Dagblaðið - 22.11.1914, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 22.11.1914, Blaðsíða 1
Sunnud. 22. nóv. 1914 Dagblaðið 1. árg. 17. tbl. • ••••« • • • • ^^^•••••••••••••••« •— •-• • • • ••••« • • • • • •••-•• • • • -%-«% -• -•-^- • - Ritstjóri Sig. Einarsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar. ► V«~ Er landið gott? Nl. Það er ekki ofmikið sagt, að þó tnikið sje mildari veðráttan i Dan- mörku heldur en hjer á landi, þá er það auðveldara að rœkta gras hjer, heldur en korn þar (kornupp- skera Dana nemur árlega nokkrum hundruð miljónum króna, jeg set það hjer af því að jeg hef rekið mig á að það eru sumir landar sem halda að Danir rækti ekki korn, Uema lítið). Veðurlagið hjer á landi er kalt, en þó ekki eins svalt og víða annars- staðar t. d. í Canada eða í Rússlandi Hjer um kvöldið sagði maður við mig að veðráttan á íslandi væri mátulega stríð til þess að herða okkur. Og það er satt. Þegar við erum því viðbúnir að taka á móti hlviðrunum, þá herða þau okkur bara. í Rússlandi er varla nokkur Sveitamaður svo armur, að hann eigi ekki gæruskinnsyfirhöfn. En hér á landi eru loðkápur varla til, hjá alþyðu manna. Menn kunna ekki að klæða sig eftir veðri. Þeir sem eiga skinntreyjur ganga flestir í þeim frá því kuldar koma á haust- in og fram á næsta sumar, hvort heldur það er frost eða þýða. Og líkt er um treíilinn íslenska, sem góður Siður er að hafa margvafðan um hálsinn þegar grimdarveður eru, en sem magnaður ósiður er að ganga með alt at á vetrin, hvernig sem viðrar. En eins og það er víst að veðr- áttan herðir þá, sem nógu vel bún- ir geta snúist á móti henni, eins víst er það, að hún gerir fjöldann af hinum að kveifum. Og það væri ekki undarlegt þó alþyða í sveitum væri bæði þunglynd og leiðinda- gjörn, þar sem hún víðasl hvar þarf að hörfa undan skammdegis- hríðunum inn í þröngar, dimmar og loftillar baðstofur, og það sem verst er: hún hefir ekkert að lesa sem getur sett hugmyndaflug henn- ar í hreyfingar og með því sett kjark í sig, því þó nokkuð komi út af bókum árlega á íslensku, þá Framhald hinu megin. Erlendar símfregnir. Tilkynning frá bresku utanríkisstjórninni i London. London þ. 20. növ. kl. 11,51 árd. Belgiska rannsóknarnefndin hefir gefið út skýrslu um hryðju- verk, sem þýskir hermenn hafi framið í Tamines, þar sem 600 íbúar voru höggnir niður sem hráviði. Pegar Dinant var lögð í auðn, voru 700 borgarar drepnir. Vel vottfastar sagnir eru sagðar um þýsk h'ryðjuverk í bélgisku Luxemburg. í flestum tilfellum báru hermennirnir ekki við að afsaka sig ineð öðru en því, að íbúarnir hafi veitst að sjer. En það er á- reiðanlegt, að íbúarnir hafa ekki sýnt sig í berum fjandskap við Þjóðverjæ íbúarnir segja, að það sje aðeins hægt að skýra framkómu þeirra á þann veg, að þeir hafi verið ölvaðir eða fengið skipun frá æðri stöðum, að gereyða bygðina. Vissa er fengin fyrir því, að nýja (enska) herlánið fæst. Fyrstu tvo dagana var boðið fram tvöföld upphæð þess, sem beðið var um. London 21. nóv. kl. 12,10 síðd. I Suður-Afríku er verið að elta lið Beyers hershöfðingja. Detoy liðsforingi tok 74 menn höndum og 85 hesta og Houl liðsforingi tók 65 menn. Herforingjaráð Rússa tilkynnir, að lið Pjóðverja sæki ákaft fratn milli Weichsel og Warta. Rússum varð dálítið ágengt fyrir norðvestan Lodz. Tóku þýsk skotvirki með stóruin fallbyssum, 10 vjelbyssum og nokkur hundr- uð föngum. Þrálát orusta stendur milli Czestochowa og Krakau. Rússar tóku 3000 Austurríkismenn höndum. 1 Oalizíu hafa Rússar tekið Visnesz 25 mílur austur af Krakau og Dukla og Uszok í Karpatafjöllunum. Opinber tilkynning frá Rússum, að herforingjaráð Tyrkja fari að dæmi Pjóðverja og Austurríkismanna, að segja um sigra, og að þeir hafi tekið svo og svo marga fanga og fallbyssur. En her- foringjaráð óvinanna segir ekki frá hertöku Bayazid og sigur- vinningunum í Galizíu. Sem dæmi upp á fjarstæður, er Tyrkir halda fram, má benda á, að þeir segja að rússnesku herskipin hafi flúið undan Goeben, en Goeben er iniklu hraðskreiðari en rússnesku skipin og hefði hæg- lega getað elt þau uppi. Sannleikurinn er sá, að Goeben fjekk illa útreið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/171

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.