Baldur - 01.12.1909, Qupperneq 2

Baldur - 01.12.1909, Qupperneq 2
B A L D U K, ini. ár, nr. 14 MLDl ER GEFINN ÚT Á GIMLI, ---- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIb. BORGIST FYRIRFRAM. tÍTGEFENDUR : THE GIMLI PRINTING & PUBLISFIING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAoSINS : BALDUE, GIMLI, LÆAs-ISr. m Verð á smáum auglýsingum er 25 c. fyrir þumlung dálkslengdar. Afsiáttur er gefinn á st;erri auglýs- ingum, sem birtast í blaðinu ynr lengri tfma. Viðvíkjandi slíkum af- slætti ogfSðrum fjármálum blaðsins, eru menn beðnir að snúa sjcr að ráðsmanninum. x Roskinn strákur. “Fyrirmyndin.“ Ú I'yrir skömmu var þess getið, að Jón Ólafsson væri enn á ný orðinn ritstjóri “Reykjavíkur”. Tekið hefir blaðið stakkaskiftum sfðan, og slagar nú meira upp eftir “Lfigrjettu” en áður var. En ekki eru framfarirnar einu kenni- merkin um það, hver á pennanum heldur. “Gaman og alvara” heitir einn flokkurinn f blaðinu nú, og fremur verður gamanið f þeim flokki óviðfeldið þegar alvaran er tekin með í reikninginn. Eftirfylgjandi greinar standa f þeim flokki, hinn 16. okt.: Hausavíxl á SKILNINGARVITUNUM. “Barnablaðið,, ráðherrans hálf- dróttar þvf að ritstj. “Lfigrjettu", að hann muni ef til vilj vera "<?lœs á nueft mál“. Hingað til hafa menn nú hryrt með eyrunum það sem talað (mælt) var, en ejeð (og lesið) með augunum það sem ritað var eða prentrað. En það erlíklega fyrir samband ráðherra-blaðsins við annan heim og mök þess við andana (hreina og óhreina), að ritsj. þess virðist nú kominn upp á að hafa vfxl á skilningarvitunum og lesa mœlt mál, og þá líklega heyra hvað skrifað er (eða prentað). En er það ekki til of mikils mælst, að ætlast til þessa aföðrum, sem ekki eru f anda-kuklinu? ÚR ANDANNA HEIMI. Á laugard. var, þegar “barna- blaðið” eða ráðherrablaðið var ný-komið út, heyrði einhver þessa vísu sfcrifaða “ósjálfrátt”, en “Lögrjetta” nam og flutti á Miðvikudaginn. Andinn hafði getið þess, að með orðinu “bað” (f vísunni) væri átt við hegningar- bað (lfklega lfkt og er á Kleppi, þar sem það er haft til refsingar á óþæga vitfirringa að kasta þeim allsnöktum í kalt bað og halda þeim nauðugum niðri í þvf unz þeir sefast): “Hann ætti’ að fara inn á K .... og o’nf baðið og hafa með sjer Iitla Lcpp og lfka blaðið”. * * * “Barnablaðið ráðherrans” & vitanlega að tákna “ísafold”, af þvf að ritstjóri hennar er sonur Björns ráðherra. Það er nú fyrir sig, og ekki líkt þvf eins fyrirlitlegt eins og hitt f vfsunni, sem til er færð, að kalla nokkurn mann “lepp” föður sfns, af því hann heldur uppi vörn fyrir honum. En þetta er ekki aðalatriðið hjá Jóni. Hitt er það, að honum er svo mikil sæla f þvf, að sýna með útúrsnúningi hvað mikill mál- fræðingur hann er, að hann gat ekki staðið af sjer freistinguna, — fremur en Vfga-Styr þegar hann hjó höfuðið af manninum; —- það lá svo vel við högginu. Og svo getur hann, blessaður karlinn, haft útúrsnúninginn fyrir inngangsorð að spottyrðum sfnum um andatrúna, og það er nú ekki aldeilis ónýtt fyrir stjómmála- skörunga “heimastjórnar”-flokks- ins. Ýmsum kann að þykja vænt um það, bæði austan hafs og vestán, að sem mest sje spottast að anda- trúnni, jafnvel þótt enga mann- eskju laogi eins mikið til nokkurs hiutar eins og þess, að geta gengið úr skugga um það, hvert annars- lffs-vonin sje virkilega vit eða vitleysa; Það bregður t. a. m. svo undarlega við, hinn 25. nóv., að “Lögberg” seilist tii Þýzkalands eftir frjett, sem augsýnilega á að vera pústuránasir andatrúarinnar. Að vfsu er ekkert út á það að sitja, að flytja mönnum slíkar frjettir; — þótt það sje nýlunda f “Lögbergi”, að lcggja þessu nokkuð illt til. Hitt virðist blaðið þá eins vel hafa mátt nefna, að einmitt þennan mánuð standa yfir f New York rannsóknarfundir ýmsra umboÖ3manna hinna helztu háskóla þessarar álfu, sfðan ítalski miðillinn, Palladino, var flutt þangað vestur um daginn. Eftir þeirri frjett hefði ekki þurft eins langt að seilast, og talsvert mark- verðari er sú frjett heldur en hin, Hópar fræðimanna gjöra sig ekki vísvitandi að flónum, rjett að gamni sfnu. Hitt er ekkert nýtt hvorki f Þýzkalandi nje annar staðar, að misindismenn misbrúki hvað scm vera skal sjcr til fjár- gróða. í þcssti nágrenni sýiia t. d. grfsk-katólskir klerkar kristindóminum þá óvirðingu, að gjöra sjer vígt vatn, sem auðtrúa alþýða telur allra meina bót, að fjárgróðavöru. Svoleiðis “blekkingar” eru ekki í frásögur færðar sem neinar nýjungar, og þó eru þær bein afleiðing af æðstu trúarbrögðum heimsins. Það er ekki nóg að láta sjer þykja vænt um spott sjálf- kjörinna þjóðfífla, og það er ekki nóg að gleypa sig fullan af einhverju blaðri, sem á að heita almenningsálit, eins og það t. d. að Jón Ólafsson sje fyrirmynd í blaðamennsku. Hjerna kemur annað sýnishorn af gamninu hans, hinn 30. okt.: SAMNINGURINN nýi. Um það “nýja testamenti”, var nýlega sagt: “Faðirinn samdi við soninn\ en ráðunautsins óhreini andi sveif yfir vötnunum”. Margir Vestur-íslendingar vildu sannarlega feginshugar vita fs- lenzku stjórnina setta sem allra fyrst á hausinn, svo f hennar stað gætu komið menn með stefnu Skúla Thoroddsens, Gísla Sveins- sonar og annara þeirra, sem halda uppi virðingu þjóðarinnar nreð almennilegum ritgjörðum og for- göngu. En þessi guðnfðsluað- ferð er ekki það, að ræða stjórn- mál þjóðar sinnar, og það er ekkert virðulegra fyrir því, þótt kunnugt sje að höfundurinn sje ekki sjálfur þrenningartrúarmaöur. Þarna er munnsöfnuðurinn gamli, sem fs- lenzku Únftararnir hjerna vestan hafs súpa seiðið af enn f dag, og halda honum hjer sumir hveijir enn þá á lofti, — lfklega af postullegri tryggð við meistarann. Stór þáttur f hinni þjóðkunnu blaðamennsku þessa manns er viss- ulcga sá, að svffast engra meðala, —og áreiðanlega hafa bæði jeg og aðrir honum yngri menn, — eins og mjer finnst hálfpartinn von meðan menn eru ungir og athuga- litlir, — lengi verið hugfangnir af þcssu “tápi” hans. En það er þetta, sem fslenzka þjóðin sýpur nú seiðið af. Blaðamennskan cr yfirleitt þrungin af langt of miklu alvöruleysi, og þá sitja sann- gjarnar röksemdir á hakanum. Vottur þess er sú bjánalega ofsókn gegn vfsindalegum sálar- fræðisrannsóknum, sem fslenzka þjóðin ein er nú búin að gjöra að óaðskiljanlegum hluta af sinni pólitík. * * * Það er svo sem ekki verið að benda á þetta hjer, f því skyni að Jón eðá þeir sem á hann trúa, fari að laga sig. Hann hcfir vfst frá barndómi talið sig upp úr þvf vaxinn; og það er seint að kenna giimlum. Á hinu erhrýn þörf,að yngri blaðamönnum skiljist það, að skörungsskapur Jóns Ólafssonar er aðeins eitt en efcki öll skilyrðin fyrir þvf að geta verið fyrirmynd f blaðamennsku. Lýginn maður hefir aldrei orðið sú fyrirmynd, hversu málfróður cða pennafær scm hann hcfir THE (JIMLI FRUIT STORE. Ey ddu 5 centum fyrir $1 viröi af ánægju handa vinum þínum. POSTSPJAID kostar svo LÍTIð, en ánægjan, sem það veitir, er svo MIKIL, að enginn ætti að láta þurfa að minna sig á að gleyma ekki vinum sfnum. JEG hefi ævinlega það nýjasta og fásjeðasta, — auk algengu tegundanna, — af póstspjöldum. YKKUR er ævinlega velkomið að skoða spjöldin, jafnvel þó þið kaupið ekkert; — en ef þið kaupið þau, þá er allt strax við hendina borð, blek og penni, til afnota ókeypis. ZHLáUETlsriES BZBiXSTJA>.lSrSS03Sr verið. Hvefsni og útúrsnúningar og algjört virðingarleysi fyrir sannleikanum,— aðeins það, að flytja mál sitt með smellnum setningum, — má ómögulega verða að svo viðurkendum kostum, að nokkur þjóð telji það sjerstak- lega’til fyrirmyndar. * * * Vera kann að vestur-fslenzkt fólk geti, að einhverju leyti, bæði f gamni og f alvöru, horft til baka til fyrri tíða, þegar þeir nafnar Ijeku hjerna draugaglettur, —en langmest hlyti það að vera f alvöru. Það eru nú — scm betur fer — allmargir farnir að reisa hraustlega rönd við þeim öfgum, sem sjera Jón Bjarnason hefir bezt beitt sjer fyrir; — það má meir að segja álfta það orðið tals- vert móðins, að slá sig til riddara á honum í ellinni. Það væri ekki miklu ónauðsynlegra, að svolftið færi að sljákka svarra- skapurinn, sem Jón Ólafsson Ijet hjerna eftir sig. Hann kann að hafa verið þarflegur á sintii tfð, en sú tíð er sannarlega liðin og ætti aldrei að koma aftur. Það væri langbezt, að báðar jónskurnar fengju að verða sam- ferða — sakramentislaust og guð- nfðslulaust. * * # Ritstjóri “Reykjavfkur” heldur náttúrlega áfram að vera óum- breytanlcg fyrirmynd(!) f fslenzkri biaðamennsku; — er strákur eins og hann hefir allt af verið, — bara nú orðið roskinn strákur. J. P. S. Þegar Kipling ferðaðist um Canada, átti hann dálftið orðastríð við veitingasalann á einu hótelinu, sem hann gisti á. Litlu áður en Kipling ætlaði af stað frá hóteli þessu, gjörði hann boð eftir hóteleigandanum: ”Jeg ætlaði að eins að segja þjer, að af öllum hótelum sem jeg hefi kornið á á þessum hnetti, cr þetta hótel þitt ljelegast” Þegar Kiplingfjekk reikninginn, stóð þar meðal annars: “Fyrir ósvffni $ 3.00" VERTU MAÐUR. Eyðslusemin er móðir fátæktar- innar. Skoðaðu það ekki sem vanvirðu að starfa að erfiðri vinnu. Taktu þjer vinnu þar sem hún er bezt borguð, en samt skaltu heldur vinna fyrir hálf daglaun en að ganga iðjulaus. Vertu þinn eigin húsbóndi, en láttu ekki tfzkuna ákveða hvaða hatt, treyju eða skó þú eigir að brúka. Eyddu ckki öllu f mat og klæðnað, sem þú vinnur þjer inn. Vertu sparsam- ur og gætinn gagnvart þfnum eigin þörfuin, en hjálpaðu þeim sem bágt eiga. Hjálpaðu þeirn án þess að ætlast til hróss eða annars endurgjalds f staðinn. Vertu drambsamur, cn láttu það vera rjetta tegund drambs. Vertu of stolturtil að klæðast frakka, sem þú getur ekki borgað; of stoltur til að taka þátt f þvf fjelagslffi. sem efni þín leyfa ekki; of stoltur til að ljúga, stela eða svfkja; of stoltur til að vera ágjarn. — í fám orðum, vertu ráðvandur mað- ur, og stjórnaðu þfnum eigin orð- um og gjörðum. í SÍNU EIGIN HÖFÐI. Dómarinn: “Er það satt frú, að þú hafir klórað inanninn þinn?“ Frúin: “Já, það er satt. ’’ D.: “Finnst þjcr það sæmandi framferði?” F.: “Því ekki það. Honum var það mátulegt.” D,: “Hvaða forsmán. Átt þú ekki að virða og elska mann þinn? Veistu ekki að maðurinn er höfuð konunnar?“ F.: „Ha, ha. Má jeg þá ekki hafa heimild til að klóra mjer f höfðinu þegar mjer sýnist?” Hann: “Hvernig gengur þjet á matrciðsluskólamnn, Sigga?“ Hún- “Ágætlega. Þegar að við erum gift, Þá færðu að reyna hve kæn jegervið matartilbúning. Einkum gleður það mig að þú verðir veikur, þvf jeg hefi lært tilbúning á mörgum matar- tegundum fy-TÍr veíka menn.”

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.