Dagblaðið - 08.12.1914, Síða 1

Dagblaðið - 08.12.1914, Síða 1
Þriðjud. 8. des. 1914 1. árg. 33. tbl. Dagblaðið Ritstjóri Sig. Einarsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar. Tyrkir. Pað er kunnugt, að Þjóðverjar hafa átt mikil ítök hjá Tyrkjum. Þeir byggðu hina svokölluðu Bagdad-járnbraut fyrir Tyrki og nutu þar af leiðandi margra hlunninda hjá þeim. Og það sem Tyrk- ir kunna til hernaðar, hafa þeir lært af Þjóðverjum og hervopn sín hafa þeir keypt frá Pýskalandi. Þegar þess vegna Tyrkir í Balkans ófriðnum fóru hverja hrakförina annari verri fyrir B-tílgörum, sem höíðu lært hernaðar- list í Frakklandi og höfðu fallbyssur þaðan, þá þóttust margir vera vissir um, að Frakkar væru þjóðverjum langt um færari í hernaðarlist og vopnasmíði. Sú heíir þó raunin ekki orðið í þessu stríði. Og ekki heldur hafa Tyrkir kent Pjóðverjum um ósigrana í Balk- ansstríðinu, og vináttu sína við þá hafa þeir haldið áfram. Það sýndi sig best i sumar, þegar þýsku herskipin Qoeben og Breslau, sem voru stödd í Miðjarðarhafinu er ófriðurinn hófst, flýðu undan Miðjarðarhafsflotanum breska, þá flýðu þau á náðir Tyrkja, er þeim var ekki vært annarsstaðar. f>að átti að heita svo sem Tyrkir keyptu skipin af Fjóðverjum. En það virtist mörgum að þau kaup væiu meira í orði en á borði, og Englend- ingar kvörtuðu undan því, að þýska skipshöfnin væri lengur á skipinu en góðu hófi gegndi. Bæði af þessu Og öðru var það augljóst þegar í byrjun stríðsins, að Tyrkir voru Þjóðverjum mjög fylgj- andi að málum, og flestir bjuggust við því, að þeir mundu ekki gefa lát- ið stríðið afskiftalaust. Englendingar og bandamenn þeirra reyndu einnig, bæði með hótunuin og blíðmælum að aftra Tyrkjum, og lengi vel leit út fyrir að það mundi takast. En þó hafa Rússar varla trúað Tyrkj- um vel, því að á landamæruni Rúss- 'auds og landa Tyrkja í Kaukasus hafa Rússar stöðugt haft allmikinn her, og þykir ólíkigg^ að þeir hefðu eigi flutt þann hér til vígstöðvanna vestur í Pól- land, ef þeir hefðu þótst öruggir gegn Tyrkjum í Kaukasus. Pó getur verið að eitthvað annað hafi búið undir. Pann 28. október byrjar svo ófrið- Erlendar símfregnir. Tilkyntiing frá bresku utanríkisstjórninni i London. London 6. des. kl. 6 stðd. Eftirfarandi opinber frönsk tilkynning, sem var gefin út í dag síðdegis, segir. Stórskotalið vort gjöreyddi lítilli liðsveit Pjóð- verja á hægri bakka Yserskurðarins í gær. Óvinirnir gerðu árangurslausa tilraun til þess að ná aftur Woldenrest. Annars staðar á norðurstöðvunum hefir alt verið rólegt í dag. Stórskotalið vort hefir þaggað niður í fallbyssum óvinanna í Champagne-hjeraðinu. Orustan heldur áfram í skotgryfjunum í Argontie og rekum vjer óvinina smátt og smátt afturábak. Oss hefir miðað dálítið áfram í hjeraðinu suðaustur af Var- ennes, og vjer höfum þaggað niður í stórskotaliði óvinanna. Annars staðar engin breyting. London 7. des. kl. 1,35 siðd. Herstjórn Rússa tilkynnir: Barist hefir verið ákaft á leiðunum til Lowicz og Lodz og vestan við Piotrikow. Milli Pabianice og Lask tókst Rússum í myrkri að tvístra stórri hersveit óvinanna, sem komst öll á ringulreið og beið mikið manntjón fyrir sprengikúlum og vjelbyssuin Rússa. Reuters-Bureau London. London 6. des. kl. 6,42 siðd. Á sljettunum í Flandern hittust þeir Oeorg Bretakonungur og Albert Belgakonungur og prinsinn af Wales á föstudaginn var, og mun sá fundur lengi í minnum hafður. Albert konungur tók á móti gestunum og föruneyti þeirra, var síðan haldin hersýning. Belgiski herinn hefir nú fullkomlega náð sjer aftur eftir þá ringulreið, sem hann komst á í byrjun ófriðarins. Albert kon- ungur bauð Georg konungi til morgunverðar. Georg sæmdi Albert sokkabandsorðunni; Georg konungur kom til London í gærkvöldi. Pjóðverjar gera nú alt sem í þeirra valdi stendur til þess að telja herinönnum sínum trú um, að viðureignin í Flandern sje þeim hagstæð. Seinasta bragðið, sem þeir hafa beitt, er að skifta um nafn á Ostende og kalla KALES, liklega til þess að telja nýju hersveitunum trú um, að þeir hafi náð hinu setta marki. Eftir JVIorgunblaðinu í Reykjavík 7. des, kl. 8 síðd. urinn tnilli Rússa og Tyrkja. Um upp- ófriðinn með því að ráðast á rúss- tök ófriðarins ber mönnum eigi sam- neskan flota í Svartahafinu, og skjóta an. Rússar segja að Tyrkir hafi hafið á borgina Sebastópól. En Tyrkir halda

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/171

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.