Baldur - 22.09.1909, Blaðsíða 1

Baldur - 22.09.1909, Blaðsíða 1
STEFNA: Að efla hreinskilni og eyða hræsni í hvaða máli, sem fyrir íeraur, á.n tillits til sjerstakra flokka. | AÐFERÐ: 1 Að lala opinskátt og vöflu- || laust, eins og hæfir þvl fólki, g sen er »f norrœnu bergi ac brolið. VII. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 22. SEPT. 1909. No. 7. Firðsjáin. Á galdrabrennuöldinni hefði eng- inn sá þurft að kvíða e!li nje fje- leysi, sem hefði fært Evrópu- mönuum frjettir af þvf, sem 5 mínútum áður hefði gjörst f Amer- íku, — ef frjettin hefði á sfnum tíma reynst sönn. Það hcfði verið fullyrt að sá frjettasmali væri göldróttur og hefði mök við Kölska, — og þá vita allir hvaða ævilok honnm voru sjálfkjörin. En svo fór, að fr-jcttasmalar scm gátu þetta, urðu til f veröld- inni, án þcss að vera göldróttir. Mennirnir kynntust rafmagninu og fóru að hafa írök við það en ekki við Kölska; — og það sem menn hjeldu að ómögulega gæti nokkurn tfma skeð, það skeði. Frjettirnar bárust eftir þræði á hafsbotninum, 5 mínútna gamlar eða yngii. En það var ekki nóg. Éftir að ritþráðurinn var farinn að skila skrifuðum merkjum milíi fjarlægra staða, var raddþráðurinn fundinn upp til þess ao beia heyranleg hijóð frá einum stað til annars. •‘Þræðir! þræðir! ” sögðu vfsind ainennirnir, “það cr ekki þægilegt að vera bundinn við þessa þræði.” Þeir vildu geta franfleitt mcrki á fjarlægum stfiðum án allra þráða. Loksins heppnaðist Marcóní það. Þá komu þráðlausu skeytin. Útbúnaðurinn, sern því tilHeyrir er sannkallaður frjettafleygir, og nú gengur frjettaburðurinn bók- staflega f loftinu. Svo eru nænnirnir nú farnir að fljúga f loftinu, og óðfluga eru þeir að leitast Við að tala saman langar lc ðir f eintómu löftinu. Til eins eru þó þræðirnir cnnþá b. úkaðir, án .þess nokkur sjc far- inn að keppa við þá urn það staif í loftinu. Það er myndaflutning- ur. Ljósmyndir eru nú orðið sendar með þráðum, en ofan á það er einmitt urn þessir mundir að bætast annað enn furðulegra. Það hefir margur sá, sem neyrt hefir málróm fjarlægs vinar sfns t raddþráðarhlust, óskað þess að hann gæti lfka sjeð þann, sem hann talar við. Að þvf marki cr nú vcrið að keppa. Þess er í síðastliðnum mánuði j^etið í Londonblaðinu “Knovv- ledgc and Scientific News”, að þýzkur inaður sje bú.nn að vir.na björninn í þcssu efni, og að firðsjf, scm kosti 1 milljón dollara, verð; sýnd á sýn.ngunni í Brussels að su.nri. Sagt er að vísindamenn- irnir bíði óþreyjufullir cftir því, að sjá þennan töfraspegil. Um slfk- an hlut hefir aldrei áður heyrst getið, nema í “Mjallhvft” og öðr- um þjóðsögum. Nú virðist þó svo sem jafnvel sá þjóðsagna-^ draumur eigi fyrir höndum að rætast. Síðan aðferð fannst upp ti! þess að láta rafmagnið flytja myndir, hefir torveldleikinn stafað af hreif- ingunum sem sffellt eru lífinu samfara; svipbreytingar á andlitum þeirra, sem cru að talast við yfir raddþráðinn, og aðrar hreifingar þeirra. ‘‘Ernest Ruhmer, í Berlin,” seg- ir í f)/rnefndu vfsindablaði, “sem er nafnkunnur orðinn fyrir upp- fundningar í sambandi við þráð- lausa ritbera og raddbera, hefir heppnast að fullgjöra hinn fyrsta útbúnað, sem óhætt er að segja að yfirstigi alla þruskulda f þessu cfni. Hann lætur vjel kasta mynd þess, sem sýna skal, á tjald [svipað eins og á myndasýningu með töfralukt]. Tjald þetta er fyrst og freinst sjálft sjerstaklega tilbúið, og svo er á bak við þa,ð raðað selenfum- kerum, eins og þeim scm brúkuð eru við ljósmyndaflutning.” Til hliðar við tjr.ldið er svo rafmagns- vjelin sem flytur myndina eftir þræði sem frá tjaldinu liggur, og dreifir úr henni aftur á öðru sams- konar tjaldi langar leiðir f burtu. * * * Maður gæti sagt, til samlíking- ar, að fyrra tjaldið væri eins og nethimnan f auganu, en hið sfðara eins og hinn innri endi sjóntaugai- irnar, sem dreifist út um heilann, og á einhvern hátt veitir sálinni vitncskju um það, sem fyrir augað bcr. Firðsjáin verður þannig eins og auga, mcð sjóntaug svo fram- lengdri sem þörfin krefur. -» * * Heppnist þetta, fer svo með tímanum, að mennirnir geta sjest og t"last við, þótt höf og lönd liggi á milli þeirra blctta, scm lík- nniir þc'rra eru staddir á; þvf en^ - iun getur mcð vissu fullyrt að veg- alengdin verði nokkrum ákveðn- j um takmörkum bundin. Manns- í anflhnum cr trúandi til að færa sig j alltaf lengra og lcngra í hverja átt sem honum auðnast að koma sjer af stað. Þegar svo menniinir verða orðn- ir leiknir f því, að hagnýta slíka j firðsjá með þiáðasurnbandi, hvf jskyldi þá ekki hugsanjegt að hún gæti nieð tfmanum afkastað sfnu j hlutverki án þráða? Það cr undra mikið af hroka í þvf hjá mönnum, að þykjast vissir t um að þelta oy hitt sjc óm"gulegt, THE GIMLI TZR^'JDXXsTG- O. GIMLL MAN. Selur eftirfylgjandi vörur með m i k 1 u m afslætti yfir marzmánuð, meðan þær endast: Karlmanna snjósokka Drengja snjósokka. Leðurvetlinga. Staka?ibuxur. Knrlmanna nærfatnað. Karlmanria peysur. Drengja peysur. Þykkar karlmanna skyrtur. Stök vesti. Drengja nærfatnaður. Þykk blankctt. Einnig birgðir af eftirfylgjandi vörum, sem að við seljum með eins lágu verði eins og hægt er, fyrir borgun út í hönd : Groceries. Trjefötur. Patcnt meðul. Álnavörur. Leirvöru. Stífskyrtur. Axarsköft Overalls. Brooms. Skófatnað. Og margt tleira. GIMLI. TRADING C°. af þvf að þeim finnst það f sinni fáfræði vera ótrúlegt. Enginn getur sett mannnsand- anum takmörk. Kúgarar og kúg- unarfjelög hafa rcynt það; — en aðeins tafið urn stund; aldrei fyrir- byggt til hlýtar. Hagljelið að Tintallon 3. ágúst. I vor þegar hveitið stakk koll- inum upp úr jörðinni fæddust von- irnar og hópuðust í kring um mann eins og litlir Ijósálfar. Ekki vissum við vel hvaðan þær komu, en hinu tókum við eftir að þær þrozkuðust jafnhratt hveitinu og 3. ágúst voru þær nálega fullþrozka meyjar, sem lofuðu öllu >nögulegu og jafnvel ómögulegu; í cinu orði, aukinni velgengni efnamanninum, og efnaleysingjanum brauði yfir allt árið. Hiti hafði tekið við rfki af Kulda bróður sínum tyrir nokkrum mán- uðum. Þótti Kulda bróðir sinn stjórna af of mikilli mildi, og gjörði þvf áhlaup á hann að honum óvör- um. Iliti varð þó skjótur til lið- sufnunar, rjeðist á Kulda á þrjár hliðar svo hann neyddist til að draga lið sitt saman f fjögra mflna fylkingu og hörfa með miklum hraða í austurátt, en svo harðan haglskúr sendi hann frá sjer á flóttanum, að allur jaiðargróði fórst á þvf svæði, sem hann fór yfir. Bóndir.n gckk álútur heim af akri sfnum. Þar scm áður hafði verið blómlegur akur, scrn hann hafði starfað og stritað við f heilt ár, var nú allt í eyðilegging. Þar sem áður hafði verið lifandi, vagg- andi kornstanga móða f kvöldblæn um, var nú auðn dauðans. Nóttin var dimm og hráslaga- leg. Andvaka og óværir draumar skiftust á. Einstaka sinnunv heyrðust drunur frá orustustaðn- ! um, en einlægt sjaldnar og sjaldn- j ar eftir þvf sein fjarlægðin óx. | Út við sjóndeildarhring hugsan- j anna sást hópur kvennlegra vera, með nábleik andlit og fiaxandi hár og klæði. Það voru vonirnar, sem nú höfðu lagt á flótta á eftir hagljelinu; cn úr annari átt gægð- j ist yfir sjónceildarhringinn hörku- legt andlit með glott á vörum. Það var Vetur, sem nú var að líta yfir það svæði, scm hann gæti j drottnað yfir f algleymingi á sfn- um tíma. , G. Olafsson. i —■—------------ Minni Réykjavíkur. Sungið á þjóðhátíð Reykvíkinga 2 ágúst. Hjer stóð upphaf okkar sögu, Ingólfs höfuðból; fáar hendur fyrst hjer reistu frónskan vcldistól. Einn hann tók, við cngan deildi, allt var landið hans. Gjöful hönd með gestum skifti gæðum þcssa lands, Allt það hvarf —ogei skal rekja alda myrkra spor. Þá er oft sem ætti að gieymast æðsta mirtning vor. Loks var eins og einhver vcra, ókennd, vizkurfk, bcnti vorum blindu völdum beint á Reykjavfk. Vöxtur hennar, hcill og gengi, hefir morgun-brag. Þá var eins og Island búist undir bctri dag. Hjer slær aftur hjarta landsins, hjer er lagt þcss ráð; helgi forna böfuðbólsins heimtar nýja dáð. Drotnna ska! hún — fjöllun. föðmuð, fögrum cyjum girt, standa vörðinn, sterk og ítur, stór og mikilsvirt, vera landsins háreist höfuð, hrcynlynd, rausnarfull, meðan signir sólarlagið sundsins kvika-gull. G. M. Eftir Lögrjettu, VlLDI EKKIVERA EINIAULINN. Læknirinn var vakinn kl. 2 um nóttina til að vitja manns, sem bjó eina mflu frá bænum. Veðrið var afarkalt. Þegar læknirinn kom þangað, segir maðurinn: “Jeg hefi enga verki, en jeg hcld að einhver veilci búi f kroppnum á mjer”. Læknirinn skoðaði manninn ná- kvæmlega og sagði svo: “Hefirðu skrifað erfðaskrána?” Maðurinn fölnaði. “Nei, langt frá. Á mfnum aldri — það er þó líklega ekki satt, læknir?” “Ilver cr lögmaður þinn?” “II. lögmaður, en —” “Það er rjettast að þú biðjir hann að koma.” Maðurinn kallaði í gegnum tele- fóninn á lögmanninn. “Hver er sáiusorgari þínn?” spurði læknirinn. “Sjera B. En góði læknir — þjcr haldið þó ekki —” “Kallaðu strax á hann. Faðir þinn ætti líka að koma, og” — Maðurinn fór að’ gráta: “Eru þjer viss um að jcg eigi að deyja strax?” Læknirinn horfði iengi á hann, “Nci”, svaraði læknirinn harð- neskjuiega. “Það gengur ekkcrt að þjcr, þú ert alheilbrigður, cn jeg vil ekki vera sá eini, scm þú narrar hingað um hánótt”.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.