Baldur - 20.08.1909, Qupperneq 3

Baldur - 20.08.1909, Qupperneq 3
B A L D U R, VII. ár, nr. 4. Lögbergog Þingvellir. Eftir VlLHJ. Th. JóNSSÓN. (Minni Lögbergs og Þingvalla- byggða 17. jímí 1909.) Kæru íslendirgar. Þareð Þjóðhátíðarncfndin hefir falið mjcr, að ta!a hjer f dag nokkur orð um þessi byggðarlög þá vil jeg hjer með, mfnir kæru tilheyrendur, leitast við að leysa fyað af hendi, en þess vildi jeg óska, að meðal þeirra orða mættu hæzt og dýpst hljóma f hugum ykkar orðin Lögberg og Þingvellir. Jeg veit vel. að þess gjörist ékki þörf, að útskýra þessi sagn- ríku orð fyrir ykkur, þar sem þið allir vitið svo vel hvað þau hafa að þýða; — etida þótt það komi oft fyrir, að skilnings góðir menn þurfi að endurtaka íhuganir sfnar um sömu orð, gildi .þeirra og af- stöðu. Þetta kemur jafnvel oft fyrir viðvfkjandi hinum allra- einföldustu orðum; þvf þó að orðin sýnist vera einföld, þá felst stund- utn f þeim, það sem vitringum er hulið. Jeg vil þó helzt að mín orð sje einföld, svo að enginn geti' rnisskilið þau, en svo mcga þau einföldu orð líka hafa í sjer fólgið citthvað meira heldur en einfeldni tóm;K Þessir tfmar gjöra æðri kröfur, þar sem mannsandinn vill vita (1.) um hina æðstu og full- komnustu tilveru og (2.) um byrjunarástand og eiginlegleika allra skapaðra hluta. Spursmál og eftirgrennslanir um þctta koma iðulega fyrir, — hjá cinföldum mönnum, hjá ve! greindum mönn- um, og hjá lærðum mönnum. Allir vilja vita eitthvað áreiðanlegt um þctta. En hver getur skýrt það? Enginn f raun og veru, nema guð sjálfur, ef við getum ekki trúað þvf sem við sjáum, ef við gctum ekki trúað því sem guð sjálfur hefir sagt. Viðvfkjandi þvf fyrsta eru þessi einföldu orð: “í upþhafi var orð; það orð var hjá guði; og guð var það orð.“ Viðvfkjandi hi 111 öðru atriði sjáum við framsctt mcð cinföldurn orðum^ hvernig gUð byrjaði^ nð skapa: “Verði ljós“, — þótt >ið ekki til hlýtar skiljum þctta ljós. Þið munuð nú segja, að þ e 11 a sje ekki minni byggðanna, en það er nú samt náskylt þessum byggð- arlögum, þvf að sannarlcga hljóta þessar byggðir okkar að þurfa bæði á otði og Ijóxi að halda, ef þ;er eiga lengi að geta borið vei nöfnin ”Lögberg“ og ”ÞingVeliir.“ it + Lögbergs- og Þingvalla-nýlcndan er 24 ára gömul, og liggja hjeruð hennar f 22. hverfi f 31. og 32. röst fyrir vestau 1. hádegisbaug. Samt sýnist hún töluvert stærti, samkvæmt landabrjefi þvf, sem fylgir lýsinginni af nýlendunni frá ísafoldar prentsmiðju árið 1886. Hinn »rauði ferhyrningur nýlendunnar sýnist ná þar yfir býsna stórt svæðs. Ilclgi sál. jónsson sem gaf út blaðið Leif var hinn fyrsti land- námsmaður í Þingvallanýlendunni og hann mun hafa gefið henni nafnið. Lögbergsbyggðin tekin út af fyrir sig er 3 — 4 árum yngri, og mun herra Jóhannes Einarson, og þeir bændur, sem þar eru nú búandi, hafa gefið henni nafnið. Þeir, sem nöfnin hafa gefið, eiga heiður skilið fyrir það, Mig langar til að skjóta þvf hjer inn að það liggur fyrir okkur byggðarbúunum hjer á næst- komandi hausti, að g.reiða atkvæði með eða móti þvf, að fjölga reit- unum í Lögbergs-og Þingvalla-um dæmi, eða hafa reitina með sgima fyrir komu lagi sem nú er. Það getur haft talsverða þýðingu fyrir íslendinga og íslenzkt þjóðerni, hvernig Ifnurnar eru dregnar í kringum reitina, — eins líka hvað margir eða fáir eru hafðir saman. Það væri held jeg gott, að okkar fyrirliðar f byggðum þcssum vildu kalla okkur sem flesta saman a fund einhverntfma í sumar, til þess að láta í ljós .skoðanir okkar f þessu tilliti. Atkvæðagreiðslan yrði þá betur samkvæmt sameigin- legum vilja okkar þegar til hennar kemur. Búast má við þvf, að sveitarstjórn komi með tfð og tfma, og þá verður haft tillit til þess, sem áður hefir verið gjört. Jeg ætla þá að minnast á ís- lenzka nýlcndubændur á Lfigbergi og Þingvöllum. Það má óhætt segja, að bændur á Lögbergi og Þingvöllum eru f betra lagi starfs- menn, eftir þvf sem almennt, gjöríst. Þcir hafa flestir komið til þessarar nýlendu efnalitlir, en margir með hóp af bö-rnum, sem nú eru sjáanlega mannvænleg og veluppalin. Ilvað cfnahag þeirra viðvíkur nú, þá sjáum við stórar hjarðir, blómlega, víðáttumikla akra, og reisulegar byggingar. Eru sum húnn með nýjasta lagi, ♦ cn aftur önnur byggð eftir gotn- eskum stfl. Má vel-sjá fjölbreytni þeirra. Enginn sýnist vera að apa eftir öðrum, þvt alstaðar sjcr mað ur nýja mynd og annað fyrirkomu- lag en hjá hinum. íslendingar sýnast allir vera skapaðir yfirmenn. Það væri óskandi að þeim lærðist með vaxandi þekkingu, að kunna að meta hver annan, og þá hæfi- ¥ leika, setn þeim eru gefnir. Þess- ir fslenzku bændur hafa þreytt kapphlaupið á móti öðrum þjóð- flok! cutn, og jcg held að það sje óhætt að segja, að þeir standi ann- ara þjóða bændum fyllilega jafn- fætis. Þcir mega víst scgja um íslenzku bændurna cins og brezku námspiltarnir segja um hina ís- lenzku námspilta: “Nú höfum við fertgið pilt til að reyna okkur við.” En hvernig cr þá kapphiaupið háð? I>að cr háð með þvf að láta Islc-ndingana gleyma, — gleyma íslenzku tungurdáli, gleyma ís- lcnzku þjóðerni, hætta að vera fs- lerizkir. Þegar svo er kontið hætt- um við lfka að taka betur f árina en aðrir; — gott ef við verðum jafnir. Tvær cru kyrkjur f byggðum þessutn, sem eiga að vfgjast á r t t t t t HINAR AGÆTU SHARPLES TUBULAR RJOMASKILVINDUR J standa nú Ný-íslendingum t:l b''ða, Verð þeirra, scm aðskilja 200 pund á klukkustund, er $40 (aðrar tegt.ndw sem afkasta jafn miklu verki, kosta venjulega $65 til $7"? °g Þær scm dýrari eru afliasta að sama skapi meira verki. Sá sem hefir þær til sölu hjcr í nýlendunni er G-ISLI fTOTsTSSOTM . JRNES P. O. MAN. þessu sumri, og auk þeirra má teija Þingvallahöllina, setn íslend- ingar hafa reist til samkvæmis- halda. Það er þá komið nú svo langt, að fslenzku landnemarnir hjcr hafa þegar lagt hyrningarsteina fyrir hina uppvaxandi fslenzku kynslóð að byggja ofan á. Fyrsti hyrningarsteinninn er landnám þcirra. Annar hyrning- aisteinninn er enskunámið, ef ekki “stenzt á hvað vinnst og hvað tapast.” Þriðji hyrningarsteinn- inn er kyrkjur og hraustur og hreinn líkami safnaðanna. h jórða hyrningarsteininn sje jeg ekki, en jcg cfast ekki um að hann muni sjást á sfnum tfma. Gömlu íslcnd- ingarnir munu ekki fara svo ofan í moldina, að þeir láti eftir sig þrí- hyrning fyrir grundvöll framtfðar- innar. Jeg hefi aldrei sjeð þá reisa byggingar sfnar f þríhyrning. Þvf er nú einmitt þess að minnast að íslenzka tungumálið er talað mæta vel á Lögbergi og ÞingvöII- utn, svo að það mun að jafnaði hvcrgi betur talað vestan hafs. Þar af leiðandi leikur það í fornum anda að upp mun' rísa skóli sá á Þingvöllum, sem Sleipnir nefnist. j Að á honum verði kenndar átta fræðigreinai, er efunarlaust; — ís- LENZIC TUNGA sú fyrsta. * * Hvernig falla nú dómar ltjer um hina íslenzku menn? Lfklegast eftir va,na eitthvað á þessa leið: Ilvað þjóðerni snertir, að þvf letigur sem þeir geti varðveitt þjóðerni sitt, þvf meiri þrautscigju lýsi það, Þó veit jeg að margir kunna að segja við Islendingana: “Þið eruð nú góðir menn, og við erum allir góðir mcnn. Það er gott að hafa ykkur mcð. Þið eruð góðir til að fylla upp hópinn. Þið eruð af góðu bergi brotnir., Þið eruð þrautseigir og skylduræknir. Þið cruð góðir að vinna. Þið eruð góðir fyr-ir þetta land. En þið getið ekki samið liig. Við verðum að stjórna j'kkur, og semja fyrir lög. Þið geti það ekki sjálfir. En þið eruð löghlýðnir og þrautseigir og góðir að vinna.” Þetta kann allt satt að vera, þótt mjer finnist það ekki að öllu fullkomin kenning um þjóð, sem alin er upp við eld og ís, risa- vaxna hamra, brimraddir og þrumugný hins veltandi hafs; þá þjóð, sem fundið hefir hinn ang- andi ilm fjallahlíðanna á íslatidi; sem hlustað hefir á hina sfskvaldr- andi læki og hrynjandi fossa; þá þjóð, sem hefir sjeð grettistökin og drukkið hefir bókmenntir íslands. Sú þjóð hlýtur að vera eitthvað meira en þrautseig vinnudýr. Það kunna lfka að koma fram menn, sem segja: “Ilugsið um þctta land. Blandist saman við fimmtíu til sextíu þjóðflokka í þessu landi, svo við fáum eina sterka þjóð, og góða menn til að vinna. Látið sjá að það sjc f ykk- ur alheimssál.” Fyrir mitt leyti hygg jeg að þeir, sem ekki hafa þjóðarsál, þeirVhafi ekki heldur rjett góða alheimssál, en hvað sem þvf líður, verða allir Islendingar að hugsa sig um, hvert f þeim býr nokkurt þjóðerni eða ekki. Við geturn ekki verið stoltir af þvf, að í okkur sje konungablóð og hreysti vfkinganna, ef við látum berast svo fyrir borð, að blanda okkur umhugsunarlaust saman við ahra þjóða rusl. Það reynir fyrst á hreysti kapp- ans þegar á hólminn cr komið. LátU'U aldrei hrekjast f hafið, Jeg vil þá enda þetta minni á líkan hátt cg jeg byrjaði, og þakka tilheyrcndunum góða áheyrn. Kveð jeg svo Lögberg og Þing- vallanýlendu og þennan þjóðvina- hóp með þcssum einföldu orðum: Gef css ORð á hæztu ha:ðum, herra guð, það orð, sem ræður; — kærleiksorð frá innstu æðum; — það orð: við sjeum LJóSSINS bræður- Lengi lifi Lögberg og þingveljir! “Hver cr gæfurfkari. maðurinn, sem á miljón dollara, eða sá, scm á 7 dætur?” “Sá, sem á 7 dætur.” “Hvers vegna?” “Af þvf sá, sem á miljón, vill meira, en hinn ekki.” AUÐKENNI. Enskur farar.dsali sem heimsótti skozkt vöruforðabúr, veðjaði við formanninn um það, að hann gæti þekkt úr alla þá af þjónunum, sem giftir væru. Hann tók sjer stöðu fyrir utan dyrnar þegar þeir komu aftur frá dagverði, og nefndi alla, sem hann áleit vera gifta, og í flestum til- tellum hafði hann rjett fyrir sjer. “Hvernig fórstu að vita þetta?” spurði formaðurinn. “Það er ofur auðvelt,” svaraði hinn, “giftu mennirnir þurka af skónum sfnum á gólfdúknum, en hinir ekki.“ MANNESKJAN, EKKI TIGNIN. Margar smásögur eru sagðar um Vilhelmínu Hollandsdrottningu frá æskuárum liennar. Emma móðir hennar reyndi að haga upp- eldinu þannig, að hún fylltist ekki af hroka yfir stöðu sirmi. Einhvern dag hafði litla drottn- ingin verið óþæg, svo hún var rekin út úr hcrberginu. Strax á eftir var barið að dyrum. “Hvcr er úti?” spurði ckkju- drottningin. “Drotningin yfir Hollandi,” svaraði Ii1,la stúlkan, með eins valdalegri rödd og henni var mög- ulegt. “Holiandsdrottning fær ekki inngöngu,” svaraði ekkjudrottn- ingin rólega. Nokkru sfðar var barið aftur ofur hægt. “Hver cr úti?” spurði ekkju- * drottningin. “Það cr litla Vilhelmína,” var svarað f bænarróm. “Nú, er það litla Vflhelmfna? hún má gjarnan koma inn,” svar- aði ekkjudrottningin. A sömu stundil smaug litla drottningin inn, og bað möður sína fyrirgefningar með tárin í augunum, * * * * “Hold er mold, hverju sem það % klæðist. “

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.