Baldur


Baldur - 20.07.1907, Blaðsíða 3

Baldur - 20.07.1907, Blaðsíða 3
BALDUR. V íir, nr. 25. landi? Kærum okkur aldrei; þetta er Ameríkönsk aðferð. Allar borg- ir f Evrópu, Ástralfu, Nýja-Sjá- landi og jafnvel Asfu, geta steypt þessum yfirgangi af stóli, en hvað okkur snertir, þá skulum við halda fast við ráðstafanirnar ein- göngu. Er þetta ekki undarlegt ? Án þess að láta það verða að hinni minnstu bendingu fyrir okkur, getum við horft á borg eftir borg á Englandi, Skotlandi, Þýzka- landi, Frakklandi, Svisslandi, í Austurríki, Ungverjalandi, Belgfu og Indlandi, fá stórtekjur af sams- konar nauðsynja stofnunum borg- anna, sem hjá okkur eru eign einstaklinga og veita árlega stór- fje í þeirra vasa. í löndum þeim sem hjer eru talin hafa gasverk- stæði, rafurmagnsverkstæði, tele- fón- og telegraff-útbúnaður, járn- brautir, strætisbrautir, námur, sláturhús; olíulindir og elds- og lffs-ábyrgdarstofnanir stöðugt ver- ið að færast úr höndum einstakling- anna í hendur hins opinbera. Hjer sjáum við þjóð eftir þjóð viður- kenna þann sannleika, að það, að láta nauðsynjastofnanir þjóðanna vera eign einstaklinga, þýði okur, rán, ljelega vinnu fyrir hátt verð, og skaðvæn áhrifálöggjöflandanna af hendi þeirra sem yfir þessum stofnunum ráða. ítalfa hefir á einu ári tekið járn- brautir landsins, sem voru f illu ástandi f höndum prfvat fjelaga, °g gjört þær að góðum og hag- kvæmum ríkisstofnunum. Hið sama hafa Japansmenn gjört eftir að hafa athugað nákvæmlega járn brautamálasögu flestra landa f heiminum. Hjá okkur er aftur öðru máli að gegna. Hjá okkur eru járnbrautarfjelögin herrar Con- gressins; þau ráða kosningu em- bættismanna, yfirtroða lög og rjett, smeygja sjer undan skattaálögum, eitra hugsunarhátt manna með mútum, og ræna þjóðina með of háu flutningsgjaldi, sem sett er upp með því yfirskini, að þess þurfi, til að borga vexti af höfuð- sfólsfje brautanna, sem oft er að helmingi eða meira að eins fmynd- að höfuðstólsfje og hefir aldrei f brautirnar lagt verið. En við er- um ákveðnir f því að ganga fram hjá þessum hlutum ag halda við upptckinn hátt. Með algjörðu skeytingarleysi um Öll okkar nauð- synjamál getuin við athugað hin miklu fólkseignarfyrirtæki f Lon- don, Manchester, Birmingham, Leeds, Sheffield, Liverpool, Köln, Koblenz, Munchen, Vienna, Zur- ich, Bern, Sydney og VVellington, og jafnvel þegar við berum saman hið ágæta strætisvagnafyrirkomu- lag þessara borga við ófögnuðinn sem gengur undir sama nafni í Chicago og Brooklyn bregður okk- ur ekki hið minnsta. í London, Manchester, Birmingham, Sydney og þeim öðrum bæjum sem taldir hafa verið fá prfvat fjelög ekki að ræna bæjarbúana; það er öfugt við það sem við viljum. Við látum okkur einu gilda um það, hver rænir okkur, sje það að eins lög- lega gjört. Okkur verður ekkert bilt við að heyra að við þurfum að borga óhemjulega mikið fyrir notk- un telefóna og telegraffa, að við borgum hlutfallslega meira fyrir Ijós heldur en nokkur önnur þjóð, að “Express“-fjelögin okkar sje haglega gjörð fjárdráttarvjel, og að það mætti með sanngirni lækka flutningsgjald járnbrautanna okkar um helming.og fá þó góðar rentur af þvf fje sem í raun og veru hefir verið f þær lagt. Við vitum að frystivagnakerfið, samtök kolafjel- aganna, reglugjörðir járnbrauta- fjelaganna um aukagjald við vagna- færslu á vagnstöðvum þeirra, og annað þvf lfkt, eru að eins fjár- dráttartilraunir f dularklæðum, og að þeir sem beittu þesskyns að- ferðum f öðrum löndum yrðu geymdir innan fangelsisveggjanna eftir að þeir yrðu uppvfsir að at- hæfi sfnu. Við vitum að afleið- ingin af öllu þessu er eymd og ör- byrgð á aðra hlið, og gagnslaus auðlegð á hina; en við látum okk- ur það engu skifta. Það sem kæt- ir okkur er það að hjá okkur verða nokkrir menn að stóreignamönn- um og við getum ekki annað en glaðst yfir þvf að í Evrópu verði enginnrfkurafaðselja krabbarneins- bakterfur,ogaðþarsjeenginnRocke- feller sem sýgur biljón dollara út úr fólkinu á fáum árum. Það er satt að vfsu, að svo virðist ástund- um sem við sjeum að færast f rjetta horfið ! Það er t. d. ekki hægt að neita þvf, að samkvæmt manntalsskýrslum erum við óðum að hætta að vera óðalsbændur og erum að verða leiguliðar. Sömu- leiðis verður þvf ekki mótmælt, að um leið og nokkrir menn eru að verða efnalega sjálfstæðir,eru flest- ir að verða efnalega ósjálfstæðir. En sá maður sem hugsar sjer að lækna þessa hluti, f stað þess að fúska við fánýtar “iáðstafanir“, er viðsjárverður Sósfalisti, sem ætti að fara í fangelsi. — Hvað okkur snertir, þá hlustum við ekkiáhann. Látum allar þjóðir færast í áttina til skynsamlegrar og heiðarlegrar meðferðar á opinberum málum, ef þær svo vilja, en hvað okkur snertir, þá skulum við fyrir alla muni láta ræna okkur, cða deyja ella. Mr. Bryan kom úr ferðalagi sínu f útlöndum fullviss um það, hve miklu happasælli þjóðeignar- stefnan er, í þvf scm lýtur til al- mennra þarfa, hcldur en sjereign- arslefnan. Hann varð var við það, eins og allir sem gcfa þjóð- málum gaum, að heimínum miðar yfirleitt að hugsun og framkvæmdum f áttina til sam- eignar á stórfyrirtækjum. En um leið og hann við heimkomu sfna lætur f ljós,að sjer falli þessi stefna vel í geð, snýr helmingur hintia fyrverandi pólitisku vina hans bakinu við honum, og honum er sagt, að hann hefði átt að geyma þessar skoðanir hjá sjer og ekki láta nokkurn mann vita um þær. Þú getur lagt hvaða skilning í þetta sem þú vilt, en hvað sem þvf líður þá er það áreiðanlegt, að í öðrum löndum er þjóðeignarstefnan að uppræta ýms af þeim vandræðum sem menn hafa átt við að stríða f pólitisku sambandi, og eins hitt, að þeir sem flytja okkur frjettir um það og segja að sjcr geðjist sú stefna, þá eru þeir úthrópaðir sefn Anarkistar. Hjer geta menn hlustað á allar mögulegar tillögur um ráð gegn yfirgangi auðfjelag- anna, nema tillögu um það eina ráð scm dugar. Þú getur heyrt menn tala um órjettlætið, sem járnbrautafjelögin hafi í frammi, með því að hafa hærra flutnings- gjald fyrir einn heldur en annan, og þú getur heyrt menn tala um allskonar ráð við þvf, og þó veiztu að það er eins auðvelt að hafa járnbrautir án járnbrautarteina, eins og það er, að fá jöfnuð hjá járnbrautaeinveldunum okkar.Jöfn- uður á sjer ckki stað f sambandi við notkun þeirra brauta sem eru f höndum einstaklinga eða prívat fjelaga. Á Englandi, þar sem járnbrautir eru prívat manna eign, nafa allar mögulegar tilraunir í lagaformi verið gjðrðar til þess að fyrirbyggja mismunandi flutnings- gjald, en það hefir ekkert að segja og allt er í sama horfinu og áður. Hvers vegna við erum á eftir öðr- um löndum, hversvegna við höld- um okkur við það sem aðrir kalla úreltar venjur, er ekki auðvelt að sýna. En það er víst, að eftir fá ár verður Japan, með sfnar þjóð- eignarbrautir, gufuskip, verkstæði og verzlun búið að taka frá okkur verzlunina á Kyrrahafinu. Það er eins áreiðanlegt eins og það að sólin skfn yfir okkur. Við getum sjeð, eða ættum að geta sjeð, hvernig Þýzkaland hefir náð undir sig verzluninni við Suður-Amerfku og þó eru Þjóðverjar ekki eins vel settir að mörgu leyti eins og Jap- ansmenn. Á sama hátt <?ru Jap- ansmenn að eyðileggja verzlunar- tækifæri okkarvið Kyrrahafið, Við erum verzlunarþjóð. Hið eina sem við erurn sólgnir f er verzlun og viðskifti. Ef svo er, þá er ýmislegt fyrir okkur að athuga, Eigum við að fara áfram eða aftur á bak ? Líklega er það hugmynd- in að fara áfram, en við getum gengið út frá þvf, að það er ekki til hjá okkur fjelag eða verzltmar- samband scm hefir hið minnsta tækifæri til að sigra f strfði við hinar japönsku þjóðeignarstofnan- ir. Hinar japönsku ríkisstofnan- ir eru fyrir þjóðfjelagið, og þess vegna eru þær þróttmiklar. A þessum tfmum getur engin þjóð gengið fram hjáhinum nýrri stefn um í heiminum án þess að skaða sig. Ef við ætlum að verða aft astir f lestinni þá skulum við ekki vera að kvarta yfir þvf að við sje- um sigruð þjóð, því við erum sjálf- ir orsök í þvf. T)r. O. Stephensen■ 643 Ross Öt. WINNIPEG, MAN. Telefón nr. 1498. ÓVIÐJAFNANLEG KJÖRKAUP Á BÓKUM framlengd um nokkrar vikur. 30 til 60 prósent afsláttur. Lesið eftirfylgjandi verðskrá: Uncle Tom’s Cabin, eftir H. B. Stowe ioc. Hidden Hand, eftir Mrs. E. D. E. N. Southworth ioc. Self-Made, ,, tvær bækur 15c. How Christianity Began, eftir William Burney ioc. Advancement of Science, eftir Prof. John Tyndall i$c. Christianity and Materialism, eftir B. F. Underwood 15C. Common Sense, eftir Thomas Paine 15C. Age of Reason, Eftir Thomas Paine 15C. Apostles of Christ, eftir Austin Holyoake 05C. The Atonement, eftir Ch. Bradlaugh 05C. Blasphemy and the Bible, eftir C. B. Reynolds 05C. Career of Religious System, eftir C. B. Waite 05C. Christian Deity, eftir Ch. Watts 05C. Christian Mysteries °SC* Christian Scheme of Redemption eftir Ch. Watts 05c. Christianity— eftir D. M. Bennett , c5c. Daniel in the Lions' Den, eftir D. M. Bennett 05C. Giordano Bruno, æfisaga hans, kenningar og pfslarvættisdauði 05C. Last Link in Evolution, eftir Ernst Haeckel 05C. Liberty and Morality, eftir M. Ð. Conway 05C. Passage of the Red Sea, eftir S. E. Todd 05C. Prophets and Prophesies, eftir John E. Remsburg 050. Science and the Bíble Antagonistic, eftir Ch. Watts 05C. Science of the Bible 05C. Superstition Displayed, eftir WiUiam Pitt 05C. Twelve Apostles, eftir Ch. Bradlaugh 05C. What did Jesus Teach? eftir Ch. Bradlaugh 05C. Why don’t God kill the Ðevii ? eftir M. Babcock ioc. Allar þessar ofantöldu bækur ......................... $2.00 Jeg borga póstgjöld til hvaða staðar sem er, í Ganada eða Bandaríkjunum. PÁLL JÓNSSON, 655 Toronto St., WINNIPEG, MAN. M ex: Rd BŒKUR! HEIMSPEKISLEGS, VÍSINDALEGS, STJÓRNFRŒÐISLEGS, OG TRÚARBRAGÐALEGS EFNIS. WHAT IS RELIGION ? Sfð- asta ræða Ingersolls. Verð ioc. DESIGN ARGUMENT FAL- ACIES,eftir E.D.Macdonald 25C. WISDOM OF LIFE, eftir Arth- ur Schopenhauer. - Verð 25C. RITVERK Charles Bradlaughs, með mynd, æfisögu, og sögu um baráttu hans f enska þinginu. Verð : f skrautbandi - - $1.10 f kápu - - 50C. FORCE AND MATTER : or Principles of the Natural Order of the Universe, with a System of Morality based theron, eftir Prof. Ludwig Buphner. Með mynd. Verð:íbandi - - $1 10 MEN, WOMEN, AND GODS, eftir Helen H. Gardener. Með formála eftir Col. R. G. Ingersoll, og mynd höfunnarins. Þessi bók er hin langsnjallasta sem þessi fræga kona hefir ritað. Verð: f ba idi $1.10, í kápu 50C. PHILOSOPHY of SPIRITUAL- ISM, eftir Frederic R.Marvin. í bandi. Verð:....................50C. PULPIT, PEW.and CRADLE, eftir Helen H. Gardener. I kápu. Verð: ioc. God and My Neighbour eftir Robert Blatchford á Eng- landi, sem er höfundur að ,,Merrie England,“ ,,Britain forBritish,“ o.fl. Bókin er 200 bls. á stærð, prentuð með skfru letri á góðan pappír. Bókin er framúrskarand vel rituð, eins öll ritverk Robert Blatchfords. Verð:íbandi $1.00 f kápu 5oc. ADAM’S DIARY, eftir Mark Twain $i.oo> EVE’S DIARY, eftir Mark Twain $1.00 EXAMINATION OF THE PROPHECIES—Paine 15C. Is the God of Israel the True God? eftir Israel W. Groh. 15C. Ritverk Voltaires: VOLTAIRE’S ROMANCES. Ný útgáfa f bandi $i-5o Micromegas. í kápu 25C. Man of Forty Crowns 25C. Pocket Theology 25C. Letters on the Christian Religion, með myndum af M.de Voltaire. Francois Rabelais, John Locke, Peter Bayle, Jean Meslier og Benedict Spinoza. 25C. Philosophy of History 25C. Ignorant Philosopher, mcð mynd- um af René Descartes *og Bene- dict Spinoza 25C. Chinese Catecism 25C. Sentið pantanir yðar til PÁLS JÓNSSONAR, 655 Toronto St. WINNIPEG, --- MAN. BATUR til sölu. Stór seglbátur með öllu tilheyr- andi til sölu hjá undirrituðum. Verð $200. Báturinn stendur uppi hjcr á Gimli, og gcta menn skoðað hann hvenær sem vera vill. E. Olatsson. XiEISUD. Lóðir 111 og 112 f röð 1 Gimli, til sölu fyrir $1000 b;eði saman ; $600 og $400 ef keypt sitt f hvoru lagi. y borgist f peningum og hitt á tveim árum, með 6%" rent- um. Þessar lóðir liggja að Centraí St., og önnur þeirra er hornlóð. Þeir sem kaupa vilja, geta sam- ið við ritstjóra Batdurs um kaupin. S. A. Anderson. Pine Valley P.O. -- Man.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.