Dagblaðið - 08.12.1914, Side 2
66
DAOBL.
33. tbl
Hráolíumótorinn
“VESTA“
fyrir skip og fiskibáta, er hentugri, endingarbetri, áreiðanlegri og langtum
ódýrari í notum eri peir mótorar, sem hin.gað til hafa þekst hér á landi.
Undirritaður, sem hefir aðalumboð fyrir Islatid á þessum viðurkenda, á-
gæta, mótor, útvegar einnig með verksmiðjuverði, mótora frá flestuin öðr-
um mótorverksmiðjum. Einnig mótorbáta
fón S. Esphólín.
Talsimi 41 Akureyri.
því fram, að Rússar hafi átt upptökin,
og segja þeir söguna þannig: Dálítill
hluti tyrkneska f lotans siglir inn í Svartahaf
til þess að halda þar æfingar. Rá kem-
ur allstór rússneskur floti og með hon-
um skip til að leggja tundurdufl. Rykj-
ast Tyrkir sjá, að Rússar ætla að leggja
tundurdufl í Bosporussundið, og að
Rússar ætli svo að ráðast á flotann,
sem kominn var inn í Svartahafið,
Tyrknesku herskipin, er voru við Kon-
stantínópel, hefðu þá eigi getað kom-
ið til liðs við flotann í Svartahafinu,
vegna tundurduflanna.
Til þess að koma í veg fyrir þetta,
rjeðust Tyrkir á skipið með tundur-
duflunum og söktu þvi. Segjast Tyrk-
ir ennfremur hafa sökt sumum her-
skipum Rússa, en stökt hinum á
flótta. Eftir það sigldu Tyrkir skipum
sínum til Sepastópol og hófu skot-
hríð á borgina. (Framh.).
Ur bœnum og: grendinni
Bæjarstjórnarfundur verður haldinn í dag
kl. 4 sd.
Á dagskrá er:
1. Byggingarnefndarfundargerð 7/i2.
2. Fátæktranefndarfundargerð 7/i a.
2. Reglugerð Vatnsveitunnar, síðari um-
ræða:
4. Úr fundargerð jarðeignarnefndar.
5. Ávísanir.
Ur Mývatnssveit.
Veturinn hefir verið einstaklega mildur
og góður fram að síðustu mánaðarmótum.
Menn hafa alment getað sparað hey
svo um munar, því varla heitir að fje hafi
verið gefið fyrir síðustu hríðar.
Skepnuhöld eru og góð þó er farið að
brydda á skitupest í gemlingum sem sfaf-
ar eðlilega af hinum snöggu fóðurskiftum.
Stallbyggingar Mr. Schraders
eru nú að mestu búnar, og hafa staðið
yfir nálega hálft annað ár, kostað mikið
fje og veitt drjúga atvinnu. Var stærra
húsinu lokað fyrir hretið, því gólfin
sem lögð eru steinlfmi voru ekki full-
hörðnuð, nje stallar komnir. En í hret-
inu bauð hann að opna húsið og
gefa þar skjól útflutningshrossum þeim,
sem hjer skyldu geymast þar til þau
yrði tekin í skip. Geta þar inni vel
staðið 100 hross, og þó miklu fleiri,
sje hið víða fordyri fylt. Rví miður
náðist í fæst af hrossunum í tíma, og
hafa þau því átt og eiga enn illa æfi.
Bráðum er og lokið b ó k herra
Schraders, og munum vjer geta henn-
ar sjerstaklega síðar. M. J.
Gamla konan.
Úti í stofuhorninu var gamall stóll,
í honum sat öldruð kona.
Hún hafði áður verið húsmóðirin í
húsinu, en nú var ný húsmóðir tekin
við fyrir nokkrum mánuðum.
Gömlu konunni fanst sjer vera of-
aukið. Aður hafði hún haft svo stórt
verksvið, nú var það á stuttum tíma
gengið saman.
Hún hafði enn nokkurt starfsþrek,
en nú var eiginlega ekkert til að leggja
kraftana í, sem henni fanst fullnægja
sjer. En starfshvötin, sem ekki varð
fulinægt, gerði uppreisn, og þessvegna
varð gamla konan geðstirð.
Hún fjarlægðist fólkið í húsinu og
það einnig hana. Andlegt samlíf heim-
ilisins var nú flutt á aðra hæð, í hús-
inu, en þá, sem hún bjó á. Hún heyrði
ekki vel og því misskildi hún margt.
Stundum fanst henni jafnvel að heima-
fólkið tala lægra en því var eðlilegt,
aðeins til að hún heyrði ei það, sem
um var rætt. Retta særði hana rnjög.
Hugur gömlu konunnar var því dag-
lega fullur af sárinduin og greinju.
Henni fanst, að næstum ait það besta,
sem heimilið átti, væri nú kipt frá
sjer. Ress vegna þurru líka sálarkraftar
hennar fyr en ella. Lað var komin
óstirkur á hendurnar, og hann óx f
hvert sinn sem liinar nýju venjur og
siðir heimilisins eins og klemdu hæfi-
leika hennar niður. Ressir hæfileikar
höfðu þó áður borið heimilið uppi.
— Rannig ráku nýju siðirnir gömlu
venjurnar of snemma á dyr. B
Dagblaðið
verbur selt í tóbaksverslun
Jóh Ragúelssonar og; Kjöt-
búöinni.
Epli,
hvítkál,
laukur og
vínber,
nýkomið í verslun
Sn. Jónssonar.
Markaðsskýrsla
yfir íslenskar afurðir.
Kaupmannahöfn 7. nóv.
Verð á príma málsfiski alt að 90 kr. skpd.
— - undirmálsfiski . . 82—84 — —
— - ýsu .......... 73—74 — —
— - Labradorfiski ... 73 — —
— - löngu............ 80 — —
— - kjöti, dilka og eldra 80 — tn.
— - Ijósu þorskalýsi . 38—39 —
— - brúnu — . 34—35 —
— - haustull .... TT 2.50 — kg.
Gærur eru allar seldar.
Verð á erlendum vörum.
Rúgur 23 aur. kíióið
Rúgmjöl .... 24 — —
Flórmjöl nr. 1 27 — —
Amerískt hveiti 24 — —
Bankabygg. . . 28V2 eyri —
Hrísgrjón heil. 32 aur. —
Valsaðir hafrar 36 — —
Kaffi . 106-112 — —
Toppnielis . . . 32 — —
Hogginn melís 32 — —
Strausykur . . . 28 — —
Fíkjur 39 — —
Baunir eru .
Hrísgrjón meðalteg. ófáanleg
Kandís er . ófáanlegur
Rúðursykur er. . . . —
Sveskjur eru