Baldur - 27.02.1908, Blaðsíða 1
STEFNA: |
Að efla hreinskilni og eyða |j
|| hræsni í hvaða máli, sem fyrir j|
j | kie nur, án tillits til sjerstakra
flokka. |í
1
BALDUE
jg AÐFERÐ:. ^
S Að tala opinskátt og vöflu- É
i É
laust, eins og hæfir því fólki ^
g sem er «f norrœnu bergi gj
Ibrotið. É
V. ÁR.
GIMLI, MANITOBA, 27. FEBRÚAR iqo8.
Nr. 47.
HLUTHAFAFUNDUR
GIMLIPRENTFJELAGSINS
20. MARZ 1908.
Iljermeð tilkynnist öllum þeim, sein hafa skrifað sig fyrir hlutum
í Gimliprentfjelaginu (The Gimli Printing and Publishing Company,
Limited), að fjelagsfundur verður haldinn í
prents miðj u fj elagsins,
föstudaginn, þann 20. marz 1908.
Fundurinn á að byrja kl. 2 e. hád. Óskandi að sem flestir hiuthafar
vildu leitast við að vera viðstaddir.
Gimli, 19. febr. 1908.
(1. Thorsteinsson,
forseti.
THE LIVERPOOL & LONDON &
GLOBE INSURANCE CO.
* « «
Eitt sterkasta og áreiðanlegasta lffsábyrgðarfjelag f heimi.
¥ m m
Ttyggir hús fyrir eldsvoða, bæði í Gimlibæ og grenndinni,
# $
G. THORSTEINSSON, agent.
Gimli.-------Man.
TIL
SKATTGREIÐENDA I BIFRASTARSVEIT.
Samkvæmt nýfengnu ákvæði Municipal Commissioner’s tilkynn-
ist hjer með skattgreiðendum f Bifrastarsveit, að áfallnir skattar þaðan
eiga að greiðast til mfn þar til öðruvfsi verður ákveðið.
Einnig borga jeg skólum og öðrum í nefndri sveit skuldir, er
fjellu f gjalddaga fyrir 1. jan. 1908, að svo miklu Icyti, sem kiingum-
stæður leyfa.
GlMLI, 22. febrúar 1908.
S. G. Thorarensen,
Skrifari-fjehirðir Gimlisveitar.
Mr. Stephan Gutt-
Oimsson, fylkislandmælinga-
maður, mælist tíl þess, að þeir af
Gimli-búum, sem hafa f hyggju að
Iáta sig mæla út lóðir f grend við
bæjarstæðið, láti sig vita þar um
hið allra fyrsta ; þvf að eftir tvo til
þrjá mánuði verði hann kannske
kcminn eitthvað út f buskann.
Utanáskrift hans er :
438 Agnes St., Winnipeg.
FUNDINN UXI,
stór, svartskjöldóttur, hvftur á aft-
urfótum og hala, með hvfta rönd
yfir malirnar. Annað hornið er
snúið niður, og að aldri er hann á
að gizka 14 vetra.
Eigandi vitji hans í skógarhöggs-
‘carnp1 undirritaðra.
ODDLEII'SSON & THORSTEINSSON.
Enn um andatrú.
Ekki er SirOliver Lodge ennþá
af baki dottinn. Nú gengur það
blað úr blaði um ^fðustu mánaðar-
lok, að hann hafi gjört ennþá á-
kveðnari yfirlýsingu en nokkru
sinni fyr um sannfæringu sfna fyr-
ir þvf, að samband fáist að lokum
milli hins sýnilega og hins ósýni-
lega heims. Þessi yfiriýsing segja
blöðin að hafi valdið hinum mestu
gcðshræringum (sensation) bæði
innan og utan fræðimannafjelag-
anna. Sálarfræðingarnir eru sagðir
f sjöunda himni yfirþessu, en nátt-
úrufræðingarnir hrista hufuðin, —
en cnginn þeirrahefir enn þá tekið
til máls,
^0?<3í>?<30?<30?0D?<K>?<]t>?<]§3
« FRJETTIR. gc
t&> rg? Ec? §>
8. febr. liggur fyrir til umræðu
f fylkisþinginu f Alberta, frumvarp
um þjóðeign þeirra járnbrauta, sem
út af fyrir sig eru þvf fylki viðkom-
andi, þ. e. a. s. liggja sunnan frá
Ifnu og norður á bóginn, því þær
koma ekki öðrum canadiskum
fylkjum neitt við. Óháða nefnd á
svo að setja yfir þessar brautir ef
fylkið eignast þær.
10. febr. Á formannafundi hins
ameríkanska verkamannafjelags
(Am. Fed. of Labor) var Gom-
pers forseta falið það á hendurmeð
fundarályktun, að kveða fulltrúa
frá öllum verkamannafjelögum
saman til þings, í því skyni að fá
fullnaðarráðstöfun á útnefningu ein-
hverra manna til þess að sækja um
forseta og varaíorseta stöðu í
Bandarfkjunum undir merkjum
verkalýðsins. Þeir telja sjer nú
orðið nauðvörn að koma inn mönn-
um til þess að fá grundvallarlögum
Bandaríkjanna breytt, þar sem
búið er nú fyrir stuttu að fellaþann
dóm í hæsta rjetti, að verka-
mannafjelögin geti ekki staðist
samkvæmt grundvallarlögunuin.
12. febr. var á fylkisþinginu
rætt um löggjöf, sem ákveði $1500
manngjöld fyrir hvern þann, sem
ferst af slysum við vinnuvjelar.
Þó eiga þau manngjöld að vera
þeim mun hærri, sem 3 ára kaup
mannsins kann að hafa verið hærra,
allt upp að $2000. Slasist menn,
án þess að bfða lfftjón, á að borga
þeim hálft kaup meðan þeir eru ó-
verkfærir. Þetta eiga eigendur
vinnuvjelanna að borga, en sú á-
byrgð nær ekki til bænda eða ann-
ara, sem eins stendur á vinnu-
brögðum hjá. Fróðlegt væri að
vita hvort þetta nær til þreski-
vjela, sögunarvjela úti í skógum,
gufubáta, o. s. frv. Löggjöfin
virðist hálf-snöggsoðin, enda tók
flytjandinn, J. F. Mitchell (Norð-
ur-Winnipeg) það fram, að það
væri ekki stjórnarfrumvarp. T.H.
Johnson sagðist vera með löggjöf-
inni, en henti jafnframt gaman að
því, að stjórnin skyldi ekki feðra
| þetta, þvf sig rámaði í eitthvað
I líkt þessu f 9 ára gömlu plattformi,
j —- en það væri nú annað mál.
14. febr. Kornyrkjumannafje-
lagið f Saskatchewanfylkinu er nú
uppvægt með það, að stjórnin fari
að taka kornhlöðurnar undir sfn
yfirráð. [ÞjÖðeignarmálunum fjölg-
ar óðum. Hvað verður næst ?]
15. febr. Þýzkaland er gengið í
fóstbræðralag við Tyrkland, og ó-
Messa á Gimli l.marz.
Ræðuefni: Sveitarskifting og
sve itaslcift ingar,
J. P. SóLMUNDSSON.
fyrirsjáanlegt hvað mikið illt kann
af þvf að hafast. Sagt að Rúss-
land, England, og jafnvel Frakk-
land og ítalfa sje að hugsa um
samtök á móti.
— Vínsölulögin, sem nú eru í
smíðum í fylkisþinginu, ákveða þá
breytingu, meðal margra annara.
að ekki skuli þurfa nema meiri
hluta atkvæða í hinum ýmsu sveit-
um og bæjum til þess að lögleiða
vftisölubann. Áður hafa útheimst
til þess 60 atkvæði af 100. [Þegar
litið er til atkvæðagreiðslunnar f
Ontario um daginn, þar sem 31
sveit hafði nógan meiri hluta, en
24 ónógan meiri hluta, en þó yfir
heiming, og að eins 25, sem höfðu
minni hluta með algjörðu vínbanni,
þá sjest bezt hversu stórfellda þýð-
ingu þessi breyting getur haft, —
enda lýsir nú andstæðingaflokkur
Ontariostjórnarinnar þvf yfir, að
hann gjöri svona lagabreytingu
hjeðan af að sfnu stefnumarki].
20. febr. var verðið fyrir afnot
af telefónum fært u-pp um fimmta
part við læknira og hjúkrunarkon-
ur í Winnipeg, — úr $40 um árið
upp f $50.
21. febr. býðst raffnagnsljósa-
gjörðarfjelagið f Toronto til þess,
að selja borginni eignir sfnar, og
að taka veðskuldabrjef f borgun
handa hluthöfunum, eftir þvf sem
hverjum þeirra beri að fá.
ÆSama dag skeður það vestur
., að stjórnarformaður-fylkis-
ins snýst f lið með sósfalistunum,
sem allt af eru þar að reyna að finna
einhverja vegi til að stemma stigu
fyrir japanska innflutningnum,
Formaðurinn gjörist nú forkólfur
þeirrar tilraunar, að leita beint til
brezku stjórnarinnar með málið,
þvf að við sambandsstjórnina sje
ekkert eigandi f þessu máli.
22, febr. var Hearst að halda
fund í Chicago, og hleypa þar af
stokkunuin nýjum stjórnmálaflokki,
sem nú er talinn ákveðinn í því að
útnefna menn til þess, að sækja
um forseta og varaforsetaembætti{
Bandaríkjanna f næstu kosningum.
Flokkur þessi hefir þjóðeignar-
stefnu á fána sfnum, en jafnframt
henni ætlar hann meðal annars að
vernda ‘tækifæri' íviðskiftum (op-
portunity in business), hvernig
sem á að koma þvf heim og saman.
24. febr. segja blöðin frá þvf, að
Wm. Robinson og aðrir mennfi
Selkirk sje að setja á fót garðaá-
vaxta niðursuðufjelag með $40,000
höfuðstól, skiftum f 400 hluti á
$100 hvern. Þessu fyrirtæki er
búist við að fylgi mikil notkun þess
lands, til garðræktar, sem f kring-
um bæinn liggur, og fyrirtækið
verði þannrg að framfaraspori fyrir
plássið.
Auglýsing.
Öll vegstæði á Ifnum í Bifrastar
sveit eru 99 fet á breidd. Veg-
stæði sem keypt hafa verið eru 66
fet á breidd. Öllum þeim, sem
kunna að eiga girðingar inn á veg-
stæðunum í þeirri sveit, er hjer
með gefin aðvörun : að vera búinn
fyrir sfðasta dag júnfmánaðar 1908,
aðfæra slfkar girðingar afvegstæð-
unum. Girðingar, sem kunna að
verða á vegstæðum eftir þann dag,
mega hlutaðeigandi landeigendur
búast við að ráðið skipi að taka
upp, á kostnað landeiganda.
Þessi auglýsing er gefin sam-
kvæmt ákvörðun er tekin var á
sveitarráðsfundi f Bifrastarsveit 7.
þessa mán,
Hnausa, 9. janúar 1908.
B. MARTEINSSON,
skrifari ráðsins.
ÁGRIP AF HEIMILISRJETT-
ARREGLUGJÖRÐ FYRIR
CANADA-NORÐVESTUR-
LANDIÐ.
J>ær ’sectionir* í Manitoba, Sas-
katchewan og Alberta, sem
númeraðar eru með jöfnum tölum,
og tilheyra Dominion stjórninni
(að undanskildum 8 og 26 og öðru
landi.sem er sett til síðu),eru & boð-
stólum sem heimillsrjettanönd
handa hverjum (karli eða konu),
sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá,
og handa hverjum karlmanni, sem
hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og
handahverjumkarlmannisemeryfir
18 ára að aldri; 160 ekrur eða Yx
úr ’section* er á boðstólum fyrir
hvern um sig.
Menn verða sjálfir að skrifa sig
fyrir þvf landi, sem þeir vilja fá, í
landstökustofu stjórnarinnar, í þvf
hjeraði sem landið er f.
Sá sem sækir um heimilisr.jett-
arland getur uppfylgt ábýlis-
skylduna á þrennan hátt:
1. Með þvf að búa f 6 mánuði
á landinu á hverju ári í þr’jú ár, og
gjöra umbœtur á því.
2. Með þvf að halda til hjá
föður (eða móður, ef faðirinn er
dauður), sem býr á landi skammt
frá heimilisrjettarlandi umsækjand-
ans.
'3. Með þvf að búa & landi,
sem umsækjandinn á sjálfur í nánd
við heimilisrjettarlandið sem hann
er að sækja um,
Sex mánaða skriflegan fyrirvara
þurfa tnenn að gefa Commissioner
of D^minion lands f Ottawa um
! að þeir vilji fá eignarbrjef fyrir
heimilisrjettarlandi.
W. W. CORY,
Deputy of the Mmister ol he Interior