Baldur


Baldur - 02.03.1907, Blaðsíða 3

Baldur - 02.03.1907, Blaðsíða 3
BALDUR, 2. marz 1907. 3 sig á þvf að orð forsetans ættu að takfist f fullri alvöru, sem lfklega er rjettara, þvf í þeirri svipan kvað sjera Jóhann P. Sólmundsson sjer hljóðs og útnefndi Einar Ólafsson. Ljet hann þess getið í þvf sam- baridi, að sjálfur hcfði hann ætfð að undanförnu greitt atkvæði Con- servativum f vil, og að Einar Ó- lafsson væri enn eins og áðurfylgj- andi þvf stjórnmálaatriði, sem var aðalatriðið f stefnuskrá Conserva- tiv-flokksins, þegar flokkurinn komst til valda fyrir 7 Arum, og sem hann hefir þótzt vera að fram- fylgja sfðan — nefnilega þvf atriði sem snerti þjóðeign j&rnbrauta. En er hann hafði lokið máli sfnu, stóð forseti upp og lýsti þvf yfir, að útnefningum hefði verið lokið áður en hann kom með tillögu sfna. Við þessa yfirlýsingu forseta fóru menn að ókyrrast töluvert, því nú sást það greinilega, að fundinum hafði ekki verið ætlað að gjöra meira að útnefningum, en komið var áður en sjera J. P, S, kom með sfna tillögu, og varð þar af leið- andi ekkert af þvf að uppástunga hans væri studd. I þessari svipan gjörðist margt f einu. Hljóðskraf og h\’fslingar fóru að aukast, og þrátt fyrir yfir- lýsingu forseta stóð upp einn al- kunnur Conservativi — Jón Stef- ánsson, og útnefndi herra B, B. Olson, án þess að brúka við það nokkurn formála, en Arnljótur B. Olson studdi uppástunguna tafar- laust, Ekki tók forseti uppá- stungu þessa til greina, en lýsti aftur yfir að útnefningar hefðu verið búnar áður cn hún var borin fram. Það var þannig ekki nema um einn mann að tefla, nefnilega B. L. Baldwinson, þar eð hinn maðurinn, sem útnefndur var áður en útnefningum var lokið.eftir fyr- irskipun forsctans, nefnil. Sveinn Thorvaldsson, gaf ekki kost á sjer. Kallaði forseti þá á B. L. Baldwin- son og bauð honum að taka til máls. Ekki þakkaði B. L. B. fundinum fyrir útnefninguna, enda átti það ekki við, þvf fundurinn átti engan þátt í henni annan en þann, að hlusta á. B, L. B. tal- aði all-langt erindi um það sem Roblinstjórnin hefði gjört fyrir fylkið, og hvað honum sjálfum hefði tekizt að gj-’Jra fyrir kjördæm- i®> hvað hann hugsaði sjer að gjöra fyrir það. Ekki þakkaði hann sjer járnbrautina að Gimli; en kvaðst hafa hrundið málinu á- leiðis með þvf að krefjast brautar inn f kjördæmið. Nú kvaðst hann vera að leggja að fylkis-tjórninni með að gefa C.P.R-fjelaginu pcn- ingastyrk, og fá það til að fram- lengja brautina norður eftir byggð- mni. Þetta var að biðja stjórnina að brjrita þá regiu sem hún hefir fy!gt frá byrjun, nefnilega þá, að gcfa járnbrautarfjelög um ekki pcn- ingastyrk, og sagðist hann ekki hafa vissu fyrir að hún fcngist til að gjöra það. Kvað hann Gimlí- búa mundu lfða baga við það ef brautin yrði framlengd, þvf þátöp- uðu þeir endastöðvum brautarinn- ar, en svo væri oft óhj&kvæmilcgt að gjöra einum baga til að þægjast öðrum. B. L. B, kvaðst búast við að stjórnarflokkurinn kæmist aftur til valda, þó hann kynni að tapa einu eða tveimur sætum, Ef hann ynni, kvaðst hann sjálfur búast við að verða þingmaður Gimlikjör- dæmis næstu fjögur ár, enda þótt sumir þættust hafa betri menn á þing að senda en sig ; en kæmist Conservativ-flokkurinn ekki til valda, sagðist hann ekki kæra sig um þingmennsku. Þegar B. L. B. hafði lokið máli sínu, mæltu þeir herrar hver á eft- ir öðrum nokkur hlýyrði til B. L.B, og stjórnarinnar, Baldv. Ander- son, Sveinn Thorvaldson og Step- han Sigurðson. S. Thorvaldson áleit meðal annars, að fundurinn væri sattur með útnefninguna, E. Ólafsson tók fram f, og spurði hvaðaástæðu hann hefði til að hafa þá skoðun, þar eð fundurinn hefði ekkert atkvæði fengið að greiða, Þeirri spurningu svaraði tölumað- urinn ekki beinlínis, en kvaðst þó ætla að svo væri. Stephan Sig- urðson mæltist til þess, að ‘our little Galicians, and the poor Ice- Iandes‘ lasgj.u ekki á liði sfnu við komandi kosningar, en styrktu ‘our great governmerit4, sem bezt; og lauk hann tölu sinni með þökk til fundarins fyrir hluttöku sfna f útnefningu B. L. B. Tókþásjera J. P. Sólmundsson til máls, og bað menn fhuga orð sfðasta ræðumanns, og átta sig á þvf, að ‘our little Ga- licians, and the poor Icetanders1, væru ekki lftils virði á tungu póli- tisku tcílumannanna þegar að kosn- ingum kæmi, Ekki væri það samt svo að skilja, að aUir íslendingar væru ‘poor Icelanders'. Sumir af þeim sem mest ljetu til sfn taka á pa.IUnum, væru hreint ekki fá- tæklingar. Var kýmt að þessu allmikið; en töluna endaði hann með að skora & forseta að gefa Ein- ari ólafssyni tækifæri til að tala, áður en fundur væri úti. Hvað fbrsetann snerti, hvað svo sem öðrum lcið, hefði þess ckki þurft, þvf hann var þá nýbúinn að bjóða E. Ó. heimuilega að tala, E. Ó. sagðist ekki mundi tala beinlfnis um pólitisk mál að þessu sinni, hcldur útnefningarfundinn sjálfan. Bað hann menn fhuga það, hvort þcir hefðu komiðá fund til að velja þingmannscfni, eða að eins til að hlusta á forsetann titkynna hvert þingmannsefnið væri. Kvaðst hann aldrei hafa sjeð eða heyrt getið um slíkan útnefningarfund, og mæltist ti! að byrjað yrði á út- ncfningum f annað sinn. Ekki kvaðst hann gjöra það af þvf hann byggist við að ná útncfningu á þessum fundi, heldur af þvf, að hann vildi að fundarmenn næðu rjetti sfnum, og gætu komið f veg fyrir að meðhöndlun fundarmál- anna yrðu að hneyksli. Á cftir E. Ó. talaði B. B. Olson, og f Ifkum anda; en er hann lauk máli sfnu stóð forseti upp og sagði fundi slitið, og skunduðu þá flcstir stríðsmenn þingmannsefnisins taf- arlaust til dyra, en fundarmenn, sem vfst varla gátu áttað sig á þvf, að útnefningarfundur á tuttugustu öld gæti endað á þennan hátt, snerust um stund hver utan um annan f húsinu, og nokkrir hróp- uðu, að bezt væri að setja strax annan fund. Að engri niðurstöðu varð þó komizt f þvf efni.og smátt og smátt dreiíðust menn, og stóðu f smáhópum hjer og þar, þingandi um það, hvað þau væru fallvölt þessi rjettindi, sem sagt væri að menn hefðu til að útnefna sjer þing- mannsefni hjer í Gimli-kjördæm- inu ; og lauk þannig einum hinum mesta pólitiska skrípaleik, sem nokkur pólitiskur flokkur hefir leikið frammi fyrir fólki f þessu landi. Plinar lögákveðnu útnefningar fyrir Gimli-kjördæmið, sem fara fram 1 viðurvist kjfirstjórans fyrir kjö>rdæmið, koma ekki, samkvæmt hinni vísdómslegu ráðstöfun stjórn- arinnav, fyr en 9. marz, svo menn hafa ennþá tækifæri til að gjöra allar þær útnefningar sem þurfa þykir. Kjörfundur sá, sem hj.er er skýrt frá, er að eins fyrirrenn- ari hins, hvað Conservativa sncrt- ir, og mun hafa átt að skoðast sem sönnun um áhuga fyrir því, að fólkið fengi að ráða hver f vali yrði; en ö>llum ætti nú að vera það Ijóst, hafi þeim ekki verið þaðljóst áður, að það var í rauninni ekki tilgangurinn, heldur hitt, að láta svo Ifta út, ef mögulegt væri, sem fjölmennur fundur hefði út.nefnt þingmannsefni það sem stjórnar- floicksmenn varu áður búnir að koma sjer saman um uppi f Winni- peg, að skyldi sækja f þessu kjör- dæmi. Þetta fór að eins dálftið öðruvfsi en ætsazt var til, og dá- lftið öðruvfsi en venja hefir verið, þvf þegar 4 fundinn kom,varð það auðsætt, að menn hafa breytzt nokkuð í seinni tfð, og vildu ekki taka við skipunum ‘ofan að‘ at- hugasemdaiaust, heldur ráða þvf sjálfir hvaða crindsieka þeir sendu út f kosningastrlðið. í þetta sinn voru menn ekki rciðubúnir að taka þegjandi við þvf sem að þcim var rjett, og afieiðingin varð sú, að liðið sem kom mcð skipanirnar ‘að ofan', þorði ekki annað en að loka öllum tækifærum til að halda áfraiti með útnefningar, undir eins og búið var að útnefna B.L. Bald- winson. Þvf það, að þeir gáfu B. B, Olson tækifæri til að gjöra til- lögu um Sv. Thorvaldson, er eng- in málsbót'. Þeim var fyrirfram Ijóst, að S. Tii ætlaði ekki að gcfa kost á sjer, og þeir biðu að eins eftir þvl, að hann tilkynnti það með eigin orðum. Á sömu mínútu sem S. Th. lauk máli sfnu, sagði forsetinn úr sæti sfnu, án þess að standa upp, að útnefningum væri lokið. (Forseti stóð ekki á fætur, cins og sagt er frá f Lögbergi). Eftir að forseti hafði gjört þessa yfirlýsingu, voru allar tillögur ó- formlegar, og vegna þessa úr- skurðar forseta, var þá að þeirra dómi að cins einn rnaður útnefnd- Sjá 4, síðu. » ■ > i) 11 11 I > II *> * * » 0 ELDSÁBYRGÐ 02; PENINGALÁlí. Þeir sem þurfa að setja hús og aðrar eignir I eldsábyrgð, eða fá peningaián út á fasteignir, geta snúið sjer til mfn, EINAR ÓLAESSON, Skrifstofu ,,Baldurs,“ GIMLI, MAN. •*«>•**»&•*«»«*>•»••••*•• *•«•*••• ••••»•*• -*•••••• ÓVIBJAFNANLEG KJÖRKAUP Á BÓKUM framlengd um nokkrar vikur. 30 til 60 prósent afsláttur! Lesið eftirfylgjandi verðskrá : Uncle Tom’s Cabin, eftir H. B. Stowe ioc. Hidden Hand, eftir Mrs. E, D. E. N. Southworth ioc, S.elf- Made, „ tvær bækur 150. How Christianity Began, eftir William Burney ioc, Advanocmcnt of Sciencc, eftir Prof. John Tyndall 1 So, Christianity and Materialism, eftir B. F, Underwooíi I5c» Common Sense, cftir Thomas Paine - 15C- Age of Reason, tvftir Thomas Paine 15C, Apostles of Qhrist, eftir Austin HoJyoake 05c- The Atan.eme.nt, eftir Ch. Bradlaugh 05c- Blasphemy and: the Bible, eftir C. B:. Reynolcía 05C. Carccr Religiaus System, eftir C. B. Waite 050 Christian Deity, eftir Ch. Watts 05C. Christian Mysteríes 05T-- Christian Scheme af Redemption eftir Ch. Watts, 05c, Christianity—- eftir D- M. Bennett 050» Danie.l in the. Lions’ I)en, eftir D. M. Bennett 05c. Giordano. Bruno, æfisaga hans, kenningar og pIslar-væt-6isd'auði 050, Last Link in Evolution, eftir Ernst Ilaeckel 0,50, Liberty and Morality, eRir M. D. Cotiway 05C. Passage of the Red Sea, c-ftir S. E. Todd 05c. Prophets and Prophesies, eftir John E. Remsburg Q-S.Cj. Science and the Bible. Antagonistic, eftir Ch. Watts 050» Scienc.c of the Bible 050.. Superstition Displayed, cft.iv William Pitt Q5c.. Twelvc Apostleskqftir Ch. Bxadlaugh 05C, What did Jesus Teach ? eftir Ch- Bradlaugh Q5c-.. Why don’t God kill the Devil ? cftir M. Babcock iqc,. Allar þessar ofantöldiu bækur $2.00 Jeg borga pós.tgjöJd til hvaða staðar sem er, í Canada eða Bandaríkj.unum,- PÁLL JÓNSSON, 65,5 Toronto. St., WINNIPEG, MAN. TÆII1ITÍ,T BŒKUR1 HEIMSPEKISLEGS, VÍSINDALEGS, stjórnfrceðislegs, OG. TRIJARBRAGÐALEGS EFNIS. WIiAT IS RELIQION? Sfð- asta ræða Ingersolls. Verð iQc. DESIGN ARG.UMENT EAL- ACIE.S,eftir E. D.Macdonald 250. WISDOM QF LIFE. eftir Arth- ur Schopenhauer. ~ Verð 350. RITVERK Charle.s Bradlaughs, með mynd, æfisögu, og sögu um ba.ráttu hans í enska þinginu. Verð : i skrautbandi - - $1.10 f kápu - - 5oc. FORCE AND MATTER or Principles of the Natural Order of the Universe, with a Systqm of Morality bascd theron, qftir Prof. Ludwig Buchnexs Með mynd. V erð; f bandi - - $110 MEN, WQMEN, AND GODS, eftir Helen H. Gardener. Með formðJa. cftir Col. R.. G- Ingersoll, og mynd höfunnarins. Þessi bók er hin langsnjallasta sem. þessi fræga kona hefir ritað. Verð: f bandi $i»lo, í kápu 50C. PIIILOSOPH Y of SPIRITU AL- ISM, eftir Frederic R.Marvin. f bandi. Verð:..................- 50C. I’ULPIT, PEW.and CRADLE, cftir Helcn II. Gardener. í kápu. Verð : God and My ujf e.ftir Robert Blatchford á Eng- landi„ s.e.m er höfundur að,,Merrie England, “ ,,Britain for British,“‘ o.fl. Bókin er 200 bls. á stærð,. prentuð. með skfru Letri á góðan papptr. Bókin er frac.iirskai.and ;vel rituð, eins öll ritverk Robcrt Blatchfords. Verð: fbandi $1.00 ;íkápu 500» ADAM’S DIARY, eftir Mark Twain $I.OQ. EVE’S DIARY, eftir Marlc Twain $I.OQj EXAMINATION OF THE. PROPHECIES—Paine 15C-. Is the God of Israel the True God? eftir Israel W. Groh. i5c-„ Ritverk Voltaires: VOLTAIkE’S rom ances. Ný útgáfa f bandi $1.50, Micromegas. I kápu 250.. Man of Forty Crowns 250. Pocket Theology 250. Lerters on the Christian Religion^ me) myndum af M.de Voltairev Fr.incois Rabelais, john Locke^ Peter Bayle,. Jean Meslier og Benedic.t Spinoza. 250. Philosophy of History 25c- fgnoxant Philosopher, með mynd- um af René Dcscartcs og Bcne^. dic.t Spinoza 25C». Chinese. Catecism 2 5 c-- Sentið. pantanir yðar; til, PÁLS JÓNSSONAR,. 655, Toronto St,. WINNIPEG,.------MANL ioc.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.