Baldur


Baldur - 28.09.1904, Blaðsíða 1

Baldur - 28.09.1904, Blaðsíða 1
Oliáð íslenzkt vikublað. * STEFNA: Að cfla hreinskilni og eyða hræsni í hvaða m&Ii, sem fyrir kem- ur, &n tillits til sjerstakra flokka. Eitt í sinni röð vestanhafs. ♦ AÐFERÐ: Að tala opinsk&tt og vðflulaust, eins og hæfir því fólki, sem cr af norrœnu bergi brotið. II. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 28. SEPTEMBER 1904. Nr. 38. FRJETTIR. * Lítið hefir gjðist sögulegt á ófrið- arstoðvunum þessa dagana. Liao Yang orustan virðist hafa svo lamað þrótt hvorutveggja að þcir Tafl þurft bæði hv(ld og aukinn iiðsafla áður þeir gætu tekið aftur til óspiltra málanna. Nú virðist samt sem tva*r stórorustur sje í undirbáningi; önnur við Port Arthur og hin við Mukden. Kuro- patkin situr í Mukden, með meg- inher sinn og btður sýniiega á- tekta; en Japanítar cru nú farnir að færa her sinn nær staðnum og myndar sá her 27 mflna langan sveig. Þeir hugsa, sjer augsýni- lega að sleppa nú ekki Kuropat- kin lengra norður, hvcrnig sem það fer nú. Við Port Arthur hafa verið stöðugar smáskærur, enjapanftar eru komnir að raun um að ’kapp er bezt með forsjá’, * þvf tilfelli og hafa þcir þv( farið að ðllu sem gartilegast, og lftið sem ckkert hefir þeim unnist nú upp 4 sfðkastið, annað en þrcyta varnarliðið, mcð umsitinni. Nú iftur samt út fyrir að þeir hugst sjer til hreifings innan skamms, og er búist við stórorustu þar bráð- lega, sem háð verði bæði 4 sjó og landL I*að er sem sje búist við að floti Togo’s reyni að hjáipa til, og jafnframt a3 þegar 1 það vcrsta er kornið muni rússnesku skipin, sem þar eru inniiukt, koma fram íi leikvöliihn og reyna að tefja eitthvað fyrir Togo. Regnskortur hefir skemmt kornuppskeruna í Mið-Evrópu, f sumar, svo útlit er fyrir að nauð- synlegt vcrði að fiytja þessháttar vörur fri _Ameríku í haust og vctur. Voðalcgt slys vildi til hinn 23 þ. m. í Pleasant Ridge, nálægt Cincinnati, Ohio, þar sem níu skólabíirn biðu bana. Tvö útihús stóðu í skólagarðinum og voru 12 feta djúpir kjaliarar undir þeim, hlaðnir upp að innan með grjóti eins og brunnar. Um Frftfmann voru eitthvað 30 stúikur f úti- húsinu, setn þeim var ætlað. Allt í einu bilaði gólfið og börnin hröp- viðu niður f kjallarann, sem fjögra feta djúpt vatn var f. Ýngri stúlkurnar voru troðnar undir af þeim eldri og níu eða tfu af þeim köfnuðu áður en þcim varð bjargað. Aðstandendur barnanna hóta að draga embættismCnn skólans fyrir lög ogdóm, fyrir hirðuleysi. Lord Minto kvaddi Winnipeg- búa hinil 23 þ. m., og var viðhöfn mikil, f borginni, f sambandi við burtför landstjórans. Tveir Mormónaprestar, frá Utah, fóru til Ungverjalands, f þvf skyni að boða þar trú sína. Þeim varð samt ekki rnikið ágengt þvf þeir voru gjörðir landrækir úr Ungverjalandi, og Mormóna trú- boð cr nú bannað þar. Hveitiuppskeran í Manitoba og Norðvesturlandinu er metin frá 55 til 60 mllljónir bushels. Hveiti flutningur er nú byrjaður fyrir al- vöru, og er verðið á hveitinu frá 88 til 96 cent fyrir hvert bushel. Stormar miklir hafa geysað á Nýfundnalandi og Labrador. Þrjár ,,skonnortur“ hafa rekið á land og til einnar hefir ekki spurst. Það voru fimm merrn á henni. Mjög miklar skemmdir hafa orðið á fiskiútvegi manna þar.—Þorskafli við strendur Ný- fundnalands hefir verið með lakara móti f sumar. Það slys kom fyrir f borglnni Melrose, Mass., hinn 21. þ. m., að strætisvagn sprakk f loft upp við að rekast & kassa með 50 pundum af dynamíti, scm hafði dottið aí vagni hjá manni, scm hafði verið að flytja það á járn- brautarstöðina. 32 manneskjur voru f strætisvagninum þegar slys- ið vildi til. Níu af þeiin dóu samstundis, og nítján meiddust meira og minna. Eitthvað fleira af fólki, sem þar var nærstatt þcgar slysið vildi til, varð cinnig fyrir meiðslum. Ökumaðurinn sem missti kassann hefir verið tek- inn fastur, kærður um að hafa verið orsiik í manndauða. Hann scgist ekki hafa saknað kassans fyr en hann kom á járnbrautar- stöðina, og hafi hann þá fiýtt sjer til baka, sem mest hann mátti til að leita hans, en orðið of seinn, því slysið hafi verið skeð þegar hann komst þangað. Eldur mikill kom upp í Mont- real, hinn 21. þ.m. Slökkvilið borgarinnar átti í löugum og ströngum bardaga við að stöðva eldinn; en þrátt fyrir drengilega vörn eyðilögðust tvær stórar bygg- ingar með öllu, sem i þeim var. Skaðinn.er metinn á $350,000. Vjelastjóri einn á C, P. R- járnbrautinni var tekinn fastur nálægt Regina fyrir að vera drukk- inn. Ekkert slys hafði viljað til, en þrátt fyrir það var maðurinn dœmdur til tveggja ára fangelsis- . / vinnu. Prins Herbcrt Bismarck, sonur stjórnmálamannsins mikla, andað- ist hinn 18. þ. m. Hann hafði tekið mikinn þátt f stjórnmálum eins óg faðir hans, og var hann gjöiður að utanríkisráðgjafa þegar hann var fertugur. Hann var 54 ára gamall þegar hann dó. Hann eftirlætur syni sfnum, Otto, $4, 000,000 f fasteignum og peningum. Óspektir miklar eru á Ítalíu um þessar mundir, milli verkamanna og lögreglunnar. Kveður svo mikið að þeim að ekki 'þykir ólfk- legt að það dragi til borgarastríðs. Sœslaugan. Sjómenn hafa oft haft það á orði að f sjó væri til skrýmsli það, sem nefnt hefir verið sæslanga. Hafa þeir iðulega þózt hafa sjeð ferlíki En vfsindamenn hafa aldr- ei viljað trúa sögusögnum þessum, sagt þær markleysu, missýningar og sjómanna lýgi. En nú er annað að verða uppi á teningnum. Háskólakennari f dýrafrœði, Gíard, sem ritað hefir mjög mörg rit í þeirri vfsindagreín, hefir ný- ega haldið fyrirlestur um þetta efni f hinu heimsfræga frakkneska vfsindafjelagi f Parísarborg. Orsökin til fyrirlestursins* var sú, að frakkneskur flotaforingi, Eost að nafni, yfirmaður á skip- inu Decidee, hafði sent hönum skýrslu um sæsfönguna, undirrit- aða af iillum scm á skipinu voru, háum og lágum. Skipverjar sáu skrýmsli þetta austur f indókfnverska hafinu hinn 25 fcbrúar f vetur. Fyrirliðarnir hugðu fyrst, er þeir sáu skrýmslið, að það væri afarstór skjaldbaka; en þá teygði það úr sjer og varð meira en roo fct á lengd; kom það margsinnis upp, ýmist á bak- borða eða stjórnborða. Slangan var svört á litinn með gulleitum biettum. Með því að iill skipshöfnin sá 'skepnu þessa, þá telur Giard það heimsku eina, að þræta lengur fyr- ir það, að sæslangan sjc til. Minnti hann f þvf sambandi á, að flotaforingi Lágreville, yfirmaður á skipinu ,, Aválanche," h’fði f júlímánuði 1897 sjeð sæskrýmsli a sömu stöðvum. Hefði hann lýst þvf nákvæmlcga og bæri þeirri lýsingu 1 öllum greinum saman viö þá, er Eost hafði sent. Giard sagði enn fremur, að f Afrlku hefðu menn nýlega fundið dýr, cr okapia heitir: ætluðu allir að það dýrakyn hefði dáið út fy^rir mörgum þúsundum ára. En nú væri samt sannað, að svo væri ckki. Þegar ekki væri bctur leit- að á landi, þá væri síst fyrir að synja, sagði hann, hvað dyljast kynni f djúpi sævarins. Meðlimir vfsindafjelagsins gerðu mikinn róm að tölu Giards. Stakk hann að lokum upp á þvf, að gerður væri út vfsindalegur leið- angur austur f höf, til að rannsaka þctta mál frekar, og tjáðu allir sig því samþykka. (Fjallkonan). Ljósfælni. ,,Margt var gott sem gamlirkváðu," gulli dýrri vizku þáðu; sannleiksperlum sinna alda söfnuðu um vegu kaida. Ilátt á móti himni’ og sólu hjeldu þeir frá myrkri njólu. Dýrstu mannlffs göfgi, gæði, guði, lærdóm, þjóðarfrœði; alt gaf þetta lýð og landi, langsœr, djúpskygn þeirra andi. Launin voru : lftt af brauði, lygi, svik og smánardauði. Selt það göfga, góða, fagra, ganga má um h.aga magra; berjast hart mót blökkumönnum, brytja niður lesti’ í hrönnum, unz að þjóðin höfði hnegir, holt það telur,—,,amen“ segir. Þ. Þ. ÞORSTEINSSON. Leo Tolstoi °n styrjöldin. Keisara og kyrkju lesinn textinn. -----:o:--- Þegar Nikulás Rússakeisari árið 1898 bar á borð friðarfimbul- fambið og stofnaði til friðarfundar- ins í Haag, þá var honum mikil for- vitni á að heyra skoðun Tolstois á þvf máli. Vænti hann eflaust, að gamli maðurinn mundi lúka lofs- orðum á tilþrif sfn f friðaráttina. En sú von brást. Tolstoi fór f cnga launkofa með þá skoðun sína, að sannra friðar- rnála rnundi seint að vænta undan rifjum einvaldskonungs og keisara. Friðarstefnan mundi þvf að eins þrffast, að hún rynni frá brjóstum þjóðanna. í sambandi við þctta talaði hann þungum orðum f gafð einveldisins og kyrkjunnar á Rússlandi. Harðnaði rimmati svo milli hans og klerka þjóðkyrkjunnar, að hon- um loks var vikið út fyrir dyrustaf kyrkjunnar. Nú hcfir Tolstoi enn tekið til máls út af styrjöldinni milli Rússa og Japanfta og hefir sagt bæði keisara og kyrkju beizkan sann- leikann. Ekkcrt bl.-ið á Rússlandi hefir náttúrlega þorað að fiytja orð og umrr.æli hans. Ilcfir hann því ritað opið brjef, sem birt hefir verið í heimsblaðinu ,,Times“. Fyrirsögn brjefsins er : „HUGS- Ið Vður um“. Fer Tolstoy þar megnum fyrirlitningarorðum um á- huga þann, sem Rússland sýnir í friðargæzlu sinni. Segir hann, að frömuður friðarfundarins 1 Haag leitist við að gæta friðarins með því að ásælast annara lönd og auka herinn til að verja ránsfenginn. Hann segir um keisarann, að hann þessi ungi ógæfumaður, sem á að ráða yfir 130 milljónum manna, sje ginntur og gabbaður,- táldreig- inn og svikinn sf og æ af augna- þjónum; hann sje sjálfurrt sjer ó- samþykkur, þegar hann er að ^ leggja blessunar- og þakklætis-orð yfir herinn ,,sinn“ fyrir morðin og ódáðaverkin, sem herinn fremur, þegar h.ann er að verja það sem keisarinn hefir stolið. Ekki eru orð hans mýkri í gari kyrkjunnar; segir hann það klækis- verk kyrkjunnar, að kenna ófrið- inn við trú og kristindóm. Hann segir, að stjómin Ijúgi til um orsakirnar, að vesalings bœnd- urnir sje ginntirsem þussar og þeir Ieiddir að blóðtroginu til slátrunar til þess að vernda og breiða yfir ránið, þjófnaðinn og svfvirðingarn- ar, sem þeir hafa framið, sem ktæddir pelli, purpura og dýrindis líni búa í friði í háreistum höllum og væntá meiri auðs og upphefð- ar af styrjöldinni. Hann telur upp voðaleg dcemi þcss, að Rússar hafi hruudið Kfn- verjum kvikum á bál, bundið þá saman tvo og tvo á fljcttununi og kastað þeim f Amurfljótið, að á- gjarnir kaupmenn og óþokkai' hafi gjört sjer ófriðinn að gróða, lagt undir sig mcð ófriði lendur og skóga og auðgað sig á illa fengn- um munum annara manna. Til þcss að fóðra og verja óhæf- ur þessar og svfvirður eru bœndur Rússlands leiddir á blóðvöllinn.seg ir hann. Iíann scgir, að herstjórnin sje handaskömm, og blóðsúthellingin verði voðaleg cf ófriðnum sje hald- ið áfram. Loks kveður hann upp þungan áfellisdðm yfir ófriðnum og skor- ar á þjóðina að neita herþjónustu, þótt keisarinn bjóði. (Fjallkonan). Ef þú vilt njóta Kfsins, þá kauptu þjer aldrci frið við aðra menn með þvf að afneita því, sem þú álftur rjctt og játa það sem þú álítur rangt. Þú ert sælli með þvf að vcra í ófriði við allan heiminn cfþú hefir frið við sjálfan þig, heldur en með því að vcra í friði við allan heiminn.ef þú ert f ófriði við sjáifan þig.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.