Baldur


Baldur - 30.03.1907, Síða 2

Baldur - 30.03.1907, Síða 2
2 BALDUR, 30. marz 1907. GIMLI, --- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIf). BORGIST FYRIRFRAM ITtGEFENDUR : THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAsSINS : ZB^LID'CriR,, G-ILÆ3LI, 3VE^.3ST. Verðásmánm auglýsingum er 25 oent fy ir þamluog dá kslengdar. Afsláttur er gefion á stœrri auglýsÍDKUm, «m hirtasl j' blaðiou yfir lergri líma. V ðvíhjandi slíkum afslætti og öðrum fjármálum blsðs- ios, eru monn beðuir að suúa sjer að ráðs minninum. LAUGARDAGINN, 30. MARZ. I9O7. Ó! — vinur Argyle- Islendinga. -:o:- Jeg tek það strax fram, að það er ætlast til að Ó ið á undan ‘vin- ur‘ sje upphrópun, en ekki neitun; þetta vona jeg að verði miinnum þvf Ijósara, þvf lengra sem kemur fram f greinina Mjer þykir slæmt að vita ekki hvort jeg á heldur að ávarpa ‘vin- inn‘ með ‘frú‘ eða ‘herra‘. Ef þú værirfrú, þá tæki jeg ofan hattinn á augabragði, samkvæmt landsins sið. En mjer sýnist þú ekki frú- arlegur, svo jcg býst við að þú sjert herra — myrkranna herra ; og svo ætla jeg þá að sitja með hattinn / á höfðinu, á meðan jeg tala svolftið við þig, þvf mjer finnst jeg sjái þig betur f skuggan- um fram undan hattbarðinu. Það hefir dregizt dálftið fyrir mjer að sinna þjer, vegr.a þess að við höfð- um þá landsmálum að sinna hjer, þegar þú hrópaðir f eyðimörkinni. En jeg vona að þjer hafi ekki leiðst á meðan — og ekki mun samvizkan ónáða þig. En fyrir hvað segirðu ekki til nafnsþfns? Hjelztu að þúmundir kafnaf þakk- látsemi Argyle-búa, ef þú lofaðir þeim að vita hver þú værir og hvar þú værir? Eða heldurðu að þeir sje svo skilningssljóir þar, að þeír hefðu ekki skilið að þú varst vinur þeirra, nema þú segðir þeim það sjálfur? Máske var það nú hyggilegt af þjcr að segja ekki til þfn, þvf með því hefirðu hulið all- an æfiferil þ.nn f myrkrinu, nema það scm lesa má út úr ávarpi þínu til Baldurs og ritstjóra hans, í 11. tölubl, Lögbergs þessa árs. En þú hcfir gjört mjer dálítinn óleik með þessum felum, og jeg má til að skfra þig áný, því jeg þori ekki að staðhæfa, að nafnið sem þú gafst þjer sjálfur, geti tileinkast þjer með rjettu. — Jeg nefni þig herrann myrkranna — herrann NAFNTOGAÐA, ekki fyrir það, að þú sjert að sjálfsögðu svo frægur, heldur fyrir það, að sjálf- gefna nafnið þitt er svo ósköp tog- að — togað á langveginn. — Þetta: “Vinur Argyle-íslendinga“ ! Þetta er náttúrlega ekki eins elskulegt nafn, eins og nafnið sem þú gefur þjer sjálfur, en það er allt eins langt, eða lengra, ogsamsvar- ar sjer að hugsun og útliti. Jæja, herra minn — herrann í myrkrinu — herrann nafntogaði, jeg verð að byrja með að segja þjer sögu, sem líklega ‘gengur ekki í‘ þitt ferkantaða höfuð, og hún er sú, að mjer hefði enginn hlutur verið kærari en sá, að þjer cða öðrum hefði tekizt að sanna, að ummælin í Baldri um Argyle- búa — ‘níðið1, sem þú kallar svo, — væru á cngum rökum byggð. Jeg vonaðist hálfpartinn eftir þvf, þegar jeg skrifaði þá grein, að ein- hver mundi reyna að sanna að al- menningsálitið væri rangt, f tilliti til Argyle-búa, og jeg vonaðist jafnvel eftir þvf, að einhverjum kynni að takast að gefa þær upp- Iýsingar, sem sýndu að það væri rangt, þvf mjer er sannast aðsegja hálfilla við, að þmfa að bcra sakir á landa mfna, hvort sem þcir eru f Argyle eða annarstaðar, þó þú eigir máske bágt með að trúa þvf. Þetta hefir þú sjálfsagt álitið að væri ljett verk og löðurmannlegt, og við þitt hæfi, og svo hefirði þá fundið köllun hjá þjer til að gjörast inálsvari þeirra Argyle-búa. Til- gangur þinn er máske góður, en verkið er ómynd. Mcðal annars hagarðu orðum þfnum á lymsku- fullan hátt, þar sem þú gefur í skyn að ritstjóri Baldurs saki Ar- gyle-búa um, að vera einn hinn þröngsýnasti hópur Islendinga fyr- ir vestan haf. Auðvitað hefir rit- stj Baldurs engar sannanir fengið ennþá fyrir þvf gagnstæða, en það sem hann sagði í Baldri var þetta: “Sú skoðun, að f Argyie-byggð sje einn hinn þröngsýnasti hópur íslendinga, er ciiki ný, og því miður mun hún á sterkum rökum byggð“. Staðhæfingin f þessum orðum er sú, að sú skoðun sje til meðal fólks, að í Argyle sje einn hinn þröngsýnasti hópur I'Iend- inga fyrir vestan haf, óg að sú, skoðun sje ekki ný. Þessu reynirj j þú að andæfa með þessum orðum: “Hingað til hefir það verið al- mennt álit, bæði hjá Austur- og Vestur-íslendingum, að Argyle- I byggð væri á undan flestum eða j öllum íslenzkum nýlendum hjer: j vestan hafs, ekki að eins hvað snertir efnahag fólks þar yfirleitt, hcldur einnig hvað snertir fjclags- j skap, andlegan þroska og siðmenn- ■ ingu yfir höfuð“. I lvaða röksemdafærsla er þetta? Það er vfst ekki lftilsvirði vitnis- burður Austur-íslendinga um Ar- gyle-byggð! Hafa þeir skoðað svo íslenzkar nýlendur fyrir vest- an haf, að þeir, sem Austur-ís- lendingar, geti sagt, að Argyle- byggð sje á undan flestum eða öll- um íslenzkum nýlendum að efna- hag og andlegum þroska? Svona þulur um Austur-íslendinga duga máske til að friða lítilþægt hjarta, I en það ætti hver meðal þorskur að sjá, að það er guðlasti næst að kalla þá fram til að bera vitnis- burð í svona máli. Svona flysj- ungsháttur borgar sig ekki, herra minn nafntogaði; það er langtum betra að brúka staðhæfingarnar eintómar, en látast hafa vitni, sem allir vita að eru engin vitni. Hins- vegar hefir sú staðhæfing þfn óef- að við einhver rök að styðjast, að á meðal Vestur-íslendinga, og þá líklega sjerstaklega á meðal Ar- gyle-búa sje þeir menn, sem álíti Argylebúa á undan flestum öðrum íslenzkum nýlendubúum hjer vestra. Þeir menn eru auðvitað til. En hið sama má og segja um staðhæfingu mfna um það, að sú skoðun sje til, að í Argyle-byggð sje einn hinn þröngsýnasti hópur íslendinga fyrir vestan haf, Við erum báðir að gjöra staðhæfingar um skoðanir fólks á Argyle-búum, og báðar staðhæfingarnar hafa á- reiðanlcga við þann sannleika að styðjast, að fólk heflr mismunandi skoðanir á Argyle-búum sem öðru fólki. Staðhæfing þfn getur ekki stuðst við annað en það, sem þú hefir heyrt, og af þvf frásögn þfn um þctta ‘almennings álit‘, sem þú talar um, er máske ekki á betra grundvelli byggð, en fr&sögnin um vitnisburð Austur-íslendinga, þá neyðist maður til að taka hana mcð afföllum í bráðina. Hvað minni staðhæfingu viðvfkur, um það, að sú skoðun sje til, að f Ar- gyle búi einn hinn þröngsýnasti hópur íslendinga fyrir vcstan haf, þá er óhætt að fullyrða að sú stað- hæfing er rjett, hvort sem skoðun fólks í þvf efni hcfir við mikil, lftil eða engin rök að styðjast, og það álit væri jafnt rfkjandi fyrir það, þó jeg þcgði algjörlega. Jeg hefi ekki skapað það álit, þó jcg hafi sagt frá því f opinberu blaði. Jeg hygg að Argyle-menn sjálfir hafi skapað það, og að þeir einir geti breytt því, ef þeir komast f skilning um hver orsökin er, og geta upprætt hana. Þú þykist náttúrlega ekki vilja ganga inn á, að þetta álit á Argyle-búum eigi sjer stað ; en það er að fara að eins og rjúpan, sem stingur höfðinu undir vænginn þegar valurinn nálgast. Ekki heldur viltu ganga inn á, að þeir eigi það skilið, nje að kyrkjan hafi verið þeim hlekkur um háls í neinu tilliti. En hvern- ig ferðu að rökstyðja það ? Svona : “Þaðeröllum sem til þekkjakunn- ugt, að þcir (Argyle-búar) hafa sýnt mikinn áhuga og lagt á sig mikil útgjöld í sambandi við kyrkjulcg störf“. Svo það, að þeir hafa. lagt mikið f sölurnar fyr- ÞAKKARÁYARP til Páls Jónssonar, er gaf út “Mótsagnir Biblíunnar“. —----------------------:o:------ Að verðungu háleitan heiður hljótirðu um ókomna stund. Vanans og hjátrúar hlekki ei hræðist þfn framgjarna lun'd, Þau bönd hefir brotið f sundur; þig brast ekki kjark eða þol. Fyrstur til framkvæmda varstu það fór ekki í nein handaskol. Þó bókin þfn bandvitlaus þyki og bannsungin verði af lýð, heilaga ritningin hrörnar, þvf henni’ er þá einnig rist nfð. Und þekkingar leiftrandi Ijósi, sem lýsir upp myrkranna skaut, hin rammskakka ritninga-þvæla, sem rykmökkur hverfur á braut. Heill sje þjer, hugprúði vinur ! sem hræsninni þeytir á braut. 1 Þökk fyrir bókina beztu, er bendir á mótsagnagraut, Þú stendur f bernskunnar blóma, þjer blasir mót stórfrægðar leið. Þitt æfistarf að eins er byrjað, og endar ei fyr en í deyð. Lukkan þig leiði og styðji Iffsins um ókomið svið. Háleita þekkingu hljóttu ! — Af hjarta þess óska og bið. JóIIANNES H. HÓNFJÖRD. hafi verið þeim holl og hjálpsam- leg! Þetta er nú regluleg presta- skólalógik. Var kyrkjan þcim góð íslendingunum á galdrabrennu- tfmunum forðum ? Þá lögðu þeir mikið f sölurnar fyrir hana—reittu sig inn að skyrtunni og gáfu henni jarðir f tuga- eða hundraðatali — jarðir, sern fram á þessa tfma hafa verið eign kyrkjunnar á íslandi. Ilvernig gat þjer dottið f hug að fara að tclja upp alla þessa runu af gjöfum Argyle-manua til kyrkna, og láta þjcr koma til hug- ar að það væri vottur um siðmenn- ingu, þar sem þú hefir sögu Is- lands fyrir framan þig, og getur í gegnum hana sjeð íslenzku þjóðina flakandi af sárum, rjettandi fram sinn sfðasta pening til ’þeirrar stofnunar, sem hafði gjört hana að skrfðandi maðki ? Sú ‘sið-menn- ing ( = spilling), scm þar bólar á, er ‘siðmenning' kyrkjunnar, á meðan fáir eða engir hefjast handa gegn henni, en það er ekki sið- menning sú, sem mannvinir þes1-- ara tfma biðja menn að ho’’fa á með aðdáun, og það er vonandi að þessum ‘vini Argyle-ísl.‘ takist aldrei, að láta þá alla varpa sjcr með andvaraleysi í skaut þeirrar stofnunar, scm á aðra eins sögu og annað eins erfðafje. Þú segir, að Argyle búar hafi hvað eftir annað gefið peninga f kyrkjufjelagssjóð, æðri-skólasjóð, heiðingjatrúboðsstarfsemi og miss- íónsstörf heima ; og þar að auki tvívegis gefið lútersku kyrkjunni f Winnipeg peninga o. s. frv. Þetta vita menn, og það er einmitt þetta sem margan furðar á, Sú and- lega starfsemi — ef það annars er fyrirgefanlegt að kalla hana and- lega, — sem þar bólar mest á, er aðallega kyrkjuleg starfsemi; og það er f þcssu sem þeir flestum fremur auðkenna sig frá öðrum byggðum íslendinga. Þegar þú talar um afreksverk Argylebúa, þá sýnir það sig, að þau standa öll f sambandi við trúmálastarfsemi kyrkjufjelagsins lúterska; önnur afreksverk hafa þeir sjálfsagt ekki unnið. ella þú, sem vinur þeirra og m&lsvari mundir vfst hafa getið þcirra. Þessi starfsemi þeirra, segir þú, að beri vott um “civili- zation“ á háu stigi, og að í þessu efni sje helzt enginn munur á Ar- gyle-búum og stórþjóðunum, Bret- ! um og Bandaríkjamönnum, nema hvað starfsemi þeirra sje f langt- um stærri sfýl 1 Það lá að, að Ar- gyle-búum hcfði verið bent á ein- hverja góða fyrirmynd f þessu efni. En heyrðu, kunningi! Það borgar sig langtum betur þetta heiðingja- og missíóns-starf þeirra Bretanna heldur en Argyle-bú- anna. Heldurðu að Þvl£> standi ekki að einlwerju leyti í sambandi við fj&rframlög þeirra til starfsem- innar ? Það borgar sig, að skifta Biblfum fyrir fílabein og gutta- perka-kvoðu. Biblfur eru ótak- markaðar hjá Biblfufjelaginu enska, en fflabein cr fága^tur munur, sem sclst við háu verði. Svona gjörir

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.