Baldur


Baldur - 06.06.1908, Blaðsíða 4

Baldur - 06.06.1908, Blaðsíða 4
BALDUR, VI. ár, nr. xo. Dr. S. Dunn GKEHVCILI. Næstu dyr við LAKEVIEW HOTEL. Ileimafrjettír. W A almennum fundi, sem haldion var hjer í Gimli Hall að kvöldi hins 3. þ. m., var meðal annars rætt um mögulegleikana til þess, að geta fengið C. P. R. fjelagið til þess að veita Gimlibæ fulla viður- kenningu sem sumarstöð, og selja hingað farbrjefabækur með niður settu verði, eins og gjört er til slfkra stöðva. Til Wpg Beach eru t. d. 10 farbrjef seld fyrir $7. 50 í einu, ístað þess að vera $1.50 fyrir hvert eitt venjulega. I þessu sambandi hefir hr. Jó- hannes Sigurðsson, bæjarstjóri Gimlibæjarins, nýlega farið á fund yfirmannsins í farbrjefadeild fje- lagsins og haft það upp úr þeirri ferð fyrir bæjarins hönd að vænta má, að þctta komist í lag, ef nokk- ur hópur manna gefur sig fljótt fram til að sinna þvf. Þess vcgna eru nú allir, sem kynnu að vilja kaupa svona far- brjefabækur til sumarsins, bæði Winnipegmenn og Gimlimenn beðnir að gjöra bœjarstjóra vor- um aðvart um það sem allra fyrst Á fundinum var sú ályktun gjörð, að biðja Baldur að segja frá þessum umleitunum við járnbraut- arfjelagið, og biðja fslenzku viku- blöðin f Winnipeg að gjöra svo vel og taka upp þessa grein við fyrsta tækifæri. P'undurinn hjer að kvöldi hins 3. þ. m. var boðaður til undirbún- ings fyrir þjóðhátíðarhald hjer f sumar. Ýmsir höfðu heyrtáþað minnst, að ekki væri óhugsandi að Islend- ingadagsnefndin f Winnipeg hefði hátfðahald sitt hjer niður frá, í þvf sambandi gaf bæjarstjórinn hjer þær upplýsingar, að hann hefði farið á fund þcirrar nefndar efra, og málalok þar orðið þau, að nefnd sú vildi ekki hafa hátíðar- haldið hjer, Á góma hafði það borið f nefnd- inni, að hjer væri um sjerstaka eigingirni að ræða af hálfu Gimli- manna, en ekki mun sá, sem þvf hreyfði, fyrir ókunnugleika sakir hafa getað haft það í minni, hvað mikið Ný-íslendingar eru búnir að leggja á sig til þess að vera með f hátíðahaldi Winnipegmanna, síðan þau fyrst hófust fyrir 18 árum. Það var sú tfðin að hópar manna hjeðan fórnuðu miklum tfma og sættu margskonar misjöfnum vatns ferðum til þess að fylla hóp þeirra þar efra ; og nú þóttu nokkur Ifk- indi til þess, að íslendingar yfir- leitt mundu, fyrir þjóðræknis sak- ir, vilja unna þessum eina fslenzka bæ hátíða'naldsins fyrsta árið, sem bær þessi hafði löggilta tilveru. Til þess að standa fyrir þjóðhá- tíðarhaldi heimamanna hjer og þeirra gesta, sem kynnu að vilja sýna þeim þá vinsemd, að heim- sækja þá þenna dag, var kosin tólf manna nefnd, bæjarstjórinn og bæjarráðsmennirnir allir og sjö aðrir, sem fylgir: Jóhannes Sigurðsson, Árni Þórðarson, G. P. Magnússon, B. Frímannsson, K. Valgarðsson, J. G. Christie, Stefán Sigurðsson, J. J. Sólmundsson, Pjetur Magnússon, J. H. Hansson, B. B. Olson, Halldór Johnson. HjAKTLEY Sc TÆ_A.isr^T3:-A.isr- BARKISTERS & P. O. BOX 223. WINNIPEG,---------MAN. * * * * Mr. Bonnar er hinn langsnjall- asti málafærslumaður, sem nú er í þessu fylki. ITZTE’OLA.- BTTD er nýopnuð til verzlunarviðskifta, næst fyrir norðan Lakeview Ho- tel, Gimli. Eigandinn er 1 Dr. S. Dunn. KRÓKÓDÍLARAUNIN. * Sá siður, að berá glóandi járn f berum höndum til að sanna sak- leysi sitt, er nú undir lok Iiðinn í Norðurálfu. Á Indlandi eru slíkir drottins dómar enn við líði, þó á annan hátt sje. Þar er krókódíla- raunin meðal hinna voðalegustu ; hún er innifalin í þvf að synda inn- an um hóp af krókódflum, og sanna sakleysi sitt með því að sleppa ó- skaddaður. Franskur maður, sem dvalið hafði mörg ár á Indlandi, var einu sinni staddur við slíka raun, og segist honum þannig frá : Sá sem ákærðurvar í þettasinn, var ung stúlka af góðum ættum, Rakar að nafni, og hafði nýlega misst föður sinn. Hún var tæp- lega fullorðin en óvanalega fögur. Frændi hennar hafði fellt ást til hennar, hóf bónorð sitt en fjekk nei, af þessu varð hann svo reiður, að hann kærði hana fyrir það að hafa fest ást á þræl, en það er á Indlandi álitið að vera dauðasök, enda dæmdu dómstólarnir hana til að ganga gegnum krókódflaraun- ina. KI. 10 um kvöldið, þegar tungl- ið var komið upp, komu dómar- arnir og helztu ættingjar hennar saman niður við sjávarsíðuna, þar sem raunin átti fram að fara, og allt úði og grúði af krókódflum. Skammt frá landi var Iftil eyja, sem var aðal-aðsetur krókódflanna. Þangað átti hún að synda og svo til lands aftur ef vel gengi. Á ákveðnum tfma kom hún á- samt vinstúlkum sfnum. Hún af- klæddi sig strax og hljóp út í sjó- inn, fram hjá krókódílunum sem láu þar f sefinu og bleytunni. Svo byrjaði kappsundið fyrir alvöru. Við og við mætti hún krókódfl með opið ginið í því skyni að gleypa hana, en þá stakk hún sjer og, komst fram hjá honum. Hún var fljót að synda, fljótari en varga- hópurinn sem elti hana. Á landi stóð fjöldi manna og horfði kvíðandi á hana og krókó- dflana. Þegar til eyjarinnar kom, stökk hún á land sem hendi væri veifað og fram hjá krókódíl sem þar lá. Hún var nú óhult f bráðina. Á að gizka einamínútu stóðhún kyr og hvíldi sig, en á meðan skriðu krókódílarnir upp á eyjuna og biðu kvöldverðar síns. Svo hljóp hún aftur af stað til sjávar ins innan um krókódílahópinn. Það var ógeðslegt að horfa á opna kjaftana hringinn í kringum hana, en á næsta augnabliki er hún kom- in þangað sem nóg dýpi er og far- in að synda. En óvinahópurinn hafði stækk- að, og hún varð oftar að stinga sjer og vera lengur f kafi. Þeir sem á landi stóðu álitu ásig- komulag hennar alveg vonlaust. í hvert sinn er hún stakk sjer, fóru karlar sem konur að stynja og hefja fyrirbænir. Hún sjezt ekki framar — það er fyrir bý með * hana. Nei, þarna er hún aftur, dálftið nær landi, en hún á langt eftir, og kraftar hennar eru sjáan- lega að þverra. Hópur af krókódflum kemur nú á móti henni. Nú er hún í miðj- um hópnum, nú er úti um hana — hún er uppgefin. — Nú stakk hún sjer — þetta er hennar síðasta, — Nei, þarna er hún aftur. — Innan fárra augnablika var hún komin í land, heilu og höldnu, laus við hættuna. Grátandi af glcði föðmuðu vin- stúlkur hennar hana að sjer, og hjálpuðu henni f fötin. Svo varð hún að mæta fyrir dómurunum aftur, en var nú talin sýkn saka. Kærandinn var dæmd- ur f háar skaðabætur, miklu hærri en hann var fær um að borga, en Rakar vildi engar skaðabætur þiggja — hann mætti ha'.da eign- um sfnum — guð hefði dæmt sig sýkna, og það væri sjer nóg. KAMFÓRA. Frá eyjunni Formosa, sem ligg- ur undir Japan, er komin öll sú kamfóra sem verzlað er með. í í Japan eru trjen, sem kamfóran fæst úr, látin verða nokkuð stór, svo eru þau feld og flutt þangað sem kamfórunni er náð úr þeim, Nú er nýlega farið að rækta kam- fórutrjc f Tcxas f Bandafylkjunum, en þar er ætlast tii að trjen verði ekki látin ná meiri stærð en venju- Icg willow. LIKKISTUR. * Jeg sendi 1 f k k i s t u r til hvaða .taðar sem erí Manitoba og Norð- vesturlandinu, fyrir eins sann- gjarnt verð og nokkur annar. VERÐ: Nr. 1 $25, nr. 2 $35, nr. 3 $55, nr. 4 $75, nr. 5 $ 85, nr. 6$ioo, nr. 7 $125, nr. 8 $150, nr. 9 $2oO, nr. 10 $300. STÆRÐ: Frá fet til 6% fet. SMÆRRI KISTUR af mismunandi tegundun og stærð- um. A. S. BARDAL. 121 Nena St. WlNNIPEG. -- MAN. Telefónar; Skrifstofan 30S. Heimilið 304. Augiysing. Öll vegstæði á lfnum f Bifrastar sveit eru 99 fet á breidd. Veg- stæði sem keypt hafa verið eru 66 fet á brcidd, Öllum þeim, sem kunna að eiga girðingar inn á veg- stæðunum f þeirri sveit, er hjer með gefin aðvörun : að vera búinn fyrir sfðasta dag júnfmánaðar 1908, að færa slfkar girðingar af vegstæð- unum. Girðingar, sem kunna að verða á vegstæðum eftir þann dag, mega hlutaðeigandi landeigendur búast við að ráðið skipi að taka upp, á kostnað landeiganda. Þessi auglýsing er gefin sam- kvæmt ákvörðun er tekin var á sveitarráðsfundi f Bifrastarsveit 7. þessa mán. Hnausa, 9. janúar 1908. B. MARTEINSSON, skrifari ráðsins. | ftirfylgjandi menn eru J umboðsmenn Baldurs og geta þeir, sem eiga hægra með að ná til þeirra manna heldui en til skrifstofu blaðsins, af- hent þeim borgun fyrir blaðið og áskriftir fyrir því. Það er ekkert bundið við það, að snúa sjer að þeim, sem er til nefndur fyrir það pósthjerað, sem maður á heima í. Aðstoðarmenn Baldurs fara ekki f neinn matning hver við annan í þeim sökum: J. J. Hoffmann - Hecla. Stefán Guðmundsson - Ardal. Sigfús Sveinsson - - - Framnes. Sigurður G Nordal - - Geysir. Finnbogi Finnbogas.-Arnes. Guðlaugur Magnúss. - Nes. Ól. Jóh. Ólafsson....Sclkirk. Sigmundur M. Long - Winnipeg. Sveínn G. Northfield - Edinburg. Magnús Bjarnason - - -Marshland Magnús Tait..........Antler Björn Jónsson........Westfold. Pjetur Bjarnason - - - - Otto. Helgi F. Oddson - - - Cold Springs Jón Sigurðsson.......Mary Hill. Ingimundur Erlendss. - Narrows. Frecman Frcemans. - - Brandon. Guðmundur Ólafsson - Tantallon. Stephan G.Stephanss. - Markervine F. K. Sigfússon. Bliine, Wash. Chr. Benson. - - - Pcint Roterts Júní 1908. s. M. Þ. M. F. F. L 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 iS 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Tunglkomur. Fyrsta kv. 6 Fullt t. 14- Síðasta kv. 21. Nýttt. 28. ÁGRIP AF HEIMILISRJETT- ARREGLUGJÖRÐ FYRIR CANADA-NORÐVESTUR- LANDIÐ. jþær ’sectionir' í Manitoba, Sas- katchewan og Alberta, sem númeraðar eru með jöfnum tölum, og tilheyra Dominion stjórninni (að undanskildum 8 og 26 og öðru landi,sem er sett til síðu), eru á boð- stólum sem heimillsrjettarlönd handa hverjum (karli eða konu), sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og handa hverjum karlmanni, sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og handahverjumkarlmannisem eryfir 18 ára að aldri; 160 ekrur cða % úr ’section' er á boðstólum fyrir hvern ufn sig. Menn verða sjálfir að skrifa sig fyrir þvf landi, sem þeir vilja fá, í landstökustofu stjórnarinnar, f þvf hjeraði sem landið er f. Sá sem sækir um heimilisrjett- arland getur uppfylgt ábýlis- skylduna á þrennan hátt: 1. Með þvf að búa f 6 mánuði á landinu á hverju ári í þrjú ár, og gjöra umbœtur á þvf. 2. Með því að halda til hjá föður (eða móður, ef faðirinn er dauður), sem býr á landi skammt frá h'eimilisrjettarlandi umsækjand- ans. 3. Með þvf að búa á landi, sem umsækjandinn á sjálfur í nánd við heimilisrjettarlandið sem hann er að sækja um. Sex mánaða skriflegan fyrirvara þurfa inenn að gefa Commissioner of Daminion lands f Ottawa um að þeir vilji fá eignarbrjef fyrir heimilisrjettarlandi. W. W. CORY, Deputy of the Minister of the Interior 60 YEAR8' Trade Mark* Designs COPVBKSHTS AC. Anvono iiomllng a Eketch and dcacrlptlon may qulckíy uacertain our opinion free whether an inventlon ts probabijr Pfitentablo. Communlca- tlonsBtrictlyconfldentuil. HANDBCuK on Patent# Bentfree. Oldeat Btfency for securíng patents. Patenta taken throuah Munn & Co. recelve tpecial noticet witbout cbnrsie, Inthe ^ __________________________ » A hondsomeiy Ulustrated weekly. Laríreat eir- culation of any scientiflc journal. Termn for Canadn, $».75 a year, postago prepaid. Bold by »11 newBdeolers. KlöNN & Co.36,Broadvv*y- New YorR Broneh Offlco, <36 F 8t., Wa&hington, D. C. KAUPENDUR BALDURS. Gleymið ckki að gjöra aðvart þegar þið hafið bústaðaskifti.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.