Baldur - 03.11.1906, Blaðsíða 4
4
BALDUR, 3. NÓVEMBER Í906.
TAPAST
hefir fyrir nærri mánuði síðan (um
7. okt.) 5 vetra gamall, rauðflekk-
óttur uxi, frá heimili hins undirrit-
aða, section 7, Township 21, R. 3
Kast. Finnandi er beðinn að gjöra
svo vel og senda mjer brjeflega
tilkynníngu gegnum pósthúsið á
Gimli, og gæta gripsins þangau til
hans verður vitjað. Sanngjörn
fundarlaun og ómakslaun verða
borguð.
Fred. Ohobotuk.
Tclefónmál.
m
Mr. Dagger, tclcfónfræðingur,
er nú að ferðast um landið fyrir
fylkisstjórnina, og fræða fólk um
allt, sem að telefónum lýtur, áður
en sveitakosningarnar koma í des-
ember. Ekki hefir hann samt
enn þá sent Baldri þessa fróðlciks-
pizla, sem hann falaði pláss fyrir
um daginn ; máske hefir honum
ekki fallið það f geð, að fá ekki lof-
orð um að þeir yrðu teknir athuga-
semdalaust, og lfklega hefir hann
ekki vitað það, að frá Baldri getur
hvorki vinur eða óvinur fengið lof-
orð um slfkt.
í Brandon var Mr. Dagger ný-
lega og flutti þar erindi allfróðlegt
um telefónlöggj'if stiórnarinnar, en
það er langt frá því að hann hafi
tekið af allan efa á því, að sú lög-
gjöf þurfi umbóta við. Það verð-
ur t. d. ekki betur sjeð en að menn
sje settir f gapastokk með sumum
ákvæðum þessarar löggjafar, og að
sveitirnar verði að játa þvf, að þær
vilji leggja út í að eignast telefón-
kerfi strax, eða þá eiga það á
hættu að einhverjir innansveitar-
menn, sem gæíu verið umboðs-
menn Bell-telefónfjelagsins eða
annara, stofni telefónfjelag undir
vernd þessara nýju laga stjórnar-
innar, og fyrirbyggi með því að
sveitir, sem ekki eru strax reiðu-
búnar að cignast telefónkcrfi, geti
þið í framtíðinni. Ef þetta er
rjettur skilningur á þessum laga-
ákvæðum, þá er sýnilegt, að þau
taka af mönnu'm allt tækifæri til
þess að greiða atkvæði af frjálsum
vilja, og neyða menn til að segjast
fella sig við lagaákvæði stjórnar-
innar, áf því að það er f þeim hót-
un um að ofursclja sveitafjelögin
sjereignarstofnun, ef þau játi þvf
ekki, að þau vilji strax stofnsetja
telefónkerfi hjá sjer. Þetta er Ifkt.
og þegar börn eru látin kyssa á
vöndinn scm þau eru hýdd með.
Maður á að vera nau|beygður til,
að segja að lögin sje góð, af þvf
þau hóta manni hegningu, ef mað-
ur segir að þau sje vond. Þetta
kann að vera gott ráð til að fá at-
kvæði með telefónhugmynd stjórn-
arinnar, en það er ólfkiegt að þau
atkvæði verði alstaðar gefin með
góðu geði.
Máske er tilgangur þessara laga-
ákvæða allur annar en sá, sem hjer
er sýnt að hann gæti verið, en ef
svo er, þá eru þau klaufalcga úr
garði gjörð, þvf þau gefa óneitan-
lega ástæðu til að halda að verið
O ^
sje að kúga menn til að ganga inn |
á stcfnu stjórnarinnar, hvort sem |
mönnum lfkar hún betur eða ver. |
Lagaákvæðin segja þetta í 13.
greininni:
”Ef sveitarráð þeirra sveita, sem
hafa rjett til að setjaáfót eðaeign-
ast telefónkcrfi innan sinna tak-
marka, vanrækir að útvega eða
stofnsetja telefóna samkvæmt ósk-
um íbúa sveitarinnar eða sam-
kvæmt óskum einhvers hluta
þeirra, þá geta þessir búendur
sveitarinnar stofnað fjelag eða fje-
lög undir hlutafjelagslögum fylkis-
ins, með samþykki stjórnarinnar,
til þess að byggja þær telefónlínur
sem þeir vilja“.
Þessi grein er þvf miður undir-
orpin margskonar skilningi
Allar sveitir í fylkinu hafa rjett
til að setja á fót telefónkerfi undir
þessum nýju lögum, en sveitarráð-
in hafa ekki fyrir það rjett til að
stofnsetja telefónkerfi fyr en kjós-
endur hafa krafizt þess. Ef nú meiri
hluti kjósenda krefst þess ekki að
sv.eitarráðið stofnsetji telefónkerfi,
ef meiri hiutinn, meðöðrum orðum,
segja ”nei“, þá er Ifka sýnilegt að
sveitarráðið getur ekki farið af stað
og sett á stofn telefónkerfi, en,
segja lögin, ef sveitarráðin þeirra
sveita sem hafa rjett til að stofn-
setja telefónkerfi, (og það eru allar
sveitir fylkisins),vanrækja að gjöra
það o. s. frv., mega þeir sveitabú-
ar sem vilja stofna hlutafjelag o.
s. frv. Hjer er greinilega opnað-
ur vegur fyrir hvern sem vill til að
stofna sjereignarfjelag og ná undir
sig telefóneinveldi, sem í framtíð-
inni getur komið í veg fyrir að
sveitafjelög geti eignast telefóna,
þvf í lögunum er ekkert um það,
að þessi fjelög skuli selja sveitafje-
lögunum kerfi sín þegar þau krefj-
ist þess, og vitanlega væri þá ekki
hægt að neyða þau til þess nema
með nýjum Iagaákvæðum frá þing-
inu, sem ekki yrði máske svo auð-
velt að fá, ef stjórnarvinir væru
eigendur fjelagsins. Það eru allar
Ifkur til þess, að margar sveitir í
fylkinu sje ekki reiðubúnar að gefa
strax meirihlutaatkvæða með því
að þær vilji sveitartelefóna, eins
tvíræð eins og sum ákvæði þessara
laga virðast vera, en ef þær gefa
ekki meiri hluta atkvæði, cr sýni-
legt að sveitarráðin 'geta ckkert
gjört, og við það opnast vegur
fyrir sjereignartelefónfjelag, enda
þótt sveitafjelögin hefði gjarnan
viljað geyma sinn rjetttilað stofn-
setja telefónkerfi. Það virðist þvf
liggja beint við, að stjórnin
ætlist til þess, að allir skuli
segja ”já“ við kosnirgarnar, svo
sveitarráðin hafi ekki tækifæri
valdleysis vegna, að bleypa inn á
menn telefóneinveldi. Auðvitað
geta sveitarráðin samkvæmt þess-
um lögum skellt skolleyrunum við
allri telefónlagningu átölulaust, að
því er sjeð verður, þó sveitirnar
gefi meirihlutaatkvæði með mál-
inu. Það cr sem sje ekkert tekið
fram í þeim, um hegningu fyrir
sveitarráðin þó þau vanræki að
framfylgja fyrirmælum kjósend-
anna, en aftur á!<vcða liigin, að
hegna megi kjósendum fyrir van-
rækslu sveitarráðsins með því, að
neyða inn á þá sjereignar-telefón-
fjelög þegar sveitarráðin vanrækja
að stofnsetja sveitartelefóna. Er
þetta ekki einkennilegt rjettlæti ?
Ef þessi lagagrcin er búin til að
eiris f góðum og ósjerplægnum til-
gangi, þá er hún meistaralegt
klaufastykki, en sje hún bú'in til í
öðrum tilgangi-, þá cr hún meistara-
leg þvæla, sem nota má á marga
vegu.
í næstu blöðum verður frek-
ar farið út í þessi mál.
E. Ó.
Vamarsamband.
Nú cr sagt að Bretar, Frakkar
og Italir sje búnir að semja það
með sjer að ganga f varnarsam-
band. Gizkað er á, að 'það sje
sjerstaklega Þjóðverjinn sem þeir
'nafa geig af. Máttur Þjóðverja
vex með ári hverju, bæði hvað
verzlun og hergögn snertir ; t. d.
eru þeir á góðum vegi með að
leggja undir sig verzlun Suður-
Ameríku, enda hafa þeir nú fyrir
sfna óviðjafnanlegu verzlunarskóla
betra tækifæri en flestir eða allir
sem við þá keppa. — ”Guð hjálpi
Róm þegar Germanarnir vakna“,
sagði Diocletian Rómverjakeisari
forðum daga. — Það er eins og
sumir haldi að þessi orð sje enn
viðeigandi.
ORVARBOÐ.
Heimskringlunnar hcimskugnótt
hampar Eúsi f sólskmi;
týna lífi og tapa þrótt
titlingar hjá Baldvini.
1 5.—9. —1906.
HöRðUR.
Heimafrjettir.
Sfðastliðinn mátiudaglagði herra
Albert E. Kristjánsson af stað
hjeðan frá Gimli til Mcadville Pa.,
til að byrja á námi við únítariska
prestaskólann þar. Kvöldið áður
komu nokkrir kunningjar hans og
trúbræður saman á Gimli Hall og
hjeldu honum skilnaðarsamsæti,
og afhentu honum nokkra dollara
til fararinnar, en það voru samskot
frá únftariska sunnudagaskólanum
og nokkrum trúbræðrum hans.
Herra Albert Kristjánsson cr
einn af allra skýrustu munnum
þessarar byggðar, og vafalaust
verður únftarisku hreyfingunni
mikið lið að honum. Beztu óskir
fjelagsbræðra hans og vina fylgja
honum hjeðan út á lífsleið, sem
l'ggur fremurtil giifgi en fjármuna.
Mr. Schleizingcr, sá sem sak-
aður var um að hafa brent sölu-
j búð sfna hjer á Gimli f fyrra, var
! sýknaður fyrir rjetti f Winniþeg f
fyrri viku.
j-ÍVIeSSAÐ verður f Únftarakyrk’-
juini hjer á venjuleguin tfma á
j morgun nóv..
Til
NÝ-ÍSLENDI?sTGA.
Kæru landar!
Nú er jeg búinn að fá í verzl-
un mína að Gimli miklar byrgðir
af allskonar harðvöru, og á leiðinni
er mikið af matvöru. Jeg get
fullvissað yður um, að þessar vör-
ur verða allar scldar með lágu
verði, eins lágu og mögulegt er að
fá þær fyrir annarstaðar á Gimli.
Þeir, sem kann að vanhaga um
sleða fyrir veturinn, ættu að sjá
mig viðvíkjandi kaupum, áður en
þeir gjöra út um kaup annarstaðar.
Jeg óska eftir viðskiftum yðar,
og lofa að skifta sanngjarnlega viö
yður. Þeir, sem lifa f bæjarstæð-
inu Gimli, fá vörur keyrðar heim
til sfn samstundis og þær eru
keyptar; hvort það er lítið eða
mikið sem keypt er, gjörir engan
mun.
Öll verzlunarvara tekin með
hæsta verði.
Yðarþjenustu reiðubúinn, er jeg
yðar einlægur
G. P. MAGNUSSON.
Keyrsla:
Frá Gimli til Winnipeg Beach
kl. 8 á hverjum morgni.
Frá Winnipeg Beach til Gimli
á hverjum morgni, eftir að
Winnipeg-lest er komin.
G. E. Sólmundsson.
Gimli F’eed and Livery Stable,
2nd Ave Gimli.
$1.00
Nýir kaupendur
að BALDRI fá það sem eftir er
af þessum árgangi, og næsta árg.
(til loka 1907) fyrir$i.oo, með þvf
móti að
borgað sje tyriríram.
$700.00
S j ö hundrud dollara er útistand-
andi fyrir Baldur. — Sendið á-
skriftargjöldin sem fyrst.
33?' Þeir, sem fá reikninga með
þessu blaði, eru beðnir að
borga sem .fyrst og senda at-
hugasemdir ef villur eru f
þeim.
ÁGRIP AF IIEIMILISRJETT-
ARREGLUGJÖRÐ FYRIR
CANADA-NORÐVESTUR-
LANDIÐ.
Jjær ’sectionir1 í Manitoba, Sas-
katchewan og Alberta, sem
númeraðar eru með jöfnum tölum,
og tilueyra Dominion stjórninni
(að undanskildum 8 og 26 og öðru
landi.sem er sett til síðu), eru á boð-
stólum sem heimillsrjettarlönd
handa hverjum (karli eða konu),
sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá,
og handa hverjum karlmanni, sem
hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og
handahverjumkarlmannisemeryfir
18 ára að aldri; 160 ekrur eða %
úr ’section* er á boðstólum fyrir
hvern um sig.
Menn verða sjálfir að skrifá sig
fyrir því landi, sem þeir vilja fá, í
landstökustofu stjórnarinnar, í því
hjeraði sem landið er f.
Sá sem sækir um hcimilisrjett-
arland getur uppfylgt ábýlis-
skylduna á þrennan hátt:
1. Með þvf að búa f 6 mánuði
á landinu á hverju ári í þrjú ár, og
gjöra umbœtur á þvf.
2. Með þvf að halda til njá
föður (eða móður, ef faðirinn er
dauður), sem býr á landi skammt
frá heimilisrjettarlandi umsækjand-
ans.
3. Með þvf að búa á landi,
sem umsækjandinn á sjálfur f nánd
við heimilisrjettarlandið sem hann
er að sækja um.
Sex mánaða skriflegan fyrirvara
þurfa menn að gefa Commissioner
of Dominion lands f Ottawa um
að þeir vilji fá eignarbrjef fyrir
heimilisrjettarlandi.
W. W. CORY,
Deputy of the Mmister of the Interior
ftirfylgjandi menn eru um-
tfA boðsmenn Baldurs, og geta
þeir, sem eiga hægra með
að ná til þcirra manna heldur
en tii skritstofu blaðsins, af-
hent þeim borgun fyrir blaðið og
áskriftir fyrir því. Það er ekkert
bundið við það, að snúa sjer að
þeim, sem er til nefndur fýrir það
pósthjerað, sem maður á heima í.
Aðstoðarmcnn Baldurs fara ekki í
ncinn matning hver við annan f
þeim sökum:
Jóhannes Grímólfsson - Hecla.
Svcinn Þorvaldsson - - Icel.River
Stefán Guðinundsson - Ardal.
SigurðurG Nordal - - Geysir.
F'innbogi I'innbogas.- Arnes.
Guðlaugur Magnúss. - Nes.
Ól. Jóh. Ólafsson.....Selkirk.
Sigmundur M. Long - Winnipeg.
Sveinn G. Northfield - Edinburg.
Magnús Bjarnason - - -Marshland
Magnús Tait ----- - Sinclair.
Björn Jónsson.........Westfold.
Pjetur Bjarnason - - - - Otto.
Ilelgi F. Oddson - - - Cold Springs
Jón Sigurðsson........Mary Hill.
Ingin.undur Erlendss. - Narrows.
P'recman Freemans. - - Brandon.
Guðmundur Ólafsson - Tantallon.
Stephan G.Stephanss. - MarkervtUa
ílans Hansson. - - BUine, Wash.
Chr. Benson, - - - Pcint Roberts