærulausir, en það gjörir ekki annað cn styggja sauðina enn þá betur upp í opið ginið á hinum úlfunum. Óskarp- skyggnin og falsvonirnar, og hræðslan og heigulskapurinn f sauðunum heldur enn þá áfram, og fram úr þvf rætist ekki á meðan sauðirnir halda áfram að látast við- urkenna að úlfar í sauðagærum sje sauðir eins og þeir sjálfir. Úlfar og sauðir eru tveir ólíkir flokkar, sem ekki geta saman búið, án þess að annar verði hinum að bráð. Þegar úlfarnir í sauðagærunum hætta að drekka blóðið úr sauðun- um og fara að nenna því, að ganga á beit á sljettunni eins og sauðirnir gjöra, þá fyrst verður það rjett af sauðunum, að viðurkenna að allir hjer f landi sje jafn rjettháir og engin stjettaskifting sje til. Þá hverfur stjettarfgurinn og flokka- hatrið af sjálfu sjer. Fyr á það ekki að hverfa. IJm frjettaburð. I. AðSENT. Það er margt undarlegt f þess- um heimi, en eitt af því óskiljan- lega er það, hversu sjaldan almenn- ingur fær að heyra sannleikann viðvfkjandi nokkrum viðburði. Sýnishorn af þessu kom f Baldri fyrir stuttu í greininni, sem skýrði frá því, sem skeði 21. nóv., þegar þrjár stúlkur hjer voru í hættu komnar út á vatni, og vil jeg leyfa mjer að leiðrjetta það, scm var rangt f þeirri grein. Fyrst var ekki dimmt þcgar stúlkurnar fóru út á ísinn. Svo var það heldur ekki Mrs. Paulson, sem leiddi þær út á villunnar veg, held- ur þeirra eigin vilji, — kannske hugsunarleysi. En aðalcfni þess- arar greinar er að gjöra ungfrú Svvanson rjett til, af þvf að henni var gjört mjög rangt til f hinni greininni. Ekki var hún sú rag- geit að hlaupa heim, undir eins og hún var komin upp úr vökinni, heldur beið hún rennandi blaut og köld, og bjálpaði ungfrú Paulson til þess að draga ungfrú Thomson upp úr og koma henni úr allri hættu, áður en hún fór nokkuð að hugsa um sjálfa sig. Það er satt, að ungfrú Paulson á mikinn hciður skilið, en hún á það ekki síður, sem sjálf fór ofan í, og nærri því missti Iffið, afþvf að hún var í fyrstunni að reyna að bjarga vinstúlku sinni. ,,$á sem veit“. * * 'Jf II. ATHUGASEMD. Höfundur þessarar greinar sýn- ist vera háður sömu ósköpunum sem hann er að fárast yfir í upp- hafi greinar sinnar, nefnilega hvað örðugt sje að fara með sannleikann viðvfkjandi hinum ýmsu viðburðum mannlífsins. í frjettagreininni í Baldri var ekki sagt að dimmt hefði verið, heldur skuggsýnt, og mun það rjett að ísförin hafi átt sjer stað sfðla dags, og þvf farið að rökkva. Það er hvergi sagt í frjettagreininni að húsfrú Paulson hafi leitt fólkið út á fsinn. Það var sagt, að húsfrú Paulson og kenn- ararnir, ungfrú E. M. Thomson °g ungfrú Þ. Svanson, hefðu farið með allmörgum skólabörnum í skautaferð fram á vatn. Hvernig fer höfundurinn að þvf, að fá það út úr þessu, að Baldur hafi sagt, að húsfrú Paulson hafi leitt fólkið út á fsinn? En svo er ofurörðugt að sjá, að það hefði verið vansæmd fyrir hana þó hún hefði ráðið ferð- inni, en sem Balduralls ekki sagði. Það sýnist lftinn mismun gjöra, hvort ungfrú Svanson fór að að- vara hópinn, sem á eftir kom, svo hann færi ekki allur ofan í vatnið, eða hún hjálpaði ungfrú Paulson að bjarga ungfrú Thomson. Hvort- tveggja var jafn nauðsynlegt og þurfti að gjörast á sama tfma, og ef mannslíf eru nokkurs virði, þá eru fleiri lff meira virði en eitt. Það er snarræðið, — að sjá og skilja strax hvað hægt var að gjöra, og gjöra það jafnframt, — sem er aðdáunarvcrt hjá Violet Paulson. -* * * Atgjörvi mannanna sjest ekki af öðru en því, hversu myndarlega þeir leysa hlutina af hendi, einmitt þegar á að gjöra þá og þarf að gjöra þá. Það ereitt af mótlæti mannanna, hvað óvinátta óvinanna er miklu áreif a ílegri heldur en vinátta vin- anna. Staðfesta er systir þolinmæðinn- ar, dóttir stöðuglvndisins, vinur friðarins og band vináttunnar. Sá, sem er það sam hann sýnist, hann efnir það sem hann lofar. Af öllum löstum er hræsnin ban- vænust. Dr. O. STEPHENSEN 563 Ross St. WINNIPEG, Telefon nr. 149S.

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.