Baldur


Baldur - 06.04.1906, Blaðsíða 2

Baldur - 06.04.1906, Blaðsíða 2
 4 BALDUR, 6. jtíNí, 1906. ER GEFINN ÚT A GIMLI, --- MANITOBA OÍIAÐ YIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIRFRAM ÚTGEFENDUR: THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : IB.A-IEiID'CrflR, G-IDÆILX, TÆYY3ST. Varðásmáiim anglýsingum er 25 ccnt fyrir þumlung riá:kslengdar. Afaláttur er gefiua 4 stœrri auglýsingum, sf m birtast í blaðinu yfir leugri tíma. Viðvíkjanrii Blíkum afslætti og öðrum fjármáiuro blaðs ius, eru menn beðuir að anúa sjer sð ráðr mannicum. s>. '«> Yv ’JS: vsjbf? MIðVIKUDAGINN, 6. Jt/NÍ. 1906 Málfrelsi. —:o: — Eins ojj lcsendum Baldurs er kunnugt, fyrirbauð pdstmálastjór- Inn í Canada að flytja blaðið „Ap- peal to Reason“ með kanadiskum pósti snemma í síðastl. aprflmán- uði> og gjörðu þá ýmsir ráð fyrir að hægt mundi að senda blaðið með ,,express“ tii kaupanda þesc f Canáda. Nokkrir strangar af blaðinu voru sendir á bennan hátt áleiðis til Car.ada, en eftir litla hrfð var sú leið einnig af tekin, með þvf að hinn 25. aprfl fyrir- bauð stjórnín að sleppa blaðinu f gegnum kanadisku töllhúsin, ein= og eftirfylgjandi brjef frá Ottawa til blaðsins ,,AppeaI to Reason“ sýnir: ,,Postoffice Dcpartment, Canada. Ottawa, May 4th 1906 ,,AppeaI to Reason,“ Herra—Sem svar upp á tele gramm yðar, dagsctt 3. þ.m., læt jeg yður vita, að hinn 25. aprfl sfðastl. fyrirbauð póstmáladeildin, undir 636.gr. tolllaganna frá 1897, að flytja blaðið , ,Appeal to P.ca- son,“ sem gefið er út í Girard, Kansas, inn til Canada, Wm. Smith, skrifari“. Eftir þessu eru þá allar bjargir bannaðar hvað ,,Appeal to Rea- son“ snertir, og í þess stað hafa svo útgefendurnir sent kaup- endum f Canada mánaðarritið Wayland’s Monthly, scm er gefið út f sömu prentsmiðju og undir sömu ritstjórn. Síðan almenningur fór að fá greinilega hugmynd um þetta mál hcfir því verið mikill gaumur gefinn sem vœnlegt er, og er allt útliPfyrir, að það dragi á cftir sjer stærri dilk heldur en póst- málastjórinn, og aðrir ráðgjafar í Ottawa hafa gjört reikning fyrir. Við þetta tiltæki pósrmálastjór- ains hefir fjöldi fólks víðsvegar um Canada vaknað til meðvitundai nm það, að það sje eitthvað veru- lega fskyggilegt við það, að einn maður hafi vald til að ákveða hvaða fróöleik fólk megi lesa; fyrir utan það sem flestum, sem þekkja ,,Appea! to Reason,“ rnun koma saman um, að það sje ekki j einungis vel hæft blað til lesturs fyrir hvern hugsandi mann, held- ur eitt af allra merkilegustu blöðum sem gefin eru út í Ameríku; sem sýnir sig, meðal annars f þvf, að það er hið útbreiddasta vikublað sem nokkurntíma hefir verið stofn- að í þessari álfu. Jafnvel flokks- blöðunum hjcrna í Canada ægir svo við þessu tiltæki, að sum þeirra, og það sum hin stærstu, geta ekki stillt sig um að mótmæla því sem hinni rnestu óhæfu, og eru þau þó f lengstu lög vön að draga taum þess stjórnarflokks sem þau halda upp vörn fyrir. Sem afleiðing af þessu rignir nú bœnarskrám úr öllum áttum til Ottawa,f þeim tilgangi að fá póst- málastjórann til að afturkalla bannið. Ein beenarskrá með 400 nöfnum var t. d. send frá Port Arthur fyrir nokkrum dögum; frá Gimli er cin þegar farin með yfir 70 nöfnum, og úr öðrum áttum er hið sama að frjetta. Fjöldi af fyrirspurnum málinu viðvfkjanai hafa og verið sendartil póstmálastjórans, og er ólfklegt að hann átti sig nú ekki á þvf, að hann hafi gengið heldur lengra í embættisfærslunni en_ kanadiska þjóðin getur liðið orðalaust, enda þótt hatin geti varið sig með þvf að hann hafi haft lagastaf fyrir sjer.—Menr/eru ekki ætíð skyld ugir til að gjöra það sem þeir hafa lagalcgt leyfi til að gjöra, og hann hefði vissulega átt að hafa vit á að gizka á það, hvort lögin sem hann studdist við mundu vera f sámræmi við hugsun og anda þjóðarinnar á þessum tfmum, og hvort það mundi þessvegna vera nokkurt vit f að nota sjer valdið sem þau gefa honum. En hvað sem um það er að segja þá notaði hann valdið sem lögin gáfu honum, og notaði það á hinn ýírasta hátt, með því að fyr- irbjóða að flytja blaðið ínn f landið á nokkurn hátt. Eftirfarandi brjef er svar frá póstmálastjóranum til Mr. Wm. Scott, f Winnipeg, upp á fyrir- spurn sem hann sendi honum, um það hver hefði gefið honum vald til að úrskurða hvað hann (Scott) mætti lesa: „Ottawa, 16. maí, 1906 Kæri herra— Jcg hefi meðtekið brjef yðar frá 11. þ. m. þar sein þjcr haidið því fram, að blaðið ,,-Appeal Reason“ eigi rjctt á að ganga mcð kana- diskum póstflutningi. Postlögin f Canada LEGGJA HEGNINGU VIÐ þvf að scnda með kanadiskum pósti blöð sem eru að indihaldi til ósœmileg (in- dccent), ósiðferðisleg (immoral), uppreistar-hvetjandi (seditious), ó- l(ighlíðin(disloyal),nfðsk(scurrilous)> og rægin (libellous), og það heyrir undirverkpóstmálastjóransað skera úr því hvaða blöð sje af þvf tagi. Jeg hefi skoðað nokkur cintök af blaði því er þjer minnist á, og finn, að það mælir beinlínis fram með því að ráða þá af dögum, sern eru á móti hinum einkennilegu skoðunnm þess, og finnst mjer jeg hafi fulla ástæðu til að kalla ! þetta ósiðferðislegt (immoral). Sömuleiðis finnst mjer bendingar blaðsins til kaupanda sinna vera gagnstæðar þeim meginatriðum sem stjórn hvers lands hJýtur að byggjast á, og því álft jeg það upprcistar-hvetjandi (seditious) og ólöghlýðið (disloyal). Orðfærið sem blaðið virðist brúka er svaða- legt og ofsalegt, að jeg held það verðskuldi að vera kallað ósæmi- legt (indecent), níðskt (scurrilous) og rægið (libellous). Undir þessum kringumstæðum var jeg f engum efa um það, að það var einmitt svona blað sem lögin ákveða að skuli ekki flytjast mcð kanadiskum pósti, hvort sem það er rjettlátt eða ranglátt. Þetta er svar mitt upp 4 yðar hálf-óþörfu fyrirspurn um það.hver hafi gefið mjer vald til að skera úr því hvað þjer mættuð lesa. Jcg hefi aldrei gjört kröfu til þess, heldur er jeg aðeins að reyna að framfylgja cins vel og jeg get lög- um landsins,—lögum sem aðrir menn buggu til fyrir mörgum árum og lögðu upp í hendurnar á mj er. Yðar einl. A. B. Aylesworth“. ,Með þessu brjefi gefst mönnum ekki einungis til kynna, áð póst- málastjórinn hefir vald til að skera úr þvf hvaða blöð sje þannig, að efni og orðfæri, að þau rríegi flytj- ast með kanadiskum pósti, heldur gefst mönnum lfka til kynna fyrir hvaða sakir að hann má bægja þeim frá póstflutningi. En hvernig stendur á þvf, að það skuli ekki vera þegar búið að bægja flestöllum blöðum Canada og Bandaríkjanna fr&' flutningi með kanadiskum pósti, þaféð sjálfsagt mætti fyrirbjóða flest þeirra með eins góðum rökum eins og brúkuð eru nú gegn ,,Appeaíto Reason"? Það er sú ástæða aðaliega fyrir því, að þrátt fyrir það þó þessi skammsýnu lög sje til f Canada.þá leyfa sjer engir gætnir mcnn að nota þau, af því meðvitundin um þýðingu málfrelsis og blaðafrelsis er svo djúpt gróðursett hjá ensku- mælandi þjóðum,að það vær:,faug- um bjóðarinnar,glæpsamlegrá fyrir nokkurn mann að taka upp á sig að framfylgja þcssum lögum hcld- ur en að ganga fram hjá þeim í embættisfærslu sinni. Um það að lögin sje til, þó heimskuleg sje, efast enginn maður, og um það að póstmálastjórinn hafi samkvæmt þeim haft vald til að beita þcim, efast heldur enginn, en það verður | vfst meíri hluti þessarar þjóðar á [ þeirri skoðun að hann hefði átt að líta það ógjört—að hann hcfði ekki átt að lftilsvirða sfna eigin þjóð með því að gcfa f skyn að hún væri börn eða aumingjar, sem | ekki hefðu vit á að velja það sein | væri hæfilegt til lesturs, Það er aðeins ein afsökun sýni- leg í þessu máli, og hún er sú, að maðurinn er nýr í stöðunni og veit ekki fótum sfnum forráð. Eins og mörg ensk blöð hafa þegar bent á,þá er það bara hlægi- legt að bera það fram sem kæru að menn eða blöð sje ólögþlýðin(dis- !oyal),þar sem það er búið að vera alsiða f margar aldir undir enskri stjórn að vera ,disloyal,‘ og jafnt póstmálastjórinnsjálfur,eins og hver annar hugsandi maður, er .disloyal' þegar honum, finnst að sú stjórn sem við völdin er, fari ranglega að ráði sfnu. Það cr eitt af skilyrð- unum fyrir að hafa pólitískt frelsi eraðmegavera ,disloyal,‘ og það orð er þvf ekki orðið brúklegt í kæru á nokkurn mann, ef sú kæra á að þýða nokkurn hlut. Fyrir utan það sem sú ólöghlýðni, sem um var að ræða í þetta skifti, átti við útlcnd lög og útlenda stjórn, því greinin, sem blaðið var fordœmt fyrir, var skrifuð um ástand sem átti sjer stað í Bandaríkjunum,en .minntist ekkert á Canada. Hvern- ig að kanadiskur embœttismaður getur farjð að finna hjá sjer köilun til að hegna mönnum suður í Bandarfkjum fyrir árás á lög og stjórn sinnar eigin þjóðar virðist torskilið, en svo langt hefir samt Mr. Aylesworth fundizt að em- bœttisstarfsemi sfn þyrfti að ná. Það er náttúrlega ekki allt gull- vægt sem blöðin hafa að segja, og eðlilega er sumt sem gefið er út á prent ekki einungis þýðingarlaust heldur skaðvænlegt; en allt um það veit hver skynjandi maður, að blöðin. eru og hafa verið hin allra þýðingarmesta stoð og viðreisnar- meðal allra mannrjettinda í heim- inum, og að hvcrt það land, sem lagt hefir tálmanir á leið blaðanna, hefir að meiru eða minna leyti ver- ið ófrelsisins land, og ætti því öll- um að skiljast að hið viðsjárverðasta spor sem hægt er að stfga er það, að takmarka blaðafrelsi,því það er sama og að takmarka málfrelsi. Á hverju ætti það líka að byggjast að takmarka málfrelsi ? Svar : Á þvf sjálfsagt að vissar skoðanir sje rangar, og cigi því ekki að út- breiðast. Þetta er sjálfsagt vel hugsað. En á hverju getum vjer vitað að vissar skoðanir sje rangar? Svár : Á þvf að bera þær saman við rjettar skoðanir. En hvernig fer maður að vita hvað eru rjettar skoðanir ? Svar: Maður spyr póstmálaráðgjafan að því! Það er ekki orðið ósnoturt hið •pólitíska ástand þeirrar þjóðar, sem gctur átt það á hættu að þurfa að fá vissu sína um það hvað sje rjett skoðun frá einum manni, og þó er nú svo ástatt í Canada. Það efast náttúrlega enginn um það,að það sje til rang- ar og skaðsamlegar skoðanir, en þcgar kcmur til þess að skera úr því hvað sje röng og skaðsamleg sköðun, hefir venjulega hver sfna sögu um það að segja, og einmitt rjettinn til að segja sína sögu um hvað sjc röng og skaðleg skoð- un, eða hvað sje rjett og heilnæm skoðun,kö!lum vjer pólitískt frelsi, eins langt og það nær; og þegar maður má ekki segja sína sögu urn það þá köllum vjer það póli- tfskt ófrelsi. Það er ófrelsi af þessu tagi sem vofir yfir mönnum f Canada, ef fólkið ekki reisir skorður við þvf í tfma. Menn geta verið svo sammála um að vissar skoðanir sje skaðleg- ar að það megi svo heita að þjóð- in vilji ckki leyfa þeim útbreiðslu, en það væri ffflska, allt um það,að leyfa einum manni að skera úr þvf hvaða blöð flyttu þessháttar skoðanir; ekki sízt þi gar ekki verður komið fram lagaábyrgð á hendur honum; og þegar hann þar ofan í ’kaupið getur haft pólit.fskar fiokkfylgisðstæður til að tálma útbreiðslu vissra blaða, með því að væna þau um að flytja for- boðnar skoðanir. Sje þessvegna um það að ræða að koma f veg fyrir útbreiðslu þeirra skoðana,sem þjóðin fyrir sfn lög er einhuga um að stemma stigu fyrir, þá ætti að minnsta kosti að brúka þá nær- gætni.að láta ekki einn mann hafa úrskurðarvald í þeim sökum, held- ur að láta rannsaka allt þessháttar fyrir . dómstólum landsins, svo mögulegt væri að koma með varn- ir í þeim málum eins og öðruin málum; þvf hitt er óhæfa að láta einn mann hafa vald til að eyði- leggja hvaða blað sem honum lfzt, fyrirvaralaust, án þess hægt sje að krefja harin til reikningsskapar fyrir það. Það var af þessu tagi bendingin sem blaðið Free Press, f Winnipeg, kom fram með í sinni tilþrifamiklu ritstjórnargrein um þetta efni, og á það, að minnsta kosti, ættu allir hugsandi menn að geta fallizt. Pólitfskt frelsi hvflir á málfrelsi, og blöðin eru yfirleitt áhrifamesti, víðtækasti og gagn- legasti þáttur málfrelsisins. Það er þvf of mikið í húfi fyrir mann- fjelagið f heild sinni, þcgar um takmölkun á blaðafrelsi eraðræða, tfl þcss að rnenn geti gengið þegj- andi fram hjá tilraunum í þá átt, og ætti þvf hver einastí hugsandi maður, sem nokkurs metur sitt persónulega frelsi, að leggja fram sitt lið til að afstýra þeirri hættu sem stafar af því að einn pólitískur flokksmaður í sæti póstmálaráðgjafans skuii að ósekju geta stigið á hálsinn á hvaða blað sem honum sýnist. I bráðina er aðferðin sú, að gefa honum til kynna að þjóðin ætli ekki að líða þann yfirgang sem hann hafi sýnt blaðinu ,,Appeal to Rcason,“ með því að senda til hans stanz- lausan straum af bœnarskrám uin það að vcita þvf aftur kanadisk pósthlunnindi, eins og margir eru þegar búnir að gjöra.— Önnur ráð er ekki með góðu móti ha’gt að brúka þangað til hægt er að fá póstlögunum breytt. Það er enskt orðtak, að árvekni sje það gjald scm þjóðirnar verði að greiða fyrir frelsi sitt, og ættu menn nú að sýna þá árvekni sem frjálshugsaridi fólki sœmir. Það ætti ckki að draga úr neinum, að orðin sem Egene Debs brúkaði í

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.