Baldur


Baldur - 16.05.1904, Blaðsíða 2

Baldur - 16.05.1904, Blaðsíða 2
2 BALDUR, l6. MAí I9O4. BALDUR er gefinn út á GIMLI, Manitoba. Kemur út einu sinni í viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. Útgefendur : Nokicrir Ný-Íslendingár. fyá ðsmaður : G. TllORSTEINSSON Prentari: JóHANNES VlGFÚSSON. Utanáskrift til blaðsins : BALDUR, Gimli, Man. Verð á smáum auglýsingum er 25 cents fyrir þumlung dáikslengdar. Afsiíittur er gefinn á stœrri auglýsingum, sem birtast í blaðiuu yfir lengri tíma. Viðvíkjandi slíkum afslætti og öðrum fjármálum blaðs- ins, eru menn beðnir að anúa sjer að ráðs- rnauninum. MÁNUDAGINN, 16. MAí. I9O4. Um jarðveg. (Framhald). Þegar maður er búiun að Ihuga hvers hinar ýmsu jurtir þarfnast sjer til fóðurs, sjer maður glöggt að það cr óumfiýanlegt, að bæta jarð- veg'inum á einhvern hátt það, sem hann skortir, ef r.okkur von á að ^ta verið um góða uppskeru. Menn vcrða að hafa það hugfast, að sjeþað efni tekið úr j ö r ð i n n i , sem framleiðir bein, vöðva. blóð, fitu, og mjól.k dýranna og þetta er selt út úr húsinu, þ á e r b ú j ö r ð i n upp á h á r þ v í r í r a r i, sem þessu svarar. Menn verða að bœta jarðveginum þetta aftur, ellegar hann úttaugast gjörsamlega. Þessu atriði eru menn langt of gjarnir á að gleyma í nýjum og frjósömum löndum, og ganga svo að jarðyrkju sinni eins og námamenn, ausa og ausa f krafti, án þess að minnast þeirra eftirkasta, sem slfkt hugsunarleysi hefir í för með sjer. Á þennan hátt hafa hin frjósömustu lönd und- anfarnar aldir verið gjörð að flagi, og hefndin hefir komið niður á börnunum f þúsund liðu. lívað það, sem jarðveginum er bætt aftur í stað þess, sem burt er tekið, nefnist áburður. Ilygginn og forsjáll jarðyrkjumaður gleymir því aldrei, að viðhalda frjósemi bú- jarðar sinnar, og jafnvel að auka hana. í sumum löndum, þar sem búsafurðir eru í háu verði, er á- burður keyptur að langar leiðir, til þess að halda jarðveginum við. Það eru þrjú efni, scm jarðveg- inn skortir venjulega mest, nefni- lega köfnunarefni, fosforsýra, og pottaska. Þannig er farmur eftir farm fiuttur á skipum til brezku eyjanna af hinu svonefnda ’gu- ano,‘ scm er fugladritur úr cyjum í Suður-Ameríku, til þess að við- halda köfnunarefni og fosfor jarð- vegsins. , Einnig kaupa brezkir bœndur mikið hjeðan frá Canada af fosforblöndnu kalki, sem’ fæst í Ottawadalnum, til þess að auka fosforinn í jarðveginum. Auk þess kaupa þcir bein úr öllum áttum heimsins og láta mala, svo þau verði hæfileg til áburðar. Allar^þessar áburðartegundir eru svo dýrar að Manitobamenn lfta ekki við þeim ennþá, en eigi að síður er það hin mesta fásinna, að láta villa sjer svo sjónir af hinu sífellda gumi um landgœðin hjerna að menn leggist í andvaraleysi í þessum efnum, sem aðrir bændur heimsins gefa svo mikinn gaum. KALK cr gagnlegur áburður. Fyrst og fremst er það eitt af fóð- urtegundum jurtanna, og svo flýtir það fyrir sundurleysingu annara áburðartegunda, og hjálpar þannig óbeinlfnis frjóvsemi jarðarinnar. Það myndar efnasambönd við ýms þau efni, sem eru samtengd sóta og pottösku, og losa þau efni með því úr festu, sem jurtarœturnar gætu ekki sjálfar náð þeim úr. Það leysir upp þjetta Ieirjörð, svo hún verður ljcttari fyrir plóginum og herfinu ; og gljúpum jarðvegf er það gagnlegt, til þess að halda rak- anum í honum. Það drcpur lfka skorkvikindi, og fiýtir fyrir þvf að jurtir ,,móðni“. Eitt til tvö’tonn' af kalki cr talið mátulegt á ekruna, en hingað til hafa menn ekki talið þiirf á þessuin áburði hjer í fylkinu. GYPSUM eða ,,Parfsarplastur“ er annað efni, sem haft er til á- burðar. Það cr fyrst malað, ogsvo er þvf sáldrað yfir jurtirnar, en ekki borið f jarðveginn sjálfan. Það er sjerstaklega brúkað við grasategundir, róur, kartöflur, ert- ur og mafs. VIÐARKOL hafa mikla pott- ösku f sjer fólgna. Þau eru því sjerlega gagnlegur áburður fyrir þann jarðveg, sem hafður er tih þess að rœkta f kartöflur eða aðrar þær jurtir, sem mikils þurfa við af því efni. SALT er einnig gagnlegur á- burður. Það prýkkar og styrkir kornstangirnar, og drepur skor- kvikindi. GRASRÓT og allur annar lif- andi jurtagróður er hinn nytsam- asti áburður, þegar hann er plœgð- ur niður í jarðveginn. Það er því hin mesta fásinna, og næstum ó- svinna, hve *mjög bœndur hafa lagt það f vana sinn, að brenna stráinu af ökrum sfnum, í stað þess að koma því aftur f jarðveg- inn, ef þeir hafa þess ekki þörf ti! skepnufóðurs. Það er engin með- höndlun á akurlendum hollari en sú, að leggja þau öðru hverju und- ir grasrœkt, og plœgja svo aftur, þegar góð rót er komin í þau. MYKJA er sú áburðartegund, sem mest er til af, og almennt er hœgast að færa sjer í nyt. Hjátrú manna á frjóvsemi jarðárinnar hjer hcfir komið þeim til að láta jafn- vel þann áburð fara til spillis. Það er haft til athlcegis um suma bú- endur hjer í Rauðárdalnum, að þeir vinni það til, að byggja sjer ný fjós, þegar haugarnir sje orðn- ir of mikið fyrir við gömlu fjósin. Samt er það á allra kunnugra mannavitund, að sá hluti jarðvegs- ins, sem notaður er eins og hann er frá náttúrunnar hendi, veitir aldrei jafn mikla uppskeru eins og sá jarðvegur, sem mykjan er bor- in f. Aðalástæðan fyrir þessum heimskulega draslaraskap er það, hve mikið hcy er látið fara saman við mykjuna, og það gjörir hana lengi óhæfa til áburðar, vegna þess hvað seint það fúnar í hinu þurra loftslagi, sem hjer er, nema sjcr- stakri meðhöndlun sje beitt, til þcss að feygja hana. Sje ófúin mykja borin á jarðveginn, þurrkar hún hann svo upp, að hann nálega bakast, og það veldur hinni mestu hœttu fyrir allan jurtagróður. Auk þess stafar gróðrinum hcetta af --- ■ --- -----------1 þeim illgresisfrœjum, sem þannig er dreift ófúnuðum innanum það útsæði, sem ætlast er til að beri arðsaman ávöxt. Vegna þessarar hœttu sneiðir fjöldi af bœndum hjá því, að nota nokkurn áburð í akra sína, og flaustra af aðal-jarð- yrkjuverkunum bæði haust og vor, án þéss að gefa sjer nokkurn tfma eða þekkingu til þess, að hafa haugana í hcefilcgu standi til notk- unar. Það er aðalskilyrðið fyrir því, að mykja vcrði hœfíleg til áburðar, að hún sje látin sýrast eða , ,gérjast“, en það gjörir hún ekki f þessu þura loftslagi, ef hún er látin standa í haugum ofanjarðar, þar sem sífelld- ir vindar næða. í skólabók þeirri um búnað, sem þessi grein er að mestu leyti tekin úr, er eftirfylgj- andi ,,forskrift“ gefin fyrir rjettri meðhöndlun á þessari áburðarteg- und. 1. Búðu til laut með dragskófl- um (scrapers) nálægt fjósunum, ef hún erekki til sjálfgjörð af náttúr- unni. ’ 2. Fylltu þessa laut snemma að haustinu með deigri mykju. 3. Eftir fáa daga verður ’gerj- un‘ byrjuð, og henni getur þú haldið við allan veturinn, með þvf að bæta daglega ofan á. Með þessari aðferð á haugurinn að vera svo feygður að vorinu, að hann verði þægilega stungin upp, þrátt fyrir heyblendinginn í hon- um, Svona áburð má svo brúka hvort heldur er að haustlagi eða að vorinu áður en( plœgt er. Það ætti að dreifa honum vel út, skera hann f sundur með diskaherfi, og plœgja hann svo niður í jörðina áður en hann nær að þorna. Hversu mikill áburður er mátuleg- ur er bæði komið undir jörðinni og undir jurtategundinni, sem þar á að rækta. Fyrir venjulegar korn- tegundir eru tíu til fimmtán æki á- litin hœfilega mikið á hverja ekru. G. TIIORSTEINSSON Á GIMLI SELUR DEERING’S STÁLHRÍFUR.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.