Baldur


Baldur - 04.10.1905, Síða 2

Baldur - 04.10.1905, Síða 2
2 BALDUR, 4. oCT<5r. 1905. ER GF.FINN ÖT Á 'GIMLI, ---- MANITOBA ÓHÁÐ VIKUBLAÐ' KOSTAR $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIRFRAM ÖTGEFENDUR: THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. RITSTJÓRI: Magnús J. Skaftason. RÁÐSMAÐUR: Gísli P. Magnússon. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : ZB^XLDTXie,, GIMLI, Yeið L auglýeingum er 25 cent fjrrir þumíung dá ksiengdar. Aíe'áfctur er g*Hau á atœrri anglýaingum, a»m birt&tjt i blíiðinn yfir lengri tíma Við'’íkj»nrii elikuin alalasfcti og öð 'um ijármálum b’»ða- ' ine, eru monn beðnir eð anú» «jer »ð ráð»- manninutn. MIBVIKUDAGINN, 4.0CTÓB. 1905. Quebec-samsærið. (Úr Tribunc.) P'ramh. Einn af sendisveinum hans fór á fund Bordens. Fanst honum Borden vera leiðitamur og kom beint út með tilboð um, að kirkjan skyldi telja Ouebec f hendur con- servativa við næstu kosningar, ef að Borden vildi styðja skóialögin og sjálfstjórnarlögin. En Borden vildi ekki gleypa agnið og svo var hann beðinn að gleyma þvf, að þetta hefði nokkurntíma verið við hann orðað. Nú sáu samsærismenn að þeir gátu ekki lamið málin í gegn. Þeir þurftu að beita nýjum brögð- um, þeir þurftu að mæta kröfum Siftons og múta upj-rcistarmönn- um f flokki stjórnarsinnar. Stjórnin lýsti þvf þá yflr, að hún ætlaði að breyta skólalögun- um og brátt komu þau fram með breytingunum. En breytingarnar voru sáralitl- ar, að eins formlegar. En- þing- ið var nú orðið altannað. Stjórn- arflokkurinn, sem uppreistin hafði logað í, sem eldur í glóðúm, harin var nú rólegur, ánægður og einhuga. Hvað, sem ráðið var þá, stóðu þeir saman. Þeir börð- ust nú á móti skoðunum þeim, sem þeir áður höfðu fylgt. Al- þýða starði á þetta agndofa af undrun, Og það var ekki fyrri en í þinglok, að menn fóru að skilja f þessu, Þá komu eftir- I unalögin. Mótspyrnan kemur of seint. Loksins var Borden orðinn þess vísari, að utan Quebec-fylkis var alþýða öll á móti þessu gjörræði við Vesturfylkin, og þá fyrst kom hann fram sem andvfgur lögunum; og í ræðu sinni, sem er einhver hin skarpasta, er þar hefir nokkru sinni haldin verið, tætti hann f sundur sannanir og ástæður Laur- ier’s, og sýndi lögin í sinni sönnu mynd, sem gjörræðisfull nauðung- arlög, og alveg óverjandi. ’ Það var ljómandi skot þctta, en það kom of seint. Upp frá því hætti stjórnin að verja lögin, en lamdi þau f gegn með atkvæða- fjölda. Mótflokkurinn hafði búist við iið- hlaupum úr flokki stjórnarsinna. En þeir vissu ekki af samningum Siftons; og það voru einmitt þeirra eigin menn (conservativar), sem brugðust undan merkjum. Aliir flokksmenn Borden’s sem komu frá einhverju kjördæmi í Quebec-fylki, yfirgáfu hann undir- eins. Monk frá Quebec, aðstoð- armaður Borden’s, helti þrumandi ræðu yfir höfuð Borden’s f fullai tvær klukkustundir, og lofaði skólalögin, en lamdi á trúarofsa prótestanta og því hve skólarnir væru ónýtir og óguðlegir. Hon- um fylgdu margir aðrir og gengu þeir í stórum hóp yfir í stjórnar- fiokkinn. En stjórnarsinnar æptu siguróp og breiddu móti þeim faðminn. Að eins einn conserva- tiv kaþólskur, varð eftir með Borden. Þannig gátu þeir komið fram málum sínum með mútum og kaupum, og með þvf að kirkjan heimtaði skilyrðislausa hlýðni af áhangendum sínum og spilaði á trúarlega fordóma þeirra og hje- gilju. SAMSÆRIÐ GEGN IIAULTAIN. Þegar Haultain sá hvernig fara ! mundi og að stjórnin ætlaði að j lemja málin f gegn, þvert ofan f ; skynsemi, rjettlæti og lög, þá sá hann að eina ráðið var, að skjóta málunum til dómstól- anna, til hins æðsta dómstóls breska ríkisins, ef þörf gjörðist, En undir eins og samsærismenn heyrðu það, þá fóru þeir að lcita að ráðum til að koma í veg fyrir það. Þeir rjeðu það af, að reka Haultain úr embættí sem stjórn- arforseta. Þótti þcim ilt að tapa málunum eftir alt þetta umstang og fyrirhöfn, og þeir rjeðu það fastlega, að ýta hverjum úr sessi, sem hættulegur væri. þeir einsettu sjer að gjöra For- get að Licutcnant Governor f Saskatchewan og skipa honum | að halda hverjum manni frá em- j bætti, sem nokkuð möglaði í móti. | Þeir kcyftu annan ungan mann | Walter Scott, og skyldi hann vera | verkfæri og undirtylla h'orgct’s j og svo ætla þcir sjer, að koma klerkavaldinu á fastan fót 1 Sask- atchevvan fyrir næstu kosningar. svo að þeir geti ráðið lögum og lofum við hina auðtrúa sauði sfna. Til þess verður ekkert sparað, hvorki peningar nje annað. En höndin sem seilist út úr skugganum og stýrir allri þessari ■vjd, og heilinn inst inni f skugganum sem leggur áráðin öll, það er höndin og heilinn -KIRKJUNNAR KAÞÓLSKU G K E I N Eftir K A N E II O BARÓN RÁÐ- GJAFA JAPANSKEISARA. Útdráttur. —:0:— Fyrst getur Kaneko þess, að Európumenn skoði Japana sem heiðingja og uppgang þeirra hið sama og uppgang heiðninnar og hafi þá í huga alt hið illa, sem ofsatrúarmenn tileinka öðrum trú- arbrögðum, en sfnum eigin. Þetta segir hann að sje rangt. Ber svo Kaneko saman skoðan- ir Asfu- og Európumanna, hvorra um aðra. Segir hann, að As- fumenn skoði Európu-búa, sem ,,barbara“ (viltar þjóðir) og ,,út- lenda djöfla“, af þeirri ástæðu, að þeir komi til þeirra með byssur, kánónur og bryndreka, að ræna. stela og drepa, til að svæla undir sig lönd þau, sem þeir hafi engan minsta rjett til, en sem augsýni- lega væru eign annara þjóða. Þessi langi listi, rána og þjófnaðar komi Asíumönnum fyrir sjónir, sem svívirðileg og Iagalaus ofbeld- isverk og glæpir, sem sjeu með öllu móti óafsakanlcgir. En hins vegar eru Asfumenn, frá sjónarmiði Európumanna, hálf- mentaðir og ómentaðir ,,barbar- ar“. Þeir hafa álitið það hið göf- ugasta verk hinnar kristnu sið- menningar, að reka þá af löndum \ sínum, slá eign sinni á þau og taka af þeim allan arð, sem hugs- anlegur er. En hin heilaga bók þeirra hefir skýrt og Ijóst boðið þeim, að þrengja að þeim kenning- um og trúfræði kristinna manna. Hjer þarf ekki að fara út f það, hvort meira má hjá þeim, trúar- iegur ákafi eða verslunar hagsmunir. Aðal-atriðið er það, að frá sjónar- miði þeirra hafa Austurlandamenn verið barbarar, og fyrir fáum ár- um mundu menn hafa rekið upp stór augu af undrun, ef að nokkur maður hefði dirfst að benda á það, að þeir hcfðu rjettindi, sem aðrir menn. STRÍÐIÐ OPNAR AUGU MANNA. Það er strfðið núna, sem hefir breytt skoðunum manna. Fyrst undruðust inenn að Japanar skyldu hafa aðra eins vitsmuni og hæfllegleika eins og þarsýndu sig. Menn hjcldu, að þeir gætu að eins stælt aðrar þjóðir, en nú sáu menn, að þeir voru uppfindinga- menn. Þeir höfðu ekki að eins tekið framfarir og ujijifindingar eftir vesturþjóðunum, heldur auk- ið þær og bætt. Japan hefir á- unnið sjer óblandaða aðdáun heimsins í heilbrigðisfræði og um- sjá allri fyrir hinum stórkostlegu herdeildum sfnum, flutningi á hermönnum og vistum, í læknis- Aæði, hernaðarlist, í útbúnaði og stjórn hinna stóru bryndreka og hinna smáu torpedóbáta. Heim- urinn hefir dáðst að riflum þeirra, púðri og ótal öðrum uppfinding- um. Einn enskur aðmfrált segir, að Englendingar þurfi að læra af þtim, að æfa og venja kyndara sfna á herskipunum, og England er þegar farið til þess, eins fljótt °g hægt er. Yfir höfuð eru stór- veldin farin að kynna sjer alla hernaðarskipun Japana og stæia hana sem verður. Sýnir það Ijóst, að það er sannað, að Japan, hvað vitsmuni snertir, stendur f hinni fremstu röð mentaðra þjóða. Þetta er hin vitsmunalega hlið, en svo er hin siðferðislega, sam- anburðurinn milli hinna æðstu hugsjóna þjóðanna, milli tilfinn- inga þeirra, sem gjöra lffið við kvæmt og yndislegt. Út í það vildi jeg sem minst fara, segir Kaneko, því að þar er alt mjer f hag.( Jegávið siðgæðishugmyndir f sveitarmálum, í verzlunarmálum, f cmbættisrekstri og það sem því er gagnstætt, fjárdrætti, mútum og stuldi frá hinu opinbera. Þjófnaður á almcnningsfje er því nær Óþektur. Hvað snertir hin siðfcrðislcgu prívatmál, svo sem helgi hjóna- bandsins, viturlegt uppeldi barna, og gott og elskulegt heimilislíf, þá eru nógar skýrslur til að sýna, hvað það er alt betra hjá oss, og færi jeg að tala um það, þá mundu menn taka það fyrir raup eitt, en hins vegar má sjá það af blöðum Amerfkumanna, hve það er rotið þar. En, það var einkum annað, sem jeg vildi tala um, en það er um myndun lyndiseinkenna þjóðarinn- ar og einstaklinganna: ,,Af á- vöxtunum skuluð þjer þekkja þá“. segir heilög ritning. Og hvað er það þá, sem Jajian gerir til þcss, að gjöra íbúana að góðum borgur- um? Jeg er hreykinn af þvf að geta sagt, að Japan láti sjer svo ant um það, að þess eru eins dæmi meðal þjóðanna. Þegar jeg gckk á skóla f Boston, þá var jeg með öðrum börnum daglcga látinn hafa yfir hin tíu laga boðoið. En eitis og búast má við, eru þau ckki höfð yfir á skólum vorum. En f stað þeirra hangir upj^i f hverju skólahúsi hjá oss, keisaratilskipun, frá árinu 1890. Hefir hver og einn japanskur drengur og stúlka, karl og kona tilskipun þá fyrir augum, alt frá þvf fyrsta þau læra að lesa. En hún hljóðar þannig: ,,Það er vilji vor, að þjer þegn- ar vorir, gegnið vcl öllum skyldum yðar við feður og mæð- ur, að þjer sjeuð góðir bræðrum yðar og systrum, að þjer lifið f elskulegri sambúð scm maður og kona og að þjer sjeuð dyggir og trúir öllum vinum yðar. Þjer skuluð læra að stjórna sjálfum yður og tilhneigingum yðar og leggja kapp á að breyta rjettvíslega. Sýnið hverjum einum mann- kærleika. Eflið lærdóm og vfsindi, gegnið vel köllun yðar, aukið og full- komnið vitsmuna-hæflleika yðar, en þó fremur öllu öðru, sið- gæðið. Leitist við, að efla almennings- heill, og lýsa upp heiminn með góðum verknm. Haldið fast við stjórnarskrána og berið virðingu fyrir lögunum. Ef að þjóðin erí hættu, þá gangið í þjónustu hennar og sýnið hreysti yðar, og reynið af öllum mætti, að styðja hina keisaralegu stjórn“. Þessi tilskipun er sf og æ fyrir augum þjóðarinnar, og má skoða hana, sem aðalkjarnann eða sálina f andlegri stefnu þjóðarinnar. Hún er útskýring á sjálfsafneitun og hreysti hermannanna, útskýr- ing á öllum sigurvinningum Jap- ana, á öllum þeirra framförum í friði og stríði. Hjá oss er það skólinn, sem myndar hina andlegu stefnu ein- staklinganna. Vjer álftum það meira árfðandi en alt annað, að gjöra börnin að siðferðislega góð- um körlum og konum. Hitt álft. um vjer þýðingarlítið hvaða trú menn hafi. Stjórnarskrá Japans Ieyfir hverjum að hafa þá trú, sem hann vill. En hitt er s k y 1 d a stjórnarinnar að kenna mönnum gott s i ð f e r ð i. Níutfuogþrjú böruaf hundraði hverju um alt Japan, sækja skóla á hverjum degi. Hin, sem annaðhvort eru svO fötluð, eða fátæk, að þau ekki geta gengið á skóla, eru aðeins sjö af hundraði. Vjer höfum sannfærst um það, að skólabæk- urnar gjöri hvað mest til þess, að mynda andlega stefnu barnanna. Og með það fyrir augum, cr inni- hald bókanna kapftular úr sögu þjóðar vorrar, góðverk keisara vors og keisarafrúar, hreystiverk hershöfðingja vorra og aðmírála, ágætisverk vísindamanna vorra og stjórnmálamanna, ritsmíðar hinna bestu skálda vorra, yfir höfuð alt, sem getur göfgað og lyft upp og gjört vfðtækan anda þjóðarinnar á mindunarstigi hans, æskunni. Til þess að gjöra börnin ekki þröngsýn, og stækka sjóndeildar- hring þeirra, þá tókum vjcr inn f bækur þessar verk og dæmi mik- illa manna af öðrum þjóðum, svo sem Abrahams Linkolns, Benja- mfns Franklíns, Napoleons, Nel- sons, Friðriks mikla, Darvíns, Florence Nightingales, Jenners, f stuttu máli þeirra manna, sem gjört hafa stórvirki heimsins og verið Ijós á himni sögunnar. Alt þctta viljum vjer láta börnin vor kynna sjer, sem aðalatriði f ment- un þeirra. Þctta er hinn siðferðislegi upp-

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.