Dagfari - 12.07.1906, Síða 3

Dagfari - 12.07.1906, Síða 3
Ný verzlun. Hjer með leyfi jeg mjer að tilkynna heiðruðum almenningi, að jeghefi nú settá stofn verzlun í nýju húsi, sem jeg hef látið byggja, beint niður undan íbúðarhúsi mínuá Bakka við Reyðarfjörð.— Hefijegþará boðstólum alls konar vörur, sem jeg mun auglýsa nánar síðar. Verzlunarmeginregla mín verður: að seija svo ódýrt cem unnt er, og að hönd selji hendi að svo miklu íeyti, sem möguiegt er. Allar inniendar afurðir kaupi jeg með hœsta verði. Bakka við Reyðarfjörð 7. júlí 1906. Jón Ó. Finnbogason. Thomsens verzlun. Er hann greindur maður og drengur góður og gat sjer vinsældir meðal íslendinga. Kveðst liann ekki hafa orðið var Danahaturs meðal íslendinga. Það sje, að minnsta kosti, ekki meira og öðru vísi, meðal þeirra, en Pjóðverjahatur í Danmörku. Það sje Dönum sjálfum að kenna, er þeir þykist verða varir kala í garð sinn hjer heima. íslendingar sjeu ekki hallmælisverðir, þótt þeir finni að frant- komu Dana í ísienzkunt stjórnmálum og hafi ekki miklar mætur á þeim, t. d. Alberti. Það sje og ekki rjett, að íslendingar vilji samtengjast Noregi, en vilji hinns vegar verða sjálfstæð þjóð. Ritstjórn blaðsins þykir það næsta ískyggilegt, að hann skuli líkja saman hugarfari fslendinga gagnvart Dönum og Dana gagnvart Þjóðverjunt og spyr, hvort það sje komið svo, að slíkar samlíkingar sjeu þeim tamar og eðlilegar. Sama blað á allt af í miklum erj- urn við Jón Ólafsson. Hefir Jón haldið því fram, að dr. Valfýr Guð- mundsson hafi ritað greinir í Ekstra- blaðið, en engar sönnur fært að máli sínu. Neitar blaðið því harðlega, að dr. V. G. hafi skrifað í það. Fer það ýmsum óvirðingarorðum um Jón, sem það naumast þekkir, nema einhverir íslendingar hafi verið svo greiðviknir að fræða það á einhverju um æfiferil hans og mannkosti. Það er einkennilegt og eftirtektavert, að smáblöðin og skopblöðin dönsku minnast miklu nieira á Island en stór- blöðin. «Klukkan 12» «KvöldbIaðið» og «Folkets Avis», hafa einatt flutt margar greinir um ísland. Þarf ekki að því að spyrja, að margar hafa þær hvorki verið af viíi nje góðgirni ritað- ar, þótt undantekningar kunni að finnast þar á. Þau hafa skrafað allmikið unt ísland nú í vor. í «Foikets Avis» er grein, sem rituð er sakir Danmerkurfarar þingmanna. Kveður blaðið ísiendinga allóánægða. — Það sje ekki hægt að neita því, að þeir hafi ástæðu til þess. Danir gætu gert miklu rneira fyrir ísland en þeir geri. Þeir mættu vel missa 2—3 fallbyssubáta hingað heim til að verja íslandsstrendur fyrir botnvörp- ungum. í þess stað hafi þeir þarað eins einn fallbyssubát, sem vitanlega nái ekki svo mikið sem einni fiskiskútu. Ríkissjóður veiti ofurlítið tillag til sumra hluta hjer heima, en það sje ekki neitt að ráði. Blaðið heldur sýni- lega, að íslendingar sjeu svo miklir öhn- usumenn, að þeir vilji láta Dani fæða sig, klæða og skæðaogað óánægj- an yfir sambandinu síafi af því, að þeir leggja okkur ekki nógu mikið til. En annars laumar blaðið því að oss íslendingum, að lönd og ríki fái sjer ekki nýlendur(I) til að koma þeim upp, heldur til að fá markað fyrir afurðir sínar. Svo segir það, að vjer eigum sjálfir sök á, að samband vort við móðurlandið(!) sje ekki betra. Vjer sjeum uppstökkir og viðkvæmir og þykjumst æ hafðir út undan. Það sje víst af þessarri ástæðu, að stjórnin danska vilji vera svo vinaleg við oss Hún viti aldrei nema eitt ráð, og það sje góður matur og mikill matur. Góð vín og dýrir rjettir eigi að sefa skap þingmanna. Að síðustu heldur blaðið,að það hefði verið betra, að eitthvað af þeim pen- ingum hefði verið sent heim, er varið verður til hátíða-og veizluhaldsins. «Klukkan 12» vill leggja eitthvað til málanna, og segir þau tíðindi, að Friðrik konungur ætli að taka ísland í konungstitil sinn og að það liafi verið samþykkt í ríkisráðinu. En blaðið kveðst ekki vita, hvort það eigi að vera meira en það eitt, að ísland komist í konungstitilinn eða ísland eigi að vera sjálfstætt ríki í Personal-Union við Danmörku. Það er víst ekki verl að leggja ntik- inn trúnað á þessar fregnir. Það eru fleiri blöð en «Folkets Avis» sem kalla Danmörk «móðurlandið». Sjálf Politiken fer þar í broddi fylk- ingar. Hún minnist á gróða þann, er verði að heimsókn íslendinga í Danmörku, Kveður hún þá mest um vert, að þingmenn «m ó ð u r 1 andsi n s» (Danmerkur) verði samvistum með ís- lenzkum þingmönnum. Hvenær skyldi heppnast að venja Danl af því að kalla land sitt «móðurland» íslands? Það erU fyrsta lagi söguleg ósannindi, og væri menntuðum mönnum ekki ofraun að vita slíkt. Og það er skaðleg ósannindi! Danir skilja síður kröfur vorar um sjerstöðu og sjálfstæði, ef þeir halda, að vjer sjeum brotnir af dönsku bergi, sjeum í rauninni sama þjóð sem þeir. Það er og hætt við, að »móðirin« vilji hafa hönd í bagga með dótturinni, ekki sízt meðan hún er á slíku bernskuskeiði sem vjer ís- lendingar erum samkvæmt áliti Dana á oss. Auk þessi ætti þjóðernis-til- finning íslendinga að vera svo við kvæm og lifandi, að fátt særði þá meira en það, að því væri gleymt, að þeir væri sjerstök þjóð með sjerstök- um þjóðareinkennum og þjóðareigin- leikum. Vonandi nota þingmenn nú utan- förina til að leiðrjetta þenna meinlega misskilning Dana á þjóðerni voru - - eða gera, að minnsta kosti, einhverja tilraun til þess. Danmerkurförin. ■—o— Þessa dagana er löggjafar vorir á Ieiðinni til Danmerkur, þar sem þeim verður tekið með mesta fögnuði. Hefir verið mikill viðbúnaður í Danmörku að fagna þeim. Hefir verið skipuð nefnd þriggja manna til að semja áætlun um, hvernig tíma þeim skuli varið, er þingmenn eiga dvöl í Danmörk — þar verða þeir fra 18—30 júlí. Björn Þórð- arson, stud. jur., hefir verið fenginn nefndinni til aðstoðar við þetta mikilsverða vandastarf. Þingmenn eiga að búa á Hotel Kongen af Danmark. Þar býr Hannes ráðgjafi oftast, þegar hann dvelur ytra. Oengur ekki á öðru en einlægum átveizlum, að því er sjá má af áætlun þeirri, er nefndin hefir samið. Verður þetta sann- kölluð »matarför« —. Blöðin dönsku kenna líka í brjóst um »veslings islendingana«, eins og þau komast að orði. Þessir miklu og löngu veizlu- dagar verði núklir erfiðisdagar, bæði fyrir íslendinga og Dani, segja þau. Menn þeysist með þá frá landsenda til landsenda og al- staðar er át, át og aftur át. í rauninni sjái þeir allt og ekkert. Dagfari rnuti skýra nákvæmlega frá þessari för. Þórarinn Túlinius hefir boðið þingmönnum á skemmtiför um Eyrarsund og ætlaði að halda þeim miðdegisveizlu á Marienlyst. Danne- brog heldur, að ekkert geti orðið úr því, því að þeir sjeu önnum kafnir frá morgni til kvölds — við átveizlur annars staðar. Frá heiðum ti! hafs. Tíðin hefir verið leiðinleg og þreytandi: sífelldar þokur, vætur og kuldar á stunduni. Embættisprófi í lögfræði hafa lokið: Einar Arnórsson og Magnús Sigurð- son með 1. einkunn, Páll Jónsson, Bjarni Johnsen og Stefán Stefánsson með 2. einkunn. Einar Arnórsson hefir hlotið hærri einkunn en nokkur annar íslending- uráður. Fjekk hann ágætiseinkunn í tveimur greinum, en 1. einkunn í hinum. — Er þessa getið lijer kven- fólkinu íil gagns og fróðleiks. Þórarinn Túliníus hefir keypt nýtt skip, sem heitir Sterling. Er það mjög vandað, 1. flokks skip að öllu. Það er afarstórt, 1034 tons, og er rúm fyrir 120 farþegja á fyrsta far- rými. Fer það 13 mílur á vöku og er því mjög hraðskreyít. Farþegja- rúm eru uppi á þilfari, en svefn- herbergi undir þiljum. Það var snúð- að 1891. Hefur það göngu sína í haust milli Reykjavíkur og Hafnar. Það er allt raflýst. Prospero heitir -skipið, sem erf- ingjar Ottó Wathnes hafa keypt. Það er Ó78 tons, en er nokkuð gamalt, smíðað 1870. Þó er það snoíurt undir þiljum. Skrifað er frá Seyðisf. 1. þ. m.: Roskinn maður, Einar Pjetursson að nafni, frá Ásbrandarstöðum í Vopnafirði, hvarf fyrir tæpum nián- uði, án þess að menn viti, hvað af honum hefir orðið. Hafði hann verið vinnumaður mestan hluta æfi sinnar, og safnazt allmikið fje, en 67 Þjer skulið ekki hugsa yður, að jeg sje allt af svona skitinn, bætti hún við eftir stundarkorn í afsökunarróm. Mamma lætur mig allt af vera hreina til fara. En þessi föt ultu niður skúrþakið hans Barnes >. Ha, ha, ha, hló hersirinn. «Sennilega hefur þú verið í fötunum, þegar þau ultu niður þakið». Drenghnokkinn stakk möndlu uppí sig og þagði. Að nokkrum tíma liðnum sagði hann: «Hefur þú aldrei átt lítinn dreng»? Nú hvarf brosið af vörum gamla mannsins, og kuldasvipurinn, sem urn stund hafði flúið fyrir armlögum litla drengsins, kom aptur. «Já», sagði hann rámur og strauk ástúðlega litlu, dökku hendina, sem var að læða rúsínu inn undir stóra yfirskeggið. Svo fjell kyrð á um hríð. Drengurinn vafði litlu handleggjun- um utan um háls gamla mannsins, hallaði höfðinu upp að brjósti hans og lá svona Iengi rólegur í þönkum. Hersirinn heyrði ekki betur, en að hann hefði yfir bæn í lágum hljóðunr. Skömmu síðar leit hann niður og sá þá, að drengurinn var sofnaður. — Hann bar hann með mestu varasemi tii legubekksins og lagði hann þar. Þar stóð hann svo og skoðaði hugsandi rólega, litla andlitið, og í því var dyra-bjöllunni hringt. Honum hnikkti við. «Þeir hafa sjálfsagt rakið feril hans hingað, og nú eru þeir komnir að sækja hann», sagði hann lágt. Dyrnar opnuðust og Marks vísaði háum, tígulegum manni inn Maðurinn var á að gizka 35 ára með hrokkið, jarpt liár, er fai ið var að grána við gagnaugun. «Gerald». «Faðir minn»! Faðir og sonur horfðu þegjandi hvor á annan. Þeir höfðu verið svo lengi aðskildir. Svo renndi yngri maðurinn augum til legu- bekksins og allt andlitið varð að einu brosi.

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/172

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.