Baldur - 10.10.1906, Blaðsíða 4
4
Heimafrjettir.
Um það er þctta blað fer í
pressu, verða að lfkindum sem
næst fjórar mflur af Gimlibraut-
inni járnlagðar.
Verkið gengur heldur seint, og
sýnilega verður þvf ekki lokið fyr-
ir 15. þ. m., eins og ráð var gjt>rt
fyrir.
Haustlegt er nú farið að verða
hjer við Winnipeg-vatn, og tölu-
verður kuldi að næturlagi.
Fiskimenn búa sig nú f vetrar-
ver, og fara flestir um 20. þ. mán.
eins og venja er til.
Ríkið og kyrkjan.
Eftir
Hugii O. Pentecöst,
Falskenning, sem oft er endur-
tekin, verður að hjátrú.
í þessu landi segjum við : ’Hjei
er ckkert samband mrlli rfkis og
, /
kyrkju1. I þessu liggur F'ðurlands-
vegsemd. Þctta eru ósannindi.
Þetta er endurtekið hvaðeftir ann-
að, og nú er það orðið að hjátrú.
Það er með þessa hjátrú eins og
hverja aðra hjátrú, hún fer ekki
einungis með fals, heldur blindar
hún menn,svo menn sjá ekki sann-
leikann.
Margar miljónir af eignum
kyrkna eru skat.tfríar. Þannig er
kyrkjunni á parti haldið við á
kostnað rfkisins. Við vitum ekki
hvort kyrkjan hjeldi áfram að vera
til, ef hún þyrfti að borga skatt,—-
Þetta er samband ríkis og kyrkju.
í borgunarskyni fyrir þessa hjálp
ganga út herhvatir frá kyrkjunni
til fólksins þegar rfkið ka'.lar menn
út f strfð, og varnarræður þvf til
styrktar, sern '-enjan hefir kennt
að taka fyrir góða vöni: Þrælahaldi,
fjárdráttarstofnunum, giftingum til
fjár, mannfjölgunarviðleitni, barna-
þrælkun á verkstæðum.sjálfbjargar-
leysi kverinfólks, stjettaniðurskip-
un, gálgum og hegningarfærum ;en
fordæming yfir hvcrt umbótarmeð-
al: hugsunarfrdsi,vfsindi,má!frelsi,
blaðafrelsi, verkamannasamtök, só-
síalism, anarkisin, og frjálsræði f
hvaða mynd sem cr. Kyrkjan
andæfir viðleitni til framfara,
breytingum og umbótum, og helzt
í hendur við ríkið.
Þetta er samband ríkis og
kyrkju.
Kyrkjan -.egír um Roosevelt,
forseta, sem er bitur óvinur frf-
hyggjenda. ’Hann er vinur okkar
allra1. Og hann segir um kyrkj-
una : ’Án kyrkjunnar .væri engin
heimsmenning1.
Þctta er samband rfkis og
kyrkfu.
Rfkið setur presta við herinn,
eldliðið, lögregluliðið, fangelsin,
rfkjaþingin og congressið.
Prestarnir rugla vinnumenn rík-
isins. gjöra þá leiðitama og ósjáif-
stæða, þeir varpa helgidómsblæju
yfir lævizkubrögð pólitiskra stiga-
manna f löggjafarþingunum. Þeirj
helga ránskap og landráð gagnvart
fólkinu. 1
BALDUR, 10. október 1906.
Þcir, sem dregnir eru á tálar af
þcim, borga þeim kaup með til-
styrk rlkisins. Ríkið tckur af
brauði verkamannsins og gefur það
þessurn prestum.
Þetta er samband rfkis og
kýrkju.
í^egar kyrkjudyrnar opnast, lok-
ar rfkið öðrum dyrum. Kyrkjan
er f samkeppni við veitingahúsin,
fiskipollana, og hnattleikagrundirn-
ar, og ríkið verndar hana fyrir!
keppinautum sfnum.
Aron, prestur, heldur ætíð upp
höndurn Mósesar. löggjafans og
hermannsins.
I bernsku og á yngri árum
þckkti jeg þá hreinustu gleði sem
einlæg barnatrú getur veitt, cn af
innstu rót .segi jeg það nú, að hún
var kaiinn kvistur f samanburði við
þá nautn, sem jeg finn í leitinni
eftir sannleikanum, og hugsuninni
um hið fagra í tilverunni. Jeg
óska þess, að meðbræðrum rnfnum,
sem enn hafa ’orþódoxíuna' fyrir
ijós á sínum vegum, auðnist að ná
slfkri sálarnautn sem’rfkir hjá
mjer, sfðan jeg komst í gegnum of-
viðri trúarst.ríðsins f sálu minni inn
á hugsananna haf — hafið kyrra
og djúpa, þar sem skynjan er eina
leiðarstjarnan, og hjartað eini leið-
arsteinninn. — Ernest Renan.
[Truth Seekek]
Póstgöngur.
Um þessar mundir cr mikið
kvartað um slæmar póstgöngur f
Canada, sjerstaklega í Manitoba
og Norðvesturlandinu.
Það er skiijanlegt, að f nýju
landi, sem er óðfluga að byggjast,
sje ýmsir gallar á póstgöngum,
því verkið, sem póstmáladeiidin
hefir að vinna, er feykilega yfir-
gripsmikið ; en ef póstmáladeildin
hefði lagt eins mikla stund á, að
athuga þarfir fóiksins, hvað snertir
póstferðir, eins og hún hefir lagt á
það, að láta deiidina borga sig, þá
hefði hún gjört almenningi þægt
verk.
Sparsemi er góð, en það cr citt-
hvað rangt við það, að póstmála-
deildin skuli Iiafa um miljón dol!-
ara tekjrir fram yfir tilkostnað, en
mikill hluti landsins lfður óþægindi
við það, að póstgöngur eru ónógar.
Það ætlast vfst enginn kana-
diskur borgari til þess, að póst-
máladeildin safni fje fyrir ríkið.
Yfir hfifuð eru ríkisstofnanir ckki
til þess að safna fje, heldvr til að
veita þægindi, og það er sfður en
svo, að póstmálastjórinn eigi þakk-
ir skilið fyrir þennan mikla gróða,
þvf hann sýnir ar.naðhvort, að
pÖstgjaldið f landinu er of 'nátt,
eða að póstgöngurnar eru Ijelegri
en þær ættli að vera.
Póstflutningastofnunin er sú eina
þjóðeignarstofnunaukskólanna,sem
nokkuð kveður að íþessulandi, og
það cr illa farið, að forstöðumenn
hennar skuli hafa la^t meiri stutid
á, að gjöra hana að tekjugrein fyr-
ir iandið, heldur en að láta liana
uppfylla þarnr þjóðarinrtar.
Menn ættu ekki að láta standaá
því; að tilkynna póstmáladeildinni
þarflr sfnar, svo hún viti hvað hún
á að gjöra við tekjurnar. — Að
Ieggja á menn mikið meira gjald
heldur en rfkiskostnaðinum nemur,
er röng stjórnaraðferð, ekki sfzt
þegar sú stjórnardeild, sem hefir
tekjuafgang, leggur svo lítið í söl-
urnar fyrir þjóðina, að vandræði
stafa af. E. Ó.
ÁGRIP AF HEIMILISRJETT-
ARREGLUGJÖRÐ FYRIR
CANADA-NORÐVESTUR-
LANDIÐ.
Jyær ’sectionir1 f Manitoba, Sas-
katchevvan og Alberta, sem
númeraðar eru nricð jöfnum tölum,
og tilheyra Dominion stjórninni
(að undanskildum 8 og 26 og öðru
latidi,sem er sett til sfðu), eru á boð-
stólum sem heimillsrjettariönd
handa hverjum (karli eða konu),
sem hcfir fjölskyldu fyrir að sjá,
og handa hverjum karlmanni, sem
hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og
handahverjumkarlmannisem eryfir
18 ára að aldri; 160 ekrur eða
úr ’section1 er á boðstólum fyrir
hvern um sig.
Menrt verða sjálfir að skrifa sig
fyrir því landi, sem þeir vilja fá, í
landstökustofu stjórnarinnar, f þvf
hjeraði sem landið er í.
Sá sem sækir um heimilisrjett-
arland getur uppfvlgt ábýlis-
skydduna á þrennan hátt:
1. Með þvf að búa í 6 mánuði
á landinu á hverju ári í þrjú ár, og
gjöra umbœtur á þvf.
2. Mcð þvf að halda til hjá
föður (eða móður, ef faðirinn er
dauður), sem býr á landi skammt
frá heimilisrjettarlandi umsækjand-
ans.
3. Með þvf að búa á landi,
sem umsækjandinn á sjálfur f nánd
við heimilisrjettarlandið sem hann
er að sækja um.
Sex mánaða skriflegan fyrirvara
þurfa tnenn að gefa Commissioner
of D'.minion lands í Ottawa urn
að þeir viiji fá eignarbrjef fyrir
heimihsrjettarlandi.
W. W. CORY,
Deputy of the Minister of the Jnterior
Gimli Feed and Livery
Stable.
Kejrslafrá Gimli til Winni-
peg Ileach kl. 8 á hverjum
morgni. P'rá Wpg Beach til
Gimli á hverjurn morgni, eftir
að Winnipeg-Iest er komin.
G. E. Sólmundsson
Gimli P'ced and Livery Stable,
2nd Ave Gimli.
^kólanefnd Gcysirskóla ætlar að
láta grafa brunn við skóiann.
Nefndin óskar eftir tilboðum í
verkið, samkværnt auglýsingu,
sem fest cr upp á skólann.
Menn snúi sjer til Tómasar
Björnssonar, eða mfn,
Bjakni JóIIANNSSON.
AF
VEGGjA PAPPÍR
hefi jeg selt á síðastliðnum sex mánuðum. — Jeg sel svona mikið
fyrir það, að jeg se! viðcigandi BORÐA með veggja-pappírnum, með
sama verði og pappfrinn sjálfan, en ekki 5, 10, 12, 15 eða 20 cents
,,yardið“ af borðanum, cins og sumir gjöra.
Finnið mig að máli cða skrifið mjer, ef þið viljið hljóta góð kaup
á veggjapappír.
(J. ZXC. ^Chompson,
Gimli, - Man.
E. Gr. THOMSEN á Gimli selur meðal
annars:
Groceries;
Peysur og nærföt;
. Vetlinga, af ýmsum tegundum:
Húfur;
Tóbak;
Vindla;
Handsápu;
Allskonar skótau,
sjerstaklega mikið af
skótaui fyrir börn,
frá 1 —10.
Loðtreyjur.
Keyrsluvetlinga,
og margt fleira.
SANNGJARNT VERÐ. GÓÐAR VÖRUR.
CIMLI, MAN.
MEÍ RI BŒKIJR 3
HEIMSPEKISLEGS, VÍSINDALEGS, STJÓRNFRŒÐIS-
LEGS, OG TRÚARB RAGÐALEGS EFNIS
WHAT IS RELIGION ? Sfð-
asta ræða Ingersolls. Verð iCc.
DESIGN ARGUMENT FAL-
ACIES.eftir E. D.Macdonald 25C.
WISDOM OF LIFE, eftir Arth-
ur Schopenhauer. - Verð 25C.
RITVERK Charles Bradlaughs,
með mynd, æfisögri, og sögu um
baráttu hans í enska þinginu.
Verð : f skrautbandi - - $1.10
f kápu - 5°c-
FORCE AND MATTER : or
Principles of the Natural Order
of the Univérse, with a System of
Morality based tneron, eftir Prof.
Ludwig Buchner. Með mynd.
Verð: f bandi - - $1 10
MEN, WOMÉN, AND GÖDS,
eftir Helen H. Gardener. Með
formála cftir Col. R. G. Ingersoll,
og mynd höfunnarins. Þessi bók
er hin langsnjallasta scm þessi
fræga kona hefir ritað.
Verð: í bandi $[.10, f kápu 50C.
PHILOSOPH Yof SPIRITUAL-
ISM,
eftir Frederic R.Marvin. í bandi.
Verð:......................50C.
PULPIT, PEW.AND CRADLE,
eftir Helen H. Gardener. í kápu.
Vcrð: ioc.
God and My Neighbour,
eftir Robert Blatchford á Eng-
landi, setrt er höfundur að „Merrie
England,“ ,,Britain forBritish,“
o.fl. Bókin er 200 bls. á stærð,
prentuð tneð ' skfru letri á góðan
pappfr. Bókin er framúrskarandi
vel rituð, eins öil ritverk Robert
Blatchfords. Verð:íbandi $1.00
í kápu 50C.
ADAM’S DIARY, eftir Mark
Tvvain $1.00
EVE’S DIARY, 'eftir Mark
Twain $1.00
EXAMINATION OF THE
PROPHECIES— Paine 150.
Is thc God of Israel the Truc God?
eftir Israel W. Groh. 150.
Ritverk Yoltaires:
VOLTAl KE'S ROMANCES.
Ný útgáfa f bandi $1.50
hjicromegas. í kápu 250.
Man of Forty Crowns 25C.
Pocket Thcology 250.
Letters on the Christian Religion,
með rnyndum af M.de Voltaire.
Francois Rabclais, John Locke,
Peter Baylé, Jean Meslier og
Benedict Spinoza 25C.
Philosophy of History 25C.
Ignorant Philosopher, með mynd-
um af René Descartes og Benc-
dict Spinoza 25C.
Chinese Catccism 25C.
Sentið pantanir yðar til
PÁLS JÓNSSONAR,
655 Toronto St. WINNIPEG, MAN.